Looks like no one added any tags here yet for you.
Hvað er æxli?
Það er samansafn fruma sem vaxa óstjórnlega og þjóna engum sérstökum tilgangi í líkamanum. það eru til 102 tegundir til, ólíkar meðferðir. Allar tegundirnar af æxlum snúast samt um það sama, að hafa ekki tilgang og skemma út frá sér.
Hvað er meinvarp (metastasis)?
Það er þegar frumur losna frá æxli, ferðast svo með blóðrásinni, setjast svo einhverstaðar og byrja að vaxa á öðrum stað í líkamanum.
Á nánast til um við íllkynjaæxli
Hvað er illkynja æxli?
Krabbameinsæxli sem hafa ekki nein sérstök ytri mörk, getur dreifst um líkamann (meinvarp).
Hvað er Góðkynja æxli?
Það er ekki krabbameinsæxli, æxlin hafa sérstök ytri mörk sem þau vaxa innan og geta ekki dreifst um líkamann.
Getur þó verið hættulegt
Getur haft áhrif á hegðun
Mynda taugafrumur heilaæxli?
Nei þær geta ekki skipt sér og geta því ekki myndað heilaæxli
Hvaða frumur mynda heilaæxli?
Stoðfrumur (glia cells)
stjarnfrumur og fáhyrnurnar t.d. geta verið grunnurinn af heilaæxli.
Hvað er samþjöppun
Það er þegar æxli veldur þrýstingu á heilavef og taugafrumum, veldur því samþjöppun sem getur skemmt heilavef eða hindrað flæði mænuvökva um svæðið.
þetta getur valdið flogi, kremur heilasvæði og drepur það
Hvað er íflétting frumna í vef?
Það er þegar æxli fléttast saman við heilavef og umhverfis þess, þá drepur það taugafrumur á leið sinni.
Hvernig geta æxli skemmt út frá sér?
Með samþjöppun eða ífléttingu
Hvað gerist ef flæði mænuvökva er hindrað til dæmis með samþjöppun?
Vatshöfuð getur myndast
Geta góðkynjaæxli haft slæmar afleiðingar í heilanum?
já það getur valdið samþjöppun og þrýst út frá sér (sjá myndina)
Hvað er himnuæxli?
Það er góðkynja heilaæxli úr frumum sem mynda heilahimnuna. Konan í sjúkdómstilfellinu fremst í kaflanum var greind með svona æxli.
Hverju er verið að lýsa hér?
Tímabundin ofvirkni taugafruma í heila
það er verið að lýsa flogi
Hverju er verið að lýsa hér?
Kröftug lota óstjórnlegra vöðvahreyfinga sem geta átt sér stað vegna flogs. Tölum um þetta þegar flog nær yfir hreyfistöðvar líkamanns.
það er verið að lýsa Krampa
Hvað er staðbundið flog?
Það er flog sem á upphaf á afmörkum stað og er staðbundið á meðan á því stendur, drefist ekki til annara svæða heilans.
Hvað eru flogkrampar?
það er flog sem dreifist um stærstan hluta heilans.
Hvað er talið að stór prósenta fólks sé með einhverskonar flogaveiki?
u.þ.b. 1%
Hvað þarf stundum að gera í alvarlegum tilfellum floga?
Skurðaraðgerð þar sem hluti af heilanum er fjarlægður
Hvað er Grand mal Flog?
Það er tegund af flogkrömpum þar sem virknin dreifist um allan heilann (generalized seizure) og leiðir til þankippakrampa (tonic-clonic seizure). þetta leiðir til krampa í þessum flogum er vöðvaþanstímabil (tonic phase og vöðvakippatímabil (clonic phase).
Hvað er vöðvaþanstímabil? (tonic phase)
Tímabil í Grand mal flogum þar sem beinagrindvöðvar dragast saman
Hvað er Vöðvakipatímabil (clonic phase)?
Það er tímabil í Grand mal flogum þar sem fram koma reglulegir vöðvakippir.
Hjá hverjum eru störuflog algeng?
Börnum
Hvernig einkennast störuflog?
Af stuttu tímabili eftirtektarleysis sem þau muna ekki eftir.
Hvaða tvö tímabil skiptast Grand Mal flog í ?
Vöðvaþanstímabil
kemur fyrst, þá er einstaklingur meðvitundarlaus
Vöðvakipptímabil
Hvort er alvaralegra Grand mal flog eða störuflog?
Grand mal flog
Hvað eru einföld staðbundin flog?
Staðbundin flog sem eiga upphaf á afmörkuðum stað og leiða EKKI til meðvitundaleysi.
Hvað eru flókin staðbundin flog?
Staðbundin flog sem eiga upphaf á afmörkuðum stað og leiða til meðvitundaleysi.
Afhverju fékk konan í sjúkdómstilfellinu flog?
Vegna þess að hún var með æxli á milli heilahvelanna sem þrýsti á svæði í heilanum sem koma þá afstað flóknu staðbundu flogi hjá henni.
Hvað er flogboði?
Tilfinning sem kemur fram á undan flogi. Getur verið til dæmis hræðsla, sæluvíma eða ethv annað.
Hvað er tímabil endurtekinna flogkasta?
það er ástand sem lýsir sér í endurteknum flogköstum án þess að einstaklingur komist til meðvitundar á meðan á þeim stendur (inn á milli floga). þetta getur valdið skemmd á dreka.
Hvar í heilanum getur tímabil endurtekinna flogkasta valdið skemmdum?
Í drekanum
Hvað getur flogboðinn sagt okkur?
Hvar upphafstaður flogsins er. Flogboðarnir eru mismunandi eftir hvar upphafstaður flogsins er. Til dæmis ef upphafstaðurinn væri í möndlunni sem stjórnar hræðslu, þá gæti flogboðinn verið hræðsla.
Með hvað hefur drekinn að gera
Með minni að gera
hvað geta verið orsakir flogaveikis?
Skemmdir á heilavef
Hiti hjá börnum
Hiti hjá áfengis eða barbitúrat(róandi efni) fíklum, sem hætta skyndilega að taka efnin
erfðir (t.d. gen sem hafa áhrif á hvernig jónagöngum sé stýrt getur verið áhættuþáttur)
Hvað er algengasta orsök floga?
það eru skemmdir á heilavef, getur verið vegna áverka, heilablóðfalls, þroskaraskana eða æxlis.
Hvað er talið að stórt prósent barna undir 5 ára hafa fengið hitakrampa?
5%
Hvað er heilablæðing?
það er heilablóðfall vegna rifnna blóðæða í heilanum. Blæðing verður til staðar sem veldur þrýstingi og oft skemmir það heilavef.
Hvað er blóðtappi í heila?
Heilablóðfall vegna þrengsla í blóðæðum heilans. blóð kemmst ekki til tiltekins svæðis og getur því valdið dauða taugafruma.
Eftir ___ ára tvöfaldast líkurnar með hverjum áratug á því að fá heilablóðfall
40
Hár blóðþrýstingur í lengri tíma getur valdið _________
Heilablæðingu
Hvað er blóðsegi?
Það er blóðtappi sem verður til innan blóðæðar og getur stíflað æðina.
Hvað er blóðreki?
Efni í æðarkerfi (t.d. blóðtappi) sem losnar frá upprunastað og stýflar slagæðar. Í heilanum getur blóðreki leitt til heilablóðfalls.
“Skortur verður á glúkósa (næringu) og súrefni til taugafrumana”: er dæmi um?
Það hvers vegna taugafrumur deyja þegar blóðflæði er skert
Hvað gerist þegar Natríum-Kalíum dælurnar hætta að verka þegar blóðflæði er skert við heilablóðfall?
Taugafrumur deyja
“Frumuhimna verður afskautuð sem veldur losun glútamats” er dæmi um:
Hvers vegna taugafrumur deyja þegar blóðflæði til þeirra er skert.
Afhverju er slæmt þegar glútamatviðtakanir virkjast þegar blóðflæði til taugafrumna er skert við heilablóðfall?
þegar glútamatviðtakarnir eru virkjaðir verður ofmagn af natríum inn og ofmagn af kalsíum inn sem veldur dauða taugafrumna
Hvað er tvennt sem getur gerst við ofmagn natríum inn í frumu þegar blóðflæðið til þeirra er skert vegna heilablóðfalls?
Fruman tekur of mikið vatn inn og bólgnar
Örtróð virkjast og éta skaddaðar frumur
Hvað er tvennt sem getur gerst við ofmagn kalsíum inn í frumu þegar blóðflæði til þeirra er skert vegna heilablóðfalls?
það virkjast kalsíum háð ensím
kalsíum háð ensím eyðileggja sameindir nauðsynlegar almenni starfsemi frumu.
Ein ástæða fyrir dauða taugafrumanna (við heilablóðfall) getur verið skemmdir hvatberar framleiða ______
sindurefni
Hvað er sindurefni
Skemmdir hvatberar framleiða þetta og þau skemma kjarnasýrur, prótein og fitusýru
Hvað er æðakölkun?
þegar það safnast efni inn í æðarnar (til dæmis fituefni, kalkefni og fleira), æðarnar þrengjast og innan á þeim myndast lag af fituefni, kalkefni og fleira.
Hvað er æðarþelsbrottnámsaðgerð?
aðgerð þar sem þrengsl eru flysjun innan úr æð með það markmið að auka blóðflæði um tilteknar æðar.
Hvað er slagæðarstoðnet?
það er eitthvað sem er sett inn í æð sem farin er að þrengjast til að koma í veg fyrir þrengingu og auka blóðflæði
Hvað er áverkaheilabilun (CTE)?
það er heilabilun sem kemur í kjölfarið á endurteknum höfuðhöggum. Einkennin koma gjarnan fram aðeins seinn, eyðing verður á heilavef í kjölfar á öllum þessum höggum, heilavefurinn minnkar.
CTE er ekki greind fyrr en við dauða þegar krufning fer fram. Einkennin má sjá í hegðun og oft sjáum við að einstaklingur missir hömlur og hegðunin breytist.
algengt að fá CTE í íþróttum sem fá höfuðhögg t.d. hnefaleikar, amerískur fótbolti og fótbolti.
Rekúp (?) er að ef þú skallar frá vinstrameginn og færð áverka á hægrameginn. Við það að heilnnn rikkist til, þá geta allskonar taugasímar rofna.
Af Hverju orsakast Parkinsonssjúkdómurinn?
Eyðingu á dópamíntaugafrumum í sortukjarna
Hver eru einkenni Parkinsons?
Sjúkdómurinn framkallar stífleika í vöðvum, hægingu á hreyfingum, hvíldarskjálfta og óstöðuleika.
Af Hverju orsakast Huntington sjúkdómurinn
af hrörnun í rófukjarna (caudate nucleus) og skel (putamen)
mjög agressive progression, flestir fjölskyldusögu um þetta
Hverjar eru afleiðingar Huntington
Sjúkdómurinn framkallar ósýrlátar rykkjóttar hreyfingar
Hvað er MS?
það er sjálfsónæmissjúkdómur
Sjúkdómurinn ræðst tilviljanakennt á mýelínslíður í MTK og skilur eftir sig skellur. Flutningur taugaboða um taugasíma skerðist.
Hvað er Alzheimer?
það er hrörnunarsjúkdómur í heila. þegar sjúkdómurinn er greindur er hann kominn á það stig að erfiðleikar í minni, hugsun og hegðun hafa truflandi áhrif á athafnir daglegs lífs. oft kemur gleymska um nýliðna atburði.
Það er mikil hrörnun á heilavef, það verða miklu dýpri skorur, útaf það eru minni heilavef, heilaholin stækka, það er rosaleg minkun á hippocamus (það tengist minninu)
Heilabörkurinn minnkar sem veldur þessum dýpri skorum
Hver eru heila einkenni í heila alzheimer sjúklinga?
Strekjulíkar skellur (Amyloid plague) og Taugavefjaflækjur (neurofibrillary tangle)
Hvar eru strekjulíkar skellur (amyloid plague)?
Eitt af einkennum í heila Alzheimer sjúklinga. Þéttur kjarni Beta amyloid próteinbráða sem umkringdur er frumuleifum og virkum microglia stoðfrumum (átfrumum) og stjarnfrumum (reactive astrocytes)
í mynbandinu þá var sagt að Beta amyloid prótein þræðir safnast saman of mikið og það getur verið skaðlegt
Hvað eru taugavefjaflækjur (neurofibrillary tangle)?
Eitt af einkennum í heila alzheimer sjúklinga. Fosfór jónir festa sig við tau-prótein (í örpíplum) og breyta uppbyggingu sameindarinnar. Flutningur efna innan frumunnar truflast og fruman deyr. Eftir sitja í heilanum flækjur próteinþráða.
Hvar byrjar oftast skellur að myndast hjá alzheimer sjúklingum?
Hjá drekanum, þess vegna eru fyrstu einkennin oft erfiðleikar við að muna nýja hluti.
af hverju stafar heilahimnubólga?
af vírus eða bakteríum
Af hverju starfar heilabólga
af bakteríusýkingum, vírusum eða önnur eiturefni.
Hvað er heilahimnubólga?
þá verða bólgur vegna sýkinga í heilahimnunni, getur þróast á nokkrum klst
Hverju er hætta á ef kona veikist af rauðum hundum á meðgöngu
á alvarlegum fósturskaða eða fósturláti
Nefndu dæmi um fósturskaða vegna rauðra hunda;
Heyrnarskerðing, blinda, vansköpun, hjartagalli eða vaxtarskerðing.