1/6
Looks like no tags are added yet.
Name | Mastery | Learn | Test | Matching | Spaced |
---|
No study sessions yet.
A
Fimm eða fleiri eftirfarandi einkenna hafa verið til staðar á sama tveggja vikna tímabilinu og marka frávik frá fyrri virkni; a.m.k. eitt einkennanna er atriði (1) eða (2):
ATH: Ekki skal telja með einkenni sem má klárlega skýra út frá öðrum sjúkdómi.
A1-9
Depurð mestallan daginn, flesta daga, sem kemur fram í sjálfsmati eða athugunum annarra
ATH: Hjá börnum og unglingum getur þetta verið pirrað (irritable) skap.
Marktækt minni áhugi eða ánægja af öllum eða nánast öllum athöfnum mest allan daginn flesta daga (kemur fram annað hvort í sjálfsmati eða athugunum annarra)
Marktækt þyngdartap án þess að vera í megrun eða þyngdaraukning (t.d. breyting á meira en 5% af líkamsþyngd á innan við mánuði) eða breyting á matarlyst nánast alla daga
ATH: Hjá börnum má íhuga það að ná ekki þyngdarviðmiðum
Erfiðleikar við að sofna eða vakna nánast alla daga
Eirðarleysi eða líkamlegur hægagangur nánast alla daga (sjáanlegt öðrum, ekki aðeins eigin upplifun)
Þreyta eða orkutap nánast alla daga
Upplifun af því að vera einskis virði eða yfirdrifin óviðeigandi sektarkennd (getur orðið ranghugmyndaleg) nánast alla daga (ekki aðeins t.d. sektarkennd yfir því að vera veikur á geði)
Minnkuð geta til að hugsa, einbeita sér eða taka ákvarðanir nánast alla daga (sjálfsmat eða athuganir annarra)
Endurteknar hugsanir um dauðann (ekki bara ótti við hann), endurteknar sjálfsvígshugsanir án sérstaks plans, eða sjálfsvígstilraun eða -plan.
B
Einkennin valda klínískt marktækri vanlíðan eða skerðingu á félagslegri, starfstengdri eða annarri mikilvægri virkni
C
Lotuna má ekki skýra betur með áhrifum lyfja eða annars sjúkdóms
ATH: Skilmerki A-C mynda saman þunglyndislotu.
ATH: Viðbrögð við miklum missi getur falið í sér mikla depurð, þunglyndisþanka um missinn, svefnleysi, minnkaða matarlyst og þyngdartap eins og talin eru upp í skilmerkjum A, sem getur svipað til þunglyndislotu. Þrátt fyrir að þau einkenni séu skiljanleg eða viðeigandi þarf að hafa varann á ef greina skal alvarlega þunglyndislotu til viðbótar við eðlilegt sorgarviðbragð. Nota þarf klíníska dómgreind.
D
A.m.k. eina þunglyndislotu má ekki betur skýra með geðhvarfaklofa og á sér ekki stað samhliða geðklofa, schizophreniform disorder, delusional disorder eða annarri tilgreindri eða ótilgreindri geðrofsröskun.
E
Maníulota eða hýpómaníulota hefur aldrei átt sér stað.
ATH: Þetta á ekki við ef allar þessar lotur eru af völdum efna eða má skýra með áhrifum annars sjúkdóms.
Mismunagreiningar:
Manía með pirruðu skapi
Bipolar raskanir
Áhrif sjúkdóms
Áhrif efna
PDD
Premenstrual dysphoric
DMDD (skapofsaköst og ekki lotubundið)
Þunglyndi samhliða geðrofssjúkdómi
Geðhvarfaklofi
ADHD (einbeitingarerfiðleikar og pirringur)
Aðlögunarröskun (streituvaldur, tímalengd)