Klassískar kenningar - WEBER

0.0(0)
studied byStudied by 0 people
0.0(0)
full-widthCall Kai
learnLearn
examPractice Test
spaced repetitionSpaced Repetition
heart puzzleMatch
flashcardsFlashcards
GameKnowt Play
Card Sorting

1/22

encourage image

There's no tags or description

Looks like no tags are added yet.

Study Analytics
Name
Mastery
Learn
Test
Matching
Spaced

No study sessions yet.

23 Terms

1
New cards

Viðfangsefni félagsfræðinnar er merkingabær félagsleg hegðun

(Aðferðafræði Webers)

- Það sem við erum að skoða er merkingabær félagsleg hegðun

Dæmi: Það fer að rigna og fólk setur upp regnhlífar = ekki merkingabær félagsleg hegðun, heldur fólk að bregðast við rigningunni. En ef við sjáum fólk standa með mótmælendaskylti = er það merkingabær félagsleg hegðun, því fólkið er að reyna hafa áhrif á annað fólk

- Erum að skoða hegðun sem er merkingabær í þeim skilningi að sá sem framkvæmir hana leggur félagslega merkingu í gjörðir sínar

2
New cards

Félagsfræðingar eru að skoða samfélög og sögu raunverulegs fólks á tilteknum stað í tíma og rúmi

(Aðferðafræði Webers)

- Þú getur ekki einungi skoðað háskólastigið (sem stofnun)

- Verður að skoða ákveðin skóla þar sem fólk af holdi og blóði er, á sér sögu, skoða samfélagið sem er þar, valdabaráttu, bandalög

- Þetta er raunverulegt samfélag í tíma og rúmi, ekki stofnun einungis abstract

- Ekki hægt að skoða einungis stofnunina háskóla, heldur þarft að skoða fólkið sem er þar.

3
New cards

Túlkun sameiginlegra hagsmuna sem forsenda samstöðu og átaka

(Aðferðafræði Webers)

- Það er engin dýpri veruleiki en það að við erum að skoða fólk af holdi og blóði, sameiginlegir hagsmunir fólks er það sem fólk telur þá vera

- Í samfélagi þar sem verkamennirnir telja að það sé það mikilvægasta í lífinu að vinna, verður samstæða verkamanna mikil

- Í einhverju samfélagi getur það verið pólitík, t.d. með eða á móti Trump, húðliti, trúarbrögðum.

- Þetta verður svo ákveðin samstöðu og átaka, fólk af dekkri húðlit koma saman og sýna samstöðu gegn rasisma á meðan þeir sem eru rasistar fara í átök gegn þeim.

4
New cards

Þræðir sögunnar

(Aðferðafræði Webers)

- Weber er algjör sögu perri

- En skoðar sérstaklega svo kallaða þræði sögunnar, t.d. kannski án þess að þessi þráður gerðist, hefði heildarmyndin orðið öðruvísi?

- Semi "Butterfly Effect"

5
New cards

Skilningur

(Aðferðafræði Webers)

- Til þess að skilja samfélagið verður félagsfræðingurinn að setja sig í spor þeirra sem eru að lifa þessu lífi.

- Ef þú villt skilja hvers vegna kennarar haga sér á ákveðinn hátt, verðuru að setja þig í þeirra spor

- ef þú villt skilja nemendur, verður þú að setja þig í þeirra spor.

- Ef þú villt reyna að skilja stór atvik í sögunni, t.d helförina, 9/11, Breivik eða innrásina í Úkraínu, verður þú að setja þig í spor þeirra. Hvernig tóku þeir þessa ákvörðun, hvers vegna? Afhverju? Hvaða merkingu settu þeir í þessa ákvörðun?

- Þýðir ekki að við séum að afska neinn, með því að reyna að átta þig á því afhverju fólk haga sér svona, við erum að reyna skilja og verðum betur í stakk búinn að koma í veg fyrir svona.

6
New cards

Starf félagsfræðingsins skv. Max Weber

- Weber lítur á að félagsfræðin snúi um merkingarbæra félagslega hegðun

- Það er ekki hægt að sanna eða afsanna merkingu

Max Weber um hinn pólitíska fræðimann

- Telur það hlutverk sitt að bæta heiminn

- Kennir „réttar" skoðanir og upprætir „rangar" skoðanir

- Segir útilokað að undirskilja gildi

- Reynir að vera týpa og skemmta nemendum

- Spámaður á ríkislaunum á vernduðum vinnustað

- Skárstur uppriginn að predika skoðanir sínar

- Verstur í virðilegri fræðimannsgæru

Max Weber um blekkingar hins pólitíska fræðimanns

- „tilgangurinn helgar meðalið"

- „árangur helgar tilganginn"

- „staðreyndir tala sínu máli"

- „miðjupólitík er vísindaleg"

- „aðlögun er hlutlæg"

- „þróun er framfarir"

Max Weber um hlutverk fræðimanna

- Koma með kenningar með skýringargildi

- Setja framm staðreyndir sem eru raunprófanlegar staðreyndir

- Vísindalegar aðferðir

Pólitísk hlutverk fræðimannsins

- Söguleg greining

- Kalt mat á aðstæðum

- Leiðir að pólitísku marki

- Kostir við ólíkar leiðir

- Gallar við ólíkar leiðir

- Ekki hvaða markmið eða hvaða leiðir séu bestar

- Allir eiga að taka þátt í pólitískri umræðu

- Þeir eiga að nýta þekkingu í umræðunni

- En það verður að vera skýrt hvenær þeir eru að tala sem fræðimenn og hvenær þeir eru að tala um eigið gildismat á markmiðum og leiðum.

7
New cards

Eðli valdsins skv. Karl Marx

- Skiptir í tvennt

1) Samfélagsleg yfirbygging

2) Efnahagsleg grunngerð

Hagkerfið --> Áhrif á samfélagið

8
New cards

Eðli valdsins skv. Max Weber

- Weber segir að það sé rétt það sem Marx segir, en stundum getur samfélagið haft áhrif á hagkerfið

- Hagkerfið getur haft áhrif á menningu, stjórnmálin og vice versa

Getur verið:

Hagkerfið --> Áhrif á --> Menningu --> Áhrif á --> Stjórnmálin

EN getur einnig líka verið:

Stjórnmálin --> Áhrif á --> Hagkerfið --> Áhrif á --> Menningu

- OG endalausar breytingar, ekkert sett í stein hvað hefur áhrif og ekki. Hagkerfið getur haft áhrif á ýmsa þætti í samfélaginu en þetta getur allt verið líka í hina áttina.

9
New cards

Hreyfiöfl sögunnar skv. Marx

Hagkerfið --> Hagkerfið breytist --> Samfélagið breytist

--> Hagkerfið breytist meira --> Samfélagið breytist meira

--> Hagkerfið breytist enn meira --> Samfélagið breytist enn meira

10
New cards

Hreyfiöfl sögunnar skv. Weber

Breytingar í hagkerfinu --> Breytingar í menningunni --> Breytingar í stjórnmálum

EN getur líka verið:

Breytingar í menningu --> Breytingar á stjórnmálum --> Breytingar í hagkerfinu --> Breytingar á menningunni --> Breytingar á stjórnmálum

- Sagan er EKKI fyrirsjáanleg (ekki bara hagkerfi -> áhrif á samfélag eins og Marx segir)

11
New cards

Hefðarvald

- Vald úr því að "þetta hefur alltaf verið svona"

- Hefðir sem farið er eftir

--> t.d. konungsvald, Elísabet Bretadrottning

12
New cards

Náðarvald

- Vald þess sem getur leyst óleysanleg vandmál

- Persónutöfrar

- Löng tímabil hefðarvalds + óleysanleg vandamál = koma fram leiðtogar með lausnina (náðarvald)

- Segist hafa lausnirnar við vandamálið í samfélaginu, nær með sér fjöldann af fólki sem brýtur hefðarvaldið

--> t.d. Jesú Kristur

13
New cards

Regluveldi

- Hefðarvald og náðarvald hafa borist hönd í hönd í gegnum söguna

- Með kapítalismanum hefur orðið til þriðja tegund valds, regluvald

- Það byggir ekki á hefð eða náð, heldur skipuritinu

- Fólk hefur tiltekin hlutverk og sá sem fer með valdið, fer ekki með valdið útfrá hefð eða náð, heldur því hann uppfyllti skilirðum reglanna og er settur í það hlutverk

- Regluvald getur verið ósýnilegt, fara samt með mikil völd en fer með völdin í gegnum reglur skipuritsins.

--> T.d. lögreglustjóri fer með mikil völd, en þegar hann er sagður fara frá sínu starfi og einhver annar tekur við honum, er hann ekki með mikil völd heldur sá sem tók við af honum

--> Dæmi af regluveldi: forseti, forsetisráðherra, lögreglustjóri, fundarstjóri Alþingis, skólastjóri

14
New cards

Hreyfanleiki valds

- Regluveldi getur haft rætur í efnahagslífinu (sá sem á tækin), getur byggt á menningarlegum forsendum (trúarsafnaðar stjóri) og í gegnum stjórnmál (forseti)

- Einstaklingar sem hafa fengið völd á einu sviði geta fært það yfir á annað svið

- T.d. Donald Trump, sem átti völd með peningum (efnahagslegt), reyndi svo að verða public figure (menningarlegt) og svo varð hann forseti Bandaríkjanna (stjórnmál)

15
New cards

Embættismenn

- Regluveldi byggir á einstaklingunum sem búa það til

- Embættismenn hafa tiltekin völd á grundvelli regla og hafa vald til að gera það sem stendur í reglunum

- Þeirra reglur segja að þeir séu starfsmenn kerfisins

- Í þeirra regluveldi þarftu að hafa starfsmenn á launum, ríkið tekur skattinn og eh drasl frá venjulegum borgurum og gefur embættismönnum í laun

16
New cards

Ef þú ætlar að hafa reglur sem allir þurfa að fylgja þarftu:

BOÐSKIPTI

- Samfélag þar sem hægt er að skrifa texta

- Samfélag þar sem hægt er að lesa texta

- Ef þú hefur þetta ekki, getur þú ekki haft regluveldi

--> Því fólk þarf að geta skrifað reglurnar og lesið reglurnar til þess að fylgja þeim

--> ÞAð er einnig ekki nóg að reglurnar sitji á borðinu hjá yfirmanninum, þú þarft að geta komið reglunum til þeirra sem vinna í kerfinu.

- Þú þarft að hafa kerfi þar sem hægt er að senda boð til allra í kerfinu í einu

- Skilaboðin þurfa að komast ómenguð til þeirra sem eiga að heyra þau

SAMGÖNGUR

- Ef þú getur ekki flutt, fólk, vörur eða peninga innan þessa kerfis er ekki hægt að hafa regluveldi

17
New cards

Afhelgun (secularization)

- Regluveldi KREFSTS afhelgun

- Til þess að lifa í samfélagi þar sem reglur stjórna, reglum sem hægt er að breyta með einu pennastriki, þarf að ákveðin afhelgun að gerast.

- Fólk horfir þá á reglurnar sem mannlegt fyrirkomulag

- Basically að koma sér frá reglum þess helgaða, trúa á kraft regluveldisins ekki t.d. Guð

18
New cards

Rökvæðing/afhelgun á vestrænum löndum

- Vestræn samfélög eru sérstök því hversu langt rökvæðing og afhelgunin hefur orðið

---> og hversu gríðarlega sterkt regluveldið er

- Vísindi á Vesturlöndum

Eru öðruvísi en þekking fólk í öðrum samfélögum, við reynum að skilja á öðruvísi, rökvæðann, afhelgaðan og reglusaman hátt. Þekking okkar á t.d. stjörnunum er öðruvísi en í örðum samfélögum

- Listir á Vesturlöndum

T.d. á vesturlöndum hefur tónlistin tekið á sig þetta rökvæða form nótnanna. Þú gast s.s brotið upp tónlistina í rökvísar skrifaðar reglur um hvernig eigi að búa til tónlistina. Svo fylgja allir í hljómsveitinni reglunum og búið er til hljómverk.

- Fjölmiðlun á Vesturlöndum

Rökvæðing hvernig við komum upplýsingum á framfæri og dreifum upplýsingum til fólks

- Stjórnmál á Vesturlöndum

Það var farið þá leið að það væri til samfélag sáttmáli, sem væri grundvöllur samfélagsins. Það hverjir fengu að stjórna, hvernig reglur eru settar, framfylgt og dæmt fyrir þær.

- Embættiskerfi á Vesturlöndum

Embættiskerfin byggjast upp á rökvæðingu og afhelgun.

19
New cards

Séreinkenni iðnaðarkapítalismans

Auðsöfnun

- Innan iðnaðarkapítalismans var gríðaarlegt magn af auðsöfnun

- Þrátt fyrir það gera það margir í öðruvísi samfélögum

Fjárfestingar

- Sérstakt við hann eru fjárfestingarnar

- Hvernig auðurinn er notaður til þess að búa til meiri auð

Skýrar leikreglur

- Samfélögin byggja á því að það séu skýrar leikreglur sem allir þurfa að fylgja

- Það má hver sem er taka þátt, gagnvart skýrum leikreglum

Frjáls viðskipti

- Frjáls viðskipti séu skynsamleg

- Kaupa og selja frá hverjum sem er

- Kaupa sem ódýrast og selja sem dýrast

Frjáls vinnumarkaður

- Fólk geti valið hvar það vinnur

Aðskilnaður heimilisins og fyrirtækisins

- Fyrirtækið sem þú vinnur hjá er aðskilið frá heimilinu

- Greint greinamun á milli rekstri heimilisins og fyrirtækisins

Nákvæmir útreikningar

- Geta reiknað nákvæmlega kostnað og tekjur

20
New cards

Upphaf kapítalismans

- Weber sehir að kapítalisminn hafi getað gerst mörgum sinnum áður í sögunni en hann gerðist ekki því það voru ekki réttu forsendurnar til þess

- Kapítalisminn gerðist á vesturlöndunum því þar á 18 öldinni því þar voru réttu forsendurnar til þess

- Weber telur einnig að fyrstu kapítalistarnir hafi verið kelvinistar

- Í anda mótmælendatrúar hafi þeir verið akkúrat réttu forsendurnar til þess að kapítalisminn hafðist á þessum tíma.

21
New cards

Siðfræði mótmælendanna og andi kapítalismans

- Frægasta rit Max Weber

- Weber skoðar upphaf kapítalismans

- Skoðar hvort að iðnbyltingin hafi rót sína í trúarbrögðunum

22
New cards

Upphaf kapítalismans

- Weber reynir að skýra af hverju kapítalismin gerðist í Evrópu en ekki í t.d. Asíu á 17. öldinni, ekki t.d. á 21. öldinni

- Weber segir að það hafi verið ákveðnar forsendur í Evrópu á 17. öldinni sem leyddi til kapítalismans

23
New cards

Hverjir voru fyrstu kapítalistarnir?

- Weber rekur söguna til siðaskiptanna í Evrópu

- Uppreisn innan kaþólskukirkjunnar

- Weber fókusar á mótmælandann Kalvín

- Trúarlegar hugmyndir þeirra sem aðhyllast kalvínisma gerðu það að verkum að fólkið neitaði nautn

- Kalvínisminn byggir á forlagahyggju: Guð hefur valið leið þeirra og þau hafa engin áhrif á sín eigin örlög

- Þetta gerði fólk almennt frekar svartsýnt því þau höfðu engin áhrif á leið þeirra í lífinu eða hvort þau færu til himna eða helvítis.

- Það tók sig því til og ákvað að efnisleg velgengni væri vísbending um velþóknun guðs og þetta gat róað efasemdir fólks. Það gerði vinnu sína að köllun sinni, en þar sem spreð og djamm var ekki á dagskrá heldur hófsemi eyddi fólkið aldrei pening sínum.

- Í staðin fjárfesti það og safnaði auðmagni sem það eyddi bara aldrei.

- Kapítalistar tóku þetta upp, en þar sem þeir voru ekki kalvínistar voru þeir ekki að spara, heldur spreða.

- Trúarlegi parturinn hvarf með árunum og eftir sat kapítalismi, eða grunnhugmyndin af honum. Þannig viðhélst þessi hugmynd um uppsöfnun auðs og fjárfestingar án trúarlegu tengingarinnar.