Kafli 5 - Sálfræði að hætti Newtons

0.0(0)
studied byStudied by 1 person
0.0(0)
full-widthCall Kai
learnLearn
examPractice Test
spaced repetitionSpaced Repetition
heart puzzleMatch
flashcardsFlashcards
GameKnowt Play
Card Sorting

1/34

flashcard set

Earn XP

Description and Tags

Study Analytics
Name
Mastery
Learn
Test
Matching
Spaced

No study sessions yet.

35 Terms

1
New cards
Þyngdarlögmál Newtons
Afar mikilvægur eiginleiki þyngdarlögmáls Newtons er sá að kenningin virðist veita algilda skýringu á hegðun fyrirbæra í þyngdarsviði.

Uppfyllir einnig kröfur um

* Eindarhyggju
* Skýringarfræðilega smættun
* Löghyggju
* Ógagnrýnda reynsluhyggju

Hún sýnir að það er hægt að vera með kenningarsamþættun og möguleika er á allsherjarkenningu.
2
New cards
Menn sem stunduðu sálfræði að hætti Newton

1. John Locke
2. Berkeley
3. David Hume
4. David Hartley
5. James Mill
6. John Stuart Mill
3
New cards
John Locke
Fyrstur til að reyna að beita vísindalegum meginreglum Newtons á sálfræðileg viðfangsefni.


1. Faðir reynsluhyggjunar
2. Þekkingarfræðileg reynsluhyggja þar sem öll þekking á rætur í skynreynslu. Afleiðing sálfræðilegrar reynsluhyggju.
3. Hugurinn er óskrifað blað.
4. Um sálræn fyrirbæri gildir eindarhyggja.
5. Gerði ráð fyrir frumlegum og annarlegum eiginleikum. Taldi hinsvegar að annarlegir eiginleikar ættu sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum. Ef að hlutir búa yfir einhverjum mætti til að hreyfa við huga okkar þá sjáum við annarlega eiginleika.
6. Taldi að við gætum öðlast sennilega skoðun á eðli heimsins.
4
New cards
Sálfræðileg reynsluhyggja (psychological empiricism)
Locke.

Innihald hugans hvílir allt á reynslu okkar.
5
New cards
Eindarhyggja sálrænna fyrirbæra
Locke.

Allar flóknar hugmyndir eru byggðar upp af einföldum hugmyndum um lit, bragð, lykt og svo framvegis, sem eru auðgreinanlegar hver frá annarri og eiga endanlegan uppruna sinn í skynjun okkar.

Sérhver hugmynd er því annaðhvort


1. Einföld hugmynd

eða


2. Samansuða einfaldra hugmynda

Báðar gerðir byggja á reynslu.
6
New cards
Merkingafræðileg reynsluhyggja (meaning empiricism)
Locke.

Öll merking er háð reynslu, þar sem orð okkar eru einskonar merkimiðar fyrir hugmyndir okkar.
7
New cards
Frumlegir eiginleikar (primary qualities)
Búa í sjálfu fyrirbærinu t.d. form, stærð og hreyfing
8
New cards
Annarlegir eiginleikar (secondary qualities)
Tilkomnir vegna skynfæra okkar og hugarstarfs t.d. litur
9
New cards
Locke og meðvitund
Vitneskja okkar um innihald hugar okkar er bein og hafin yfir mistök af því við erum alltaf meðvituð um allt sem er í huga okkar.

Meðvitundin er einskonar innra skynfæri sem skynjar stöðugt hugsun okkar, hugmyndir og skynhrif.

* Rök: Það er erfitt að ímynda sér hið gagnstæða, það að einhver hugsi eitthvað en viti ekki af því (veik rök).
10
New cards
George Berkeley
Hughyggja.

* Í andstöðu við Newton, notaði merkingarlega reynsluhyggju til að hafna hugtökum sem hann notaði af því við getum ekki skynjað þau (t.d. algilt rúm og þyngdarafl)
* Leit á frumlega eiginleika eins og Locke leit á annarlega eiginleika
* Hafnaði þekkingu á öllu nema hugmyndum okkar
* Vísindi geta, í besta falli, skýrt reglufestu í skynjun og hugmyndum okkar
* Fjarlægðarskynjun
11
New cards
Hughyggja (idealism)
Sú hugmynd að aðeins hugurinn og innihald hans sé raunverulega til
12
New cards
Berkeley og fjarlægðarskynjun
Byggir á því að við drögum ómeðvitaðar ályktanir út af tengslum sjón-, hreyfi- og snertiskynjunnar okkar.
13
New cards
David Hume
Sálfræðileg reynsluhyggja og eindarhyggja (eins og Locke).

* Efnisleg fyrirbæra valda hughrifum og allar hugmyndir eru reistar á þeim
* Aðhylltist merkingarfræðilega reynsluhyggju
* Fegurð verður bara til í huga okkar, vegna hughrifa
* Kvísl Humes
* Eindarhyggja: Flóknar hugmyndir okkar eru samsettar úr einfaldari hugmyndum okkar, og **samruni hugmynda** er grundvöllur hins sálræna gangverks okkar
14
New cards
Kvísl Humes (Hume’s fork)
Merkingarfræðilegur greinamunur á yrðingum á grundvelli þess hvernig sannleiksgildi þeirra er ákvarðað:


1. Innbyrðis sannar eða ósannar yrðingar
2. Útbyrðis sannar eða ósannar yrðingar

Setningar af þessum tegundum voru þær einu sem voru merkingarbærar.
15
New cards
Innbyrðis sannar eða ósannar yrðingar
Kvísl Humes.

Hlutir sem eru einfaldlega sannir t.d. stærðfræðilegar jöfnur, byggist ekki á empírískum gögnum og breytist ekki við nýjar athuganir. Byggir á rökhugsun.

Innbyrðis yrðingar eru:


1. nauðsynlega sannar eða ósannar
2. fyrirframþekkjanlegar
3. analýtískar
16
New cards
Útbyrðis sannar eða ósannar yrðingar
Kvísl Humes.

Hluti rsem hægt er að athuga/upplifa, t.d. sólarupprás, eitthvað sem byggist á empírískum gögnum og getur breyst við nýjar athuganir.

Yrðingar eru


1. Sannar eða ósannar háð hendingu
2. Eftiráþekkjanlegar
3. Synthetískar
17
New cards
Kenning Hume um hugræn vensli (mental associations)
Algild kenning sem segir að samruni hugmynda okkar verði á grundvelli


1. líkinda
2. nálægðar
3. orsakatengsla
18
New cards
Hume, orsök og afleiðing
Orsakasambönd eru hvergi í skynreynslu okkar, heldur aðeins tveir atburðir sem fara stöðugt saman, sem er í mótsögn við skilning okkar á orsakasamböndum. Við trúum því að það geti verið munur á fylgni og orsök, en Hume taldi að hugurinn varpaði orsakasamböndum á atburði vegna vana, væntinga og tilfinninga.
19
New cards
David Hartley
Reynsluhyggja.

* Taugalífeðlisfræðileg skýring á hugmyndatengslum og þróaði kenningu um þau sem náði alla leið til hegðunar
* Kenning um hughrif
* Kenning um hughrif leiddi til skýringar á sjálfráðri og ósjálfráðri heðgun, og hvernig sjálfráð hegðun getur orðið ósjálfráð og öfugt
* Ólík kennningum annarra reynslumanna af því að samsetning hugmynda er líkari efnafræðilegum samruna en beinni samsetningu í kenningu hans
* Trúði að sálin væri ódauðleg
20
New cards
Kenning um hughrif (impressions)
David Hartley.

Einskonar titringur í hvíta efninu í heilanum sem skilur eftir sig leifar í formi minniháttar titrings, sem er efniviðurinn í hugmyndum okkar.

Endurtekinn samtímis titringur tveggja ólíkra skynhrifa A og B veldur tengslum á milli samsvarandi hugmynda, a og b, í formi nýrrar hugmyndar a + b og samsvarandi nýs minniháttar titrings. Þannig er hugmyndin a eða hugmyndin b nóg til að vekja hugmyndina a + b.
21
New cards
Frönsku reynsluhyggjumennirnir
Kölluðust skynhyggjumenn (sensationalists) og þróuðu hugmyndir bresku reynsluhyggjumannanna áfram.


1. Étienne Bonnot de Condillac
2. Claude Adrien Helvétius

Höfðu áhrif á hugsjónarhyggjumenn.
22
New cards
Étienne Bonnot de Condillac
Franskur reynsluhyggjumaður (skynhyggjumaður).

Hélt því fram að gera mætti grein fyrir hugmyndum okkar og gangverki hugans á grundvelli skyns og þeirri vellíðan eða sársauka sem það kynni að valda okkur.
23
New cards
Claude Adrien Helvétius
Franskur reynsluhyggjumaður (skynhyggjumaður).

Taldi að reynslan mótaði huga okkar og þess vegna mætti móta alla einstaklinga á æskilegan hátt með viðeigandi uppeldi og menntun (umhverfishyggja).
24
New cards
Hugsjónarhyggjumenn (idéologues)
Franskir reynsluhyggjumenn sem urðu fyrir áhrifum Condillac og Helvétius.

Umhugað um mannlegan þroska og töldu að nota ætti sálfræði til að stuðla að félagslegum umbótum og betri menntun.
25
New cards
Andspyrnumenn við sálfræði að hætti Newton

1. Thomas Reid
2. Gottfried Wilhelm von Leibniz
3. Immanuel Kant
4. Giambattista Vico
26
New cards
Thomas Reid
Andspyrnumaður.


1. Hafnaði sálfræðilegri eindarhyggju og tengslahyggju, taldi leiða til óæskilegrar blödnu af efnishyggju, löghyggju, efahyggju og trúleysi
2. Skosk brjóstvitssálfræði
3. Bein raunhyggja
4. Greinarmunur á áreiti, skyni og skynjun
5. Ekki hægt að gera grein fyrir skyni á grundvelli áreitis né skynjunar á grunvelli skyns, þess vegna er ekki hægt að nota eindar-, tengslahyggju eða vélrænar skýringar
27
New cards
Bein raunhyggja (direct realism)
Thomas Reid.

Skynjun okkar er hrein og bein af fyrirbærunum sjálfum en ekki aðeins af skynhrifum eða hugmyndum þeirra.

Reid taldi reyndar að skynjun okkar væri bein af hendi Guðs.
28
New cards
Gottfried Wilhelm von Leibniz
Andspyrnumaður.


1. Rökhyggja
2. Taldi að hugmyndir okkar um magn, rúm, tíma, efni og orsök væru meðfæddar
3. Smáhrif og skynþröskuldur
4. Fyrirframsamræmi
29
New cards
Kenning um smáhrif (petites perceptions)
Leibniz.

Nægilegur fjöldi smáhrifa getur í sameiningu orðið nógu sterkur til að ná meðvitund okkar út af samþættingu hugans.

Skynhrif okkar verða því að ná yfir tiltekinn skynþröskuld til að við verðum þeirra vör.

* Andstaða við hugmyndir flestra reynsluhyggjumanna, af því að kenningin segir að sumt innihald huga okkar sé ómeðvitað.
30
New cards
Immanuel Kant
Andspyrnumaður.


1. Forskilvitleg hughyggja (blanda af rökhyggju og reynsluhyggju)
2. Hugkvíar
3. Við búum yfir samþættri fyrirframþekkingu um grunnlögmál raunvísinda útaf hugkvíunum
4. Hvernig hlutirnir virðast okkur vs. Hvernig þeir eru í raun og veru, samþætt fyrirframþekking virkar bara með hvernig hlutirnir virðast okkur
31
New cards
Forskilvitleg hughyggja (transcendental idealism)
Kant.

Form þekkingar okkar um heiminn byggir á meðfæddum hugkvíum.
32
New cards
Hugkvíar (categories)
Kant.

Hugur okkar mótar alla skynjun okkar eftir hugkvíunum.
33
New cards
Giambattista Vico
Andspyrnumaður.


1. Viðfangsefni sálfræðinnar eru okkur betur þekkt en viðföng náttúrunnar
2. Lögmál sérhvers fyrirbæris er best þekkt skapara þess og þess vegna væru sálræn fyrirbæri best þekkt okkur sjálfum
3. Við höfum beinan aðgang að sálrænu ástandi okkar með innskoðun
4. Hafnaði kröfum um verufræðilegan óbreytileika og algildi orsakaskýringa (Newton). Hélt því fram að sálræn fyrirbæri væru að nokkru leyti ákvörðuð af þeirri menningu og sögu sem þau spretta upp úr.
34
New cards
Rómantíkin (romanticism)
Andsvar við upplýsingunni, hafnaði áherslunni á skynsemi og vísindi, og boðaði frekar áherslu á tilfinningar, frumkvæði og sköpunarmátt mannsins.


1. Jean-Jacques Rousseau
2. Johann Wolfgang von Goethe
3. Arthur Schopenhuaer
4. Friedrich Nietzsche
35
New cards
Jean-Jacques Rousseau
Rómantíkin.

Við erum göfug villimenni við náttúrulegar aðstæður, þar sem við höfum allt sem þarf til að verða frjálsar og hamingjusamar félagsverur, en siðmenningin með áherslu sinni á skynsemi og vísindi hefði spillt okkur.

Best að við höfnum skynsemi og vísindum og leyfum tilfinningum frekar að stýra lífi okkar.