Millihópahegðun
Getur verið annað en hefðbundin hegðun, getur líka verið skynjun eða hugsun. Byggist á þeirri vitneskju að við tilheyrum hópi.
Kenning um félagslega samsömun (social identity theory, SIT)
Kenning sem er eiginlega búin til úr tveimur kenningum, frá Tajfel og síðan Turner, sem forðast smættarhyggju og einstaklingshyggju.
Fókus á hópa og samskipti og milli þeirra.
Felst í tvennu:
Aðgreiningu á félagslegri og persónubundinni sjálfsmynd
Tenging félagslegrar flokkunar við sjálfsmynd
Frekar en að auðkenni glatist verður til nýtt auðkenni (hópauðkenni) sem bætist ofan á upprunalega auðkennið. Kallar væntanlega fram staðalmynd okkar af því auðkenni.
Félagsleg flokkun (social categorisation)
Tajfel. Flokkun á félagsleg umhverfi eftir hópum, á þann hátt sem gengur upp fyrir einstaklinginn.
Gefur upplýsingar um hvernig við eigum að haga okkur og túlka hegðun annarra
Því minni sem hóparnir eru, því skýrari eru væntingar um hegðun
Tvær meginfullyrðingar SIT
Samfélagið skiptir í hópa sem hafa misjöfn völd og virðingu
Hópar sjá meðlimum sínum fyrir auðkenni/samsömun
Félagsleg auðkenni (social identity)
Við drögum félagslegt auðkenni okkar af þeim félagslegu flokkum sem við tilheyrum. Í grunninn til að skýra hvernig við hegðum okkur í hópum og hvernig við eigum í samskiptum við aðra, án þess að vísa í einstaklinginn.
Samanburður milli hópa (intergroup comparison)
Tajfel byggir á hugmyndum Festinger. Á sér stað eins og samanburður milli einstaklinga, nema á milli hópa. Hópar reyna að upphefja sig og staðfesta jákvæða mynd af sér.
Sjálfs-flokkun (self-categorisation)
Í hvaða hóp við flokkum okkur sjálf og þegar við höfum samsamað okkur hópi erum við tilfinningalega tengd honum. Getum tilheyrt mörgum hópum en það sem er virkjað hverju sinni út frá aðstæðum skiptir mestu máli.
Ágreiningur á milli hópa
2+ hópar eru að vinna saman og auðlindir eru takmarkaðar. Það kemur fram rýgur milli hópa og allskonar hugmyndir um staðalmyndir og fordóma virkjast.
Robbers cave
Realistic conflict theory
Þegar við erum sett í hóp sem skiptir okkur engu máli er hægt að búa til fordóma
Auðvelt að sundra hópum en erfitt að sameina þá aftur, gengur ekki nema að láta báða hópa vinna að sameiginlegu verkefni sem skiptir þá báða máli
Tekst stundum ekki að sameina hópana aftur, hefur verið skýrt með tilliti til hópanna
Eftir sigur eða tap er út-hópurinn litinn óákjósanlegur, sérstaklega af sigurhópnum. Sameiginlegt verkefni minnkar þessa skoðun.
Lágmarks hópaskipting (minimal group paradigm)
Tajfel. Þegar fólki er skipt í tvo hópa á algörlega yfirborðskenndum forsendum þá byrjar það að sjá heiminn sem „við“ og „þau.“
Klee og Kandinsky rannsóknin
Millhóparýgur var búinn til út frá málverkum. Síðan fór skipting auðlinda fram og niðurstöður sýna að
Við höfnum jafnri skiptingu auðlinda, viljum alltaf að hinn hópurinn fái minna
Þátttakendur voru frekar til í að refsa öðrum hópi þó það þýddi að þeirra hópur fengu minna en það sem mögulega var í boði
Einsleitni úthóps (outgroup homogeneity)
Tilhneiging til að túlka meðlimi úthóps líka hverjum öðrum, þeir séu „allir eins.“ Grunnur að staðalmyndum. Við sjáum ekki endilega einsleitni innan okkar eigin hóps, en sjáum hann hjá öðrum hópum.
Áhersluáhrifin (accentuation effect)
Tilhneiging til að ýkja mun milli flokka og líkindi innan flokka
Ferli einsleitni hópa
Félagsleg flokkun -> áherslu áhrifin -> einsleitni úthóps
Praktísk atriði félagslegrar flokkunar
Fáum vernd hjá innhópi við úthópi
Getur haft slæmar afleiðingar að tilheyra ekki hópnum sínum
Mögulegar slæmar afleiðingar leiðir til sterkari hvata að samlagast, sýnum frekar fylgispekt
Börn læra snemma hvaða hópi þau tilheyra og hvaða hópum á því að treysta
Ástæður fyrir að vilja tilheyra hópnum
Skilgreinir hver við erum
Self-esteem motive
Aðgreining
Að tilheyra heild
Dregur úr óvissu
Aðrir verða að viðurkenna mann sem hluta af hópnum til að maður teljist sem hópmeðlimur.
Aðferðir sem jaðarmeðlimir nota til að koma sér í mjúkinn hjá innhópi
Fylgispekt
Rakka niður ódæmigerða hópmeðlimi
Upphefja dæmigerða hópmeðlimi
Rakka niður meðlimi út-hóps
Leiðtogar félagslegra flokka
Búumst við því að leiðtogar fari eftir normum hópsins
Viljum að leiðtogar séu dæmigerðir fyrir hópinn
Prótótýpískir leiðtogar geta frekar haft áhrif á hópinn
Að brjóta norm hóps
Innhópsmeðlimum er refsað harðar fyrir brot á normum heldur en meðlimum úthóps
Halo effect
Jákvæð ímynd fyrir manneskju eða hlut hefur jákvæð áhrif á skoðun manns
Rannsóknir á halo effect...
... sýna að
Það er fekar almennt að okkur líki verr við fólk sem tilheyrir okkar innhópi sem passar illa í hann heldur en fólk í úthópi
Það særir okkur meira þegar einhver í innhópnum er ósammála okkur en þegar einhver í úthópnum er það
Að líka vel og illa við innhópsmeðlimi er ýktara en með úthópsmeðlimi
Aðrar kenningar um millihópahegðun
Kenningin um afstæðan skort
Realistic conflict theory
Realistic conflict theory
Hegðun útskýrð út frá því að fólk er að gæta einhverra hagsmuna. Skoðað með:
Samvinnu
Keppnum
Valkreppu
Keppnir og valkreppur (dilemmas)
Realistic conflict theory
Prisoners dilemma
Tragedy of the commons
The trucking game
Prisoners dilemma
Leið til að prófa realistic conflict theory. Luce og Raïffa. Tveggja manna leikur þar sem báðir aðilar geta tapað eða unnið út frá því hvort þeir velji samvinnu eða keppni.
The trucking game
Leið til að prófa realistic conflict theory. Leikur sem snýst í kringum tvö vörubílafyrirtæki sem hafa bara eina einstefnu götu til að flytja vörurnar sínar. Best væri fyrir einstaklingana sem spila leikinn að skiptast á að nota götuna en niðurstöður sýna að oftast keppist fólk um að nota götuna.
Tragedy of the commons
Leið til að prófa realistic conflict theory. Félagsleg valkreppa sem byggir á því að ef allir vinna saman borgar það sig fyrir alla, en ef allir keppast við hvorn annan tapa allir.
Kenningin um afstæðan skort (relative deprivation theory)
Þegar fólk ber sig saman við aðra og finnst það ekki eiga nóg. Gerist bæði við einstaklinga og hópa, en maður þarf fyrst að hafa hópauðkenni til að upplifa að hópurinn manns sé að upplifa skort.
Fólk finnur ekki endilega fyrir skorti fyrr en það áttar sig á að annað fólk hefur það betra en þau sjálf
Skref afstæðs skorts
Félagslegur samanburður
Huglægt mat
Justice related effect
Ergelsis-ýgi líkanið vs. Afstæður skortur
Meginmunurinn er hugræni þátturinn í afstæðum skorti. Það er ekki hlutlægur skortur sem skiptir okkur mestu máli í okkar mati, heldur upplifun okkar og skoðun á honum.
Tegundir afstæðs skorts
Samanburður milli einstaklinga
Samanburður milli hópa
Á núverandi ástandi og hugsanlegu ástandi
Á væntingum og raunveruleika
Samanburður milli einstaklinga
Afstæður skortur. Óhagstæður samanburður kemur niður á vellíðan einstaklings, hann upplifir t.d. kvíða og þunglyndi. Líklegra til að hvetja einstaklinga til frávikshegðunar.
Samanburður á milli hópa
Afstæður skortur. Óhagstæður samanburður leiðir til mótmæla og fordóma.
J-kúrvan (J-curve)
Lýsir afstæðum skorti í samhengi við væntingar á áframhaldandi velgengni. Við erum með væntingar, raunveruleikinn er í stíl við væntingar en á einhverjum tímapunkti hættir það og kúrvan fer niður á við.
Rök fyrir J-kúrvunni
Uppþot eru líklegust til að eiga sér stað eftir langt tímabil uppgangs, ekki eftir langt tímabil skorts
Við miðum út frá því hvernig staða okkar myndi vera ef við hefðum ekki lent í skorti, og þaðan kemur gremjan
Gamlar kenningar um hóphegðun
Geðsmit
Sálaraflsfræðikenning
Deindividuation (kom síðan með comeback ca. 1970)
Geðsmit
Gömul kenning um hóphegðun. LeBon. Gengið út frá að hóphegðun sé barbarísk og afbrigðileg, og að hegðun smitist milli einstaklinga í hóp.
Ferli geðsmits
Nafnleysi leiðir til að einstaklingurinn haldi að hann sé ósigrandi og óábyrgur
Smitun leiðir til öra og óútreiknanlegra breytinga í hegðun
Sefnæmi (suggestibility) leiðir til að frumtætt og dýrslegt eðli kemur á yfirborðið
Afleiðing þessa er ofbeldisfull, andfélagsleg, ósiðræn og eðlislæg hegðun
Sálaraflsfræðikenningar um hóphegðun
Gömul kenning um hóphegðun. Freud. Þátttaka í hópsamkomum opnar undirmeðvitun og leysir fólk úr fjötrum siðmenningar. Leiðtogi hópsins kemur í staðinn fyrir yfirsjálfið okkar, og fólk hefur svo hvöt til að losna undan oki siðmenningar.
Hópgerving (gamla kenningin)
Gömul kenning um hóphegðun. McDougall. Fyrstur til að nota hugtakið. Vísar til að við missum einstaklingseðli okkar þegar við komum saman í hóp.
Vandi við gömlu kenningarnar
Hópurinn (crowd) tekinn úr samhengi
Gera ráð fyrir að allir hópar hegði sér eins
Útskýra ekki hver mun smitast
Gera ráð fyrir nafnleysi og óskynsemi allra í hópnum
Gera ráð fyrir hópgervingu
Allir kallarnir sem bjuggu til kenningarnar voru in-group að meta out-group - ekki þeir sem að þurftu að fara og mótmæla
Hópgerving (deindividuation)
Tekið aftur upp ca. 1970. Fólk missir ábyrgðarkennd af því þau verða nafnlaus í hópnum, hegðun verður því óheft og óhefluð.
Mikilvægt að meta hvort þessi kenning sé rétt eða röng út frá lagalegu samhengi
Tilraun Zimbardo
Fólk klætt í KKK búninga gekk lengra í að gefa raflost en aðrir.
Gæti verið að það sé ekki verið að rannsaka hópgervingu frekar en hvað gerist þegar fólk fer í búning
Hrekkjavökutilraun Diener
8% barna sem sögðu til nafns brutu regluna um að taka eitt nammi. 80% þeirra sem sögðu ekki til nafns eða voru í hópi brutu regluna. Ef hópur var með leiðtoga hafi hann áhrif á hegðun hinna krakkana.
Tilraunir Johnson og Downing
Hópar sem klæddust annaðhvort KKK búningum eða hjúkrunafræðibúningum, helmingur hvors hóps var með nafnspjald.
Raflost hjá KKK búningum var svipað hvort sem gefið var nafn eða ekki, hækkaði smá við nafnleysi
Raflost hjá hjúkrunafræðibúningum minnkaði rosalega mikið þegar þær voru nafnlausar
Ekki skortur á auðkenni sem stýrði hegðun heldur búningurinn.
Self-awareness kenning
Diener. Ýmis einkenni hópa leiða til minni sjálfsmeðvitundar, sem leiðir til afpersónuvæðingar og hefur síðan tengsl við ýmsa hluti t.d.:
Minni mótþrói gegn hvatvísri hegðun
Meira næmi fyrir immediate vísbendum eða tilfinningaástandi
Minni geta til að meta eða stjórna eigin hegðun
Minni umhyggja um mat annarra
Minni geta til að nota rökrétt skipulag
Emergent Norm Perspective
Turner og Killian. Fjallar um hóphegðun sem viðmiðastýrða hegðun. Öll hegðun í hóp er eins og gengur út frá mismunandi viðmiðum.
Í manngrúa sem á sér enga fyrri sögu lítur fólk í kringum sig til að átta sig á hvernig aðrir eru að haga sér og þ.a.l. hvernig þau eiga sjálf að haga sér
Hegðun sem hefur ekki neikvæðar afleiðingar verður norm (hringskýring)
Fólk sýnir þessum normum fylgispekt um leið og þau koma fram
Hljótt samþykki viðheldur normunum
Gallar við emerging norm theory
Hvernig dreifast norm svona hratt innan hópsins?
Hvernig er leiðtogaeinstaklingur valinn og hvers vegna er hann valinn framyfir einhvern annan?
Social identity theory og óeirðir
Fólk þarf að upplifa ranglæti og gremju
Gremjan þarf að tengjast okkar hópi
Þarf að geta bent á einhvern sem er gerandi - blóraböggull
Symbolic interaction
Tákn sem hjálpa að gefa reynslu eða aðstæðum sem við erum í merkingu t.d. lögregla að mæta á riot gear á mótmæli
Tengsl milli búnaðar lögreglu og dauðsföll af hendi lögreglu
Meiri búnaður hafði tengsl við fleiri dauðsföll, bæði fólks og hunda. Sýnir mögulega fram á að lögreglan er ekki að verja sig heldur að beita ofbeldi.
Fjögur skref Klandermans til fjöldahreyfingar
Finnast sinn hópur búa við afstæðan skort
Vita hvað á að gera og hvenær
Hafa trú á getunni til að breyta hlutunum
Þrautseigja - mæta og halda áfram að mæta þótt á móti blási
Markmið greinar um bros og lífshamingju
Getur styrkleiki bross spáð fyrir um mati á eigin líðan?
Gæti verið að bros endurspegli stöðug persónueinkenni
Gæti verið að bros sýni að einstalkingar eigi ánægjuleg samskipti við aðra
Galli við aðferð í grein
Myndum hafði bæði verið uploadað fyrir og eftir að þátttakendur tóku úthverfu prófið
Niðurstöður greinar
Konur brostu meira en menn
Fólk sem brosti meira voru ánægðari með líf sitt á þeirri önn
Það hversu mikið fólk brosti hafði fylgni við lífsánægju 3 og hálfu ári seinna
Gallar við rannsókn í grein
Við vitum ekki hvað fleira gerðist á þessum tíma til að stuðla að lífshamingju
Úrtakið var lítið
Fólk var ekki að skipta myndum jafn mikið út á FB á þessum tíma og þegar það varð vinsælla, myndin sem var metin var ekki endilega ný
Tekið fram að það var ekki prófað hvort að félagsleg samskipti gætu stuðlað að meira brosi sem gætu svo haft í för með sér lífsánægju