1/9
Copy-paste frá Jöru<3
Name | Mastery | Learn | Test | Matching | Spaced |
---|
No study sessions yet.
Lýsing
Þroskahömlun er röskun sem birtist í skerðingu á vitsmunalegum þroska og aðlögunarhæfni, bæði á hugtaka-, félagslegu og praktísku sviði, eftirfarandi skilmerkjum þarf að vera náð:
Greiningarskilyrði A
Skert vitsmunaleg geta, s.s. í rökfærslu, vandamálalausn, skipulagningu, abstract hugsun, dómgreind og námi bæði í skóla og af reynslu, sem er staðfest bæði með klínísku mati og einstaklingsfyrirlögn á stöðluðu greindarprófi (IQ u.þ.b. undir 70)
Í kríteríu A er gert ráð fyrir notkun öryggisbila við greindarmat:
+/- 5 IQ stig: IQ frá 65-75 viðmiðunarmörk
Greiningarskilyrði B
Skert aðlögunarfærni sem stuðlar að því að einstaklingur nær ekki að mæta aldurssvarandi viðmiðum/stöðlum í tengslum við persónulegt sjálfstæði og félagslega ábyrgð.
Án stuðnings takmarkar þessi skerðing færni einstaklings í einni eða fleiri athöfnum í daglegu lífi, s.s. samskiptum, félagslegri þátttöku og sjálfstæði, í fjölbreyttu umhverfi s.s. heima, í skóla, vinnu og samfélaginu.
Greiningarskilyrði C
Upphaf vitsmuna- og aðlögunarskerðingar er á þroskaskeiði einstaklings (fyrir 18 ára, skerðing er til staðar í bernsku og á unglingsárunum)
Tilgreina
Tilgreina þarf alvarleika á grunni aðlögunarvirkni (ekki IQ) þar sem hún gefur til kynna hversu mikinn stuðning einstaklingur þarf (tafla 1). Í praktík er yfirleitt miðað við hærri töluna!
Væg
80-90%
Kemur oft ekki í ljós fyrr en fólk fer í skóla
Ekki hægt að greina útlitslega frá öðru fólki
Oft getur fólk lifað frekar venjulegu lífi
IQ=50-55 til u.þ.b. 70
Miðlungs
Meiri skerðing á aðlögunarhegðun og hugrænni færni
Líklegra að það komi í ljós á leikskólaárunum
Líklegra að skýringin sé líffræðileg
Oft meiri skerðing á málfærni en í vægri, líklegri til að þurfa stuðning á fullorðinsárunum
IQ=35-40 til 50-55
Alvarleg
Mjög líklega einhver líffræðileg skýring
50% þeirra ca. eru með einhvern erfðagalla eða eitthvað meðfætt
Önnur 19% er hægt að útskýrfa með einhverskonar heilakvilla, súrefnisskorti, líkamlegu trauma eða sýkingu sem gerist perinatally eða snemma á þroskaskeiði
Þurfa oft mikinn stuðning, oft er einnig eitthvað líkamlegt að
Geta samt oft tjáð sig að einhverju leyti
IQ=20-25 til 35-40
Mjög alvarleg
Geta oftast ekki talað
Flog algengari hjá þeim (um 40% þeirra fá flog)
IQ=Lægri en 20-25
Mismunagreiningar
Ath. að öll skilmerki séu uppfyllt.
Major og mild neurocognitive disorders (taugahrörnur sem á sér stað eftir þroskaskeið)
Samskiptaraskanir og sértækar námsraskanir
Einhverfa (algengt saman en þarf ekki að vera tengt, mat á þroska getur verið erfitt vegna einhverfu)