1/25
Looks like no tags are added yet.
Name | Mastery | Learn | Test | Matching | Spaced |
|---|
No study sessions yet.
Í lok árs 2025
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna:
123.2 milljónir einstaklingar á flótta í heiminum
69% flóttamanna dvelja í nágrannaríkja upprunalanda sinna.
áætlað að 3,6 milljónir barna hafa fæðst á flótta á árunum 2018-2024
40 % eru börn
Mikil umsókn fyrir þýskaland
43,3 milljónir með skilgreinda stöðu sem flóttamenn
69% flóttamanna koma frá fimm löndum – Afganistan, Sýrland, Venesúela, Úkraína og Súdan
Viðurkenning á stöðu flóttamanns
Tvær leiðir
Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR)
Þegar flóttamen hafa farið yfir landamæri sín geta þeir leitað til UNHCR eftir viðurkenningu á stöðu sinni.
Skrifstofur í nágrannaríkjunum þar sme þau geta fengið viðurkenningu
Ríki þar sem umsókn um alþjóðleg vernd er lögð fram
Hafi flóttamaður flúið til tiltekins ríki til að sækja þar vernd afgreiða stjórnvöld þess ríkis umsókn hælisleitandans.
Á Íslandi veitir Útlendingastofnun eða KNÚ stöðu flóttamanns.
Umsækjandi um alþjóðleg vernd
Er einstaklingur sem kemur til lands og sækir formlega um vernd og reynir að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda.
Kemur á eigin vegum til landsins.
Þeir sem eiga í hættu í heimalandi sínu geta talist sem flóttamenn
Skilgreining laga: vernd sem stjórnvöld veita einstaklingi sem hingað leitar og fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í A-lið 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, vernd sem veitt er á grundvelli reglna um viðbótarvernd og vernd veitt ríkisfangslausum einstaklingum samkvæmt samningi um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá 1954.
Flóttamaður
útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta hverfa aftur þangað...
37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum
Ef þú sækjir um alþjóðlega vernd færðu 3 ára dvalarleyfi á íslandi, en þetta þarf að endurnýja
Viðbótarvernd (28. mgr. 3. gr)
Útlendingur sem telst ekki flóttamaður samkvæmt ákvæði A-liðar 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna en ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis vegna vopnaðra átaka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir þegar um er að ræða ríkisfangslausan einstakling
Koma hópa flóttafólks í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk). (43. gr. laga nr. 80 frá 2016)
Hópur einstaklinga og/eða fjölskyldna sem hafa fengið stöðu sem flóttafólk og er boðið að setjast að í þriðja landi (e. resettlement).
Ákveðnum fjölda kvótaflóttafólks hefur verið boðið að setjast að á Íslandi frá árið 1956.
Við höfum ekki veirð að fá mikið af þessum hópum undanfarið
Móttaka kvótaflóttafólks var sérstakt samstarfsverkefni
Flóttamannastofnunnar SÞ, stjórnvalda, Rauða kross Íslands og móttökusveitafélags og gerðir samningar vegna hvers hóps sem kom til landsins.
Fellur nú undir samræmda móttöku flóttamanna
Dvalarleyfi af mannúðarástæðum
Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd t.d. af heilbrigðisástæðum eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera honum að bera ábyrgð á. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun.
Sjá 74. gr. laga um útlendinga
Er veitt til eins árs í senn
Heimilt er að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðleg vernd og hefur ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðleg vernd hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt ákvæði þessu að því tilskyldu að skorið hafi verið úr um að útlendingur uppfylli ekki skilyrði 37. og 39. gr.
Hvenær á dvalarleyfi við?
Skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis í þeim tilfellum er að:
tekin hafi verið skýrsla af umsækjanda um alþjóðleg vernd
ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er
ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda
útlendingur hafi veitt upplýsingar og aðstoð við úrlausn máls
á ekki við ef:
útlendingur hafi framvísað fölsuðum skjölum með það að markmiðið að styrkja umsókn sína um alþjóðleg vernd
útlendingur hefur veitt rangar upplýsingar um fyrri dvöl í ríki sem tekur þátt í Dyfllinarsamstarfinu eða í ríki eða á svæði þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum og hafði ekki ástæðu til að óttast að verða sendur aftur til heimalands síns án þess að umsókn hans um alþjóðleg vernd hefði fengið fullnægjandi skoðun,
útlendingur á sjálfur þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka
Dvalarleyfi v. fjöldaflótta skv. 44. gr.
þegar um er að ræða fjöldaflótta getur ráðherra ákveðið að beita skuli ákvæðum greinar þessarar.
Gerst í fyrsta sinn með úkraínu
Útlendingi sem er hluti af hópi sem flýr tiltekið landsvæði og kemur til landsins eða er hér þegar ákvæðum greinarinnar er beitt má að fenginni umsókn um alþjóðlega vernd veita vernd á grundvelli hópmats (sameiginlega vernd). Felur það í sér að útlendingnum verður veitt dvalarleyfi skv. 74. gr. Leyfið getur ekki verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.
Allir einstaklingarnri leggja inn umsókn um alþjóðlega vernd
Leyfið er heimilt að endurnýja eða framlengja í allt að fimm ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um leyfi og um að leggja umsókn um AV til hliðar.
Fjölskyldusameining
Skv. 69 gr. er heimilt að veita dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar til nánasta aðstandenda:
Maki flóttamanns, sambúðarmaki, börn undir 18 ára aldri í forsjá hans og á framfæri auk foreldra 67 ára og eldri.
Skv. 45. gr. eiga maki eða sambúðarmaki útlendings sem nýtur alþjóðlegrar verndar og börn hans yngri en 18 ára, án maka eða sambúðarmaka einnig rétt á alþjóðlegri vernd nema sérstakar ástæður mæli því í mót. Það sama á við um stjúpbörn hans að því gefnu að þau séu í forsjá og fylgd maka hans. Um fjölskyldutengsl sem verða til eftir að umsókn um alþjóðlega vernd er lögð fram gilda önnur ákvæði.
Barn yngri en 18 ára sem hefur fengið alþjóðlega vernd getur sótt um fölskyldusameiningu fyrir foreldra og systkini, sem eru án maka og búa hjá foreldri/foreldrum.
Breyting á lögum júlí 2024 sl. v. fjölskyldusameiningar.
Byggist umsókn fjölskyldumeðlims á tengslum við útlending sem nýtur verndar/mannúðarleyfi þarf sá fjölskyldumeðlimur sem umsókn er byggð á að hafa fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað fyrir framlagningu umsóknar.
Flóttamaður þarf að vera búin að endurnýja dvalarleyfið 1 sinnu
Undanþágur endurnýjun dvalarleydis fyrir fjölskydlu sameiningu
Heimilt er að veita undanþágu frá kröfu endurnýjun dvalarleyfis ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða
Einnig er heimilt að veita undanþágu frá kröfu um endurnýjun dvalarleyfis að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum
Hafa haft dvalarleyfi í a.m.k. 1 ár
verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði og uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu
uppfyllir skilyrði um íslenskukunnáttu
hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir aðstandendur sem sótt er um fjölskyldusameiningarleyfi fyrir.
Internally displaced persons
Einstaklingar eða hópur fólks sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín eða búsetustað en er enn innan landamæra heimalands síns. Þessir einstaklingar eru á flótta innan eigið heimalands vegna eða til að forðast/flýja m.a. stríðsátök, ofbeldi, mannréttindabrota.
Þar sem þessi einstaklingar eru enn innan eigið heimalands uppfylla þeir ekki skilgreiningu flóttamanna hugtaksins.
Njóta náðar hjá UNHCR.
Skv. UNCHR voru í lok árs 2024 um 73,5 milljónir manna á flótta innan eigin heimalanda.
Ekki skilgreindir flóttamenn því þeir eru ennþá innan síns heimalands en hafa þurft að flýja heimilið sitt
Non-refoulement – 42. gr.
Ekki er heimilt samkvæmt skv. lögum um útlendinga að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir eða vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð
Dyflinnarsamstarfið
Samstarf byggt á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 604/2013 frá 26. júní 2013 um að koma á viðmiðunum og fyrirkomulagi við að ákvarða hvaða aðildarríki beri ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd sem ríkisborgari þriðja lands eða ríkisfangslaus einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkjanna.
felur í sér að stjórnvöld geti, með fyrirvara um vernd gegn endursendingu, neitað að taka umsókn um alþjóðleg vernd til efnismeðferðar ef krefja megi annað ríki sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar um að taka við umsækjanda (Dyflinnarmál).
í reglugerðinni eru undanþágur t.d. vegna fylgdarlausra barna, sérstakra tengsla við landið og fleira
Flóttakarlar
Þeir eiga á hættu að vera neyddir til herskyldu og annars konar hernaðar
Verða fyrir beinum afleiðingum sem vopnuð átök hafa í för með sér
Sjálfsmynd þeirra getur skaðast með breyttum kynjahlutverkum í kjölfar þess að fjölskyldur og samfélög neyðast til að leggja á flótta og þiggja alþjóðlega aðstoð
Flóttakonur
Stór hluti flóttamanna eru konur og stúlkur
Konur eru sérlega berskjaldaður hópur
Sviptar þeirri vernd sem heimilið, stjórnvöld og fjölskyldan veitir þeim
Þær standa frammi fyrir erfiðu ferðalagi í útlegð, áreitni eða afskiptaleysi og kynferðislegu ofbeldi
Sérstakar áætlanir - tryggja konum aðgang að vernd og grunnþjónustu
Sérstök áhersla lögð á konur sem eru í hættu vegna sérstakra aðstæðna, t.d. konur sem eru barnshafandi eða með barn á brjósti, eldri konur eða einstæðar konur með fjölskyldu
Börn
Um helmingur allra skjólstæðinga Flóttamannastofnunar SÞ eru börn.
Þar á meðal eru börn sem eru flóttamenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd og án ríkisfangs en einnig þau sem snúa aftur til heimalands síns og þau sem eru á vergangi innan eigin landamæra og njóta aðstoðar frá Flóttamannastofnun SÞ.
Flóttamannastofnun hugar að þörfum allra barna sem falla undir umboð stofnunarinnar. Í samvinnu við aðrar stofnanir hefur Flóttamannastofnunin það markmið að sjá börnum fyrir vernd, mat, vatni, skjóli, heilsugæslu, menntun og að tryggja öryggi þeirra, þroska og velferð.
Börn án fylgdarmanns
Barn sem kemur fylgdarlaust inn á yfirráðasvæði ríkis, svo lengi sem það hefur ekki í reynd verið tekið í umsjá foreldra eða fullorðins einstaklings sem ber ábyrgð á því samkvæmt lögræðislögum. Þetta á einnig við ef barnið er skilið eftir án fylgdar eftir að það kemur á yfirráðasvæði ríkis.
Mál þeirra eru unnið hjá barnavernd í því umdæmi sem þau gefa sig fram.
Víða á Norðurlöndunum t.d. í Danmörku eru rekin miðstöðvar þar sem ungmenni að 18 ára aldri dvelja, en yngri börn fara á fósturheimili
Vegalaus börn
Börn á flótta
Milljónir barna fara frá heimalandi sínu með fjölskyldum sínum og mörg þúsund ferðast ein – á flótta eða í leit að betra lífi
Sérlega berskjaldaður og viðkvæmur hópur
Ekki nýtt fyrirbæri , börn týna foreldrum í stríði, náttúruhamförum o.fl.
Aukning á að börn flýji án fylgdarmanna – margar ástæður fyrir því:
Flýja vegna átaka
Hafa orðið viðskila foreldar sína/fjölskyldu í ringulreið stríðs meira um hnattræna búferlaflutninga
Hafa verið send af stað af foreldrum sínum sem búa við erfiðar aðstæður – í von um betra líf.
Smyglarar aðskilið börn frá foreldrum sínum – reyna að kúga fé úr úr foreldrunum.
Mansal
Hinsegin flóttafólk
LGBTIQ+
Refsivert
Dauðarefsing
Ógnir, hætta, ofsóknir í heimalandi en getur einnig verið í nýja landinu – enn í hættu.
Fatlaðir (líkamlega og andlega)
Gleymast innan þeirra samfélaga sem hrakin hafa verið á flótta.
Skömm
Aukin umræða undanfarin ár.
Flóttamannastofnun hefur áætlað að í lok árs 2021 voru 14 milljónir af flóttafólki heimsins að glíma við fötlun.
Eru sérstaklega berskjaldaðir gagnvart líkamlegri, kynferðislegri og tilfinningalegri misnotkun - þurfa oft á aukinni vernd að halda
Aldraðir
Aldraðir geta verið sérstaklega berskjaldaðir á tímum átaka eða náttúruhamfara.
Skortur á hreyfanleika, veik sjón og langvinnir sjúkdómar geta hamlað aðgengi að þeim stuðningi sem er í boði.
Á umrótatímum er eldra fólk oft tregt til að yfirgefa heimili sín og eru þar af leiðandi oft í hópi þeirra síðustu til að flýja þá hættu sem hefur skapast.
Flóttinn orsakar mikið umrót í lífi þessa hóps sem eykur hættuna á félagslegri einangrun og aðskilnaði frá fjölskyldu og gerir hann en berskjaldaðri
Ríkisfanglausir einstaklingar
Einstaklingar sem ekki er talinn þegn eða borgari í neinu ríki
Ástæður:
Mismunur gegn minnihlutahópum í lagasetningu um þjóðerni
Misbrestur að telja með alla íbúa sem þegna eða borgara þegar ríki verður sjálfstætt
Ágreiningur um lög milli ríkja
Vandamál er varða stjórnsýslu eða málsmeðferð vegna nýrra þegna
Sérstaklega hugað að þessum hópi í lögum um útlendinga frá 2016.
Samræmd móttaka flóttamanna
Nefnd sem skipuð var af félagsmálaráðuneytinu árið 2017 skilaði inn tillögum um samræmda móttöku 2019
Hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs (frá 1. apríl 2021)
Aukning í þátttöku sveitarfélaga.
Fjölmenningarsetri nú fjölmenningarsvið Vinnumálastofnunnar falið það hlutverk að halda utan um verkefnið
Málstjórar sveitarfélaganna gegna lykilhlutverki (halda utan um alla þræði)
Vinnumálastofnun fékk aukið hlutverk
Bæta þjónustu við flóttafólk eftir að búið er að veita vernd
Samfella í þjónustu
Samræmt móttökukerfi fyrir flóttafólk óháð því hvernig fólkið kemur til landsins (kvótaflóttafólk, umsækjendur um vernd eða fjölskyldusameining)
Að öllum þeim sem hljóta alþjóðlega vernd (stöðu flóttamanna) eða mannúðarleyfi á Íslandi bjóðist að taka þátt í samræmdri móttöku.
Móttökusveitarfélög annast umfangsmeiri félagsþjónustu og ráðgjöf.
Vinnumálastofnun annast atvinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf, samfélagsfræðslu, íslenskukennslu og aðra virkni.
Fjölmenningarsvið VMST veitir sveitarfélögum faglegan stuðning og ráðgjöf. Veita flóttafólk upplýsingar og para saman flóttafólk og móttökusveitarfélög.
Fjölmenningarsvið VMST
Þarfagreining í viðtali við flóttafólk
Menntun, heilsufar, félagsleg staða, tengslanet á Íslandi, fyrirhuguð fjölskyldusameining, atvinnuþátttaka, virkni, heilsuhegðun og markmið.
Upplýsingar frá sveitarfélagi
Praktískar upplýsingar, sérstaða, þjónusta, möguleikar á menntun og atvinnu.
Samræmd móttaka í Reykjavík
Samningur um að þjónusta 1800 einstaklinga
Málstjórar
Menningarmiðlarar
Húsnæðisteymi
Virkniúrræði
Samstarf við stofnanir
Starf félagsráðgjafa með flóttafólki
Félagsráðgjafar hafa frá árinu 1996 starfað með flóttamönnum á Íslandi, en þá fyrst hófu sveitarfélögin þátttöku í móttöku flóttamanna
Markvisst frá árinu 2005
Gegna lykilhlutverki í þjónustu við flóttamenn
Félagsráðgjafar málsstjórar í vinnu með flóttafjölskyldum
Fagþekking félagsráðgjafa nýtist
Flóttafólk hefur gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið fyrir miklum áföllum sem gerir aðlögunarferlið erfiðara – þjónustan snýst ekki bara um að sjá um að útvega húsnæði, fjárhagsaðstoð og íslenskukennslu