Kafli 12 - Verbal Behavior

5.0(1)
learnLearn
examPractice Test
spaced repetitionSpaced Repetition
heart puzzleMatch
flashcardsFlashcards
Card Sorting

1/49

flashcard set

Earn XP

Study Analytics
Name
Mastery
Learn
Test
Matching
Spaced

No study sessions yet.

50 Terms

1
New cards
Yrt hegðun (verbal behavior)
Hegðun mælanda.

Það sem við gerum með orð, s.s. að tala, skrifa, benda og bendla. Á við um frammistöðu þess sem talar og skilyrði umhverfisins sem establiserar og viðheldur hegðuninni.

Virkar á hlustanda, lesanda eða áhorfanda sem veitir síðan styrkingu, afleiðingar yrtrar hegðunar veltur því á öðrum.

Gerir okkur kleift að hafa óbein áhrif á umhverfið, frekar en bein.
2
New cards
Gerðir yrtrar hegðunar
Atferlisfræðingar flokka hegðun eftir virkni hennar, og því tilheyrir þetta allt yrtri hegðun, þar sem þetta hefur allt mjög svipaðar afleiðingar:


1. Að tala
2. Handa- og líkamshreyfingar
3. Svipbrigði - margir telja að svipbrigði séu alþjóðleg
4. Skrif
3
New cards
Greining yrtrar hegðunar
Yrt hegðun er greind á sama hátt og önnur hegðun. Þegar við greinum yrta hegðun skoðum við virkni þess sem verður með töluðum eða skrifuðum orðum.

Rannsóknir beinast yfirleitt að málfræði, setningarfræði og ósjáanlegum hugrænum ferlum.
4
New cards
Tungumál (language)
Að tala og önnur form samskipta.

Getur verið


1. Hegðun
2. Málvenjur
3. Hugrænar reglur
4. Menningarleg fyrirbæri
5. Orðaforði, setningarfræði og merking
5
New cards
Skinner og tungumál
Taldi að eitt mikilvægasta skref mannlegrar þróunar var þegar við lærðum að tala. Hann taldi að yrt hegðun þróaðist ekki, heldur yrta umhverfið. Þannig að menningarleg þróun skýrir breytingar í yrtri hegðun, frekar en líffræðileg þróun.
6
New cards
Myndun málhljóðs (phonation)
Að búa til málhljóð sem hægt er að heyra. Hljóð verður við hreyfingu raddbanda í barkakýlinu.
7
New cards
Þróun barkarkýlis

1. Mennsk ungabörn nota ekki sömu staðsetningu og fullorðnir í barkakýlinu til að mynda hljóð, heldur sömu staðsetningu og aðrir prímatar - C3. Geta því ekki sagt sérhljóðana \[i\], \[u\] og \[a\].
2. Yfir fyrstu tvö ár ævinnar færist staðsetningin úr C3 yfir í C6
3. Með árunum breiðist tauga-vöðvastjórnunin út í barkakýlinu og kokinu. Tungan þroskast einnig þannig hægt er að bera fram \[i\], \[u\] og \[a\].
8
New cards
FOXP2 genið
Eykur hreyfistjórnun og tungumálanám með því að auka sveigjanleika taugafrumna og tengingu dendríta í basal ganglia
9
New cards
Supralaryngeal-vocal brautin
Samanstendur af bæði nef- og munnöndunarvegi, framleiðir hljóð og virkar sem acoustic filter
10
New cards
Reglustýrð hegðun (rule-governed behavior)
Hegðun hlustanda.

Áhrif sem orð í formi leiðbeininga, ráða, meginreglna og lögmála hafa áhrif á hegðun hlustanda.

Er greind sem flókið greinireiti og stýrt af sömu lögmálum og stjórna áreitisstjórn.
11
New cards
Miðlað af gjörðum annarra (mediated by the actions of others)
Hvernig manneskja talar er stjórnað af afleiðingum sem hlustandinn veitir
12
New cards
Málsamfélag (verbal community)
Hvernig hópur fólks styrkir almennt hegðun mælanda.

Kemur yrtri hegðun einstaklings á fót og viðheldur henni í gegnum styrkingar samfélagsins. Þessar styrkingar breytast í gegnum menningarlega þróun.
13
New cards
Menningarleg þróun í sambandi við yrta hegðun
Skoðuð með:


1. mannfræði
2. fornleifafræði
3. málvísindum
14
New cards
Félagslegt umhverfi og tungumál
Mótar hvernig við tölum. Afleiðingar yrtrar hegðunar okkar leiða til aðgangs að félagslegum og hagfræðilegum uppsprettum.

* Guerin: Eignun okkar á atburðum er leið til að nálgast uppsprettur í samfélaginu. Eignun er yrt hegðun sem mótast af félagsegum afleiðingum hlustenda.
15
New cards
Manding
Commanding.

Flokkur málvirkja sem verkar til að koma á fót aðgerðum t.d. gefa leiðbeiningar, spyrja spurninga, biðja um hluti, gefa einhverjum hrós o.s.frv.
16
New cards
Tacting
Contacting.

Flokkur málvirkja sem verða vegna óyrtra greinireita, sem eru mótuð og viðhaldið af alhæfðum skilyrtum styrkjum (yfirleitt leiðrétting) frá málsamfélaginu.

T.d. að lýsa senu, gera grein fyrir hlutum, að veita upplýsingar um hluti eða vandamál og að tala um þína hegðun og annarra
17
New cards
Manding vs. Tacting
Sama yrta formgerðin getur virkað bæði sem mand og sem tact.

Lykillinn er að sjá hvort að hegðun mælanda sé stjórnað af stofnaðgerð (manding) eða af óyrtu greinireiti (tacting).

Oft getur bara formleg greining á styrkingarskilmálum greint á milli manding og tacting.
18
New cards
Sjálfstæð virkni (functional independence)
Sú pæling að manding og tacting séu ótengdir flokkar.

Formlega er hvor flokkur um sig sjórnað af sitt hvorum styrkingarskilmálunum, að þjálfa manding sambönd þarf því ekki endilega að hafa áhrif á tacting sambönd, og ekki þarf að þjálfa annan flokkinn á undan hinum.
19
New cards
Conditioned establishing operation, CEO
Micheal.

Manding er skilgreind útfrá stofnaðgerð. Til að þjálfa manding liggur beinast við að hafa áhrif á stofnaðgerð og styrkja málsvörunina með skilgreindum afleiðingum.
20
New cards
The blocked-response CEO
Micheal.

Þegar áreiti er nauðsynlegt til að klára hegðunarkeðju verður það áreiti að styrkingu fyrir virka hegðun ef aðgengi að því er skert.
21
New cards
Rannsóknir á blocked-response CEO

1. __**Hall og Sundberg**__: Notuðu blocked-response CEO til að þjálfa manding hjá heyrnarlausum. Sýnir að CEO og sértæk styrking eru stjórnandi fyrir manding.

\
2. __**Savage-Rumbaugh:**__ Gerðu rannsókn á simpönsum sem bentu á tákn sem stóð fyrir hlut og fengu síðan þann hlut.

Þar sem að það sem stjórnaði hegðuninni er frekar flókið er þetta *impure manding,* frekar en hreint manding.

\
3. __**Yi o.fl.:**__ Sýndu fram á að manding getur haft stjórn á yrtri hegðun í gegnum neikvæða styrkingu, þar sem einhverf börn áttu að fjarlægja fráreiti með manding.

\
Þeir sem eru þjálfaðir í manding alhæfa yfirleitt hegðunina á ný áreiti án frekari þjálfunar.
22
New cards
Þjálfun tacting
Verður að nota yrtan málvirkja sem veltur á óyrtu greinireiti. Styrking verður að vera óákveðin (nonspecific).


1. __**Savage-Rumbaugh:**__ Kenndi simpansa að benda á táknrænar birtingarmyndir hluta og fékk síðan hrós eða annan hlut sem styrki.

\
2. __**Micheal, Whitley og Hesse**__: Þjálfuðu tacting hjá dúfum sem byggði á breytingum í svörunarformgerð. Náðu ekki að svara hvort dúfur gætu sýnt alhæfingu á tacting.

\
3. Tacting og manding hafa verið notuð til að hjálpa fólki sem er non-verbal
23
New cards
Nonspecific reinforcement
Styrking fyrir eina svörun hefur enga áreitisstjórn yfir næstu svörun
24
New cards
Rannsókn Carroll og Hesse
Sýndu fram á að manding jók tacting. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður því þær sýna að manding og tacting eru ekki algjörlega aðskildir flokkar undir öllum kringumstæðum. Gæti verið að tengsl verði á milli flokkana þegar sömu áreiti eru viðfangsefni (t.d. bolli, „réttu mér bollann“ ýtir undir „þetta er bolli“).
25
New cards
Skinner og manding og tacting
Skinner vildi aðskilja þessa flokka alveg.

Niðurstöður benda meira til þess að Skinner hafi haft rétt fyrir sér og að manding og tacting séu í raun aðskildir flokkar virkrar málhegðunar (rannsókn Lamarre og Holland).
26
New cards
Sjálfstæði manding og tacting vs. Tenging þeirra
Rannsóknir með börnum hafa sýnt bæði sjálfstæði flokkanna og tengingu þeirra.

Ef að stjórnað er fyrir styrkingarsögu barna sýna niðurstöður að ekki sé tenging á milli manding og tacting.

Það er ekki alveg búið að úrskurða um þetta en við erum meira að hallast að sjálfstæði frekar en ekki
27
New cards
Intraverbal behavior
Flokkur málvirkja sem er stjórnað af yrtum greinireitum.

Inniheldur ekki point-to-point correspondance.
28
New cards
Dæmi um intraverbal hegðun

1. Samtal
2. Tölvupóstur
3. SMS
4. Kennari: „2+2?“ nemandi: „4“
29
New cards
Point-to-point correspondance
Þegar yrt svar er nákvæmlega eins og yrt áreiti
30
New cards
Byggingarlegur svipleiki (formal similarity)
Hugtak sem er notað varðandi málhegðun til að skilgreina bergmálshegðun. Þá er yrta viðbragðið eins og yrta áreitið.

* Heyrir orðið "kisa" og segir "kisa", ef viðbragðið væri "köttur" væri ekki byggingarlegur svipleiki. Verður að hafa nákvæmlega eins birtingu.
31
New cards
Bergmálssvörun (echoic responses)
Flokkur málvirkja þar sem point-to-point correspondance og byggingarlegur svipleiki er milli áreitis og svörunar.
32
New cards
Orsakir bergmálshegðunar
Bergmálshegðun er ekki bara að herma eftir hljóði.

Bergmálshegðun er yfirleitt alhæfð eftirherma á raddvíddinni, sem verður hjá ungabörnum sem eru að læra að tala.

Hún byggir ábyggilega á pörun hljóðeininga og að endurtaka það sem annar segir virkar eins og sjálfvirkur styrkir fyrir speech-relevant articulation.
33
New cards
Skrifleg hegðun (textual behavior)
Flokkur málvirkja sem er stjórnað af yrtum áreitum, þar sem samræmi er á milli áreita og svaranna þrátt fyrir að þau séu yfirborðslega ólík.

Dæmi: að lesa bæði upphátt og í hljóði, að glósa.
34
New cards
Autoclitic
Form yrtrar hegðunar breytir afleiðingunum sem koma af yrtum svörum.

Autoclitic frasar hafa enga merkingu einir og sér

* Má ég…
* Gætirðu…
* Vinsamlegast…
35
New cards
Flokkun autoclitic relations

1. Lýsandi
2. Qualifying
3. Quantifying
4. Manipulative
5. Relational

\
Þessir flokkar skiptast svo í tvö svið (Skinner):


1. Autoclitic manding
2. Autoclitic tacting
36
New cards
Autoclitic manding
Notað til að auka áreitisstjórn mælanda yfir hegðun hlustanda

* „Gætirðu vinsamlegast rétt mér vatn“ eykur líkurnar á að þú fáir vatn, frekar en ef þú segir „réttu mér vatn“
37
New cards
Alhæfð eftirherma (generalized imitation)
Higher-order virkniflokkur sem mótast af styrkingu sem er veitt fyrir margar eftirhermur eftir fyrirmynd.

Kemur líklega vegna multiple-exemplars instruction.
38
New cards
Naming relation/the generalized class of naming
Verður þegar yrtir skilmálar innleiða flokka bergmálshegðunar og tacting hjá barni sem mælanda með skilyrtri aðgreiningarhegðun barni sem hlustanda.
39
New cards
Jafngild áreiti (stimulus equivalence)
Birting eins áreitaflokks (t.d. fána) gefur tilefni til viðbragða sem tengjast öðrum áreitaflokkum (t.d. löndum).

Þetta virðist vera það sem við meinum þegar við segjum að fáninn standi fyrir, vísi til eða tákni landið.

Þegar eitt áreiti stendur fyrir annað áreiti.

* Þrír flokkar eru taldir jafngildir fyrir lífveru ef hún stenst próf fyrir reflexivity, samhverfu og transitivity
40
New cards
Tegundir jafngildra áreita og prófun þeirra

1. Reflexivity: A = A

Prófað með identity matching.
2. Samhvefa (symmetry): Ef a A = B þá B = A

Prófað með symbolic matching.
3. Transitivity: Ef A = B og B= C, þá A = C

Prófað með symbolic matching. Áreiti sem tilheyra transitivity eru sögð stjórna sama flokki virkrar hegðunar.

Alhæfing prófar einnig jafngildingu.
41
New cards
Identity matching
Prófar reflexivity.


1. Angle match: Áreiti er birt á sample key og síðan birtast tvö áreiti, eitt þar sem að það er alveg eins og annað þar sem að búið er að snúa áreitinu einhvernveginn t.d. setja línu lóðrétt frekar en lárétt
2. Form match: Tvö mismunandi form eru birt, annað passar við matching key

Síðan er alhæfing notuð til að prófa þetta betur t.d. byrja á að þjálfa fugl með formum en skipta svo yfir í liti. Ef fuglinn stenst prófunina með liti þá hefur hann náð reflexivity.
Prófar reflexivity.


1. Angle match: Áreiti er birt á sample key og síðan birtast tvö áreiti, eitt þar sem að það er alveg eins og annað þar sem að búið er að snúa áreitinu einhvernveginn t.d. setja línu lóðrétt frekar en lárétt
2. Form match: Tvö mismunandi form eru birt, annað passar við matching key

Síðan er alhæfing notuð til að prófa þetta betur t.d. byrja á að þjálfa fugl með formum en skipta svo yfir í liti. Ef fuglinn stenst prófunina með liti þá hefur hann náð reflexivity.
42
New cards
Táknræn pörun (symbolic matching)
Verkefni sem reyna á að para saman tvö áreiti, þ.e. sýnishorn og viðmið.

Ein tegund áreitis (t.d. form) er kynnt sem viðmið og önnur tegund áreitis (t.d. lína, með mismunandi halla) sem samlíking.
43
New cards
Samhverfa (symmetry)
Tengist jafngildisáreiti.

Hugtakið samhverfa þýðir í raun að ef A = B er B = A, röðin skiptir ekki máli.

* __**Angle-to-form training, yfir í form-to-angle prófun:**__

Þegar búið er að para saman með styrkingu form og línu, sem er lárétt, lóðrétt eða á ská, eða form og lit (t.d. hringur = rautt) er athugað með "reversal test" hvort að samhverfu hefur verið náð.
Tengist jafngildisáreiti.

Hugtakið samhverfa þýðir í raun að ef A = B er B = A, röðin skiptir ekki máli.

* __**Angle-to-form training, yfir í form-to-angle prófun:**__ 

  Þegar búið er að para saman með styrkingu form og línu, sem er lárétt, lóðrétt eða á ská, eða form og lit (t.d. hringur = rautt) er athugað með "reversal test" hvort að samhverfu hefur verið náð.
44
New cards
Reversal test
Athugað hvort að þátttakandi hafi náð samhverfu með því að snúa röð mynda við og athuga hvort að einstaklingurinn geti tengt saman form og línu eða form og lit.
45
New cards
Að prófa transitivity
Táknræn pörun er þjálfuð með tveimur eða fleiri áreitasettum, þar sem a.m.k. eitt áreiti er sameiginlegt í öllum settunum.

Samhverfa er sýnd með reversal test.

Reversal tests eru notuð á milli áreitasetta til að meta magn transitivity.
Táknræn pörun er þjálfuð með tveimur eða fleiri áreitasettum, þar sem a.m.k. eitt áreiti er sameiginlegt í öllum settunum.

Samhverfa er sýnd með reversal test.

Reversal tests eru notuð á milli áreitasetta til að meta magn transitivity.
46
New cards
Grunnleiðir til að kanna equivalence relations
Sidman.


1. Þjálfun á grunnskeiði
2. Mat á getunni í að aðgreina
3. Probe tests fyrir reflexivity, samhverfu og transitivity. Ef probe sýna ekki óþjálfaðar tengingar þá er grunnskeið notað til að skoða hvað er í gangi.
4. Styrking á grunnskeiði er minnkuð til að minnka aðgreiningu á óstyrktum probe trials
47
New cards
Rannsóknir á jafngildi áreita

1. __**Sidman**__: Apar og bavíanar gátu ekki náð jafngildisprófum sem börn gátu náð.


1. Það eru mjög fáar rannsóknir sem sýna fram á að dýr geti náð jafngildingu áreita. Við getum heldur ekki vitað hvort að dýrið sé að velja rétt eða einfaldlega að nota útilokun.

\
2. __**Lionello-DeNolf**__: Fann 24 rannsóknir sem sýndu fram á samhverfu hjá rottum upp í apa, en niðurstöður yfir heildina voru tvíræðar, þar sem 55% rannsóknanna sýndu blandaða eða sterka sönnun fyrir emergent relation.

\
3. Í einni rannsókn var hægt að sýna fram á samhverfu og transitivity hjá sæljónum, en það var þökk sé þjálfun í multiple exemplar training

\
4. Almennt virðist gilda að dýr geti bara lært jafngildi áreita í gegnum multiple-exemplar training
48
New cards
Félagslegir þættir (social episode)
Félagsleg samskipti þess sem talar og hlustanda
49
New cards
Interlocking contingencies
Gerist í félagsatviki þar sem manding eða tacting á sér stað.

Hver manneskja fullkomnar atferlisrunu eða keðju (SD: R Sr + SD : R Sr ....) og yrt samband felur í sér blöndu af þessari keðju. Interlocking contingencies hegðun einnar manneskju veldur hvatningu og styrkingu fyrir hegðun annarra og öfugt.
50
New cards
Margvísleg virkni (multiple functions)
Margvísleg virkni atburða. Ákveðið atvik getur haft margvíslega virkni í stjórn hegðunar.