31. mars

0.0(0)
learnLearn
examPractice Test
spaced repetitionSpaced Repetition
heart puzzleMatch
flashcardsFlashcards
Card Sorting

1/20

encourage image

There's no tags or description

Looks like no tags are added yet.

Study Analytics
Name
Mastery
Learn
Test
Matching
Spaced

No study sessions yet.

21 Terms

1
New cards

Heilbrigð öldrun (Decade of healty ageing 2021-2030)

  • Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað 2021–2030 sem áratug heilsusamlegrar / heilbrigðrar öldrunar.

  • Alþjóðaheilbriðgisstöfnuni fékk það hlutver að stjórna healthy aging.

  • WHO leiðir alþjóðlegar aðgerðir til að bæta líf eldra fólks, fjölskyldna þeirra og samfélaga.

  • Verkefni áratugarins að sameina ýmsa hagsmunaaðila til samstilltra aðgerða sem miðað að því að:

    • Breyta hugsun, skynjun og hegðun gagnvart aldri og öldrun (think,feel,act) - Hvernig þú hugsar hefur áhrif á samfélagið og fordómana

    • Þróa samfélagið til að hlúa betur að getu eldra fólks (virkja/valdefla)

    • Veita persónumiðaða, samþætta umönnun og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk (byggja á styrkleikum, heild og samvinnu) - lantímaþjónusta

    • Tryggja aðgengi að langtíma umönnun þegar þess þarf (heima og sérúrræði)

2
New cards

Grunngildi áratugar heilbrigðrar öldrunar - Persónumiðuð þjónustu

1) Gagnkvæm tengsl (interdependence)

  • Í gagnkvæmum tengslum felst að þjónusta sé samofin og byggi á þverfaglegu samstarfi og þekkingarmiðlun.

  • allir taldir með

2) Almenn og algild réttindi (universality)

  • Þjónustan sé almenn og byggi á mannréttindum og jafnrétti og án mismununar.

3) Samstaða (solidarity).

  • Og loks að samstaðan feli í sér skuldbindingu, samstöðu kynslóðanna og réttsýni.

  • Allir með, engin útundan

  • Réttsýni

  • Samstaða milli kynslóða

  • Skuldbinding

  • Ekki skaða

3
New cards

Áratug heilbrigðrar öldrunar

  • Í frumskýrslu um Áratug heilbrigðrar öldrunar (baseline report) er fjallað um stöðu mála og aðgerðir í einstökum löndum og á heimsvísu ásamt væntingum um árangur.

  • Þar eru dregnir fram þeir þættir í nærumhverfi, eiginleikum og getu og færni einstaklings sem hafa áhrif á heilbrigða öldrun og byggja þarf á til að móta eða veita persónumiðaða þjónustu. 

  • Áratugur heilbrigðrar öldrunar og sýnin sem þar er byggt á, raungerist svo í samvinnu margra aðila, samstarfi sem þarf að skapa, efla og rækta.

  • Skýrar tengingar milli heilbrigð öldrun og sjálfbærni.

  • 11 markmið af 17 eru beint tentgd við eldra fólk

4
New cards

Öldrun í alþjóðlegu samhengi og helstu áskoranir

  • Viðhorf, væntingar og hegðun - þátttaka

  • Mannfjöldaþróun

  • Forysta og skipulag á vettvangi ríkis og sveitarfélaga

  • Samþættingu þjónustu

  • Tækni, nýsköpun, rannsóknum og þróun,

  • Mannauður

  • Fjármögnun

5
New cards

Eldra fólk - heilbrigð öldrun

  • Lantímaumönnun

  • Aldursvænt samfélag

  • Barátta gegn aldursfordómum

    • Aldursvænt samfélag og barátta gegn aldursfordómum er samfélagsvinna sem er og þarf að vera hluti af öðrum breytingum varðandi aukna samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og jafnframt að vera innbyggt í langtíma-umönnunina.

  • Samþætt heilbrigðis og félagsþjónusta

  • fjögur megin áherslu- og aðgerðasvið Áratugar heilbrigðrar öldrunar (ÁHÖ) sem augljóslega tala líka beint inn í þann veruleika sem heilbrigðis- og félagsþjónusta við eldra fólki mun þurfa að taka til endurmats, til þess að innleiða breyttar áherslur

  • Þessar alþjóðlegu áherslur munu að öllum líkindum hafa mikil áhrif á þróunina hér á landi á næsta áratug og þeirra er þegar farið að gæta í nokkrum mæli.

  • Þess vegna eru þær hluti af þeirri umfjölluninni og tillögugerð sem fylgir

6
New cards

Aðgerð 1. Skuldbinding og forysta í hverju landi

  • móta landsáætlun og umgjörð um aðgerðir vegna heilbrigðrar öldrunar

    • Samspil heilbrigðar öldrunar og aðgerða

  • efla getuna á landsvísu til að móta gangreynda stefnu

  • berjast gegn aldursfordómum og umbreyta skilningi á öldrun og heilbrigði

7
New cards

Aðgerð 2: Þróa aldurvænt umhverfi

  • Hlúa að sjálfstæði eldra fólks

    • Sjálfstæði tryggir heilbrigða öldrun

  • virkja eldra fólk til þáttöku

    • Þátttaka þeirra er neydd vegna samfélagsbyggingar

  • stuðla að fjölþættum aðgerðum þvert á atvinnu- og fagggreinar

    • Eldra fólk lengi á vinnumarkaði

8
New cards

Aðgerð 3: Aðlaga velferðar-þjónustuna að þörfum eldra fólks

  • Stilla fókus velferðarþjónustunnar á innri getu og virkni

    • Áhersla á styrkleika sjónarhorn

  • þróa og tryggja ásættanlegt aðgengi að vandaðri, persónumiðaðri og samþættri klínískri umönnun

  • tryggja sjálfbærni og vel þjálfað heilbrigðisstarfsfólk á vettvangi og viðeiganfi stýringu mannafla

9
New cards

Aðgerð 4: Þróun sjálfbærra og sanngjarnra kerfa til að veita langtíma umönnun (heimili, samfélög, stofnanir)

Koma á og endurbæta stöðugt, sjálfbært og sanngjarnt kerfi langtíma umönnunar

Efla færni starfskrafta og styðja óformlega umönnunaraðila

Tryggja gæði persónumiðaðrar og samþættrar langtíma umönnunar

10
New cards

Aðgerð 5: Bæta mælingar, vöktun og rannsóknir á heilbrigðri öldrun

  • Sameinast um aðferðir til að mæla, greina, lýsa og fylgjast með heilbrigðir öldrun

  • styrkja rannsóknargetu og hvetja til nýsköpunar

  • rannsaka og safna saman staðreyndum um heilbrigða öldrun

11
New cards

Heilbrigð öldrun (Decade of healty ageing 2021-2030)
Samstilltar aðgerðir margra aðila

  • Breyta hugsun, skynjun og hegðun gagnvart aldri og öldrun (think, feel, act)

  • Þróa samfélagið til að hlúa betur að getu eldra fólks (virkja, valdefla)

  • Veita persónumiðaða, samþætta umönnun og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk (horfa á styrk, getu, heild og samvinnu)

  • Tryggja aðgengi að langtíma umönnun þegar þess þarf  (heima og utan heimilis)

12
New cards

Fjöldi í hverjum aldurshóp á landinu

  • Hér á landi eru breytingar í á aldurssamsetningu heldur seinna á ferðinni en á t.d. hinum Norðurlöndunum og í mörgum öðrum löndum Evrópu þar sem hlutfall 65 ára og eldri er nú þegar nær 20% eða hærra eða er ört vaxandi á næsta áratug.

  • Í upphafi þessa árs eru 14,7% Íslendinga 65 ára og eldri, verða 17,6% árið 2030, 20,2% árið 2040  og rúm 25% árið 2060

  • Eldri hluti hópsins, eða þeir sem eru 80 ára og eldri og eru í meira mæli notendur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar, eru núna 3,5% af íbúafjöldanum og verða 8,5% árið 2060.

  • Þessar breytingar einar og sér kalla á endurmat, stefnumótun og nýjar lausnir.

13
New cards

Viðhorf og breyttar áherslur

Nýjar og endurteknar niðurstöður íslenskra kannana, allt frá árinu 1999 til ársins 2021, á Högum og líðan aldraðra á Íslandi sýna að 68% aldraðra telja líkamlega heilsu frekar eða mjög góða, um 89% telja andlega heilsu sína frekar eða mjög góða og 84% eru sjaldan eða aldrei einmana. Af þeim sem telja sig þurfa einhverja aðstoð í daglegu lífi telja 73% sig fá mesta aðstoð frá nánustu fjölskyldu.

Meginþorri eldra fólks líkt og aðrir íbúar landsins, sækir þjónustu á fyrsta stigi heilbrigðisþjónustunnar, þ.e. til heilsugæslunnar samhliða félagsþjónustu ríkis eða sveitarfélags á viðkomandi svæði. Þurfi einstaklingur aukna þjónustu gerir skipulagið ráð fyrir að hún sé veitt á því þjónustustigi sem hæfir þörfinni. Um 10.000 manns þurfa mismikinn stuðning eða tímabundna aðstoð til að búa heima. Þau 4-5% sem mesta aðstoða þurfa, flytja búferlum vegna dvalar á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun/ langlegudeildum. 

  • eldrafólk sem býr heima með stuðning og þjónustu 10-20%

  • íbúar á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun 4-5%

14
New cards

Erum við föst í hjólförum eða komin í hring ?

Umræða um stöðu, áherslur og framkvæmd heilbrigðis- og félagsþjónustu við eldra fólk, er stöðug og vaxandi og snýst að mestu um það sem talið er ábótavant eða skortir

Kallað er eftir fleiri hjúkrunarrýmum, meiri fjármunum, fleira starfsfólki og meiri tíma til að sinna þjónustunni.

Þetta er ekki ný umræða og var líka tilefni þess að Alþingi setti lögin um málefni aldraðra árið 1982.  Þá var talið að „hálfgert neyðarástand“ ríkti vegna ástands í heilbrigðisþjónustu við aldraða í Reykjavík. Þetta var fyrir 43 árum.

Núna: fráflæði eða aðstreymisvandi, fjárhagsvandi, mönnunarvandi og  gæðamál, (getur ýtt undir óöryggi meðal eldra fólks og hindrað nýjar lausnir)

15
New cards

Áætlaður fjöldi almennra hjúkrunarrýma út frá þremur viðmiðum um hlutfall rýma af aldurshópi 80 ára og eldri

  • Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035 frá 2016 og birt var 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima.

  • Tillögurnar hlutu ekki samþykkt en hafa hins vegar hafðar til viðmiðunar og ratað inn í fjármálaáætlanir.

  • Í þeim eru áherslur á stóraukna heilsugæslu, forvarnir og endurhæfingu til að draga úr þörf fyrir stofnanadvöl, teymisvinnu og fjölbreytni í þjónustu.

  • Þessar tillögur voru og eru í takti við áherslur á hinum Norðurlöndunum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi.

  • Tillagan gerir ráð fyrir að þörf fyrir hjúkrunarrými reiknist sem hlutfall (15%) af þeim sem eru 80 ára og eldri.

  • Í dag eru skráð um 2.730 almenn hjúkrunarrými á landinu, eða fyrir um 21,4% af íbúum landsins sem eru 80 ára og eldri.

  • Rýmin ættu að vera 1.913 (15%) ef reiknað er út frá viðmiðum í tillögunni frá 2016 en um 1.300 (10,1%) ef tekið væri mið að afar áhugaverðu skipulagi öldrunarþjónustu hjá Eksote heilbrigðisstofnunninni í Karelía í Finnlandi (sjá kynningu).

  • Sé tekið mið af mannfjöldaspá og viðmiði út frá fjölgun í aldurshópnum 80 ára og eldri og gert ráð fyrir að 85% þeirra búi heima með öflugri stuðningsþjónustu, á núverandi fjöldi hjúkrunarrýma á Íslandi að duga til ársins 2030, en myndi duga til ársins 2045 ef tækist að byggja upp sambærileg þjónustukerfi og Eksote hefur.

16
New cards

Velferðartækni, fjarheilbrigðisþjónusta styður við lífsgæði (nær og fjær)

  • Þekkjum fjar – heilbrigðisþjónustu og upplýsingagjöf – á tímum Covid

  • Velferðartækni er stór hluti af lífsgæðum okkar allra

  • Snýst um að færa þjónustuna nær notandanum

  • Snýst um samvinnu og upplýsingamiðlun

  • Tilefni til að læra af öðrum, miðla reynslu og nýta tækifærin

  • Það sem virðist einkenna stöðuna í nýsköpunar- og velferðartækni og hjálpartækjamálum hérlendis, er hve dreifð og sundurleit starfsemin er.

  • Fullt tilefni er til að það verði tekið til skoðunar að samræma og efla og jafnvel sameina starfseiningar og skýra hlutverk hinna ýmsu aðila á sviði hjálpartækja og velferðartækni fyrir eldra fólk og aðra.

  • Markmiðið væri að efla starfið og auðvelda aðgengi notenda og efla sjálfsbjörg þeirra.

17
New cards

Áætlunir og verkfæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

  • Í áætlunum og verkfærum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áratug heilbrigðrar öldrunar, er unnið út frá heildarsýn og vistkerfi samfélags sem byggir á sjálfbærni.

  • Það á við um alla og öll svið sem snerta málaflokkana sem snerta heilbrigðisþjónustu við eldra fólk.

  • Núverandi óskýrleiki um ábyrgð á þjónustu og fjárhagslega ábyrgð leiðir beinlínis til að hvorugt stjórnsýslustigið né þjónustuaðilar hafa yfir að ráða þeim hvötum eða úrræðum, sem tryggja að notandinn sé á hverjum tíma á viðeigandi eða réttu þjónustustigi.

  • Þannig verða til hvatar til að „ýta“ eða „skilgreina“ notandann – hinn aldraða – sem verkefni hins „kerfisins“, hvort sem það er heilbrigðismál eða sem félagsmál.

  • Sé tekið mið af grunngildum og yfirlýstum markmiðum Áratugar heilbrigðrar öldrunar og samfélagsins um að horfa heildrænt á hverja manneskju sem líkamlega, andlega og félagslega veru, sem eldist og lifir í takti við aðlögun að samfélagi sínu, þarf að vinna gegn útilokun og fordómum, leggja áherslu á teymisvinnu, og þverfaglega og persónumiðaða þjónustu sem byggir á þátttöku og virkni aldraðra.

  • Þessar áherslur bornar við íslenskan veruleika og okkar skipulag málaflokksins, beinir sjónum í þá átt að ekki verður hjá því komist að endurskipuleggja málaflokkinn úr frá þeim sömu grunngildum, um aldursvænt samfélag, samþættingu og persónumiðaða þjónustu og skýra sýn og forystu.

  • Þetta þýðir líka að til að efla sjálfbærni samfélags og einstaklinga, þurfa allir aðilar að vinna saman og axla ábyrgð á því verkefni að tryggja heilbrigða öldrun einstaklinga og samfélags.

  • Slík endurskipulagning þarf að vera í takti við megináherslur sjálfbærrar þróunar og taka mið af þeirri viðhorfa- og samfélagsvinnu sem þarf til í hverju landi, hverju landssvæði og hverju byggðarlagi.

  • Í ljósi umfangs og áherslu á samþættingu og vegna verkefnisins um Áratug heilbrigðrar öldrunar þarf að taka til alvarlegrar skoðunar bæði tilefni og ávinning þess að stofna til „ráðuneytis aldraðra/öldrunar/öldrunarmála“.

  • Það gæti verið sérstakt ráðuneyti og hluti af t.d. sameinuðu velferðarráðuneyti og með sérstaka áherslu á þau verkefni sem framundan eru.

  • Víða erlendis (Skotland, Kanada, Nýja-Sjáland, og innan Evrópu og Norðurlanda) eru starfsheiti ráðuneyta og ráðherra tengd við „seniors eða elderly“ og málaflokknum sem allvíða varðar um 20-25% íbúanna, er því með sérstakt vægi í stjórnkerfinu.

  • Samþætting verkefna og þjónustu er breyting á menningu og skipulagsbreyting sem þarf að ná yfir öll svið –stjórnsýslu, stofnana og þjónustuveitenda - og frá toppi og niður.

  • Því þarf að vinna með slíka áherslubreytingu sem samþættingu og teymisvinnu, en ekki sérgreiningu eða aðgreiningu.

  • Þetta þekkjum við að er hægt, þekkjum frá einstökum verkefnum og frá hugmyndfræði Eden og úr kröfulýsingu um þjónustuna.

18
New cards

Tillögur og markmið
1.
  Aldursvænt samfélag

  • Hér er horft til áhersluatriða Áratugar um heilbrigða öldrun um aldursvænt samfélag og að vinna gegn aldursfordómum.

  • Markmiðið er að breyta viðhorfum í samfélaginu, skilningi og hegðun gagnvart aldri og heilbrigðri öldrun.

  • Virt verði almenn og algild mannréttindi eins og að allir íbúar eigi rétt til heilbrigðis- og félagþjónustu óháð aldri, búsetu eða þjónustustigi.

  • Öll þjónusta hlúi að sjálfstæði og virkri þátttöku notenda.

  1. Ný heildstæð löggjöf um málefni eldra fólks og heilbrigðs- og félagsþjónustu við eldra fólk.

  2. Hefja markvissa baráttu gegn  aldursfordómum.

  3. Auka virkni, þátttöku og sjálfboðastarf meðal eldra fólks.

  4. Tryggja að raddir eldra fólks heyrist.

  5. Fölga kostum og möguleikum eldra fólks til að eiga heimili með eða án stuðnings.

  6. Aukin áhersla á að vinna gegn einmanaleika.

  7. Nýtt greiðslukerfi vegna dvalar og langtímaumönnunar á hjúkrunarheimili.

  8. Innleiða reglubundið framvindumat og endurmat.

  9. Styrkja réttarstöðu íbúa og notenda.

  10. Auka samstarf um fræðslumál eldra fólks og miðlun.

19
New cards

Tillögur og markmið
2.
  Samþætt og persónumiðuð þjónusta

Hér er horft til áhersluatriða Áratugar um heilbrigða öldrun varðandi samþætta heilbrigðis – og félagsþjónustu og langtímaumönnun, hvort sem þjónustan fer fram á heimili fólks, hjúkrunarheimilum eða öðrum stað.

  1. Persónumiðuð og samþætt gæðaþjónusta.

  2. Auka hlut velferðartækni í allri þjónustu sem veitt er.

  3. Auka aðgengi að samræmdum upplýsingum.

  4. Auka sérstakan stuðning við ættingja og aðstandendur sem sinna umönnun.

  5. Hjúkrunarrýmum sem standast ekki viðmið um aðbúnað og persónulegt rými verði umbreytt í aðra þjónustu og eða þeim lokað.

  6. viðmið um fjölda hjúkrunarrýma 15% af 80+ ára

  7. Dagdvalar-/þjálfunar rýmum verði fjölgað og samræmdar reglur um mat, endurmat og innihald þjónustu.

  8. Heimaþjónusta verði samþætt og öflug nærþjónusta (heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta) í öllum landshlutum.

  9. Fjölga þverfaglegum hreyfanlegum teymum sem starfa heimsækjandi og fyrirbyggjandi og svæðabundið.

  10. Samhæfa og efla fræðslu-, þekkingar- og þjálfunarmiðstöð fyrir starfsfólk í þjónustu við eldra fólk.

  11. Efla nýsköpun í þjónustu við eldra fólk.

  12. Heimaþjónusta er sameinuð þverfagleg þjónusta sem byggir á einstaklingsbundnu mati.

  13. Nýsköpunar-, rannsókna- og þróunarsetur.

  14. Fjarþjónusta og fjarheimsóknir.

20
New cards

Tillögur og markmið
3.
  Forysta, skipulag og samhæfing

  • Aðkallandi er að samhæfa og samþætta stjórnskipulag og forystu í heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu við eldra fólk.

  • Samþætting í þjónustunni þarf að byggjast á virkri þátttöku beggja stjórnsýslustiga (ríkis og sveitarfélaga), notandans og aðstandenda hans og alls starfsfólks.

  • Fyrirmynd um samþættingu er grunnur að breytingaferli sem þarf að hefjast frá toppi og niður.

  • Skýra þarf samskipti og hlutverk ríkis og sveitarfélaga og á sama tíma opna á breytilegar lausnir eftir aðstæðum á hverju starfssvæði eða viðkomandi landshluta.

  • Landshlutar, heilbrigðisumdæmi og sveitarfélög verða lykilaðilar í staðbundinni stefnumörkun og áherslum í þjónustu og framkvæmd hennar.

  • Fjölbreytileiki, ábyrgð og traust til svæða fái notið sín í stefnumótun, samningum og fjármögnum.

  1. Samhæft stjórnskipulag. ráðuneyti eldrafólks

  2. Verkefnastjórn um Áratug heilbrigðrar öldrunar (ÁHÖ).

  3. Samræmd forysta í hverjum landshluta og heilbrigðisumdæmi.

  4. Frumkvöðlasetur í nýsköpun, þróun og innleiðingu.

  5. Rannsókna- og þekkingarsetur í málefnum eldra fólks.

  6. Fjölbreytni úrræða í Geðþjónustu.

  7. Nýtt samræmt mat fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu.

21
New cards

Í lokin

  • Það er afar brýnt að við Íslendingar komum okkur saman um þær meginlínur sem við teljum að eigi að fylgja í heilbrigðis- og félagsþjónustu við eldra fólk

  • Í grunninn snýst þetta um hvað við sjálf óskum eftir og viljum búa við þegar við sjálf eldumst

  • Framtíð allra er að eldast og gott að minna sig á að tíminn líður hratt, því dagurinn í dag - var framtíðin – í gær.