1/31
Looks like no tags are added yet.
Name | Mastery | Learn | Test | Matching | Spaced |
|---|
No study sessions yet.
Tíminn í dag
fjölmenningarfélagsráðgjöf
Hjálpartækin okkar
Móttaka flóttafólks sem hefur fengið alþjóðleg vernd – starf félagsráðgjafa
Mismunandi fjölskyldumynstur
Heiðurstengd átök
Markmið félagsráðgjafar…
Virðing fyrir manngildi, sérstöðu einstaklingsins og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu er grunnur í starfi félagsráðgjafa.
Markmiðið er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna gegn félagslegu ranglæti
Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað
Fjölmenningarfélagsráðgjafinn
Þarf að þekkja til helstu kenninga í starfi með fólki af erlendum uppruna
Þarf að skoða umhverfisþætti sérstaklega vel þegar kemur að vinnu með fólki af erlendum uppruna.
Þarf að vera kunnugur um lagaumhverfið og stefnu stjórnvalda.
Þarf að vera meðvitaður um eigin viðhorf, gildi og mögulega fordóma
Áskoranir sem flóttafólk stendur frammi fyrir eftir komu til nýs lands
Lítill skilningur á „kerfið“
Geta upplifað sig utanvelta í samfélaginu
Áhyggjur af fjölskyldu í heimalandi
Erfiðleikar við að fá fjölskyldusameiningu
Geta upplifað að gert sé lítið úr aðstæðum þeirra og þau njóta ekki skilnings á aðstæðum
Áhersla fjölmenningarfélagsráðgjafans
Áhersla lögð á styrkleika
Hvað olli því að ákvörðunin um að yfirgefa upprunaland var tekin?
Hvaða innri styrk og stuðning höfðu þau til þess að standa við ákvörðun sína um flutninginn?
Hvernig er stuðningsnetið?
Ræða um jákvæðu þættir í lífi fjölskyldunnar.
Hvað gerir fjölskyldan/einstaklingurinn til að láta sér líða vel.
Meta hvenær er tímabært að tala um erfiða fortíð
Menningarnæmi
Fjölmenningarfélagsráðgjöf
Flóttafólk hefur gengið í gegnum erfiða reynslu og í mörgum tilfellum orðið fyrir miklum áföllum
Aðkoma skipulagðra glæpasamtaka að komu flóttafólks til landsins
Stuðningur við að takast á við ný hlutverk
Að þekkja til birtingamynda áfallastreitu
Ásókn í heilbrigðisþjónustu oft birtingarmynd andlegrar vanlíðan
Þættir sem þarf að hafa í huga þegar unnið er með flóttafólki og umsækjendum um alþjóðleg vernd:
kyn, stétt, menning, félagssaga, saga flóttans, áfallasaga, meðvitund um menning og áföll…
Equality doesn’t mean justice

Aðkoma félagsráðgjafa
Flóttafólk á rétt á sömu þjónustu og aðrir íbúar sveitarfélagsins.
Félagsráðgjafar starfa út frá sömu reglum óháð uppruna, ríksifang , dvalarleyfi og ástæða komu notandans
◦lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
◦barnaverndarlög
◦lög um leik, grunn og framhaldsskóla
◦lög um fatlaða
◦lög um aldraða
◦o.s.frv.
Hins vegar gilda leiðbeinandi reglur fyrir flóttafolk í tvö ár eftir komu/skráningu í Þjóðskrá og viðmiðunarreglur fyrir kvótaflóttafólk.
Félagsráðgjafinn - Samhæfingaraðili - Málstjóri

Heildarsýnin – einstaklingur/fjölskyldan
Grunnþekking á menningu viðkomanda, sögu landsins, trú, viðhorfum og gildum, samskiptaleiðum í menningu viðkomandi ásamt viðhorfum til þess að leita eftir aðstoð
Skilning á áhrifum menningar á mótun sjálfsmyndar viðkomandi, tilfinningum, hugsunum og atferli
Skilningur á fordómum og rasisma, og hvernig það mótar sjálfsmynd og hefur áhrif á félagslega stöðu innflytjenda
Hjálpartækin okkar
Menningarnet Skytte.
Fjölskyldukort (genogram).
Umhverfiskort (ecogram).
Þessi tæki nýtast til að afla upplýsinga og kortleggja aðstæður viðkomandi og leggja mat á leiðir sem eru til hjálpar.
Skýringar og greiningarlíkan (Marianne Skytte)

Eco-map Adapted from Hartman

Fjölskyldur
Þurfum að huga að stöðu fjölskyldunnar í upprunalandi og í nýja landi
hvaðan kemur hún, hver er skipulagning/mynstur hennar, uppeldisaðferðir innan fjölskyldunnar, stöðu stórfjölskyldunnar og fleira.
Fjölskyldur frh.
Atvinnumöguleikar og hlutverkaruglingur – t.d. móðir/eiginkona sem hefur verið heima fer að vinna.
Getur flýtt fyrir inngildingu kvenna í samfélaginu.
Að framfleyta fjölskyldunni í heimalandi.
Mikið vinnuálag
Er öll fjölskyldan komin til landsins?
hverjir eru í upprunalandi?
Einstaklingshyggja(individualism)
Samhyggja (collectivism)
Einstaklingshyggja og samhyggja er ákveðin lífsýn:
Einstaklingshyggju „I think, therefor I am“
Samhyggja „We are, therefore I am“
Einstaklingshyggja
Hjálp til sjálfshjálpar
Einstaklingsmiðuð ákvarðanataka og ábyrgð
Hver einstakur fjölskyldumeðlimur skiptir máli.
Jafnrétti innan fjölskyldunnar
Börnin læra að bera ábyrgð á eigin gjörðum
Barnið hvatt til sjálfstæðis
Foreldrar eru að styðja barnið
Talið jákvætt að hafa eigin skoðanir
Fjölskyldan sjálfstæð einig, þ.e. umönnunar- og efnahagslega.
Samhyggja
Leitað ráða hjá stórfjölskyldunni
Ábyrgð deilt með öðrum – leitað til stórfjölskyldunnar til að fá ráð.
Ekki almenn hefð fyrir ráðgjöf/meðferð
Ekki venja að tala um persónuleg málefni.
Þarfir fjölskyldunnar framar eigin þarfir
Að vera upptekin af sjálfum sér og eigin þörfum getur verið álitað óæskileg hegðun.
Getur verið skömm ef fjölskyldan þarf að leita ráða utan hennar.
Samstaða fjölskyldunnar lykilatriði.
Samhyggja frh.
Einstakir fjölskyldumeðlimir hamingjusamir ef fjölskyldan stendur saman.
Heiður og æra fjölskyldunnar
Hegðun fjölskyldumeðlima hefur áhrif á alla fjölskylduna – góð og slæm.
Þurfa að sjá um uppihald stórfjölskyldunnar í upprunalandi
Stórfjölskyldan getur tilheyrt stærri ætt og flókið kerfi getur verið í kringum hana og völd.
Samhyggja vs. Einstaklingshyggja
Samhyggja
Áhersla á að laga sig að öðrum, velferð fjölskyldunnar mikilvægari en velferð einstaklingsins
Einstaklingshyggja
Staða hvers einstaklings skiptir máli og lögð áhersla á eigin ábyrgð einstakra fjölskyldumeðlima.
Heiðurstengd átök
Í öllum samfélögum eru til reglur sem eiga að tryggja að einstaklingar hegði sér á viðunandi hátt
Heiðurstengd átök (e. honour based violence)
skilgreint sem ofbeldi, líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og/eða félagslegt sem framið er í kjölfar þess að gerandi ofbeldis telur að þolandi þess hafi vegið að heiðri og orðspor gerandans eða fjölskyldu hans á einhvern hátt og þar með fært skömm yfir hann og/eða fjölskyldu hans.
Heiðurstengd átök frh.
Heiður felur í sér viðurkenninguna sem einstaklingar ávinna sér innan samfélagsins með virðingu.
Heiður geti því vísað til ákveðinnar hegðunar sem ætlast er til en skömm brýtur gegn væntingunum.
Ekki hefur verið sýnt fram á samband heiðurstengds ofbeldis og tiltekinna trúarbragða
Heiðurtengd átök frh 2.
Stjórnun (e. control)
Eftirlit
Heiðurstengt ofbeldi
þvingunarhjónabönd
heiðursmorð
enduruppeldi
Ólöglegar aðgerðir á kynfærum ungmenna
líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi
kynferðislegt ofbeldi
sjálfsmorðstilraunir
Heiðurstengd átök frh 3
Stjórnun og þrýstingur til að hafa áhrif á hegðun fjölskyldumeðlims með það markmið að verja heiður fjölskyldunnar.
Einstakir fjölskyldumeðlimir bera ábyrgð á heiðri fjölskyldunnar.
Aðstæður sem ganga gegn réttinda einstaklinga skv. m.a. Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og almennra réttinda barna/einstaklinga í búsetulandi.
Stjórnun á hegðun sem hamlar eða takmarkar möguleika einstaklingur til að taka ákvarðanir um eigið líf.
Heiðurstengd átök frh 4
Samskipti við hitt kynið, kynhneigð og kynhlutverk.
Val á framtíðarmaka, frelsi til að eiga kærustu/kærasta, kynlíf fyrir hjónaband o.fl.
Lífsstíl og hversdagsleiki
Val á vinum, val á klæðnaði, þátttaka í íþrótta/tómstundastarfi, val á menntun, trúfrelsi o.fl.
Þvinganir, ofbeldi og eftirlit
Vera undir eftirliti, hótanir um ofbeldi, þrýst á að stjórna aðra, hótanir um slúður og útskúfun úr fjölskyldunni, líkamlegt ofbeldi o.fl.
Heiðurstengd átök frh 5
Foreldrar
Systkini
„man er först en rigtig mand og en god bror, vis man fortæller forældrene, hvað sösteren laver“
Stórfjölskyldan
Minnihlutasamfélag í búsetulandi (eða uppruna/heimalandi)
Vísbendingar
Vanlíðan, einbeitingarörðugleikar og/eða streita
Grunur um að viðkomandi sé þolandi ofbeldis
Sjálfsskaði
Viðkomandi er ítrekað að segja ósatt – mögulega að lifa tvöföldu lífi.
Viðkomandi undir eftirliti
Lítil samskipti við aðra en fjölskyldumeðlimi.
Ungmenni eru í litlum samskiptum/tengslum við jafnaldra sína.
Vísbendingar frh.
Leiðbeiningar til starfsfólks sem Skosk yfirvöld hafa gefið út:
◦Stjórnun af hálfu fjölskyldumeðlima
◦óeðlileg fjarvera barns úr skóla
◦einangrun ungmenna frá jafnöldrum sínum
◦fjölskyldumeðlimur er ávallt í fylgd annarra fjölskyldumeðlima eða fullorðna, t.d. til læknis.
◦Vanlíðan, depurð, sjálfsskaðandi hegðun
◦þolandi kynferðislegs ofbeldis
◦fór eldri systkini ungt í hjónaband eða talar ungmenni talar mikið um hjónaband.
Ekki tæmandi listi, en gefur vísbendingar sem gagnast fagaðilum og er sérstaklega gefinn út fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Gátlisti sem skosk yfirvöld hafa gefið út (e. one chance check list)
Fagaðilar hafi í huga „one chance rule“ – mögulega eina tækifærið til að nálgast mögulegan þolanda:
Hitta viðkomandi í einrúmi – þrátt fyrir að viðkomandi komi í fylgd annarra.
Gefa strax viðtalstíma við öruggar aðstæður
Tryggja að viðkomandi sé upplýstur um trúnað og hvenær þarf að brjóta trúnaðinn, t.d. vegna barnaverndarlaga
viðurkenna að viðkomandi sé að segja sannleikann
Fara í gegnum möguleg úrræði
Bera virðingu fyrir óskum viðkomandi
Huga að öryggi – húsnæðisaðstæðum – möguleg lögregluafskipti.
Þurfa að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir brottvísun úr landinu
þekkja lög og reglur.
Starfsfólk eindregið hvatt til að leita strax ráðgjafa ef minnsti grunur er til staðar.
Framhald…
Hvað á ekki að gera skv. gátlistanum
◦Aldrei vísa mögulegt fórnarlamb í burtu ef óvissa er um öryggi á heimilinu
◦Ekki tala við fjölskyldumeðlimi og/eða vini án leyfi og vitneskju mögulegs fórnarlambs
◦Ekki leita til minnihlutasamfélagsins til að fá ráðgjöf/upplýsingar
◦Það er ekki hlutverk fagaðilans að reyna að miðla sáttum innan fjölskyldunnar
Hlutverk fagaðila
Flókið samspil – menningar, kyns og fólksflutninga
Tengist ekki einungis ákveðnum þjóðernum eða trú
Fræðsla – forvarnir
Upplýsingagjöf og fræðsla um réttindi
Veita stuðning og vera til staðar – upplýsa um trúnað
Þora að spyrja um viðhorf og menningu fjölskyldunnar?
◦Hvernig er tekið á hlutunum í uppruna/heimalandi þínu?
◦Hvað myndi gerast?
◦Hvernig myndi fjölskyldan bregðast við?
Trúum þeim sem greina frá og tökum því alvarlega
Bera virðingu fyrir ákvörðunum þolenda
Hvað fleira???
Að hafa í huga
Hvað er það sem er öðruvísi, en ástættanlegt ?
Hvað er það sem er öðruvísi, en ekki ásættanlegt ?