Nokkur atriði um það að vera félagsráðgjafi í barnavernd! - Vika 10

0.0(0)
learnLearn
examPractice Test
spaced repetitionSpaced Repetition
heart puzzleMatch
flashcardsFlashcards
Card Sorting

1/43

encourage image

There's no tags or description

Looks like no tags are added yet.

Study Analytics
Name
Mastery
Learn
Test
Matching
Spaced

No study sessions yet.

44 Terms

1
New cards

Hvað einkennir góðan barnaverndarstafsmann?

  • Veit að hann er verkfærið 

  • menntar sig stöðugt, ratar í kerfinu, leiðsögumaður 

  • Gefur sig í allan í vinnuna 

  • en veit sín takmörk, þekkir kosti sína og galla  

  • Trúir á það góða í fólki

  • notar húmor, gleði, sína reynslu, gefur af sér 

  • Spyr spurninga 

  • er forvitinn, lærir af skjólstæðingum, af samfélaginu 

  • Heldur sér lifandi – viðheldur sér 

  • gæluverkefni – eitthvað sem hann nærist á  

  • Skipulögð vinnubrögð

  • samviskusöm skráning, sér heildarmyndina, samvinna

Tilkynningar til barnaverndanefnda!

2
New cards

Ástæður tilkynninga

  • 2020 fjöldi tilkynninga

  • 5670 um vanrækslu á börnun

  • 3765 um ofbeldi gegn börnum

  • 3554 vegna áhættuhegðunar barna

  • 151 vegna ófæddra barna

3
New cards

Aldur barna í barnaverndamálum

  • Rúmlega helmingur barna er 0-10 ára

Hverjir tilkynntu til barnaverndar árið 2020?

  • Flestar tilkynningar frá heilbrigðiskerfinu koma frá bráðamóttökunni. Ættu að koma fleiri tilkynningar frá leikskólum

4
New cards

Þú þarft að hafa þetta á hreinu! Lög - skráning - fagmennska

  • Við þurfum að þekkja lög og reglugerðir  

  • Barnaverndarlög – Barnalög – Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga – Stjórnsýslulög, lög um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna o.s.fr

  • www.althingi.isAlþingi

  • Við verðum að skrá starf okkar – 

  • Wise – One system – Gopro – word - exel osfr 

  • Það sem ekki er skráð er ekki til!

  • Við verðum að vera meðvituð 

  • Nákvæm – gætin – bera virðingu – hafa aðgát – sýna alvöru – vera glöð..............

Tilkynningarskylda - ÞÚ ÞARFT AÐ KUNNA BARNAVERNDARLÖGIN! 

  • Tilkynningarskylda almennings.

  • Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:

  1. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, 

  2. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða 

  3. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.                                                       

  •  Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi, eða um hvert 

Þú þarft að nota stöðluð eyðublöð!

  • Tilkynningareyðublað-

  • Tilkynning frá skóla eða leikskóla 

  • Könnunareyðublað-

  • Könnun skóli, heilsugæsla, aðrir

  • Verkfæri bv.starfsmanna 

  • Handbók um vinnslu barnaverndarmála

  • Barnaverndarlögin

  • Skilgreiningar og flokkunarkerfi í barnavernd

  • Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndarnefnda

  • Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd

  • Reglugerð um fóstur

  • Stundum er got að nota stöðluð könnunarviðtöl

  • ESTER mat og ESTER skimunarlistar

  • Rannsókn á upplifun foreldra í Noregi og Englandi

5
New cards

24. gr. Úrræði með samþykki foreldra

  • Barnaverndarnefnd skal, eftir því sem nánar er ákveðið í áætlun skv. 23. gr., með samþykki foreldra og eftir atvikum í samráði við barn veita aðstoð m.a. með því að: 

  • a. leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns, 

  • b. stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að beitt verði úrræðum samkvæmt öðrum lögum, 

  • c. útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð, 

  • d. útvega barni eða fjölskyldu tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu, 

  • e. aðstoða foreldra eða þungaða konu við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis- eða vímuefnaneyslu eða annarra persónulegra vandamála.

  • 24. gr. úrræði með samþykki foreldra

  • 25. gr. úrræði utan heimilis með samþykki foreldra og barns

  • 26. gr. úrræði án samþykkis foreldra

Hvað gera barnaverndarstarfsmenn?

  • Tilkynning- aðallega frá lögreglu og skólum

  • Könnun- samkvæmt barnaverndarlögum  

  • Áætlun í máli – ef ástæða er til 

  • Persónulegir ráðgjafar- stuðningur fyrir barn

  • Ráðgjöf við foreldra–félags-,sálfræði-, fjölskyldu-

  • Hópastarf - forvarnarvinna

  • Greiningar- meðferðar- og sérfræðiviðtöl, MST, Stuðlar, meðferðarvistun, fósturráðstöfun  

  • Samvinna við foreldra og barn – stundum ættingja

  • Samvinna við önnur kerfi – heilbrigðis og skóla

  • En umfram allt - mannlegir - nákvæmnir - samviskusamir - frjóir - skapandi og tilbúnir til þess að fara í leiðangur með barninu og foreldrum þess

6
New cards

Hverju kynnist maður í barnaverndarstarfinu

  • Frábæru fólki með fíknisjúkdóma

  • Geðveikt áhugaverðum geðsjúklingum 

  • Einstökum einstaklingum

  • Forvitnilegum foreldrum 

  • Sjúklega færu samstarfsfólki 

  • Brjálæðislega áhugaverðum börnum

  • Yndislegum unglingum  

  • Skemmtilegu skólafólki

  • Klunnalegu kerfi 

  • Svipþungum sérfræðingum

  • Barn sem notar vímuefni í æð

  • Takið eftir orðalaginu – aðgreinið vandann og manneskjuna – börn eru ekki vandamál – en þau geta átt við vanda að stríða – ekki gera barnið að vandanum – talið um barnið annarsvegar og vandann hinsvegar

7
New cards

Hverju hafa börnin sem þú hittir kynnst?

  • Vanrækslu, ofbeldi, neyslu, kvíða, afbrotum, skólaerfileikum, engin hlustar, engin sér, enginn skiptir sér af, vilja ekki lifa, vilja ekki lifa svona, vilja að þetta vonda hætti, vilja komast burt, vilja geta sofið, vilja geta stundað áhugamál, vilja líða betur, vilja að mömmu og pabba líði betur, eru að gera sitt besta, geta ekki gert betur, eiga drauma, eiga enga drauma, langar í framtíð en sjá hana ekki.   

8
New cards

Vanræksla

9
New cards

Ofbeldi gagnvart barni

10
New cards

Áhættuhegðun barns (14 ára og eldri)

11
New cards

Heilsa og líf ófædds barns er í hættu

12
New cards

Þetta þýður að maður hittir -

  • Foreldra sem hafa vanrækt börnin sín 

  • Börn sem hafa verið vanrækt 

  • Foreldra sem hafa beitt börnin sín ofbeldi 

  • Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi

  • Líkamlegu-, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi 

  • Börn sem brjóta af sér 

  • dópa , skemma, stela, skrópa, meiða sig, meiða aðra, vilja ekki lifa, vilja lifa - bara ekki lifa svona  

Þú ert verkfærið - þú mátt aldrei >

  • Refsa – andlega eða líkamlega, hóta, benda á börn, tala of mikið, of lengi     

  • Ásaka – koma inn sektarkennd eða samviskubiti, kenna öðrum um, prédika 

  • Múta – plata, láta ábygðina á aðra 

  • Þú þarft að kunna viðtalstækni – hvernig á að tala við börn, reið börn, hrædd börn, reiða foreldra, hrædda foreldra – þú getur það með því að æfa    

  • æfing – æfing - æfing

  • EN VERTU ALLTAF ÞÚ SJÁLFUR!

13
New cards

Stundum þarftu að stjórna hegðun

  • Þú verður að þekkja reglurnar

  • Þú verður að vita gildin á bak við reglurnar  

  • Þú segir, hver er reglan, hvað gerist núna? 

  • Niðurstaðan er að hinn fer að tala um afleiðingar

  • segir hvað mikið, hve lengi

  • Hinn hættir að hugsa um hvað hann gerði

14
New cards

Þú verður alltaf að reyna samvinnu!

  • Þú spyrð spurninga – alltí lagi ég bara spurði!

  • Þú spyrð: hvernig einstaklingur viltu vera

  • Niðurstaðan verður sterkari einstaklingur

  • Hinn spyr hvað hann geti gert til að bæta fyrir mistökin

  • Hinn getur byggt upp sig sjálfur – finnur leiðir

15
New cards

Svona tölum við saman

  • Fyrst að róa einstaklinginn 

  • Þú ert ekki sá eini – enginn er fullkominn

  • Svo finna ástæðuna 

  • Hefði verið betra að gera þetta ekki – hefðir þú getað gert eitthvað verra

  • Síðan  finna hvernig hann vill hafa það

  • Hvernig einstaklingur vilt þú vera – hvernig vilt þú hafa þetta – hvernig vilt þú að sé talað um þig eða okkur? 

  • Þú þarft að hafa verkfæri – > 



16
New cards

Þú þarft að vita hvers vegna fólk hegðar sér!

  • Til að forðast óþægindi

    • hvað gerist ef ég geri þetta ekki?

      • Líkamleg eða andleg óþægindi

  • Til að fá umbun frá öðrum

    • hvað fæ ég ef ég geri þetta?

      • Verðlaun – afleiðing 

      • Hvað er góð frammistaða - hvernig notum við hrós? 

  • Vegna þess að ég vil það 

    • hver er ég ef ég geri þetta – bæti fyrir mistökin? 

      • Hvernig maður vil ég vera?

      • Hvað segir það um mig ef ég laga þetta? 


Til þess að geta notað heilann verður þú að róa þig! Aldrei ræða málin ef þú eða aðrir eru reiðir, hræddir eða æstir

17
New cards

Þekking okkar byggir á þrennu!

  • Við nýtum okkur niðurstöður rannsókna

  • Notum gagnreynd verkfæri – en hugsaðu áður 

  • Kenningar tilgátur

  • Þekking í starfi

  • Við byggjum á reynslu, brjóstviti og fræðum

  • megum aldrei láta tísku ráða för

  • Freud og sófinn, Kim Soo og gönguferðin, HAM-liturinn

  • Tengslin við skjólstæðinginn er besta meðferðin 

18
New cards

Fagleg og siðfræðileg þekking

  • Frumskyldur okkar eru ma: 

  • Að rækja starf okkar án manngreinaálits

  • Að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga

  • Að virða þagnarskyldu

  • Að upplýsa skjólstæðing alltaf um réttindi hans

  • Hvernig er þetta í raunveruleikanum?

  • Siðareglur Félagsráðgjafafélags Íslands?

19
New cards

Helstu áherslur í félagsráðgjöf skv. Farley et al.

  • Heildarsýn – bæði á einstakling og umhverfi hans

  • Fjölskylduna – þýðingu hennar fyrir hvern einstakling td ungar stúlkur

  • Samfélagið – bjargir þess og vinna með samfélagið

  • Handleiðsla – í námi og starfi

  • Samþætting fræða og fags – í námi

  • Starfsaðferðir – einstaklings-, hópa- og samfélagsvinna

  • Starf samtaka félagsráðgjafa – FÍ, NSSK, IFSW osfr

  • Tengsl við skjólstæðinga – lykilatriði í allri vinnu félagsráðgjafa (??)

  • Mæta skjólstæðing þar sem hann er – sýna fram á möguleika (þora)

  • Félagsleg tengsl og samskipti – mikilvægt að muna 

  • Að vinna að lausn félagslegra vandamála

  • Auka samstarf, samhæfingu úrræða / stofnana (hvernig er það í raun?)

  • Hjálp til sjálfshjálpar – skjólst. nái að nýta eigin styrkleika

  • Forvarnir – vinna sem verður sífellt mikilvægari

  • Teymisvinna – og samhæfing þeirra sem koma að málinu

20
New cards

Muna að hlaða batteríin!

21
New cards

Markmið barnaverndarlaga

  • Tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.  

  • Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

22
New cards

Tilkynningarskylda 16. gr.

  • Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa  ástæðu til að ætla að barn:

  • a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, 

  • b. verði fyrir ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi eða 

  • c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu

  • Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar 

  • konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt 

  • ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi, eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.

23
New cards

17. gr. Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum

  • Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málum barna eða þungaðra kvenna og verður var við aðstæður eins og lýst er í 16. gr. er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd. 

  • Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, náms- og starfsráðgjöfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr.

  • 18 gr Tilkynningarskylda lögreglu og skýrslutaka af börnum. 

  • Nafnleynd tilkynnanda skv 19 gr 

    • Hver sá sem tilkynnir skal segja á sér deili

    • Ef tilkynnandi skv 16 gr óskar nafnleyndar skal það virt

    • Ákvæði um rétt til nafnleyndar á ekki við um tilkynnendur skv 17 og 18 gr

24
New cards

Samstarf við barnavermdaryfirvöld

  • Öllum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málefnum barna er skylt að hafa samstarfvið barnaverndaryfirvöld. Barnaverndaryfirvöld skulu einnig leitast við að eiga gott samstarf við þessasömu aðila. 

  • Öllum sjúkrastofnunum, þar með töldum áfengismeðferðarstofnunum og geðdeildum, ber að taka tillit tilhagsmuna barns þegar teknar eru ákvarðanir um meðferð og innlögn foreldra þess. Læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn á framangreindum stofnunum skulu hafa samráð viðbarnaverndarnefndir svo unnt verði að haga nauðsynlegum barnaverndarúrræðum í samræmi við ákvarðanirum meðferð og innlögn foreldris.

  • Skylt er lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að hafa samstarf við barnaverndarnefndir og veita þeim eftiratvikum aðstoð við úrlausn barnaverndarmála.

25
New cards

21. gr. bvl. Málsmeðferð vegna tilkynninga

  • Þegar barnaverndarnefnd fær tilkynningu eða berast upplýsingar með öðrum hætti um að líkamlegri eða andlegri

  • heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, ofbeldis eða vanvirðandi

  • háttsemi af hendi annarra eða eigin hegðunar þess eða að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu eins og lýst er í 16. gr. skal hún taka afstöðu til þess án tafar, og eigi síðar en innan sjö daga frá því henni barst tilkynning eða upplýsingar, hvort ástæða sé til að hefja könnun á málinu.

  • Bvn skal tilkynna foreldrum innan viku að tilkynning hafi borist

  • Bvn ber að staðfesta við tilkynnanda að tilkynning hafi borist og gefa almennar upplýsingar um málsmeðferð

  • Bvn hefur svo 3 mánuði (hámark 4) til að kanna málið og komast að niðurstöðu skv 41 gr

26
New cards

Rannsóknarheimildir skv. 43. gr.

  • Leitast skal við að könnun fari fram í samráði og samvinnuvið foreldra.

  • Foreldrum eða þeim sem barnið dvelst hjá er skylt að veita liðsinni sitt til þess að könnun máls geti gengið greiðlega, enda skal barnaverndarnefnd sýna þeim er málið varðar ýtrustu nærgætni.

  • Við könnun á högum barns er barnaverndarnefnd heimilt að taka skýrslur af foreldrum eða forsjáraðilum barns og öðrum þeim er um kunna að bera.

  • Barnaverndarnefnd eða starfsmönnum hennar er því aðeins heimilt að fara inn á heimili barns, til könnunar á högum þess, að fyrir liggi samþykki foreldris eða forráðamanns eða á grundvelli dómsúrskurðar.

  • Barnaverndarnefnd eða starfsmönnum hennar er heimilt að fara á annan stað en heimili barns, svo sem í dagvistun, leikskóla, skóla, félagsmiðstöð eða neyðarathvarf, til að tala við barn, einrúmi ef þörf er á, fylgjast með hegðun þess eða til athugunar ábarni. 

  • Jafnan skal hafa samráð við foreldra ef tala á við barn yngra en 12 ára eða gera athuganir á því. 

  • Ef rannsóknarhagsmunir mæla sannanlega með því er heimilt að tala við barn yngra en 12 ára og fylgjast með hegðun þess án vitneskju eða samþykkis foreldra eða forráðamanna, en tilkynna skal þeim svo fljótt sem verða má að slík könnun hafi farið fram.

27
New cards

Upplýsingaskylda gagnvart bvn - 44. gr.

  • Öllum heilbrigðis- og sjúkrastofnunum, þar með töldum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, sérfræðingum sem veita félagslega þjónustu, geðdeildum, meðferðardeildum og meðferðarstofnunum fyriráfengissjúklinga og fíkniefnaneytendur, og stofnunum sem veita félagslega þjónustu eða aðstoð, er skylt eftirað barnaverndarnefnd hefur tekið ákvörðun um könnun máls að láta nefndinni endurgjaldslaust í téupplýsingar og afrit af nauðsynlegum gögnum um heilsu barns, foreldra þess og annarra heimilismanna, þar ámeðal upplýsingar um ástand viðkomandi og batahorfur, auk annarra upplýsinga sem nefndin telur að skiptgeti máli fyrir úrlausn málsins.

  • Með sama hætti er öllum stofnunum og öðrum aðilum þar sem barn hefur dvalist eða kemur reglulega, svosem skólum, dagvistarheimilum og félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga, skylt að láta nefndinni í téupplýsingar sem hún telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.

  • Þá skulu lögregla og sakaskrá ríkisins með sama hætti láta nefndinni í té upplýsingar og afrit nauðsynlegragagna sem þessar stofnanir búa yfir um barn, foreldra þess og aðra heimilismenn sem varðað geta málið

  • Upplýsingar samkvæmt þessari grein skal veita svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 14 dögum eftirað beiðni barst.

  • Upplýsingaskylda samkvæmt þessari grein gengur framarákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu einstakrastarfsstétta.

28
New cards

Hvað á að tilkynna til barnaverndarnefndar?

  • Oft er það ekki eitthvað eitt tilvik sem vekur áhyggjur starfsmanns. 

  • Um getur verið að ræða fleiri þætti eða ástand og tilfinningu fyrir líðan barns sem vekur áhyggjur starfsmanns. 

  • Barnaverndarmál eru flokkuð á eftirfarandi hátt: 

    • Vanræksla felur í sér skort á nauðsynlegri umönnun og/eða aðbúnaði

      • Líkamleg, varðandi umsjón og eftirlit, varðandi nám og tilfinningaleg vanræksla 

    • Ofbeldi felur í sér athöfn sem leiðir til – eða getur leitt til skaða á þroska barns

      • Tilfinningalegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi 

    • Áhættuhegðun barns felur í sér hegðun barns sem leiðir til – eða getur leitt til skaða á þroska og/eða að barn beitir ofbeldi 

      • Neysla vímuefna, afbrot, ofbeldi, heilsu í hættu, barn stefni eigin heilsu sinni í hættu

    • Mörkin milli hinna ólíku flokka eru stundum óljós og mörg atriði er unnt að setja undir hvern flokk.

    • Skilgreiningar og flokkunarkerfi í barnavernd!

29
New cards

Viðbrögð við frásögn barns!

  • Barnið:

    • Lengi langað að segja frá

    • Segir “óvart” frá

    • Óskar eftir trúnaði

    • Treystir viðkomandi

    • Börn taka á sig sökina af ofbeldinu

    • Líður illa

    • Segir vini frá

  • Fullorðnir:

    • Hlusta og hvetja

    • Trúa barninu

    • Ekki spyrja í þaula

    • Forðast leiðandi spurningar

    • Útskýra framhaldið

    • Ekki sýna neikvæð svipbrigði/viðbrögð

    • Hrósa fyrir að hafa sagt frá

  • Oft eru börn búin að velta lengi fyrir sér möguleikanum á að segja frá ofbeldi og hafa lengi verið að bíða eftir rétta tækifærinu en alls ekki alltaf. 

  • Stundum segja þau alveg óvart frá kannski í leik eða í reiðikasti. 

  • Þau segja einhverjum frá - sem þau treysta og biðja oft um trúnað. 

  • Það  er mjög mikilvægt að bregðast rétt við því stundum eru börn að prufa viðbrögð okkar, segja eitthvað smá og ef brugðist er rangt við getur það orðið til þess að hindra það að barn segir  nokkurn tíman frá. 

30
New cards

Hver tilkynnir og hvernig?

  • Verklagsreglur -  eðlilegt að sá sem ber ábyrgð á starfshópnum beri ábyrgð á að tilkynna. 

    • MUNA – að tilkynningarskylda er á ábyrgð hvers og eins.

  • Það á að tilkynna um allan grun! 

    • fólk sem hefur starfað með börnum og hefur reynslu fær ekki grunsemdir nema ástæða sé til

  • Má tala við barnið?

    • Ekki spyrja barnið í þaula, látið fagfólk um það. 

    • Í lagi að spyrja opinna spurninga um líðan og reyna að fá fram frjálsa frásögn ef tækifæri gefst til

  • Á að tala við foreldra? 

    • Að jafnaði skal láta foreldra vita af tilkynningunni og gera þeim grein fyrir að starfsmennirnir séu þannig að fylgja lagaskyldu og að málið snúist um velferð barnsins og stuðning við það fremur en  ásökun í þeirra garð. 

    • Ef ástæða er til að ætla að það sé gegn hagsmunum barns að láta foreldra vita skal það ekki gert. 

  • Á að skrá í dagál?

    • Skrá niður að tilkynnt hafi verið til bvn og hver tók á móti tilkynningu

    • Takið mynd af áverkum ef hægt er, metið hvort barn sé öruggt á heimili sínu 

    • Skráið niður nákvæmlega hvað barnið sagði og hvernær og hvernig það hegðaði sér. 

  • Upplýsingaskylda gagnvart barnaverndarnefndinni

    • Mikilvægt að nefndin hafi greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum við könnun máls. 

    • Óháð því hvort stofnunin hafi haft milligöngu um tilkynninguna eða einhver annar aðili.

31
New cards

Barnaverndarlög nr. 80 - 2002

  • Einföld skýr og stutt – 26 bls – www.althingi.is  

    • Mikilvægt að starfsmenn þekki til laganna, reglugerða og verklagsreglna

  • Mikilvægt að starfsmenn leiti aðstoðar

  • Mikilvægt að góð samvinna sé til staðar

    • Milli barnaverndar og þeirra sem vinna með börn

  • Mikilvægt að standa saman í kringum börn

  • Mikilvægt að skýrir verkferlar séu til staðar 

    • Ábyrgð allra – samvinna allra

32
New cards

Verksvið barnaverndarnefnda!

  • Móttaka tilkynninga vegna barna  

  • Kannanir vegna tilkynninga

  • Stuðningsúrræði til fjölskyldna/barna

  • Fóstur barna

  • Vistun á meðferðarheimilum

  • Lögregluskýrslur/yfirheyrslur vegna barna

  • Neyðarvakt utan opnunartíma - 112

33
New cards

Tilkynningum fjölgar stöðugt

  • Börnum ekki sinnt 

  • Börnum ekki hjálpað

  • Börn fá ekki aðstoð

  • Börn fá ekki hvatningu

  • Börn fá ekki pláss - tíma - athygli

34
New cards

Staðreynd um BVS

  • 23 starfsmenn

    • Ólöf Ásta Farestveit

      • Forstjóri  

  • Meðferðarsvið

    • Stuðlar MST, meðferð, SÓK  

  • Farsældarsvið 

    • Fóstur, barnavernd , samþætting, PMTO

  • Gæðasvið 

    • Ráðgjöf, álit og önnur lögfræðileg vinna 

  • Mannauðssvið

    • Móttaka, mannauður, fjármál ofl

35
New cards

Úrræði á vegum barna - og fjölskyldustofu

  • Fósturheimili – tímabundið eða varanlegt

  • Styrkt fóstur

  • Stuðlar – greining/meðferð

  • Meðferðarheimili – (Lækjarbakki/Laugaland) og Garðabær 2025?

  • Barnahús – útibú á Akureyri (Þörf fyrir annað Barnahús?)

  • Fjölkerfameðferð (MST) – 3 teymi (100 fjölskyldur) – biðlisti ca 12 börn!

  • PMTO – foreldrafærni – menntum meðferðaraðila hjá sveitarfélögum

  • Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar barna

36
New cards

Stuðlar

  • Stuðlar greiningar – og meðferðarvistun 

  • 27 starfsmenn – sálfræðingar, ráðgjafar  

  • 6 meðferðarpláss - 30 - 40 börn á ári

  • 6 – 8 vikna meðferð

  • Atferlismótandi þrepakerfi 

  • Eftirmeðferð fyrir börn sem ekki fara á meðferðarheimili

  • Lækjarbakki heyrir beint undir Stuðla 

  • 5 pláss á lokaðri deild (neyðarvistun) – ca 100 börn á ári

  • Hámark 14 daga vistun

  • Börn í gæsluvarðhaldi

37
New cards

Meðferðarheimili!

  • Laugaland – 4 stúlkur

  • 8 starfsmenn – 6 mán

  • Lækjarbakki – 6 börn

  • 16 starfsmenn – 6 mán

  • Garðabæ 2025?

  • 8 – 10 börn ( Noregur/Svíþjóð - MultifunC er fyrirmynd )

  • ATH!  Af hverju fækkar börnum sem þurfa að fara á meðferðarheimili- eru ekki biðlistar?

38
New cards

MST - Fjölkerfameðferð

  • Börn á aldrinum 12-18 ár 

  • Meðferðin fer fram í umhverfi barnsins á heimilum barnanna

  • Unnið með fjölskyldu barnsins, skóla, vinnu, vini, kunningja og aðra mikilvæga

  • 3 MST teymi – 14 þerapistar 

  • 4 -5 fjölskyldur á hvern þerapista – meðferð lengst í 5 mánuði 

  • 80 - 100 fjölskyldur á ári

  • Virðist hafa áhrif á „hvernig“ börn/foreldrar koma í önnur úrræði

  • ATH! Hverju breytti MST – hvað er galdurinn við velgengni þessarar aðferðar?

39
New cards

Fjölkerfismeðferð (MST - Miltisystemic Therapy)

  • Þrjú teymi: Sálfræðingar og félagsráðgjafar (12 þerapistar og 3 teymisstjórar)

  • 4-5 mánuðir; heima hjá fjölskyldu að jafnaði x2 í viku + símtöl og kerfavinna

  • Aðgengi foreldra að þerapista í síma allan sólarhringinn

  • Kerfisbundnar matsaðferðir, meðferðarreglur, skýrt verkferli

  • Gæðaeftirlit: Hvort þerapistar og teymisstjórar haldi sig við aðferðir MST sem lágu að baki rannsóknum á aðferðinni (mælingar, handleiðsla og konsúlt)

  • Vikuleg handleiðsla með teymisstjóra og síðan konsúlt með sérfræðingi í Noregi

  • Framgangur yfirmarkmiða og vikumarkmiða metinn

  • Nýjar upplýsingar, framfarir og hindranir í meðferð

  • Ný vikumarkmið sett

  • Fjölskyldumeðferð, hugræn atferlismeðferð, atferlismótun

  • 80 – 100 fjölskyldur á ári

  • Á árunum 2010-2017 fóru 265 börn í sína fyrstu meðferð á meðferðarheimili. Þar af höfðu 97 eða 37% áður farið í MST meðferð

40
New cards

Barnahús!

  • Samvinnuverkefni milli barnaverndar, dómstóla, Fyrsta barnahúsið okkar og heilbrigðisyfirvalda

  • 7 sérfræðingar

    • Rannsóknarviðtöl – ( e. Forensic Interviewing)

    • PostTraumatic Stress Diagnose – meðferð (Trauma focused therapy)

  • Barnið fái þjónustu á einum stað – ekki mörgum stofnunum!

  • Útibú á Akureyri – satellite Barnahús

  • Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum 3 ½ - 18 ára – (334 börn árið 2020)

  • Skýrslutökur fyrir dómi (fyrir utan 15 – 18 ára) 

  • Kynferðislegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi

  • Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir 

  • Sérhæfð greining til að meta afleiðingar ofbeldis

  • Meðferð fyrir börn 

  • Læknisskoðun barna

  • Ráðgjöf og fræðsla fyrir almenning og starfsfólk

  • Árið 2022 

  • 220 börn í rannsóknarviðtöl fyrir dómstóla (lögreglumál) 

  • 114 börn í könnunarviðtöl 

  • 133 börn í meðferðar- eða greiningarvinnu

41
New cards

Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar!

  • Sérhæfð sálfræðiþjónusta fyrir börn allt að 18 ára aldri 

  • Börn sem sýna óviðeigandi kynhegðun eða misnota aðra kynferðislega. 

  • Þrír sálfræðingar sérhæfðir á þessu sviði

  • Greining, ráðgjöf, handleiðsla og meðferð 

  • Mörg af þessum börnum eru með þroskahömlun 

  • ATH! Hlaðvarpið - Við viljum vita – viðtal við Önnu Kristínu Newton sálfræðing  

42
New cards

Fóstur!

  • Varanlegt fóstur – upp að 18 ára aldri 

    • Hægt að framlengja til 20 ára ef það er vilji barns 

  • Tímabundið fóstur – eitt ár – tvö ár hámark

  • Styrkt fóstur – eitt ár – tvö ár hámark

    • Börn með alvarlegri vanda og flóknari 

  • 131 barni ráðstafað í fóstur árið 2019 

  • 410 börn í fóstri 2019 

    • Varanlegt - 292 börn 

    • Tímabundið - 109 börn

    • Styrkt – 23 börn

  • ATH! Hvernig er fyrir barn að fara í fóstur? 

  • Hvernig er fyrir foreldra að þurfa að setja barnið sitt í fóstur?

43
New cards

PMTO - foreldrafærniþjálfun!

  • PMTO þjónusta er ýmist veitt foreldrum einstaklingslega eða í hópi og er það háð aðstæðum foreldra og þjónustutilboði hvers svæðis. Þjónustan miðast við foreldra barna með hegðunarerfiðleika.

  • Einstaklingsmeðferð felst í vikulegum viðtölum hjá PMTO-meðferðaraðila í allt að 25 skipti auk fjölþætts stuðnings í formi stuðningssímtala, heimaverkefna og funda með öðrum kerfum eins og til dæmis skólakerfinu. Einstaklingsmeðferð er sérstaklega sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu. 

  • Hópmeðferð hefur hliðstæð markmið og einstaklingsmeðferð. Um er að ræða fjórtán vikna tímabil þar sem foreldrar sækja vikulega hópfundi, í eina og hálfa klukkustund í senn, undir stjórn PMTO meðferðaraðila. Milli funda vinna foreldrar verkefni, fá stuðning í formi símtala og með öðrum hætti eftir þörfum hverrar fjölskyldu. 

  • Foreldranámskeið eru boðin ef um er að ræða væga hegðunarerfiðleika eða ef börn eru í áhættu að þróa hegðunarerfiðleika. Foreldrahópurinn hittist vikulega í átta skipti, tvær og hálfa klukkustund í senn, alls tuttugu klukkustundir.

  • ATH! Af hverju er PMTO foreldrafærni mikilvægur biti í félagsþjónustu og barnavernd?

  • Ný nálgun í heimilisofbeldismálum. 

  • Samstarf barnaverndar og lögreglu (20 mán 2011 - 2013)

  •   4 útköll á viku – sérfræðingur BVS fer á heimilið með lögreglu og bakvakt   

  • Barnavernd/lögreglan talaði við foreldrana 

  • Okkar sérfræðingur talaði við barnið 

  • 300 börn – 120 fengu meðferð

  • Mat stöðu barnsins – áfallið – styttri - lengri tíma ástand – bauð viðtal innan 24 tíma fyrir barn og þolanda. 

  • Bauð meðferðarviðtöl fyrir barnið - 5 viðtöl max

  • Bauð ráðgjöf fyrir foreldrana 

  • Byggt á breskri rannsókn um upplifun fólks af heimsóknum lögreglu og barnaverndar

  • https://www.nspcc.org.uk/globalassets/documents/research-reports/children-families-experiencing-domestic-violence-report.pdf 

  • Veit fólk td. hvað þetta eru mörg börn?       

  • Vitið þið að árlega koma 300 börn í Barnahús vegna gruns um að hafa verið beitt kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi. 

  • Af þeim koma 50 – 60 börn vegna gruns um að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi eða vegna þess að þau voru vitni að alvarlegu heimilisofbeldi.

  • Alþjóðleg viðmið 

  • 20 – 25 bv.mál á starfsmann – hér u.þ.b. 47 börn!?   

  • Það eru þrisvar sinnum fleiri barnaverndarstarfsmenní Noregi en á Íslandi – af hverju?

  • Hér getum við séð fjölda starfsmanna sem vinna í barnavernd – en árið 2018 voru það 150 starfsmenn í 113 stöðugildum og ef maður skoðar málafjölda þá voru það rúm 68 barnavernarmál á hver 1000 börn. 

  • Þess má geta að almennt á norðurlöndunum og englandi er nú miðað við 20 – 25 mál á hvern starfmann.   

Við viljum vita

  •  Hlaðvarp Barna- og fjölskyldustofu 

  • Sjö þættir komnir í loftið og er hægt að finna þá á öllum helstu hlaðvarpsveitum og heimasíðu BOFS

    • Barnahús – 2 þættir 

    • Stuðlar – 2 þættir 

    • MST

    • SÓK

    • Félags- og barnamálaráðherra 

44
New cards

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

  • Farsældarþing – farsældarráð

  • umræðuvettvangur fagfólks, notenda og stjórnvalda þar sem unnið er að samþættingu farsældarþjónustu, nýsköpun og úrbótum í málum sem varða farsæld barna. 

  • Þingið er öllum opið en sérstaklega skal tryggja þátttöku barna.

  • Tengiliðir

  • Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að þjónustu tengiliðar við samþættingu fyrsta stigs þjónustu

  • Málstjóri

  • Sá sem leiðir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns sem hefur þörf fyrir annars eða þriðja stigs þjónustu.

  • Stuðningsteymi

  • Vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita tilteknu barni almenna þjónustu, eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir stuðningsáætlun og fylgir henni eftir.