Looks like no one added any tags here yet for you.
Hvað er Stanley?
Stanley var steinolíuknúin vél sem var flutt til Íslands frá Danmörku í nóvember 1902.
Hvenær var fyrsti mótorinn á Íslandi keyptur og hvað var hann notaður í?
Fyrsti mótorinn var keyptur 1899 til að knýja prentsmiðju í Reykjavík.
Hvað voru vélbátar orðnir margir árið 1930?
1000
Hvað er togari?
Togari er skip sem að dregur á eftir sér netpoka og safnar þannig fullt af fiski. Togari var fyrst kallaður tröllari á Íslandi (eins og trawler) en nú er botnvarpan kölluð það.
Coot var fyrsti togarinn á Íslandi, 1905.
Hvenær gerðist vélvæðing Íslendinga?
Frá árunum 1902 - 1930
Hvað er Jón forseti?
Togari sem útgerðarfélagið Alliance lét smíða fyrir sig í Bretlandi.
Hver átti fyrsta bílinn?
Ditlev Thomsen eignaðist hann árið 1904. Hann kom þó ekki að miklum notum því hann var of kraflítill fyrir íslenska náttúru.
fyrsta nothæfa bílinn eignaðist þó Magnús Sigurðsson árið 1907.
Hvenær var áfengisbannið á Íslandi?
Frá árunum 1908 (eða 1915) til 1935
því var aflétt því að Spánverjar hótuðu að setja mikinn toll á saltfisk ef þeir keyptu ekki vín frá þeim.
Tímanu, frá 1815-1914 má skipta í þrennt...
1815-1850: engin stórveldastyrjöld, Vínarfundinum að þakka
1850-1870: mikið um stórveldastyrjaldir
- 4 tengdar sameiningu Ítalíu, Þýskalands
- Krímstríðið
1871-1914: tímabil hins vopnaða friðar.
- eiginlegt kalt stríð
- stórveldin skiptu sér í tvö bandalög: Þríveldabandalagið og Samúðarsambandið
Hverjir voru í Þríveldabandalaginu ?
Þjóðverjar, Austurríkismenn og Ítalir
Hverjir voru í Samúðarsambandinu?
Bretar, Frakkar og Rússar
Krímstríðið
Stríð á milli Tyrkja og Rússa um yfirráð í Kákasus, á Svartahafi og á Balkanskaga.
Vesturveldin, Bretar og Frakkar hjálpuðu Tyrkjum. Rússar töpuðu.
Af hverju var Tyrkjaveldi kallað „sjúki maðurinn í Evrópu"?
því að það var mikið um hrörnun og uppdráttarsýki
Hver var Florence Nightingale?
Bresk hjúkrunarkona sem hjúkraði í Krímstríðinu. Hún reis upp gegn hefðbundnum hugmyndim um hlutverk og stöðu kvenna úr efnastéttum þjóðfélagsins.
Stórveldastaða Breta
Bretar voru stærsta stórveldið.
- fyrstu með iðnbyltingunna, 1770. Héldu forystu í öld.
- mesta nýlenduveldið: Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland og Indland (mesta djásnið)
- flotastyrkur: voru konungar heimshafanna. kaupskipafloti líka stærstur, voru leiðandi aðili í heimsversluninni
- þeir voru mesta fjármálaveldi heims
veikleiki breta: voru með nær engan landher
Stórveldastaða Austurríkis
Forysta þeirra var fyrst og fremst pólitísk
- byltingar 1848-49 veiktu stórveldisstöðu Austurríkis varanlega
Stórveldastaða Frakklands
Iðnbylting árið 1825
-nýlenduveldi: fullt í Afríku og Indókína
-þeir töpuðu styrjöldinni við Prússa (1870-71), mikið áfall
veikleiki Frakka: lítil fólksfjölgun út af barneignatakmörkun og missir kolanáma
Hver var Napoleon Bonaparte?
Hann var keisari Frakka jók orðstír þeira á alþjóðavettvangi. Tryggði Frökkum forystustöðu með því að styðja sameiningu Ítala og taka þátt í Krímstríðinu.
Stórveldastaða Ítalíu
Ítalir voru ekki í rauninni stórveldi, eftir sameiningu voru þeir samt álitnir.
Vantaði upp á: iðnvæðing, efnhagur, atvinnulíf
-þeir reyndu að fá nýlendur og efla flota sinn á Miðjarðarhafinu.
Stórveldastaða Rússlands
Rússar héldu áfram að þenja sig út.
Duttu aðeins aftur úr út af tapinu í Krímstríðinu.
Iðnbyltingin kom ekki fyrr en 1890, þá náðu þeir Vestur-Evrópu loksins.
-járnbrautalagning og herafl
Hvað var bændaánauðin?
stór sköddun í rússnesku samfélagi.
bændur voru neyddir að vinna á staðnum sem þeir fæddust, máttu ekki vinna annars staðar, hálfgert þrælahald.
Eftir að því var aflétt losaði um vinnuafl handa öðrum atvinnugreinum, ýtti undir borgaralega atvinnugrein.
Hver var Alexander keisari 2.?
Keisari Rússa, aflétti bændaánauðinni 1861
Stórveldastaða Þýskalands
Herstyrkur þeirra var rosalegur
-iðnvæðing gerist 1850
- Rínarlönd sameinast Prússlandi á Vínarfundinum
Um aldamótin 1900 var Þýskaland orðið annað mesta iðnveldi heims á eftir Bandaríkjunum.
Stórveldastaða Bandaríkjanna
koma fyrst undir lok 19. aldar (með stæl).
mesta iðnveldi heims.
- unnu stríð við Spánverja 1898
Hver var Theodore Roosevelt?
Forseti Bandaríkjanna 1901-1909.
-persónugerving bandarískrar heimsvaldastefnu
- tók við þegar William McKinley var myrtur
- yngsti maður til að taka við forsætiembætti Bandaríkjanna
Stórveldastaða Japans
aldamótin 1900
-sigra stríð við Kína 1894-95, lögðu undir sig Taiwan
-sigra rússneska-japanska stríðið 1904-05 sem vekur mikla athygli -> fyrsta sinn sem „lituð" þjóð vinnur „hvíta"
Hvað er heimsvaldastefnan?
Lenín sagði: heimsvaldastefnan er birtingarmynd kapítalismans á ákveðnu þróunarskeiði
- æðisgengið kapphlaup um nýlendur og áhrifasvæði (1870-1914)
hvað er kaupauðgisstefnan?
hagstefna þar sem áhersla var lögð á að auka útflutning lands m.a. með aðstoð ríkisvalds, en draga úr innflutningi.
- nýlendusöfnun
Hvernig hafði iðnvæðing áhrif á heimsvaldastefnuna?
Það urðu aukin þörf fyrir hráefni í hefðbundnum iðngreinum: baðmull, kol og járn
Nýrra iðngreina: gúmmí, olía og jurtafeiti.
aukið framboð málma: kopar, tin, mangan og nikkel
Lenín
Var leiðtogi bolsévika í Rússlandi. Var helsti arkítekt októberbyltingarinnar 1917 og leiðtogi Sovétríkjanna til dauðadags 1924.
Félagslegur darwinismi
Það að færa röl Darwins yfir á mannfólkið t.d. hvað varðar stöðu og samskipti þjóða, kynþátta og stétta
Hvaða sjálfstæðu ríki voru eftir í Afríku eftir Nýlendustefnuna?
Eþíópía og Líbería
hverjir voru aðdragandar fyrri heimstyrjaldarinnar?
10-15 árum fyrir stríðið varð andrúmsloftið milli stórveldanna verra
-nýlendukapphlaupið
-stríð rússa og japana
-marokkódeilur frakka og þjóðverja
-rússar ná balkanskaga „púðurtunnu evrópu"
- morðið á Franz Ferdinand
-stuðningsyfirlýsingar
-þýskaland ræðst inn í Belgíu
Hver var Franz Ferdinand?
Erkihertogi og ríkisarfi Austuríkis. Var drepinn 24. júní 1914 af bosnískum menntaskólanema
Hvað gekk Schlieffenáætlunin út á?
Þýskaland þurfti að heygja stríð á tvennum vígstöðum. Schlieffenáætlunin áttu að hjálpa þeim að gera það:
-ráðaðst á Frakka í gegnum Belgíu, norður og vestur fyrir París að sviss og taka Frakkland
-á meðan væri lágmarks herafl í Rússlandi
-taka síðan Rússland
Af hverju gekk Schlieffenáætlunin ekki upp?
Það voru tveir hlutir sem komu í veg fyrir það
- vörn Belga tafði framsókn Þjóðverja
- Rússar voru fljótari en búist var við, gerðu innrás í Austurríki-Ungverjaland sem þurfti að bregðast
-þetta gaf Frökkum tækifæri á gagnárás
Hvað hélt fólk að WW1 yrði langt stríð?
bara svona 6-8 vikur, allir héldu að þetta væri búið fyrir jól, en svo varð ekki
Hverjir voru Bandamenn?
Bretland, Frakkland, Rússland og Bandaríkin (1917)
(+ Ítalía, Belgía, Serbía, Rúmenía, Grikkland, Portúgal)
Ítalía var hálfgert keypt í stríð
hverjir voru Miðveldin?
Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland (+Tyrkland og Búlgaría seinna)
Hver var David Lloyd George?
Varð forsætisráðherra í þjóðstjórn og síðan oddviti Breta á Versalafundinum.
Hver var George Clemenceau?
Forsætisráðherra Frakka 1917. Hann var sá sem vildi sýna Þjóðverjum mesta hörku á Versalafundinum.
Hver var Paul von Hindenburg?
Yfirhershöfðingi Þýskalands í WW1. Forseti Weimanlýðveldisins til dauðadags 1934.
Hver var Woodrow Wilson?
Forseti Bandaríkjanna. Átti hugmynd að stofnum Þjóðabandalagsins og 14 stefnuatriða Wilsons.
Hvað leiðir til þess að Bandaríkin taka þátt í WW1?
Þjóðverjar sökkva bresku skipi Lúsitaníu og það voru margir Bandaríkjamenn á því. Þeir biðja Þjóðverja að hætta kafbátahernaði og Þjóðverjar samþykkja.
Síðan, 1. Febrúar 1917 lýsa Þjóðverjar yfir ótakmörkuðum kafbátahernaði sem er í rauninn stríðsyfirlýsing. Bandaríkin lýsa stríði á hendur Þjóðverja mánuði seinna.
Hvað er Febrúarbyltingin?
Keisara Rússlands Nikulás 2. var steypt af stóli 1917
- bráðabrigðastjórn (dúman stjórnin, mensévikar og þjóðbyltingarmenn) heldur áfram styrjöldinni.
-hún var ekki fyrirfram plönuð
Hvað er Októberbyltingin?
Stjórn Rússa fellur og bolsévikar taka við.
-semja vopnahlé við Þjóðverja
-friðarsamningur 1918
Hvenær var samið um vopnahlé? (WW1)
11. nóvember, kl 11. 1918
Versalasamningurinn
Í Janúar 1919 komu sigurvegarar stríðsins saman til fundar í Versölum. Sigruðu þjóðirnar fengu engan fulltrúa.
-þjóðverjar misstu hluta af meginlandi sínu til Póllands
-misstu allar nýlendur sínar
-Austurríki-Ungverjarland hvarf af sviðinu, mörg ný ríki mynduðust
-stofnskrá Þjóðabandalagsins var skrifuð inn í Versalasamninginn
-Bandaríkin neituðu að samþykkja Versalasamninginn
hver voru áhrif WW1 á Ísland?
-Mikil verðbólga
-flutningar yfir hafið voru stórhættulegir út af kafbátum
-hvorki velbátar né togarar komust úr landi
-mikið atvinnuleysi
-frakkar keyptu helming togara íslendinga 1917
-vísitala framfærslukostnað fór úr 100 í 320
Hvaða arferðir voru notaðar til að afla eldsneytis?
móttekja: meira safnað af mó (samanþjappaðar plöntuleyfar)
slæðing kola: veiðing kolaleyfa upp úr sjónum
brúnkol: finnst í jarðlögum víða
Hver er munurinn á vinsti og hægri flokkum?
vinstri vilja mestu breytingu í samfélaginu á meðan hægra fólk vill minnstu
Hvenær skall heimskreppan á?
Í október 1929
Hvaða skeið var á árunum 1923-29?
Það var mikið hagsældarskeið þar sem bandaríkin urðu að neysluþjóðfélagi og miðstéttin átti mikinn pening.
-þetta gerðist eftir WW1 því bandaríkin eignuðust mikinn pening vegna þess.
Hvers vegna kom heimskreppan?
Fólk keypti hlutabréf og ætlaði að selja þau seinna meir á hærra verði en það keypti þau. En hlutabréfin byrjuðu að falla í verði, það varð mjög mikið verðfall.
Hverjar voru afleiðingar heimskreppunnar?
margir urðu gjaldþrota sem bitnaði á bönkunum, mörg fyrirtæki þurftu að hætta starfsemi sinni sem leyddi að því að margir misstu vinnuna, kaupmáttur minnkaði
hvað voru Hoovervilles?
ómerkilegir kofar sem fólk henti saman og kallaði eftir þáverandi forseta
hvað gekk new deal út á?
New deal var leið Franklin D. Roosevelts Bandaríkjaforseta að koma þeim úr kreppunni. New deal fólst í því að auka ríkisafskiptun og koma fólki í vinnu til þess að auka kaupmátt og þar með eftirspurn eftir vörum. New deal jók mönnum bjartsýni og dró úr atvinnuleysi. Kreppunni slotaði samt ekki fyrr en WW2 skall á.
Hvað var atvinnubótavinna?
Atvinnubótavinna var tilraun Íslendinga að vinna á móti kreppunni með því að koma fólki í vinnu með því t.d. að leggja götur, skolpræsi eða annað þess háttar
Hvenær kom iðnbyltingin til Rússlands?
seint, 1890
Hvernig breyttist stéttaskipting Rússa?
Jarðeignaraðilinn lækkaði, borgarastéttin efldist, bændastéttin var aðalvinnustétt landsins. Kúlakkar voru vel stæðir bændur, miðlungsbændur voru fleiri en flestir voru þó smábændurnir.
Hverjar voru stjórnmálaaðstæður Rússa um 1900?
Árið 1898 stofnuðu marxistar sósíaldemókratískana verkamannaflokk. Árið 1903 klofnaði sá flokkur í bolsévika og mensévika.
Hver var Nikulás 2. ?
Hann var síðasti niðji Romanovættarinnar, steyptur af stóli í Febrúarbyltingunni 1917.
Hverjar voru ástæðurnar fyrir því að 1905 byltingin leystist úr læðingi?
4 orsakaþættir:
-ósigur rússa við Japana 1904-05
-óánægja með pólitíska kúgun og ófrelsi
-bág kjör verkalýðsins
-jafnæðishugur smábænda og sveitaöreiga
Hver var Leon Trotsky?
Hann gekk til liðs við bolsévika 1917. Hann var, á eftir Lenín helsti leiðtogi októberbyltingarinnar.
Af hverju var tvíveldi?
Því að byltingarmenn bolsévikar, mensévikar og þjóðbyltingarmenn (bændur) unnu allir saman í febrúarbyltingunni. eftir því sem leið á varð togstreita vegna ólíkra sjónarmiða.
Hvernig náðu bolsévikar völdum?
-þeir voru með skýra stefnu og einbeitt sjónarmið
-almenningur var orðinn mjög stríðsþreyttur og bolsévikar voru þeir einu kröfðust tafarlausar friðar
-þeir plönuðu valdatöku sína varlega
eftir hverju voru bolsévikar að vonast með valdatöku sinni?
heimsbyltingu.
þar sem rússland var fremur veikt kapítalískt ríki gæti byltingin byrjað þar og haldið síðan áfram til þróaðri ríkja
Hvað er Komintern?
Alþjóðasamband kommúnista sem var stofnað 1919. Því var ætlað að vera herforingjaráð komandi heimsbyltingar.
Hvað var það fyrsta sem bolsévikar gerðu eftir valdatöku sína?
Þeir komu Rússlandi úr stríðinu.
-svo gáfu þeir bændum land, lögfestu 8 stunda vinnudag og algert jafnrétti kvenna og karla.
Hver var Jósep Stalín?
Hann var ráðherra þjóðernismála í fyrstu stjórn Sovétríkjanna. Hann tók árið 1922 við nýstofnuðu starfi aðalritara (eins konar framkvæmdarstjóri) kommúnistaflokksins. Hann náði æðstu völdum í flokki og ríki og hélt þeirri stöðu til dauðadags 1953. Hann hafði meiri áhrif en nokkur annar á mótun sovésk samfélags og heimshreyfingu kommúnista.
Hverjir voru hvítliðar?
andstæðingar bolsévika, einkum aðalsmenn, foringjar úr keisarahernum, frjálslyndir borgarar, mensévikar og þjóðbyltingarmenn.
þeir nutu stuðnings breta, frakka, bandaríkjamanna og japana.
hvers vegna unnu rauðliðar hvítliða?
-hvítliðar samhæfðu ekki aðgerðir sínar, gaf bolsévikum tækifæri að berjast við þá einn í einu
-baráttuþrek erlendu innrásarliðanna var oft takmarkað
-það var andúð gegn stríðsrekstri meðal andstæðings heimafyrir
-bændur studdu bolsévika (og þeir voru margir)
Hvað er stríðskommúnismi?
Stefna sem bolsévikar ætluðu ekki að nýta sér en hún fólst í því að sjá rauða hernum fyrir vopnum, aleflingu ríkisafskipta og gera korn upptækt hjá bændum
hvenær öðlast Stalín óskoruð völd?
1928
Hvað var fimm ára áætlunin?
leið Stalíns til þess að iðnvæða Rússland
-samyrkjubúskapur í landbúnaði
-urðu annað mesta iðnríki heims
-uku hernaðarmátt sinn eftir valdatöku Hitlers
Hvað er fasismi?
fasismi er samheiti yfir ýmsar stjórnmálahreyfingar yst á hægri væng stjórnmála
hvað er nasismi?
nasismi er eitt tilbrigði fasismanns
Hver var fyrsti fasistaflokkurinn?
Hann var stofnaður á Ítalíu árið 1919 af Benito Mússolini
Hvaða öld tilheyrir fasisminn?
20. öldinni
á milli ww1 og ww2 urðu til fasistaflokkar í nær öllum Evrópuríkjum
Hvað einkennir fasismann?
-þjóðernishyggja
-andkommúnismi
-óskorið foringjavald
Hver var Benito Mússolini?
(1883-1945)
Stofnandi ítalska fasistaflokksins
- flokkurinn var ekki kosinn
- Viktor Emmanúel 3. konungur gerði hann að forsætisráðherra 1922 til að forðast það að hann gerði valdaránstilraun
Hvað eru svartstakkar?
Baráttusveitir fasista. Svarstakkar voru seinasta vörn stjórnvalda gegn byltingu kommúnista og sósíalista.
Hvernig voru aðstæðurnar í Ítalíu eftir ww1?
Efnahagur landsins var veikur, mikið atvinnuleysi, stjórnmálalífið óstöðugt og stjórnvöld höfðu engin tök á vandanum.
-þess vegna fannst mörgum fasisminn góð hugmynd
Hvernig veiktu fasistar andstæðinga sína?
með allskonar ógnaraðgerðum
-kveiktu í skrifstofum sósíalista og kommúnista
-réðust á skrifstofur verkalýðsfélaga
-eyðilögðu prenntsmiðjur
Þeir námu pólitíska andstæðinga sína á brott, misþyrmdu og drápu
Af hverju gerði konungur Ítala Mússolini að forsætisráðherra?
Því að Mússolini ætlaði að fremja valdaránstilraun og hann treysti ekki að lögreglan myndi gera eitthvað í því
hvenær náðu fasistar völdum á Ítalíu?
árið 1925 fengu þeir alræði
þetta gerðist því þeir boluðu samstarfsmönnum sínum út úr ríkisstjórninni
Weimarlýðveldið
Var stofnað í Þýskalandi eftir ww1
-varð til vegna ósigurs Þjóðverja
-mjög frjálslegt og lýðræðislegt
-þurfti að berjast gegn byltingum frá vinstri og valdaránstilraunum frá hægri
Adolf Hitler
Austurríkismaður, var sjálfboðaliði í þýska hernum á vesturvígstöðvum í ww1, fékk járnkrossinn fyrir. Skráði sig í þýska verkamannaflokkinn sem 1920 varð að Nasistaflokkinum.
Bjórkjallarauppreisnin
Misheppnuð valdaránstilraun Hitlers í München 1923. Við réttarhöldin notaði hann vitnastúkuna sína til að flytja áróðursræðu. Hann var dæmdur í 5 ára fangelsi en þurfti bara að sitja inni í stofufangelsi í 9 mánuði. Hann skrifaði Mein Kampf.
Hver er hugmyndafræði nasisma?
-þjóðernissinnar, þjóðhroki. "réttur til að drottna yfir öðrum ríkjum"
-foryngjadýrkun
-andkommúnismi, hatur á marxisma og sósíalisma
-kynþáttahyggja, gyðingahatur (ólíkt ítalsks fasisma)
-afneitun lýðræðis
-heildarhyggja, einstaklingurinn er einskis virði
-ríkisdýrkun
-félagslegur darwinismi
-andkapítalískur strengur í áróðri
-afneitun skynsemi og rökhyggju
-fordæmd nútímastefna í bókmenntum og listum
Áhrif kreppunnar á Þjóðverja...
kreppan bitnaði afar hart á Þjóðverjum. Þeir höfðu stuðst mikið við lánsfjár frá Bandaríkjunum.
-aðstæðurnar sem kreppan myndaði sköpuðu nasistum kjörlendi fyrir áróður
Hvenær verður Hitler forsætisráðherra?
30. janúar 1933. Á innan við hálfu ári seinna voru nasistar búnir að banna frjáls verkalýðssamtök og aðra stjórnmálaflokka. Þeir hófust handa um að móta þjóðfélagið í sína mynd.
Nümberglögin
Lögin voru samþykkt haustið 1935. Samkvæmt þeim voru gyðingar sviptir borgaralegum réttindum og þeim gert skyllt að bera skilríki með sérstökum stimpli. Það var einnig lagt blátt bann á kynferðislegt samneyti eða hjúskap gyðinga og aríska Þjóðverja.
Kristalsnóttin
10. nóvember 1938 þegar gyðingaofsóknir náðu mestu hámarki. Þá var eldur lagður að fjölmörgum samkunduhúsum gyðinga og ráðist á um 7000 verslanir og fyrirtæki í þeirra eigu. Um 100 manns létu lífið og 20.000 gyðingar voru hnepptir í fangabúðir.
-það voru glerbrot út um öll stræti (nafnið)
Hvað átti mestan þátt í að Japanar réðust í að hernema Mansjúríu og hvaða afleiðingar hafði sú aðgerð á alþjóðavettvangi?
Heimskreppan átti mestan þátt. Hernámið gerði það að verkum að önnur ríki lokuðu marköðum sínum á þeim. Japanir sögðu sig einnig úr Þjóðabandalaginu.
Hver var aðferðarfræði Hitler's í utanríkismálum?
Hún fólst í því að hræða menn og róa þá niður á víxl, semsagt segja að gera eitthvað sem setti allt í uppnám og róa fólk síðan niður með friðarhjali.
Gerðu stuttlega grein fyrir hugleiðingum Hitlers um utanríkismál í Mein Kampf
Hann gagnrýndi ráðamenn keisaradæmisins fyrir hve mikla áherslu þeir lögðu á nýlendustefnu en líka það að hafa komist í þá stöðu að þurfa að berjast á tvennum vígstöðvum.
Hver voru rök Hitlers fyrir úrsögn Þjóðverja úr Þjóðabandalaginu?
Rök hans voru að Þjóðverjar hefðu ekkert að gera í samtökum þar sem þeir sætu ekki við sama borð og aðrir.
Um hvað snerust kosningarnar í Saarhéraðinu í ársbyrjun 1935 og hver var niðurstaða þeirra?
Þær snerust um að íbúar héraðsisn fengu að kjósa um framtíð sína.
-sameinast frakklandi
-sameinast þýskalandi
-vera undir stjórn Þjóðabandalagsins
90% kusu Þýskaland
Gerðu grein fyrir inntaki flotasamnings Breta og Þjóðverja frá árinu 1935 og ólíkum túlkunum á honum.
Þjóðverjar máttu einungis eiga 35% af flotastyrki Breta. Hægt er að túlka þetta sem hindrun á vígbúnaði Þjóðverja en málið var bara að á þeim tíma áttu Þjóðverjar enga flota.