1/32
Looks like no tags are added yet.
Name | Mastery | Learn | Test | Matching | Spaced |
---|
No study sessions yet.
Saga og þróun velferðartækni
Upphaf hugtaksins
Hugtakið "velferðartækni" kom fyrst fram á Norðurlöndum á síðari hluta 20. aldar en tók ekki á sig núverandi merkingu fyrr en á fyrstu árum 21. aldar.
Þróun hugtaksins
Upphaflega var hugtakið tengt notkun tæknilausna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, með áherslu á hjálpartæki fyrir aldraða og fatlaða.
Nútímaþróun
Með aukinni stafrænni umbreytingu og þróun á snjalltækni hefur velferðartækni þróast yfir í víðara hugtak sem felur í sér stafrænar lausnir, gervigreind, skynjaratækni og fjarheilbrigðisþjónustu
Saga og þróun velferðartækni
Finnland var leiðandi í að innleiða fjarheilbrigðislausnir og þróa stafræna innviði í heilbrigðiskerfinu.
Danmörk var meðal fyrstu landanna til að prófa velferðartækni sem hugtak og samþætta hana sem hluta af hagkvæmni- og stefnumótunarverkefnum í sveitarfélögum
Síðastliðin 10 ár hafa hins vegar Noregur og Svíþjóð dregið hratt á eftir og í mörgum tilvikum tekið forystu í umfangsmikilli innleiðingu velferðartækni á sveitarstjórnarstigi. Sérstaklega hefur Noregur skarað fram úr með Norway Health Tech
Svíþjóð hefur á síðustu árum þróað markvisst mælikerfi og samræmdar úttektir á árangri 3 m.a. með árlegum skýrslum Socialstyrelsen frá 2014 til dagsins í dag
Saga og þróun velferðartækni - Ísland
Hæg þróun
Á Íslandi hefur þróun velferðartækni verið nokkuð hæg í samanburði við önnur Norðurlönd en hefur aukist á síðustu árum.
Fjarheilbrigðisþjónusta
Innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu, snjalllausna fyrir heimahjúkrun og öryggiskerfa fyrir aldraða hefur orðið algengari.
Opinber stuðningur
Með stuðningi frá opinberum stofnunum og sveitarfélögum.
Framtíðar-markmið
Stefnt er að því að auka notkun velferðartækni til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og bæta lífsgæði notenda
Stefnumótun og lagaumhverfi
Gott að eldast 3 Aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks 2023-2026
Leggur áherslu á að nota velferðartækni til að styðja sjálfstæði eldra fólks, bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og draga úr einangrun. Í þessari áætlun er sérstaklega horft til stafrænnar þjónustu, öryggiskerfa og snjalllausna sem stuðla að betri umönnun og sjálfstæði.
Heilbrigðisstefna til 2030
Miðar að því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins, auka skilvirkni og bæta heilsufarslegan ávinning notenda. Fjarheilbrigðisþjónusta, skynjaratækni og gervigreind eru meðal þeirra lausna sem eru í forgrunni.
Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 - 2027
Í skýrslunni eru settar fram fjölbreyttar og metnaðarfullar áherslur varðandi velferðartækni fyrir fatlað fólk. Hún byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og felur í sér 60 aðgerðir, margar þeirra beinlínis eða óbeint tengdar velferðartækni
Stefnumótun og lagaumhverfi
Lagaumhverfi og fjármögnun
Regluverk um velferðartækni er enn að þróast en mikil áhersla er á persónuvernd (GDPR), siðferðileg álitamál og réttindi notenda.
Fjármagn
Þrátt fyrir aukna áherslu á innleiðingu tækni í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hefur skortur á fjármagni verið stór hindrun á síðustu árum.
Takmarkanir
Sveitarfélög og stofnanir hafa oft þurft að takmarka innleiðingu tæknilausna vegna ófullnægjandi fjármögnunar, sem hefur haft áhrif á aðgengi og þróun velferðartækni í opinberri þjónustu.
Fjármögnunarkerfi
Styrkja- og fjármögnunarkerfi eru í stöðugri þróun, en skortur á samræmdri stefnumótun og langtímafjármögnun hefur skapað áskoranir í framkvæmd.
Verkefnafjármögnun
Þrátt fyrir þetta hafa einstök verkefni verið fjármögnuð í gegnum evrópska styrki og innlenda þróunarsjóði, sem hafa veitt mikilvægt svigrúm til tilrauna með nýjar tæknilausnir
Fjarheilbrigðisþjónusta
Skilgreining af vef Embætti Landlæknis
Með fjarheilbrigðisþjónusta er átt við það þegar upplýsinga- og fjarskiptatækni er notuð til að veita heilbrigðisþjónustu án þess að sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður séu á sama stað.
Fjarheilbrigðisþjónusta er ört vaxandi hluti almennrar heilbrigðisþjónustu, bæði hér á landi og víðar.
Tækifærin sem fólgin eru í fjarheilbrigðisþjónusta eru mikil og fjölþætt en í grunninn má segja að hún færi heilbrigðiskerfið nær sjúklingnum.
Þetta getur sparað heilbrigðiskerfinu og sjúklingnum kostnað og tíma, ásamt því að minnka álag á heilbrigðisstofnunum.
Dæmi um lausnir
Fjarheilbrigðisþjónusta
Fjarheilbrigðisþjónusta felur í sér að fylgjast með heilsufarslegum þáttum skjólstæðinga í rauntíma án þess að þeir þurfi að mæta á heilbrigðisstofnun. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir einstaklinga með langvinna sjúkdóma sem þurfa reglulegt eftirlit.
Skjáheimsóknir
Skjáheimsóknir eru þjónusta sem Reykjavíkurborg býður upp á þar sem myndsímtöl eru notuð til að veita heimaþjónustu.
Lyfjaskammtarar
Lyfjaskammtararnir virka með þeim hætti að lyfjarúllur eru settar í þá og rúllan skönnuð inn í tækið. Með því fær lyfjaskammtarinn upplýsingar um tímasetningu lyfjatöku, hvaða lyf eru í hverjum poka og tryggir að réttur einstaklingur fái rétt lyf, á réttum tíma.
Tengsl við öldrun
Velferðartækni hefur öðlast sífellt meira vægi í þjónustu við aldraða, þar sem samfélög glíma við ört breytilega aldurssamsetningu og aukna eftirspurn eftir einstaklingsmiðaðri, skilvirkri þjónustu.
Tæknin gegnir lykilhlutverki í að styðja sjálfstæði, efla félagslegt öryggi og veita sérsniðna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum notenda.
Þróunin á Norðurlöndum sýnir að hnitmiðuð og markviss notkun velferðartækni getur skilað bæði samfélagslegum og fjárhagslegum ávinningi 3 en einnig að áskoranir á borð við samhæfingu, fjármögnun og stefnumótun þurfa að vera meðhöndlaðar markvisst til að tryggja árangursríka innleiðingu og notkun.
Tengsl við öldrun
Sjálfstætt líf eldri borgara
Notkun snjalltækni sem eykur sjálfstæði aldraðra og dregur úr þörf fyrir hefðbundna hjúkrun.
Félagslegt öryggi og einangrun
Þróun stafrænnar samskiptatækni sem hjálpar eldra fólki að halda tengslum við fjölskyldu og samfélag.
Sérsniðin þjónusta með notendamiðaðri nálgun
Öldrunartækni er í auknum mæli sniðin að einstaklingsbundnum þörfum, meðal annars með sérsniðnum lyfjagjafakerfum og snjallþjónustu fyrir daglegt líf
Áskoranir í velferðartækni
Samþætting
Samþætting velferðartækni í opinbera þjónustu
Fjármögnun
Tryggja nægilegt fjármagn fyrir innleiðingu
Stefnumótun
Samræmd stefnumótun fyrir velferðartækni
Innleiðing og eftirfylgni
Tækni valinn eftir framboði frekar enn þörfum
Skýrsla: E-hälsa och välfärdsteknik i kommunerna 2023-2024
Skýrslan gefin út af Socialstyrelsen í Svíþjóð veitir árlega heildstæða stöðumynd af stafrænum lausnum og velferðartækni í sveitarfélögum. Hún byggir á svörum frá 285 sveitarfélögum og greinir þróun frá fyrri árum, árangur, áskoranir og framtíðarhorfur.
Helstu efni skýrslunnar:
Innleiðing og notkun tæknilausna:
Mikil aukning á notkun lyfjaskammtara, fjarvöktunarlausna og GPS-búnaðar.
Þessar lausnir eru taldar hafa mestan fjárhagslegan og félagslegan ávinning.
Þarfagreining og notendamiðuð þróun:
Skýrslan gagnrýnir að kerfisbundin þarfagreining vanti oft, og að lausnir séu stundum innleiddar án nægrar samráðs við notendur.
Eftirfylgni og árangursmat:
Mörg sveitarfélög meta ekki reglulega áhrif tæknilausna á lífsgæði eða kostnað.
Skortur á sameiginlegum mælikvörðum og verkfærum til að styðja við eftirfylgni.
Stefnumótun og stuðningskerfi:
Sveitarfélög kalla eftir meiri leiðsögn frá ríkinu, samræmdum viðmiðum og styrktum stuðningsnetum
Niðurstöður
Ófullnægjandi þarfagreining
Margir viðmælendur í sveitarfélögum segja að vanti kerfisbundna nálgun til að greina raunverulegar þarfir notenda áður en ný tæknilausn er innleidd.
Tæknin er stundum valin út frá framboði frekar en notendaþörfum, sem leiðir til lakari samþykkis og nýtingar.
Ósamræmd innleiðing
Sveitarfélög nálgast velferðartækni á mjög mismunandi hátt.
Skortur er á samræmdum aðferðum, miðlægum leiðbeiningum eða þjálfun.
Þetta leiðir til þess að sum sveitarfélög fá miklu meiri ávinning en önnur, jafnvel með sömu tækni.
Lítil eftirfylgni og gagnasöfnun
Í mörgum tilfellum eru áhrif innleiðingar ekki metin reglulega eða skipulega.
Skortur á mælikvörðum fyrir lífsgæði og fjárhagslegan sparnað dregur úr getu til að réttlæta áframhaldandi fjárfestingu.
Ekki nægilega góð eftirfylgni með viðhaldi og notkun tækja.
Skortur á viðhaldi og áframhaldandi þjónustu
Eftir innleiðingu eru ekki alltaf til staðar skýrar verkferlar fyrir:
Viðhald tækja
Þjálfun nýrra notenda eða starfsfólks
Samráð við notendur um áframhaldandi þróun
Lærdómur fyrir Ísland
Hvað getum við lært af vinum okkar Svíum?
Skýr, gagnadrifin stefnumótun og kerfisbundin eftirfylgni eru lykilatriði.
Nauðsynlegt er að fjárfesta í notendamiðaðri hönnun, mati á áhrifum og langtíma sjálfbærni.
Nýta má norræn dæmi og reynslu (t.d. Östersund og Linköping) til að forgangsraða tæknilausnum sem skila bæði sparnaði og bættri þjónustu.
Östersund - Myndavélalausnir fyrir nætureftirlit (kamera för nattillsyn)
Verkefni:
Östersund hefur innleitt fjarvöktun með myndavélum fyrir aldraða í heimahúsum og á hjúkrunarheimilum í stað hefðbundinna næturheimsókna.
Ávinningur:
1,5 milljón SEK sparnaður á ári við að draga úr ferðatíma og mannafla næturvakta.
Notendur sögðust upplifa meiri frið og öryggi, þar sem ekki er truflað með heimsóknum.
Aðstandendur höfðu meira traust til þjónustunnar.
Skýr valmöguleiki notenda að samþykkja eða hafna eftirlitinu.
Linköping - Kerfisbundin samþætting og eftirfylgni
Verkefni:
Linköping hefur þróað kerfisbundið verklag fyrir innleiðingu velferðartækni, þar sem áhersla er á notendaþarfir, gagnasöfnun og stöðugt mat.
Helstu lausnir sem innleiddar voru:
Lyfjaskammtarar (Dosdispenserare)
GPS-öryggishnappar fyrir fólk með minnisskerðingu
Snjallskynjarar til að greina hreyfingar eða fall
Framkvæmdaraðferð:
Notaðir eru mælikvarðar fyrir lífsgæði og þjónustunotkun (t.d. fjöldi heimsókna, tími sparaður).
Regluleg notendakannanir, viðbragðskerfi ef tæki virka ekki og sveigjanleiki í lausnavali.
Ávinningur:
Aukið sjálfstæði notenda og markvissari þjónusta.
Samhæfð stjórnun á sviði tæknilausna innan velferðarþjónustu.
Stöðugt lærdómsferli, þar sem árangur er skráður og endurmetinn.
Hvernig skilgreinum við velferðartækni, og hver er áhrif hennar á öldrunarsamfélagið?
Velferðartækni er skilgreind sem hvers kyns tækni sem styður við lífsgæði, öryggi, sjálfræði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu, sérstaklega þeirra sem þurfa á velferðar- og heilbrigðisþjónustu að halda.
Hún nær yfir margvíslegar lausnir, allt frá einföldum hjálpartækjum til flókinna snjallkerfa, sem nýtast í heimaþjónustu, hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum.
Áhrif velferðartækni á öldrunarsamfélagið
Aukið sjálfstæði aldraðra
Tæki eins og neyðarhnappar, snjallskynjarar og sjálfvirk lyfjagjöf gera fólki kleift að búa lengur heima við öryggi og með minni aðstoð.
Bætt aðgengi að þjónustu
Með fjarheilbrigðisþjónustu (telehealth) geta aldraðir fengið læknisráðgjöf og eftirlit án þess að þurfa að ferðast.
Þetta skiptir sérstaklega máli fyrir fólk í dreifbýli eða með skerta hreyfigetu.
Félagsleg þátttaka og tengsl
Stafræn tæki og samskiptalausnir (t.d. myndsímtöl, spjaldtölvur með einföldum viðmótum) draga úr félagslegri einangrun aldraðra.
Áskoranir velferðartækni
Aðgengi
Velferðartækni getur þó líka haft áskoranir í för með sér, svo sem skort á aðgengi. Ekki allir hafa jafnan aðgang að tækni eða búnaði sem þarf til að nýta velferðartæknilausnir.
Tæknilæsi
Skortur á tæknilæsi getur verið hindrun, sérstaklega fyrir eldri kynslóðir sem hafa ekki alist upp með stafrænni tækni og geta átt erfitt með að tileinka sér nýjar lausnir.
Fjármagn
Fjármagn getur verið takmarkandi þáttur, bæði fyrir einstaklinga og stofnanir sem vilja innleiða velferðartækni.
Siðferðilegir þættir
Einnig þarf að huga að siðferðilegum þáttum, svo sem persónuvernd og sjálfræði notenda þegar kemur að söfnun og notkun persónuupplýsinga
Félagslegir þættir og valdefling
Uppfyllir raunverulegar þarfir
Hún tryggir að velferðartæknin uppfylli raunverulegar þarfir notenda með því að byggja á beinni þátttöku þeirra í hönnun, þróun og innleiðingu tæknilausna.
Dregur úr hættu á ónothæfum lausnum
Hún dregur úr hættu á því að tæknilausnir verði ónothæfar eða óhagkvæmar, því notendur taka þátt í notendaprófunum og veita markvissa endurgjöf sem leiðir til bættrar aðlögunar og virkni.
Stuðlar að valdeflingu
Hún stuðlar að valdeflingu notenda og eykur sjálfstæði þeirra í daglegu lífi með því að veita þeim tæki til að hafa betri stjórn á aðstæðum sínum, hvort sem það snýst um heilsufarsupplýsingar, samskipti eða daglega umönnun.
Tryggir árangursríka innleiðingu
Hún tryggir að innleiðing tæknilausna í velferðarþjónustu sé árangursrík og sjálfbær þar sem lausnir eru þróaðar í samræmi við raunverulega notkun og aðstæður þeirra sem nýta þjónustuna
Notendamiðuð nálgun
Ávinningur notendamiðaðrar nálgunar er fjölbreyttur
Með því að fylgja notendamiðaðri nálgun er hægt að þróa tækni sem eykur lífsgæði, bætir þjónustu og gerir notendum kleift að lifa sjálfstæðara og öruggara lífi.
Nýlegar rannsóknir á Norðurlöndum hafa sýnt að notendamiðuð nálgun eykur samþykki notenda á velferðartækni og eflir lífsgæði þeirra
Lausnir
MemoPlanner og CARY Base
MemoPlanner og CARY Base eru hjálpartæki frá Abilia sem eru niðurgreidd í Noregi vegna þess að þau eru viðurkennd sem nauðsynleg hjálpartæki fyrir einstaklinga með skerta hugræna getu, sérstaklega í tengslum við tímaskynjun og skipulag daglegra athafna.
Þessi tæki eru skráð í hjálpartækjagagnagrunn Noregs (Hjelpemiddeldatabasen) og eru þar með aðgengileg í gegnum opinbera heilbrigðisþjónustu.
CARY Base er rafrænt dagatal sem veitir notendum skýra yfirsýn yfir dagsetningu, tíma og tíma dagsins (morgunn, dagur, kvöld, nótt).
MEMO Planner er skipulags- og minnisdagatal sem er notendavænt og aðgengilegt fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga. Búnaðurinn gefur góða yfirsýn yfir viðburði dagsins.
Valdefling og sjálfræði einstaklinga í velferðartækni
Valdefling (e. empowerment)
Valdefling felur í sér að einstaklingar hafi raunverulegt val, getu og aðgang til að taka upplýstar ákvarðanir.
Sjálfræði (e. autonomy)
Sjálfræði tryggir frelsi þeirra til að stýra eigin lífi innan þess kerfis sem tæknin er hluti af.
Hvað felst í valdeflingu?
Samkvæmt WHO (2023) er valdefling einn af lykilþáttum til að efla heilsu, lífsgæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. Í samhengi við velferðartækni þýðir það að:
Tæki og stuðningur
Að notendur hafi tæki og stuðning til að fylgjast með eigin heilsu og vellíðan (t.d. heilsumælar, dagatöl, snjallúr).
Valmöguleikar
Að þeir geti valið hvernig, hvenær og hvar þjónusta fer fram (t.d. fjarviðtöl, raddstýring).
Virk þátttaka
Að þjónustan sé hönnuð með notandanum sem virkum þátttakanda 3 ekki aðeins sem þiggjanda þjónustu.
Hvað felst í sjálfræði?
Sjálfræði í velferðartækni snýst um að tæknin styðji einstaklinga til að lifa sjálfstæðu lífi, án óþarfa íhlutunar. Þetta felur í sér:
Réttur til að hafna
Að tryggja að notendur geti hafnað eða samþykkt notkun tækja.
Gagnavernd
Að notendur stjórni því hvaða gögn eru skráð, hvernig þau eru notuð og hver hefur aðgang að þeim (samkvæmt GDPR)
Tovertafel
Nýstárleg lausn fyrir umönnun heilabilaðra og einstaklinga með þroskahömlun
Tovertafel, sem þýðir “galdraborð" á íslensku, er nýstárlegt tæki sem styður við umönnun einstaklinga með heilabilun og þroskahömlun
Það notar gagnvirkar ljósasýningar og spil til að örva hreyfingu, félagsleg samskipti og hugræna færni hjá þessum hópum í umönnunarumhverfi.
Jafnréttismál og aðgengi
Forsenda valdeflingar
Jafnrétti og aðgengi eru forsenda þess að velferðartækni geti valdeflt einstaklinga á siðferðilegan hátt og án mismununar.
Víðtækt aðgengi
Aðgengi felur ekki aðeins í sér líkamlega eða stafræna aðkomu að tækni, heldur einnig að hún sé fjárhagslega aðgengileg, menningarbundin og einstaklingssniðin.
Jafnrétti í tækni
Jafnrétti í velferðartækni þýðir að allir hafi sömu tækifæri til að nýta sér tæknilausnir óháð bakgrunni, getu eða aðstæðum
Þættir jafnréttis í velferðartækni
Til að tryggja jafnrétti þurfa velferðartæknilausnir að taka mið af:
Tæknilæsi og hæfni
Tæknilæsi og hæfni notenda (t.d. eldra fólk eða fólk með fötlun).
Fjárhagslegar aðstæður
Fjárhagslegum aðstæðum einstaklinga og heimila.
Landfræðileg staðsetning
Landfræðilegri staðsetningu og tengingu við fjarheilbrigðislausnir (sbr. dreifbýli).
Menningarlegur fjölbreytileiki
Menningarlegum fjölbreytileika og tungumálum
Careware - betra aðgengi að velferðartækni
CareWare er danskt framtak sem miðar að því að efla nýsköpun og þróun á sviði velferðartækni.
Með því að skapa vettvang fyrir samvinnu, miðlun þekkingar og kynningu á nýjum lausnum, stuðlar CareWare að aukinni notkun velferðartækni og bætir þannig aðgengi og jafnræði í samfélaginu.
Helstu leiðir sem CareWare notar til að ná þessum markmiðum eru:
Ráðstefnur og viðburðir: CareWare skipuleggur reglulega ráðstefnur, sýningar og vinnustofur þar sem nýjustu tæknilausnir í velferðarþjónustu eru kynntar. Þessir viðburðir þjóna sem vettvangur fyrir fagfólk, fyrirtæki og notendur til að deila reynslu og þekkingu, sem stuðlar að hraðari innleiðingu nýjunga.
Samstarfsvettvangur: Með því að tengja saman hagsmunaaðila úr ólíkum greinum, svo sem heilbrigðisþjónustu, tækniiðnaði og menntastofnunum, hvetur CareWare til þverfaglegrar samvinnu. Þetta stuðlar að þróun lausna sem taka mið af raunverulegum þörfum notenda og bæta þannig aðgengi að þjónustu.
Kynning á nýjungum: CareWare leggur áherslu á að kynna nýjar og frumlegar lausnir sem geta bætt lífsgæði notenda og aukið skilvirkni í velferðarþjónustu. Með því að varpa ljósi á árangursríkar lausnir hvetur CareWare til frekari þróunar og innleiðingar slíkra tækni.
Vettvangur fyrir nýsköpun, samvinnu og miðlun þekkingar á sviði velferðartækni
Með þessum aðgerðum stuðlar CareWare að:
Aukinni meðvitund og þekkingu á möguleikum velferðartækni meðal fagfólks og almennings.
Bættri þjónustu fyrir notendur með sérþarfir, sem leiðir til aukins sjálfstæðis og betri lífsgæða.
Jafnari aðgangi að nýjustu tækni og lausnum, óháð búsetu eða félagslegum aðstæðum, sem styrkir jafnræði í samfélaginu.
Hlutverk félagsvísinda við innleiðingu velferðartækni
Lykilhlutverk
Félagsvísindi gegna lykilhlutverki í að meta og móta hvernig velferðartækni hefur áhrif á samfélagið, siðferðileg gildi og félagslega þátttöku.
Mat á áhrifum
Í innleiðingarferli tækni þurfa félagsfræðingar og aðrir fræðimenn að meta:
Hverjir hafa aðgang að tækni og hverjir standa utan kerfisins.
Hvaða breytingar verða á valdatengslum, ábyrgð og sjálfræði notenda.
Hvernig tæknin getur ýtt undir eða dregið úr félagslegri einangrun.
Sjálfbærni, siðfræði og langtímaáhrif
Sjálfbær þróun velferðartækni snýst um að lausnirnar séu hagkvæmar, samfélagslega ábyrgðarfullar og vistvænar til langs tíma litið.
Þetta felur í sér að tækni sé þróuð með langtímagildi, endurnýtanleika, lágmarks orkunotkun og aðgengi fyrir alla notendahópa.
Í nýlegri skýrslu frá Nordregio (2022) kemur fram að sveitarfélög á Norðurlöndum sem byggja á sjálfbærri tækni sjá lægri kostnað, meiri þjónustustöðugleika og betri aðlögun við samfélagsbreytingar.
Siðfræðileg álitamál: persónuvernd og öryggi
Persónuvernd
Notkun velferðartækni krefst strangrar siðferðilegrar greiningar, sérstaklega hvað varðar meðferð á viðkvæmum persónugögnum.
Reglugerðir
Í reglugerð Evrópusambandsins um gervigreind (AI Act 2023) og GDPR kemur fram að öll gagnasöfnun og -úrvinnsla í tengslum við velferðartækni þarf að vera gagnsæ, með upplýstu samþykki notenda og öflugum öryggisráðstöfunum.
Rannsóknir
Rannsóknir sýna að treysta verður því að tækni ógni hvorki mannréttindum né sjálfræði notenda.
Langtímaáhrif tækninnar á félagslega þjónustu
Kostir
Dregur úr kostnaði
Minnkar álag á starfsfólk
Eykur sjálfstæði notenda
Bætir öryggi eldra fólks
Áskoranir
Skapar nýjar áskoranir varðandi tengsl notenda við þjónustuna
Hætta á félagslegri einangrun ef tæknin kemur í stað mannlegra samskipta