Íslenska DD lokapróf

studied byStudied by 15 people
0.0(0)
Get a hint
Hint

Skipting tímabilsins 1550 - 1900

1 / 68

encourage image

There's no tags or description

Looks like no one added any tags here yet for you.

69 Terms

1

Skipting tímabilsins 1550 - 1900

1550 - 1770 = Lærdómsöld

1770 - 1820 = Upplýsingaröld

1820 - 1900 = Rómantík

seinni hluti 19. aldar = Raunsæi

New cards
2

1550 - 1770

LÆRDÓMSÖLD

- Lærdómsöld vísar til menntunar og viðhorfs menntamanna.

- Lærdómsöld afmarkast af

+ siðbreytingunni (1550)

+ breytingum (um 1770) vegna áhrifa frá upplýsingu (mennta- og menningarstefnu sem á m.a. rætur að rekja til uppgötvana og framfara á sviði raunvísinda)

- Í lok tímabilsins hefst starfræksla fyrsta prentverks hérlendis sem ekki lýtur yfirráðum kirkjunnar

New cards
3

Hallgrímur Pétursson (1614 - 1674)

- Höfuðskáld lærdómsaldar í andlegum kveðskap

- Kveðskap Hallgríms má skipta í:

+ trúarljóð

+ veraldlegan kveðskap

+ rímur

New cards
4

Passíusálmarnir

- Passíusálmana ber hæst af verkum Hallgríms

- Efniviður sálmanna er píslarsaga Krists

- Bygging sálmanna:

+ endursögn biblíutexta

+ textaskýring - persónuleg útlegging skáldsins

+ ákall / bæn

New cards
5

Hver er meginhugmynd Passíusálmanna?

Passía merkir þjáning. Meginhugmyndin er íhugun um hvaða merkingu dauði Krists hafi haft fyrir mannkynið.

New cards
6

Friðþægingarkenningin

samkvæmt kristinni trú fæðist maðurinn syndugur, erfðasyndin hvílir á okkur öllum. Með dauða sínum frelsaði Kristur okkur undan syndum okkar; hann friðþægði fyrir syndir okkar, til að við getum öðlast aftur eilíft líf sem við glötuðum þegar Adam og Eva brutu af sér í Eden.

New cards
7

Úr hvaða guðspjalli vinnur Hallgrímur í 25. sálmi?

Úr Lúkasarguðspjalli og Jóhannesar guðspjalli þar sem er fjallað um Pontíus Pílatus, landstjóra Rómverja. Hann lætur leiða Jesú úr þinghúsinu og vill láta hann lausan þar sem hann finnur enga sök á honum.

New cards
8

Útskýrðu efni 25. sálms Passíusálmanna

Erindi 1-3: endursögn ritningartexta. Pontíus Pílatus segir yfir fólkið að hann trúir því að Jesú sé saklaus. Hann vill láta hann lausan en Gyðingarnir eru ekki hlynntir því og vilja krossfesta hann.

Erindi 4 og 5: túlkun textans. Skáldið biður menn að gera ekki það sama og Gyðingarnir gerðu.

Erindi 6-11: áminning með dæmum. Minnt er á hvað Kristur gerði fyrir mennina, talað er um erfðasyndina og sagt er að erfitt er að forðast hana.

Erindi 12-14: huggun. Kristur hefur úthellt blóði sínu fyrir synduga menn og þeim er vís himnaríkissæla.

New cards
9

Um hvað fjallar sálmurinn Um dauðans óvissa tíma?

Stundum nefndur sálmurinn um blómið. Hann fjallar um dauðann og kristinleg viðhorf til hans. Efnið er tvískipt, í fyrri hlutanum, fyrstu sjö erindunum, eru trúarleg viðhorf ekki áberandi heldur er dregin upp mynd af stöðu mannanna gagnvart dauðanum. Í síðari hluta sálmsins nær trúarvissan yfirhöndinni, skáldið yrkir sig í sátt við hinn óumflýjanlega dauða því allt vald er í hendi Guðs.

New cards
10

Taktu saman fyrstu 7 erindi Um dauðans óvissa tíma

Lífinu er líkt við blóm, sem vex og dafnar en deyr síðan á einu augnabliki. allir munu deyja á endanum, bæði þeir ungu og gömlu. enginn veit hvenær maður deyr en það mun gerast. Dauðanum er líkt við sláttumann.

New cards
11

Um hvað fjallar erfiljóðið um Steinunni?

Kvæðið fjallar um dóttur Hallgríms sem lést þegar hún var 4 ára. Í kvæðunum togast á þau viðhorf að annars vegar sé dauðinn endanlegur og sorgin óbæruleg og hins vegar að huggunin sé fólgin í einlægri trú.

New cards
12

Flokkun skáldskapar

Epík, dramatík og lýrík (saga, leikrit og ljóð)

New cards
13

Epík (saga)

Það kemur frá gríska orðinu epos og merkir sagnarkvæði.

New cards
14

Dramatík (leikrit)

Kemur frá grísku og vísar til gjörðar eða athafnar.

New cards
15

Lýrík (ljóð)

Það er dregið af hljóðfærinu lýru

New cards
16

Tækifæriskvæði Hallgríms Péturssonar

Í þeim kemur skýrt fram hvernig hið trúarlega og veraldlega tengist órjúfanlegum böndum. Grundvölluð á trúarlegum sannindum.

New cards
17

Páll Jónsson

Staðarhóls-Páll. Hann er kenndur við Staðarhól vegna þess að hann bjó þar um tíma. Hann var sýslumaður. Hann orti mikið af gaman- og háðskveðskap. Hann var vel menntaður og fór oft erlendis og sést greinilega í þekktustu ljóðum hans áhrif frá erlendum skáldskap.

New cards
18

Eikarlundurinn

Líkingarkvæði (allegórískt kvæði) eftir Pál Jónsson. Myndefnið er sótt til náttúrunnar og eika dagsins. Í kvæðinu er mannsævinni líkt við lund en líka stundir dagsins og veðurfar. Sólarhringurinn táknar líf mannsins frá æsku til elli.

New cards
19

Hvernig er vikivaka bragarhátturinn?

Bragarhátturinn einkennist af viðlagi eða viðlögum sem eru endurtekin í kvæðinu. Viðlagerindi er tekið úr inngangserindinu, oftast seinustu eða seinustu tvær setningarnar. Nóttin var sú ágæt ein er ort undir vikivakahætti.

New cards
20

Skáldkonur á lærdómsöld

Skáldkonur á 16. og 17. öld voru sjaldan, nánast aldrei nafngreindar. Hins vegar var ein kona var nafngreind og virt fyrir skáldskap sinn. Steinunn Finnsdóttir.

New cards
21

Steinunn Finnsdóttir

Hún er fyrsta konan sem einhver skáldskapur að ráði liggur eftir. Hún skrifaði rímur: Hyndlurímur og Snækóngsrímur, auk þess kappakvæði, vikivaka og lausavísur.

New cards
22

Úr mansöng þriðju Hyndlurímu eftir Steinunni Finnsdóttur

- Börn eru ávörpuð og þeim kennd góð hegðun.

- Þau eiga að vera stillt, og þau skulu fá greitt fyrir ef þau þegja og fremja frægðarverk.

- Biðja til guðs og læra mikið.

- Hlýða yfirmönnum og reita enga til reiði.

New cards
23

1750 - 1830

UPPLÝSING

- Einokun kirkjunnar á prentverki lýkur um 1770.

- Fræðslu- og menningarfélög stofnuð.

- Rannsóknum í náttúruvísindum flaug fram.

- Aukið frjálsræði í trúmálum og skáldsagna- og leikritagerð hefst.

- Aukin athygli á þjóðinni og þjóðareinkennum.

- Reykjavík var miðstöð menningarlífs á landinu

New cards
24

Eggert Ólafsson (1726 - 1768)

Hann fór ungur til Kaupmannahafnar og lærði náttúrufræði. Hann ferðaðist um landið með Bjarna Pálssyni og skrifaði með honum Ferðabók. Hann samdi fleiri rit um náttúru Íslands og um tungumálið. Hann drukknaði 1768 á Breiðafirði.

New cards
25

Í hverju fólst skáldskapur Eggerts Ólafssonar?

Hann átti að miðla upplýsingum sem voru nátengdar nytsemi og sannleika. Efniviðurinn átti að vera raunverulegt líf manna, einstaklingurinn í samfélagi við aðra menn.

New cards
26

Búnaðarbálkur

160 erinda kvæði eftir Eggert Ólafsson, var fyrst prentað árið 1783. Kvæðið er mjög í anda upplýsingarinnar og hugsjóna Eggerts um náttúruna.

New cards
27

Munaðardæla eður Bóndalíf og landselska

- Þriðji flokkur Búnaðarbálks.

- Um fyrirmyndarbóndann sem er iðinn, nýtinn og framfrarasinnaður

New cards
28

Hrappseyjarprent

Árið 1773 fengu Danir leyfi að stofna prentsmiðju á Íslandi. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta hafi verið upphaf íslenskrar upplýsingar, þar sem í Hrappseyjarprenti voru aðallega prentuð rit af ýmsu tagi, s.s. upplýsingarit. Þau máttu ekki prenta guðsort, Hólaprent átti einkaleyfi til þess.

New cards
29

Magnús Stephensen (1762 - 1833)

- Var sonur stiftamtmannsins.

- Hann var einn af stofnendum Hins íslenska landsuppfræðingarfélags og átti hlut í Lærdómslistafélaginu.

- Hann gaf út bækur og varð einráður í bókaútgáfu á Íslandi í 30 ár.

- Hann var umdeildur maður og sagður vera einráður og sinna ekki íslenskri tungu.

New cards
30

Íslenskan á upplýsingaröld

Mörg rit voru með erlendum slettum og margir höfðu áhyggjur af íslenskunni. Um aldamótin 1800 byrjaði fólk að tala mikið um það að leggja íslenskuna niður og taka upp dönsku þar sem það yrði mun hagkvæmara; íslenskan skapaði Íslendingum of margar hindranir.

New cards
31

Björg Einarsdóttir, Látra-Björg (1716 - 1784)

Skáldkona upplýsingar, var kennd við bæinn Látra. Orti mikið af lausavísum undir dróttkvæðum hætti, ýmsum rímnaháttum og vikivakahætti.

New cards
32

Leikritun á upplýsingaöld

Upphaf leikritunar má rekja til upplýsingar. Sigurður Pétursson skrifaði nokkur leikrit, þ.á.m. Narfa. Þar segir frá lögreglumanni og dóttur hans.

New cards
33

lesa bls. 131

einfaldaður samanburður á ólíkum áherslum í upplýsingunni frá því sem var á lærdómsöld

New cards
34

1830 - 1880

RÓMANTÍK

- Áherslan lögð á einstaklinginn, upplifun hans og skynjun verður aðalatriði

- Öll list, þar með talinn skáldskapur, hjálpar manninum að skilja guðdómlegt eðli heimsins

- Þjóðerniskennd og hugmyndir um hið þjóðlega verða miðlægar

- Náttúrudýrkun þar sem fegurð náttúrunnar er lofuð

- Lögð er rækt við fortíð þjóða, hér á landi hina fornu frægð

- Þekktasta skáld tímabilsins er Jónas Hallgrímsson

New cards
35

Bjarni Thorarensen

- Varð fyrstur íslenskra skálda til að birta ljóð sem ort er undir áhrifum rómantísku stefnunnar.

- Það er ljóðið Ísland sem birtist í Klausturpóstinum.

- Bjarni var framúskarandi námsmaður og embættismaður.

- Kveðskap Bjarna má skipta í ættjarðar- og náttúrukvæði, ástarljóð og merkileg minningar- og erfiljóð.

New cards
36

Veturinn eftir Bjarna Thorarensen

Veturinn er ortur 1823 - háttur fornyrðislag - hann var undir áhrifum eddukvæða - hugsjón

Tengd rómantísku hugmyndinni um þjóðareinkenni og áhrif loftslags á þau.

Veturinn er persónugerður sem hestur og um leið og hófar hans snerta jörðina frýs allt

- Til að skaða ekki blómin svæfir hann þau svo þau finni ekki sársauka. Jörðin verður ólétt af sumrinu og velur vorið sem ljósmóðir.

New cards
37

Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda Rósa (1795 - 1855)

Nefnd Vatnsedna-Rósa því hún bjó um hríð á Vatnsendanum. Hún var menntuð kona. Þekktustu vísurnar hennar eru ástarvísur. Rósu grunaði aldrei að vísurnar hennar yrðu birtar en þær lifa nú með þjóðinni en Rósa sá vísurnar sínar aldrei á prenti.

New cards
38

Hjálmar Jónsson (1796 - 1875)

Að öðru nafni Bólu-Hjálmar. Hann skrifaði nokkur ljóð meðal annars Sálarskipið.

New cards
39

Sálarskipið

- Fjallar um að hann rekst illa á í lífinu og virðist ekki geta fundið þar öruggan farveg, ekki síst fyrir þá sök

að hann lætur undan freistingum.

- Hann sér vonir um betra líf fyrir handan haf, eða þegar þessu lífi er lokið og það næsta tekur við.

- Stílbragð ljóðsins: nýgerving.

New cards
40

Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum (1804 - 1836)

Hún átti sára ævi, missti börn sín og fékk ekki að hafa næstu hjá sér því hún þurfti að fara að vinna. Dó ung og skrifaði Sit ég og syrgi á banaleiðinu.

New cards
41

Sit ég og sirgi

- Þögult tal við karlmanninn sem hefur valdið og hún ýmist áfellist eða dáir.

- Lýsir sér sem útlaga þegar hann hefur kastað henni frá sér.

- Hún situr og syrgir, sér ekki fyrir gráti og getur ekki gengið, hefur einnig misst málið af harmi.

- Hún hótar svikaranum með dauða sínum.

- Hann er sæll á hennar kostnað og hún

kemur inn hjá honum sektarkennd.

- Hún hlakkar til að deyja

- Hann mun einnig deyja og ljóðið endar á samfundum þeirra á himnum þar sem hann hefur bætt ráð sitt og er hættur að skamma hana

New cards
42

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845)

- Stúdent frá Bessastaðaskóla 1829 þar sem hann lærði lögfræði og svo náttúrufræði

- Ferðaðist víða um Ísland og rannsakaði náttúrufar

- var höfuðskáld FJölnis og þýddi Sundreglur og Stjörnufræði​

- smíðaði nýyrði

- Samdi fyrstu íslensku Smásöguna, Grasaferð​ (birtist í Fjölni 1847) og einnig fyrsta íslenska ritdóminn

- skrifaði fyrstu sonnettuna og mörg merk kvæði: Gunnarshólmi, Ég bið að heilsa, Ísland, Ferðalok o.s.frv.

- hann datt niður stiga og dó

New cards
43

Ég bið að heilsa! (bls. 180-181)

- Fyrsta íslenska sonnettan.

- Ástarljóð og ættjarðarljóð

- Þrá eftir landi og konu vegna aðskilnaðar.

- Vorvindarnir og þegar náttúran lifnar vekur upp þrána, einnig þegar allt stefnir heim að fögru landi Ísa nema skáldið sem kemst ekki. Í staðinn sendir hann kveðju sem er ljóðið sjálft

- Hann biður fyrst vindana og bárurnar að heilsa öllum sem eru heima en síðan þrestinn og biður hann heilsa stúlkunni sinni.

New cards
44

Úr Hulduljóðum (bls. 181-182)

- Lofsöngur um ættjörðina

- Minningarkvæði fyrir Eggert Ólafsson

- Eggert er tákn fyrir sjálfstæðisbaráttu og framfarir

- Blindir menn geta aldrei notið náttúrunnar

New cards
45

Gunnarshólmi (bls. 184-186)

- Tvískiptur bragarháttur-ítalskir: Tersína (fyrstu 66 línurnar) og Oktava

- Fyrri helmingur tersínuhlutans: dregin upp mynd af landinu

- Seinni helmingur tersínuhlutans: Saga Gunnars rakin.

- Efnið er sett fram í tersínuhlutanum en túlkað í oktövuhlutanum.

- Fyrstu 33 ljóðlínur eru náttúrulýsingar

- Tekur síðan við endursögn Jónasar á frásögn Njálu. Gunnar og Kolskeggur áttu að fara í þriggja ára útlegð en Gunnar hætti við. Jónas leggur áherslu á glæsileik þeirra.

- Í fyrri oktövuhlutanum segir Jónas að Gunnar hafi verið góður drengur sem var beittur svikum. Gunnar vildi frekar láta lífið en að yfirgefa fósturjörðina.

- Gunnar verður því tákn fyrir hinn sanna íslending rómantísku stefnunnar sem elskar landið sitt og vill ekki yfirgefa það.

- Í seinni oktövuhlutanum dregur Jónas upp mynd af samtíma sínum sem er dapurlegri en tími Gunnars á Hlíðarenda.

- Í anda rómantísku stefnunnr að yrkja undir bragarháttum annarra þjóða og frá miðöldum eins og er gert hér.

- Boðskapur: Eigum að taka Gunnar til fyrirmyndar og unna fósturjörðinni meira en eigin lífi.

New cards
46

Ferðalok (bls. 188-190)

- Endurminning um ferðalag Jónasar, í ferðinni biður hann Þóru. Gunnar Gunnarsson, faðir hennar, fannst þau of ung þannig ekkert varð að sambandi þeirra

- Skiptist í 3 hluta:

1.-3. erindi: Inngangur - um söknuð og þrá skáldsins. Ástarstjarnan sem nú er hulin skýjum er táknræn fyrir það.

4..9. erindi: Meginmá l- Endurminningar um liðnar samverustundir elskendanna.

10.-11. erindi: Niðurlag - Tilbrigði við inganginn, aftur vikið að ástarstjörnunni sem skín á bak við ský.

Bragarháttur: Ljóðaháttur

- Rómantísk einkenni: Forn bragarháttur, kemur fram í ástinni (ekki hægt að aðskilja elskendur), umhverfinu (vettfangur elskenda er hin frjálsa náttúra). Ástin á stúlkunni fléttast saman við ástina á landinu. Einnig náttúruljóð.

New cards
47

Ísland (bls. 190-191)

- Fyrsta kvæði Jónasar sem birtist á prenti.

- Það er ort undir elegískum hætti, forngrískum bragarhætti.

- Ísland birtist í fyrsta hefti Fjölnis.

- Fjallar um tign Íslands og hvernig það var forðum.

- Höfundur ávarpar lesanda og segir að skuli endurreisa alþingi á Þingvöllum.

New cards
48

Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913)

- Lærði mikið: sögu, grísku, latínu, lögfræði.

- Varð undir áhrifum Jónasar Hallgrímssyni, orti náttúruljóð, ættjarðarkvæði ástarljóð og eftirmæli.

- Svanasöngur á heiði

New cards
49

Svanasöngur á heiði (bls. 209)

Steingrímur Thorsteinsson. Fjallar um mann á reið um heiðarnar og heyrir svanasöng. Hann dáist að sönginum. Fallegt ljóð.

New cards
50

Júlíana Jónsdóttir (1837 - 1917)

Var barn einstæðrar móður og ólst upp hjá afa sínum. Hún vildi mennta sig. Hún gaf sjálf út ljóðabókina sína Stúlku, sem er fyrsta útgefna ljóðabókin eftir konu.

New cards
51

Sláttuvísur (bls. 221)

Eftir Júlíönu Jónsdóttur. Líkir lífi mannsins við strá og íhugar hvenær dauðinn muni koma og sækja sig.

New cards
52

Spaugvísur (bls. 222)

Eftir Júlíönu Jónsdóttur. Talar til stúlku sem margir piltar hafa áhuga á og segir henni að láta þá eiga sig.

New cards
53

Hugtakið þjóðsaga:

Notað um frásagnir sem lengi hafa gengið í munnmælum meðal alþýðu manna, sumar öldum saman. Menntamenn söfnuðu mikið af þessum sögum á rómantíska tímabilinu.

New cards
54

Hvað einkennir þjóðsögur?

- Sannsögulegur kjarni eða hugarsmíð

- Eru oft um yfirnáttúrulegt efni

- Fáar persónur

- Engar málalengingar

- Sögurás í tímaröð

- grundvallar efnisþráður lagaður að aðstæðum þjóða

New cards
55

Selmatseljan (bls. 230-232)

Prestur elur upp stúlku og lætur hana verða selráðskonu. Hún neitar að giftast fólki, verður ólétt og fæðir barnið þegar enginn sér til. Hún er neydd til að giftast og biður bóndann að spyrja hana um leyfi áður en hún veitir einhverjum vetursetu. Hún segir tengamóður sinni sögu af þegar hún kynntist manni og varð ófrísk af honum. Tveir menn koma, bóndi talar ekki við konu sína, hún reiðist honum. Þau fara til altaris og þurfa að kveðja alla á bænum en húsfreyja vill það ekki. Gerir það síðan. Bóndi kemur að húsfreyjunni og manninum látnum á gólfinu og sá yngri maður hlaupinn á brott. Það var huldumaðurinn og sonur þeirra.

New cards
56

Axlar-Björn (bls. 233-237)

Eini fjöldamorðingi Íslands. Móðir hans drakk blóð á meðgöngunni. Hann drap fólk með exi og drekkti því síðan í Ígultjörninni. Hann var dæmdur til dauða með konu sinni Steinunni. Öll bein hans voru brotin og svo var hann hálshöggvinn. Dys hans er á Laugarbrekku.

New cards
57

Lesa bls. 239

Samanburður á ólíkum áherslum í rómantíkinni frá því sem var á tímum upplýsingarinnar.

New cards
58

1880 - 1900

RAUNSÆI

- Raunsæismenn líta á það sem skyldu rithöfunda að benda á misrétti í félagslegum veruleika manna

- Framfarir í raunvísindum og tækninýjungar í Evrópu kalla á hlutlægar frásagnir í bókmenntum

- Raunsæið gerir kröfu um raunsæilega frásögn og skráningu

- Borgarastétt eflist í Evrópu og verkalýðstétt stækkar mjög

- Sagnagerð blómstar en minna er ort af ljóðum í anda raunsæis

- Eitt þekktasta skáld raunsæisins er Gestur Pálsson

New cards
59

Torfhildur Hólm (1845 - 1918)

Fór til náms í Reykjavík þar sem hún fékk einkakennslu í tungumálum, hannyrðum og teikningu. Fór síðan til Kaupmannahafnar til frekara náms. Var vesturfari.

- Var fyrsta íslenska konan til að semja sögulegar skáldsögur. Brynjólfur Sveinsson biskup.

- Týndu hringarnir

New cards
60

Týndu Hringarnir (bls. 249-257)

Hún hafði áhrif á konur með því að halda ótrauð áfram skáldskap sínum. Hún var þannig fyrirmynd í lífi sínu og starfi þótt hún tæki ekki beinan þátt í þeirri umræðu sem var áberandi á síðustu tveimur áratugum 19. aldar um réttindi og stöðu íslenskra kvenna. Í smásögunni Týndu hringunum helt Torfhildur fram rétti kvenna til menntunar. Hún sýndi konum að allt væri hægt og að við gætum verið jafn menntaðar og karlmenn.

New cards
61

Gestur Pálsson (1852 - 1891)

- Stofnandi ritsins Verðandi

- Ritstýrði mörgum blöðum t.d. Suðra, Þjóðólfur og Heimskringla

- Mesti boðberi raunsæisstefnunnar

- Ádeilufyrirlestrar

- Skrifaði smásögur

New cards
62

Nýi skáldskapurinn (bls. 265-266)

Gestur Pálsson. Skýrir frá muni ídealismans og realismans. Hann segir frá göllum báðra stefna, hvernig þær eru líkar og ólíkar og hvernig þær í raun vilja það sama: betrumbætur fyrir mannkynið. Báðar stefnurnar geta þó farið út í öfgarnar. Skáldskapur verður að hafa einhverja þýðingu til þess að geta virkað.

New cards
63

Hans Vöggur (bls. 267-271)

Gestur Pálsson. Fjallar um fátækan en góðan mann sem heitir Hans og er lágt settur vatnskarl. Enginn í samfélaginu tekur eftir honum (nema hestarnir og götustrákarnir) nema eftir að hann deyr en þá fer fólk í raun að eigna sér dauða hans til að mikla sig.

New cards
64

Ólöf Sigurðarddóttir (1857 - 1933)

Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu. Hún lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en flutti svo norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.

HELSTU VERK:

- Því geng ég svo alein?

- Til hinna ófæddu

- Til skálds

New cards
65

Til hinna ófæddu (bls. 305-307)

Eftir Ólöfu Sigurðardóttir. Til næstu kynslóðar frá henni. Lífssagan hennar. Hún átti erfiða æsku og kallar sig ljóta en komst síður áfram í lífinu.

New cards
66

Stephan G. Stephansson (1853 - 1927)

Stephan G. Stephansson bjó lengst af í Alberta við Klettafjöllin, þó að hann væri úr Skagafirði upprunalega þá var hann kallaður Klettafjallaskáldið. Hann ver mikill friðarsinni í ljóðum sínum og gagnrýnin.

HELSTU VERK:

- Jón Hrak

- Úr íslendingadags ræðu

New cards
67

Jón Hrak (bls. 311-315)

Eftir Stephan G.

Jón fæddist utan hjónabands, hann var alltaf á flækingi bæði sem barn og fullorðinn. Trúði á stokka og steina en ekki Kristna trú. Nennti ekki að vinna en var fróður um margt. Hann var ekki vinsæll og fór á flakk á fullorðinsárum. Ljóðið fjallar um lítilmagna sem á ekki séns í samfélaginu og farið er illa með sem passar mjög vel við hugmyndir raunsæsins. Hann fékk viðurnefnið vegna þess að hann orti óþægileg ljóð og menn vildu hefna sín.

Jón Hrak er greindur maður sem er útskúfaður í safmélaginu (raunsæi), vísað er í þjóðsögur (rómantík).

New cards
68

Lesa bls. 316

Samanburður á ólíkum áherslum raunsæisstefnunnar frá því sem var á tímum rómantíkurinnar.

New cards
69

Húmanismi

Menntastefna sem einkennist af:

  • Áhuga á fornbókmenntum og klassískri hiemspeki

  • Mannhyggju ( frelsi einstaklingsins)

  • Mannúðarstefnu ( umburðarlyndi )

  • Fjölfræði ( alhliða menntun og fræðun)

New cards

Explore top notes

note Note
studied byStudied by 9 people
... ago
5.0(1)
note Note
studied byStudied by 13 people
... ago
5.0(1)
note Note
studied byStudied by 16 people
... ago
4.0(1)
note Note
studied byStudied by 13 people
... ago
5.0(1)
note Note
studied byStudied by 23 people
... ago
5.0(1)
note Note
studied byStudied by 45 people
... ago
5.0(1)
note Note
studied byStudied by 26 people
... ago
5.0(2)
note Note
studied byStudied by 39 people
... ago
5.0(1)

Explore top flashcards

flashcards Flashcard (71)
studied byStudied by 5 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (30)
studied byStudied by 8 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (29)
studied byStudied by 4 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (43)
studied byStudied by 14 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (39)
studied byStudied by 3 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (25)
studied byStudied by 19 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (465)
studied byStudied by 28 people
... ago
5.0(1)
flashcards Flashcard (20)
studied byStudied by 9 people
... ago
5.0(1)
robot