knowt logo

ÍSLE3DD05 - Lokapróf

Lærdómsöld 1550-1750

Aðalatriði:

  • Siðaskipti verða

  • Kaþólsk trú < lútherstrú 

  • Prentun hefst og innflutningur á pappír

  • Biblían prentuð á íslensku

  • Áhersla lögð á varðveislu og mikilvægi íslensks máls (húmanismi)

  • Söfnun miðaldahandrita hefst

  • Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir

  • Íslandslýsing var skrifuð á latínu af Oddi Einarssyni

    • Ein besta heimild sem til er um siðskiptatímann á Íslandi

Bókmenntir í lausu máli

  • Nánast ekkert nýtt verk í lausu máli var samið frá því síðasti forni annállinn var saminn um 1430 og þar til áhrif húmanismans komu fram á 16. öld

    • Ekkert samið í heila öld

  • Sögurnar sem lesnar voru til skemmtunar á heimilum voru aðallega fornsögur, t.d. Íslendingasögur, og kannski nutu riddara- og fornaldarsögur enn meiri vinsælda og voru afritaðar, lesnar og sagðar ( Afþreyingabókmenntir)

  • Á 17. öld bættust við erlendar skemmtisögur sem voru þýddar á íslensku – almúgabækur

Ljóðagerð

  • Rímur voru enn vinsælar frá miðöldum

    • Rímurnar lengdust, bragarháttum fjölgaði og urðu flóknari

  • Haldið var áfram að semja kristileg kvæði og siðskiptamenn sýndu áhuga á gömlu kaþólsku helgikvæðunum

  • Fjöldi lútherska sálma var þýddur og saminn

  • Elsta, þekkta heimsádeilukvæði íslenskra bókmennta kemur frá lærdómsöld – Heimsósómi eftir Skáld-Svein

    • Deilt er á ýmsa samfélagsbresti og lesti í fari manna

    • Aldarfarið er spillt græðgi eftir fé og völdum

    • Ádeilan beinist oftast gegn valdsmönnum og hroka sem alþýðufólki er sýndur

    • Ádeilan átti að vera siðbætandi og hvetja menn til dyggða, það átti að reyna að snúa við þróun hins öfugsnúna heims

    • Vondur samtíminn gjarnan borinn saman við liðna tíð sem var mikið betri

    • Heimsósómi er talinn ortur í upphafi 16. aldar

  • Bókmenntagreinin er gjarnan kölluð heimsósómar eftir kvæði Skáld-Sveins

  • Fá ástarkvæði eru varðveitt frá 16. öld en ástæða þess er talin vera sú að yfirmenn kirkjunnar voru á móti kveðskapnum og reyndu að koma í veg fyrir útbreiðslu hans

Flokkun bókmennta

  • Bókmenntum siðskiptatímans er skipt í trúarlegar og veraldlegar bókmenntir og bókmenntir í bundnu og lausu máli

  • Það voru synir heldri manna sem hlutu nægilega menntun til að verða opinber skáld

    • skáldskapurinn var í föstum skorðum og skáldskapariðkun krafðist talsverðar þekkingar í skáldskaparfræðum, mælskulist, fornum bókmenntum og latínu

Menningarbylting – siðaskipti

  • Miklar breytingar urðu á menningarlífi Íslendinga um miðja 16. öld

  • Þær breytingar voru hluti af alþjóðlegum hræringum í menningar- og trúmálum sem bárust hingað frá Evrópuþjóðum

  • Siðaskiptin eru mikilvægust þegar Íslendingar tóku upp lútherskan sið

  • Við siðaskiptin jukust völd konungs til muna því skv. stefnu Lúthers varð þjóðhöfðingi í hverju landi jafnframt yfirmaður kirkjunnar en áður hafði veraldlegt og kirkjulegt vald verið aðskilið

  • Siðaskiptamenn lögðu áherslu á að ver maður ætti að iðka trú í milliliðalausu sambandi við guð  sinn, bæði í kirkju og heima

  • Biblían þýdd og innflutningur á pappír

  • Jón Arason flutti inn fyrstu prentsmiðjuna og var hún í eign kirkjunnar fram á 18. öld

Guðsorð á íslensku

  • Nýja testamentið var fyrst þýtt í heild sinni um siðaskiptin af Oddi Gottskálksson

    • Elsta bók sem prentuð er á íslensku og er varðveitt í heilu lagi

Fyrstu lúthersku sálmarnir

  • Lúther lagði áherslu á að Guðsorð væri til á hverri þjóðtungu og að menn gætu lofsungið Guð, hver á sínu máli

  • Marteinn Einarsson gaf út fyrstu sálmana í íslenskri þýðingu 1555 – Marteinssálmar

    • 35 sálmar

    • Mikilvæg heimild um hugmyndir siðskiptamanna um kristna trú og hvernig þótti við hæfi að lofsyngja Guð

    • Mikilvæg heimild um framburð íslenskunnar

Guðbrandur Þorláksson og bókagerð hans

  • Biskup á Hólum

  • Frá Staðarbakka í Miðfirði

  • Fékk biskupsembætti á Hólum 1571 þar til hann dó

  • Afkastamikill bókaútgefandi

    • Eini útgefandinn og hafði því mikil áhrif

    • Guðbrandsbiblía 1584, Sálmabók 1589 og Vísnabók 1612

  • Auk þess prentaði hann húslestrarbækur, barnabækur, predikanir o.fl.

  • Reyndi hvað hann gat að koma í veg fyrir útbreiðslu afþreyingarkvæða

Guðbrandsbiblía

  • Guðbrandur gaf út alla Biblíuna og er hún kennd við hann

  • Hún er hins vegar eftir Odd Gottskálksson og fleiri skáld

  • Fyrsta myndskreytta bók sem var prentuð hér

  • 500 eintök


Sálmabókin

  • Guðbrandur var valdamesti maður í bókmenntalífi síns tíma á Íslandi

  • Í Sálmabókinni telur Guðbrandur upp kosti bundins máls fram yfir óbundið

    • Auðveldara að læra og muna vísur og kvæði

    • Vel ort kvæði hafa meiri áhrifamátt en sundurlaust mál

  • Svo útskýrir hann gallana á eldri sálmaþýðingum

    • Sálmar sem eru efnislega rétt þýddir en skortir stuðlun, viðeigandi íslenska skáldskaparmálsnilld og rétta bragahætti

    • Sálmar sem eru of skáldlegir og með svo djúpum kenningum og orðum að erfitt er að skilja merkinguna

    • Sálmar á annarlegu tungumáli og brákaðri norrænu

Kvæði af stallinum Kristí

Emmanúel heitir hann

herrann minn enn kæri.

Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.


Nóttin var sú ágæt ein,

í allri veröldu ljósið skein,

það er nú heimsins þrautar mein

að þekkja hann ei sem bæri.

Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

  • 350 eintök

Vísnabókin

  • Kennslubók í efni Biblíunnar og kristinni trú

  • Íslenskur kveðskapur eftir tíu skáld

  • Nóttin var sú ágæt ein/Kvæði af stallinum Kristí

    • Vikivakaháttur

  • Með Vísnabókinni reynir Guðbrandur að koma nokkuð til móts við bókmenntasmekk landa sinna

    • Vildi sjálfur að ástarkvæði og fornmannarímur legðust af

  • Svokallaðar biblíurímur taldar vera upphaf þess siðar að snúa sögum Biblíunnar í bundið mál

    • Undanfari Passíusálmanna

Íslenskan á siðskiptaöld

  • Ítalskir húmanistar á 14. öld vildu hreinsa latínu síns tíma af seinni tíma mengun og færa hana aftur til þess sem hún var í meðförum klassískra rithöfunda

    • Arngrímur lærði Jónsson fjallar um íslenskuna á svipaðan hátt

      • Frændi Guðbrands Þorlákssonar

  • Arngrímur skrifaði Crymogæa (þýðir Ísland) 1609

  • Vildi að Íslendingar varðeiti hreinleik tungunnar með því að nota hreint mál og glæsilegan stíl fornritanna sem fyrirmyndir (sbr. hugmyndum ítalskra húmanista)

    • Vildi einnig að Íslendingar hafi lítil samskipti við aðrar þjóðir til að menga ekki tunguna

Rímur

  • Rímur hafa lengi verið vinsæl afþreying og eru umfangsmesta íslenska bókmenntagreinin

  • Rímur: löng frásagnarkvæði, söguljóð, þar sem oftast er endursagt efni annarra bókmennta, helst sagna

    • Rímur eru oftast epískar

  • Rímur voru oft ortar eftir sögum og söguþræði var fylgt

    • Riddarasögur, fornaldarsögur Norðurlanda og ævintýri

  • Rímnaskáld velja sér sögu til að yrkja upp og breyta í rímu og varð hver saga að einum rímnaflokki

  • Rímnaflokkur: mismargar rímur (ein ríma=kafli)

  • 1. Hver ríma hefst á ljóðrænum inngangskafla, mansöng, þar sem skáldið talar beint til áheyrenda

    • Mansöngvar fjalla oft um aðstæður skáldsins, um ástir eða skáldskap

    • Mansöngur þýðir ástarljóð

  • 2. Svo tekur efni sögunnar við og er rakið í mörgum vísum

  • 3. Að lokum eru fáar vísur í lok hverrar rímu (1-2) þar sem skáldið kveður lesendur

  • Allar vísur sömu rímu eru ortar undir sama bragarhætti en það er gjarnan skipt á milli rímna (sér bragarháttur fyrir inngang, meginmál og lokaorð)

  • Fyrsta ríman oft ferskeytla

  • Skáldamál oft sótt til dróttkvæða, sérstaklega Snorra-Eddu

  • Myndmál einkennist af heitum og kenningum

  • Endarím, víxlrím og runurím er einkennandi

  • Eignarfallsumritun: sæmd – sæmdar klútur  //  viska – visku rætur

  • Rímnalög kallast stemmur

Ferkvæður háttur: Ferskeytla

Guð er vís að gefa mér

góða fiska fjóra,

hann mun sjálfur hugsa sér

að hafa þá nógu stóra.

Ferkvæður háttur: Skáhenda

Yngissveinar silkirein

sagðir margir unnu,

biðlamergð og manna ferð

meyjar af ástum brunnu

Þríkvæður háttur: Braghenda

Þegar ég tók í hrunda hönd með hægu glingri

fannst mér, þegar ég var yngri,

eldur loga á hverjum fingri.

Tvíkvæður háttur: Afhenda

Afhendingin er mér kærst af öllum brögum,

Þegar ég yrki óð af sögum.


Hallgrímur Pétursson

  • Markaði dýpst spor í andlegt líf Íslendinga með skáldskap sínum á 17. öld 

  • Trúareinlægni hans var einstök, sem og ást hans á móðurmálinu

  • Skyldur Guðbrandi Þorlákssyni

  • Hætti í skóla (wanker), óvenjuleg skólaganga

  • Doggaði Guðríði Símonardóttur – preggerz – formlegu námi Hallgríms lokið

  • Brynjólfur Sveinsson (þússarinn) lét vígja Hallgrím til prests

  • Hann fékk hann einnig til að sjá um endurenntun þeirra sem voru tekin í tyrkjaráninu og þar hitti hann tyrkja- Guddu

  • Orti mest ádeilukveðskap, rímur, heilræðakvæði, tækifæriskvæði og svo Passíusálmana

  • Þekktur fyrir “um dauðann óvissa tíma”

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

  • Passía – þjáning

  • Efni Passíusálmanna: pína, dauði, upprisa Jesú

  • Færist frá pínu Krists, og yfir á áyrgð mannanna

  • Barrokk tími: listastíll sem stóð í blóma á 17. öld og fram á þá 18.

    • Einkenndist af reglufestu, skrauti og íburði

    • Var að miðla andlegum kveðskap á listrænan hátt

    • Skáldin urðu að vera rökvís og vel máli farin

  • Lykilhugmynd í passíubókmenntum – íhugun um hvaða merkingu dauði Krists hefði haft fyrir mannkynið

    • Markmiðið var að tengja saman samtímann og tíma píslasögunnar til að lífga atburðina við

  • Passíusálmar Hallgríms voru fyrst prentaðir 1666

  • Hallgrímur leggur áherslu á útleggingu efnisins (hvernig má túlka það og hvernig má læra af því) og vandlega úthugsaða byggingu og vandaðan stíl (ávörp og endurtekningar)

  • Friðþægingarkenningin:

    • Samkvæmt kristinni trú fæðist maðurinn syndugur, hann ber erfðasyndina í blóðinu. Með dauða krists er búiða að aflétta erfðasyndinni, hann friðþægaði snydir okkar þannig að við getum aftur fengið eilíft líf í himnaríki sem við glötuðum upphaflega þegar Adam og Eva brutu af sér.

  • Fjórskipting hvers Passíusálms:

    • 1. Endursögn Biblíutexta: hluti píslasögu Krists endursagður í bundnu máli – historia 

    • 2. Trúarleg túlkun: hliðstæður milli tíma Krists og samtímans – allegóría 

    • 3. Áminning: dæmi um hinn siðferðislega lærdóm sem draga má af textanum – mórölsk merking

    • 4. Huggun/bæn: dregin er fram merking sem vísar til eilífrar sáluhjálpar – anagógísk merking

  • Tímaskipting:

    • Tími Krists

    • Tími Hallgríms

    • Framtíðarmynd

    • Tími Krists

  • Erindi 1-3: endursögn ritningartexta – útleiðsla Krists (niðurlæging)

  • Erindi 4-5: trúarleg túlkun – rangfærsla laganna

  • Erindi 6-11: áminning – inn-út, erfðasyndin, grundvallarhugmyndin kemur fram

  • Erindi 12-14: huggun/bæn: lofsöngur og sáluhjálp


Erfðasyndin: skuld sem menn bera í blóði sér frá því Adam og Eva brutu gegn banni drottins í Eden.


Grundvallarhugmynd Passíusálmanna: maðurinn er fordæmdur og ber erfðasyndina á herðum sér. Honum hefur mistekist að lifa samkvæmt vilja drottins. Á manninum hvílir blóðskuld, forsmán og útskúfun frá Guði en með dauða Krists er bölvunin tekin burt. Með kvaladauða sínum á krossinum hefur Kristur fjarlægt þessa byrði af manninum, friðþægt fyrir syndir hans


Annar sálmakveðskapur Hallgríms Péturssonar

  • Um dauðans óvissa tíma (um 1650)

    • Sálmurinn um blómið

    • Helsti útfararsálmur þjóðarinnar

    • Dróttkvæður háttur???????

    • Sálmurinn fjallar um dauðann og kristileg viðhorf til hans

    • Uppbygging: dauðinn – hugleiðing um dauðann – trúarlegt (friðþ.kenning) – dauðanum fagnað

    • Erindi 1-7: dregin upp mynd af stöðu mannanna gagnvart dauðanum – svartsýni 

      • Myndrænar vanitas-samlíkingar

    • Erindi 8-13: trúarleg viðhorf, skáldið yrkir sig í sátt við hinn óumflýjanlega dauða því allt vald er hjá Guði – bjartsýni

      • Retorísk tilþrif

    • Barrokk texti

      • Gildi blómsins tekið fram yfir útlit þess

    • Stílbrögð

      • Mótsögn: með sínum dauða hann deyddi / dauðann og sigur vann

      • Endurtekning: hann er mín hjálp og hreysti / hann er mitt rétta líf / honum af hjarta eg treysti / hann mýkir dauðans kíf

      • Persónugervingar: dauðinn persónugerður og ávarpaður (apostrofe)

        • Dauði, ég óttast eigi / afl þitt né valdið gilt / í Kristí krafti eg segi / kom þú sæll, þá þú vilt

      • Viðlíkingar: dauðinn – slátturmaður / líf manns – blóm 

  • Erfiljóð Hallgríms um dóttur sína Steinunni

    • Tilheyrir erfiljóðið tækifæriskvæðum Hallgríms

    • Steinunn dó á 4. ári 1649

    • Í ljóðinu takast á :

      • hugmyndin að dauðinn sé endanlegur og sorgin óbærileg

      • humyndin um huggun sé fólgin í einlægri trú og von

Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar

  • Helmingur kveðskapar Hallgríms er veraldlegur

    • Rímur, heilræðakvæði og ádeilukvæði

  • Flærðarsenna

    • Ádeilukvæði um svik

    • Sex erindi, hvert erindi með sjö braglínur

    • Heimurinn er fullur af ótryggð og falsi og þeir sem skilja það ekki munu reka sig hastarlega á

    • Hinn lymskufulli heimur er persónugerður

    • Rím: línur 1-4 hafa víxlrím en síðustu 3 hafa miðrím og runurím

Ljóðrænn skáldskapur á lærdómsöld

  • Skáldskapur hefur verið flokkaður í þrennt: epík, dramatík og lýrík

  • Lýrískur/ljóðrænn skáldskapur er sá sem fjallar um og höfðar til tilfinninga og hughrifa fyrst og fremst, frekar en röklegrar hugsunar

  • Ljóð og kvæði geta verið epísk ef þau fela í sér sögu/frásögn

  • Náttúran og ástin er helsta umfjöllunarefni

  • Þekktasta lýríska skáld 16. aldar er Páll Jónsson (Staðarhóls-Páll) og frá 17. öld er það Stefán Ólafsson

Sagnfræði á lærdómsöld

  • Einn þáttur húmanismans á 16. öld er endurvakinn áhugi á sögu og liðnum tímum

    • Sjáum það í ritun sagnfræðilegra verka og í handritasöfnun

Ritun sagnfræðilegra verka

  • Crymogæa Arngríms lærða

  • Björn Jónsson á Skarðsá (Gaurinn með enga menntun sem samdi ljóð að dissa ríka fólkið)

    • Afritaði handrit og samdi sjálfur

    • Skarðsannáll: yfirlit markverðustu viðburða á Íslandi frá 1400-1640

  • Jón lærði Guðmundsson

    • Skrifaði um náttúrufræði, lækningar og galdur

    • Orti sjálfsævisögulegt kvæði, Fjölmóð, 394 erindi undir fornyrðislagi

    • Spánverjavígin 1615

      • 30 baskneskir hvalveiðimenn, sem höfðu brotið skip sín, voru drepnir fyrir að ræna sér til matar þegar enginn vildi/þorði að hjálpa þeim

Handritasöfnun

  • Á 16. öld, í anda hugmynda húmanismans, jókst áhugi á handritum frá miðöldum í samræmi við endurvakinn áhuga á liðinni tíð

  • Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup safnaði handritum sem dýrgripum og honum getum við þakkað að Konungsbók eddukvæða varðveittist því árið 1662 sendi hann Friðriki 3. Danakonungi hana að gjöf

  • Árni Magnússon safnaði handritum um allt land

    • Árnastofnun

Ferðabækur

  • Reisubók Ólafs Egilssonar er elsta varðveitta íslenska ferðasagan

    • Séra Ólafi var rænt í Tyrkjaráninu en síðan sendur til DK að fá lausnargjald fyrir hópinn

  • Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara er þekktasta ferðasaga Íslendings frá 17. öld

    • Jón fór að heiman og hélt til DK þar sem hann fékkst við margvísleg störf uns hann réð sig á Indlandsfar, danskt herskip sem gert var út í verslunarleiðangur 1622

    • Bókin er dýrmæt heimild um borgarbrag Köben og verslun Dana og Indverja um 1620

    • Bókin er ómetanleg heimild um daglegt líf sjómanna og hermanna á sjó og landi á sama tíma

    • Í bókinni er kjarnmikið alþýðumál


Galdrafár

  • Líklegt að einhverjir hafi reynt að beita svartagaldri

    • Notaður til að valda tjóni/dauða og jafnframt til að tæla stúlkur

    • Notaðar voru sendingar, dýr sem mögnuð voru með galdri til að drepa búfénað eða valda öðrum usla

  • Fyrst var varla litið við galdri en á 17. öld var farið að líta hornauga á galdur af prestastéttinni 

    • Höfðu áhyggjur af því að þeir sem stunduðu galdur teldu sig geta farið gegn því sem Guð hefði ákveðið og sem líta mætti á sem réttláta refsingu fyrir óhlýðni manna

      • Verk djöfulsins 666

  • Frá  1500-1700 er talið að margar milljónir kvenna hafi verið fórnarlömb galdraofsókna í Evrópu

  • Hér snerust flest galdramál um meðferð stafa, tákna og rúnablaða sem áttu að hafa valdið fólki skaða

  • Konur voru í minnihluta þeirra sem voru líflátnir af sökum galdra

    • 130 konur ákærðar en 1 brennd

    • 20 karlar brenndir

  • Galdrafárið á Vestfjörðum tengist helst tveimur körlum; séra Jóni Magnússyni (þumlungur) og séra Páli Björnssyni

    • Jón lærði Guðmundsson var þekktastur ásakaðra galdramanna

  • Galdrafárið á Íslandi var sérkennilegt

    • Stóð yfir í stuttan tíma, flestar brennurnar voru 1669-1683

    • Konur voru í minnihluta

    • Galdrafárið aðeins bundið við einn stað; Vestfirði


LÆRDÓMSÖLD

hallgrímur pétursson - passíusálmarnir

jón arason - fyrsta prentsmiðjan

oddur gottskálksson - nýja testamentið

marteinn einarsson - fyrstu þýddu sálmarnir

guðbrandur þorláksson - biblían og sálmabók

arngrímur lærði jónsson - húmanisti, vernda ísl

brynjólfur sveinsson - 1k, safnaði handritum

árni magnússon - safnaði handritum

ólafur egilsson - elsta ferðabókin: reisubók

jón ólafsson - indíafari

jón lærði guðmundsson - ásakaður galdramaður





Hver voru mikilvægustu frumsamin verk lærdómsaldar?

Svar:___________________________________________________________________________

PASSÍUSÁLMARNIR


Upplýsing 1750-1830

Aðalatriði:

  • Í samanburði við önnur lönd í Evrópu byrjar upplýsingin hér seint

  • Blómatími upplýsingarinnar á Íslandi var u.þ.b. 1780-1810

  • Mikið af efni sem tengist upplýsingunni var samið erlendis

  • Á Íslandi urðu ekki róttækar samfélagslegar eða pólitískar breytingar í kjölfar upplýsingarinnar

    • Afstaða manna í trúmálum mildaðist

  • Eggert Ólafsson er þekktasta skáld tímabilsins


  • Hugtakið upplýsing merkir umfangsmikla mennta- og menningarstefnu víða um lönd á 18. og 19. öld

  • Stefnan birtist á mismunandi hátt í einstökum löndum en það sem tengdi hana saman voru grundvallarhugmyndir á sviði trúmála, stjórnmála, lista og heimspeki sem allar lutu að framfaramálum, þeirri trú að mönnum farnaðist því betur í lífinu sem fræðsla væri meiri

    • Vísindahyggja

  • Aukin áhersla á skynsemi mannsins

Maðurinn fæðist saklaus

  • Meginhugmynd frumkvöðla upplýsingar var að fyrirmyndir ætti að rekja til raunvísinda

    • Þessu fylgdi trú margra upplýsingarmanna á því að umhverfið mótar manninn og að menn fæddust óspilltir

      • Andstætt þeim trúarhugmyndum sem einkenndu siðskiptatímann þar sem kjarni í kenningu kirkjunnar var að menn fæddust syndum hlaðnir

      • Upplýsingarmenn vísuðu hugmynd kirkjunnar manna um erfðasynd á bug

Grýttur jarðvegur á Íslandi fyrir upplýsingu

  • Fyrstu 30 ár upplýsingar á Íslandi mótaðist hún mjög af aðgerðum danskra stjórnvalda

  • Áhrif upplýsingarinnar birtist hér mest í ritsmíðum einstakra manna og hugmyndum sem ýmis félagasamtök settu fram fremur en í framkvæmdum

  • Einn fyrsti vísirinn að nýjum hugsunarhætti í anda upplýsingar og framfara hér á landi var stofnun svokallaðra Innréttinga en svo var verksmiðjuþorp, sem reis í Reykjavík um miðja 18. öld, nefnt

    • Markmiðið var að efla verkkunnáttu Íslendinga, efla atvinnuvegi, iðnað og útgerð

    • Áhersla á ullarvinnslu og klæðagerð

    • Innréttingarnar lokuðu fyrir aldamótin 1800

    • Skúli Magnússon Fógeti stóð fyrir þeim

Eggert Ólafsson

  • Einn helsti boðberi upplýsingar á Íslandi

  • Hann leit svo á að hlutverk vísindanna fælist einkum í því að lýsa hlutum og fyrirbærum eins nákvæmlega og hægt er til að sýna fram á kerfi og reglufestu í náttúrunni

  • Vildi einnig útrýma ýmiss konar landlægri hjátrú og náttúruótta og skýra dularfulla hluti á vísindalegan hátt

  • Ferðabók Eggerts og Bjarna

    • Skrifuð á ferðalagi Eggerts og Bjarna Pálssyni þar sem þeir vildu bæta nýtingu í landinu

    • Ferðabókin auðveldaði dönskum stjórnvöldum að standa fyrir ýmsum úrbótum á Íslandi

  • Einnig skrifaði Eggert rit um náttúru Íslands og íslenskt mál

  • Áleit að íslensk tunga væri í hættu

  • 1768 drukknaði Eggert á Breiðafirði ( Ha ha )

  • Eggert var í fararbroddi íslenskra skálda á upplýsingaröld

  • Skáldskapur hans fólst í að miðla upplýsingum sem voru nátengdar nytsemi og sannleika

  • „Meginviðfangsefni skáldskapar á að vera einstaklingurinn í samfélagi við aðra menn“

  • Búnaðarbálk er þekktasta kvæði Eggerts

    • Skipt í þrjá flokka

      • Eymdaróð – Náttúrulyst – Munaðardæla

Úr Búnaðarbálki, Munaðar-dælu eður bóndalífi og landselsku

  • Fjallað um ung hjón sem aðhyllast svipaðar hugmyndir og Eggert

  • Þau lifa í sátt við aðra bændur og nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða

  • Bóndinn fer út að vinna og konan tekur svo á móti honum með gleði í hjarta <3

  • gay skrifað út frá manninum

Fyrsta erindi (25)

Ég fer í bæ og hressist heldur;

hún dregur af mér vosklæðin;

svo kuldinn flýi, kveikist eldur,

kræsast þarf einhver rétturinn:

borðið er sett með besta mat,

í búrinu sem hún fengið gat.

  • Skv. kvæðinu á konan að taka vel á móti bónda sínum, maturinn tilbúinn á borðinu. Hún býr um rúmið og sér til þess að það fari vel um bóndann. Konan er algjört gæskublóð, hún kennir þeim sem vilja læra, siðar börnin og sinnir húsverkum. Sefur aðeins hjá bónda sínum og er „skírlíf í hjarta“. Konan er það besta sem bóndinn á.

  • Í Um samlíking sólarinnar koma fram svipaðar hugmyndir um konuna

    • „Samkvæmt kvæðinu á konan að vera verklagin og vinnusöm, kærleiksrík, hugsa vel um eiginmanninn, fæða börn og hugga þá sem eiga bágt“

    • Það sem er mismunandi er það að í eldra kvæðinu hefur konan þetta hlutverk en í seinna kvæðinu eru þetta eiginleikar ákveðinnar konu??????

  • Jurtakvæði bls. 112

Hrappseyjarprent

  • 1773 fékkst leyfi frá Danakonungi til að stofna nýja prentsmiðju á Íslandi

  • Í nýju prentsmiðjunni mátti aðeins prenta efni af veraldlegum toga en ekki guðsorðabækur eins og var aðeins gert í Hólaprenti

  • Prentuð voru allskonar rit; upplýsingarit, Alþingisbækur, íslenskur skáldskapur, þýðingar og svo fyrsta íslenska tímaritið, Islandske Maanedstidender

  • Rekja má upphaf íslenskrar upplýsingar til stofnunnar Hrappseyjarprents

  • Prentsmiðjan lokaði 1794 en þá var hún seld og flutt suður á Leirársgarða í Borgarfirði

  • Búnaðarbálkur var prentað í Hrappseyjarprenti

  • Atli eftir Björn Halldórsson var prentað í Hrappseyjarprenti

    • Dæmigert upplýsingarit

    • Atli fær ráð hjá bónda sínum um hjónaband og uppeldi barna

Fræðslufélög og tímarit

  • Einn þráðurinn í því sem varð að vef upplýsingarinnar hér á landi lá hjá íslenskum námsmönnum í Köben fyrir miðja 18. öld

    • Félagsskapurinn Sakir/Secta

    • Byggðist á þjóðernisvitund og áhuga á íslenskri tungu

  • Lærdómslistafélagið var svipaður klúbbur og var stofnaður 1779 í Köben

    • Markmiðið var að breiða út hagnýta fræðslu, varðveita tunguna og upplýsa Íslendinga um vísidóma náttúrunnar, heimspeki og guðfræði

    • Jón Eiríksson

  • Lærdómslistafélagið gaf út tímaritið Rit þess íslenska lærdómslistafélags eða Félagsritin

    • Fyrsta tímaritið sem gefið var út á íslensku

    • Fjallað var um búskap, veiðar, heilbrigðismál o.fl.

Magnús Stephensen

  • Undrabarn, fór 17 ára til Köben í nám

  • 1794 stofnaði Magnús nýtt framfarafélag á Íslandi sem nefnt var Landsuppfræðingarfélagið

    • Tilgangur félagsins var að ná til almennings með góðu og gagnlegu efni til upplýsingar og skemmtunar

    • Félagið leigði og flutti Hrappseyjarprentsmiðju í Borgarfjörð

    • Enduðu á því að kaupa prentsmiðjuna ásamt Hólaprentsmiðju sem varð til þess að Magnús varð einráður í bókaútgáfu á Íslandi næstu 30 árin

  • Magnús, ásamt Landsuppfræðingarfélaginu, prentaði ýmislegt

    • KlausturpósturinnSumargjöf handa börnumEinfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjurSálmabókEftirmæli átjándu aldar

    • Flest ritin voru í anda upplýsingarinnar og þeim var ætlað að auðga mannsandann og kveða niður hjátrú og kreddur

  • Magnús var umdeildur

    • Talið var að hann reyndi í krafti menntunar sinnar og embætta að berja niður aðrar skoðanir en þær sem honum voru þóknanlegar

    • Einnig var talið að Magnús sinnti ekki íslenskri tungu í ritum sínum

  • Þegar Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 1816 dró úr áhrifum Magnúsar

    • Rasmus Christian Rask var einn af frumkvöðlum stofnunar félagsins

      • Mikill áhugamaður um íslensku og vildi vernda málið

    • Félagið hefur gefið út menningar- og fræðiritið Skírni  frá 1827

    • Rask er helsti útlendingurinn sem hefur haft áhrif á íslenskuna

Íslenskan á upplýsingaröld

  • Á siðskiptaöld hafði Arngrímur lærði áhyggjur af erlendum áhrifum á íslenskt mál og vildi loka á samskipti Íslendinga við útlendinga og láta dönskuna ekki hafa áhrif á íslenskt mál

  • Svo í Ferðabók sinni segir Eggert Ólafsson að málið sé hreint í sveitinni en við sjávarsíðuna, sérstaklega við verslunarhafnir, sé íslenskan blönduð erlendum málum

  • Varðveisla og efling tungunnar varð eitt af mikilvægustu verkefnum 19. aldar í tengslum við framfarasókn og sjálfstæðisbaráttu

Skáldkonur

  • Ekki fer mikið fyrir nafngreindum konum í hópi höfunda á upplýsingaöld

    • hvaR ER JAFNR´´ÉTTIÐ

  • Konur gengu ekki menntaveginn

  • Skáldskapur var fyrir karla og þótti körlum þeim ógnað af skáldskapi kvenna

Bjrög Einarsdóttir, Látra-Björg

  • Vinnukona á Látraströnd

  • Lausavísur

  • Dróttkvæður háttur, ýmsir rímnahættir og vikivakaháttur

  • Ákvæðaskáld: skáld getur haft áhrif á náttúrulögmál í krafti skáldskapar síns

Látrum hlíft við bruna:


Aldrei Látra- brennur bær,

bleytan slíku veldur,

þangað til að Kristur kær

kemur og dóminn heldur.

Veður- og náttúrulýsing:


Orgar brim á björgum,

bresta öldu hesta,

stapar standa tæpir,

steinar margir veina.

Þoka úr þessu rýkur,

þjóð ei spáir góðu.

Halda sumir höldar

hríð á eftir ríði.

Rímnaskáld

  • Rímur lifðu enn á upplýsingaröld þó svo að leiðtogar upplýsingarinnar væru á móti þeim

  • Þekktustu rímnaskáld tímans voru:

    • Árni Böðvarsson

    • Snorri Björnsson

Lausamálsbókmenntir

  •  Á síðari hluta lærdómsaldar hófust fyrstu tilraunir Íslendinga með ritun verka þar sem höfundurinn sjálfur var í brennipunkti

    • Ferðasögur, einstöku menn (Jón Ólafs Indíafari)

    • Ekki mikið um sálarlífslýsingar

  • Ritun sjálfsævisagna hófst hér á 18. öld

    • Séra Jón Steingrímsson eldklerkur

  • Upphaf íslenskrar skáldsagnaritunar er oft rakið til sagna Jóns Thoroddsens (rómantíska stefnan)

    • Piltur og stúlka 1850

    • Maður og kona 1876

  • Ólafs saga Þórhallasonar

    • Eftir Eirík Laxdar

    • 14 ára strákur uppgötvar álfaheim og ferðast á milli heima

    • „Álfasagan mikla“

    • Í sögunni birtist fyrirmyndarþjóðfélag sem marga upplýsingarmenn dreymdi um

Leikritun

  • Upphaf íslenskrar leikritunar má rekja til tíma upplýsingarstefnunnar en upplýsingin var lyftistöng fyrir leikritun um alla Evrópu

  • Sperðill

    • Elsta varðveitta íslenska leikritið

    • Eftir séra Snorra Björnsson

    • Hroki og sýndarmennska afhjúpuð á gamansaman hátt

  • Slaður og trúgirni (Hrólfur) og Narfi

    • Eftir Sigurð Pétursson sýslumann

    • Samið fyrir Herranótt

    • Hrólfur: Hrólfur blekkir fólk með glæsileik og orðkynngi, alla nema unga stelpu sem sér í gegnum hann 3<

    • Narfi: lögréttumaðurinn Narfi reynir að vera meira en hann er í raun

      • Sýndarmennska og oflátungsháttur Narfa afhjúpuð, hann er hafður að fífli fyrir að tala dönsku í stað íslensku

      • Ádeilan í Narfa beinist að undirlægjuhætti fyrir því sem erlent er og einhverjum þótti fínna en hið íslenska


  • Lok upplýsingar á Íslandi má miða við  dauða Magnúsar Stephensens 1833 og upphaf skrifa Fjölnismanna sem settu svip á rómantíkina


Siðskiptaöld/lærdómsöld

Upplýsingaröld 

Viðfangsefni bókmennta

Að lofsyngja Guð á þjóðtungunni og semja kristileg rit. Að sýna mikilfengleik Guðs og smæð mannsins andspænis guðdóminum.

Að uppfræða lesendur um allt sem hefur hagnýtt gildi, ekki síst um nýtingu lands til að auðvelda búsetu í erfiðu landi.

Hlutverk skálda

Að yrkja um samband mannsins við Guð sinn í samræmi við ríkjandi hugmyndir kirkjunnar.

Að koma hagnýtum fróðleik á framfæri á aðgengilegan hátt. T.d. fróðleik um hvernig nýta megi landið sem best.

Aðferð

Guðbrandur Þorláksson fer fram á að skáldin noti gömul íslensk kvæði (t.d. eddukvæði) sem fyrirmyndir um skáldskapargildi, myndmál og málnotkun.

Rithöfundar eiga að miðla fræðsluefni sínu á skýran og skilmerkilegan hátt á skiljanlegu máli. Fræðslurit voru skrifuð bæði í ljóðformi og sem samtöl.

Persónur og vettvangur

Aumur og syndum spilltur maðurinn sem bíður af sér vonda jarðvist í vissunni um eilíft líf í sæluríki Guðs, eftir dauðann.

Maðurinn fæðist saklaus. Hann mótast af umhverfi sínu og til að hann njóti sín sem best þarf hann að öðlast menntun til að nýta náttúruna sér til hagsbóta.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að yrkja um dýrð Guðs í samhengi við smæð og sekt mannsins. Samband manns við Guð er forsenda góðs lífs.

Að bæta mannlífið með því að uppfræða almenning. Upplýstur maður getur best notið þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

UPPLÝSINGARÖLD

eggert ólafsson - þekktasta skáld, boðberi uppl., ferðabók, búnaðarbálkur

árni böðvars & snorri björns - rímur

snorri björns - sperðill

séra jón steingrímsson - sjálfsævisaga

sigurður pétursson - hrólfur og narfi

björg einarsdóttir/látra-björg - ákvæðaskáld








 Rómantík 1830-1880

Aðalatriði:

  • Áhersla á einstaklinginn, upplifun hans og skynjun verður aðalatriði

  • Öll list (þ.m.t. skáldskapur) hjálpar manninum að skilja guðdómlegt eðli heimsins

  • Þjóðerniskennd og hugmyndir um hið þjóðlega verða miðlægar

    • Sjálfstæðisbarátta 19. aldar

  • Rómantíska stefnan dregur heiti sitt af hugtakinu romanz

    • Upphaflega notað um gömul skrif á þjóðtungum, ekki á latínu

  • Náttúrudýrkun, fegurð náttúrunnar lofuð

  • Lögð er rækt við fortíð þjóða, hér á landi hina fornu frægð

  • Þekktasta skáld er Jónas Hallgrímsson


  • Rómantíska stefnan er mikilvægasta hugmyndastefna 19. aldarinnar

    • Hugmyndir okkar eru enn undir miklum áhrifum af rómantísku stefnunni

      • Náttúrufegurð og samband manns og náttúru

  • Rómantíska stefnan er andstæða upplýsingarstefnunnar

    • Skáld yrkja um náttúrufegurð (ekki landnýtingu), eigið sálarlíf, tilfinningar og skáldlegt ímyndunarafl

  • Með rómantísku stefnunni er einstaklingurinn, skynjun hans og reynsla, aðalatriðið

    • Einstaklingurinn og upplifun hans

  • „Hvernig er heimurinn?“ verður að „Hvernig upplifi ég heiminn?“

  • Henrik Steffen

    • Danskur náttúrufræðingur og heimspekingur

    • Boðaði hugmyndir eins og þá að líkt og birtan kemur frá sólinni kæmi maðurinn frá Guði

    • Hið jarðneska er eftirmynd hins heilaga og himneska sem einstaklingurinn gæti komist í kynni við í heimspeki og list

    • Þannig er það ekki skynsemi upplýsingarinnar sem færir manni sannleika heldur er það upplifun í gegnum heimspeki og listir

  • Fyrsta íslenska ljóðið sem er ort undir áhrifum rómantísku stefnunnar er Ísland eftir Bjarna Thorarensen

    • Ísland er lofsungið fyrir harðbýli þess og erfiði, skilyrðin á Íslandi herði þjóðina og styrki

  • Samfélagslegar forsendur fyrir rómantíkinni voru minni hér en annars staðar í Evrópu

  • Íslenskir stúdentar í Köben voru í forsvari fyrir rómantísku stefnuna á Íslandi

    • Hreinræktaðastir rómantíkerar

  • Rómantíkin hér á landi tengdist sjálfstæðisbaráttu 19. aldar 

    • Megnið af okkar náttúrukveðskap eru ættarljóð

Hugmyndir rómantíkurinnar um skáldskap og hlutverk skáldsins

  • Hugmyndir rómantíkurinnar um skáldskap eru að vissu leyti trúarlegs eðlis og eru tengdar hughyggju (ídealismi)

  • Í rómantíkinni er litið svo á að skáld og aðrir listamenn séu nokkurs konar miðlar sem geti snúið sér við og litið inn í þessa fullkomnu veröld handan við yfirborðsveruleikann (Platon og hellislíkingin)

  • Hlutverk listamanna er að miðla almúganum þeirra sýn

  • Mikilvægi „sjálfsins“ kemur fram í ljóðum

    • Ljóðmælandinn er nálægur og miðlar lesandanum af tilfinningalegri upplifun sinni

  • Í rómantískri þjóðernishyggju er lögð áhersla á hið þjóðlega

  • Rómantíkin er uppreisn gegn skynsemis-, nytsemis- og rökhyggju upplýsingarinnar

Náttúruskynjun – samband manns og náttúru

  • Rómantísku skáldin litu fyrst og fremst til andlegs áhrifamáttar náttúrunnar og upplifunar af náttúrunni

  • Ortu um algleymi í náttúrunni og um andlegt samband manns við náttúruna

  • Ort var um óbyggðaferðir þar sem fegurðin ríkir ofar öllu og þar sem maðurinn kemst í sælukennt ástand

    • Ástarsamband manns og náttúru

Fortíðarsýn – horft til innlendra miðalda

  • Rómantísk skáld sóttu ekki aðeins efni heldur líka form í þjóðsögur og þjóðkvæði

    • Hér í miðaldabókmenntir

  • Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson sóttu mikið í Eddukvæði

  • Fornsögur

    • Glæstar miðaldir bornar saman við auma samtíð til að hvetja þjóðina til dáða

  • Bókmenntir urðu vopn í sjálfstæðisbaráttu

  • Á Íslandi var farið að safna þjóðfræðilegu efni á 19. öld

    • Jón Árnason frægastur þjóðsagnasafnara

Þjóðernishyggja

  • Rómantísk þjóðernishyggja og áhersla á hið þjóðlega varð hluti sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 29. öld 

    • Ættjarðarljóð notuð sem vopn til að efla jákvæða sjálfsmynd þjóðarinnar

    • Vísað í fortíð til að minna á fornt, glatað sjálfstæði og hvetja menn til að endurheimta það

  • Tungumálið og viðleitni manna til að halda því hreinu og ómenguðu tengist einnig þjóðernishyggju

  • Á upplýsingaröld lýsti Rasmus Christian Rask yfir áhyggjum sínum varðandi tungumálið

    • Málhreinsunarmenn 19. aldar (t.d. Fjölnismenn) miðuðu ekki við fornmál heldur var fyrirmynd þeirra kjarngott alþýðumál samtímans

Hugmyndir um ástina

  • Mikill ástarkveðskapur

    • Aðeins ein hliðin, hlið karlsins

  • Á þessum tíma var ástin tvískipt

    • Andleg ást: göfug

    • Holdleg ást: óæðri

    • Skiptinguna má rekja til þess að konur áttu að vera óspjallaðar fyrir giftingu en karlar máttu fá útrás fyrir hvatir sínar

      • Andlegu ástina geymdu karlar fyrir eiginkonu sína en fengu útrás hjá vinnukonum eða vændiskonum (uuuuuu ok)

Leitin að samastað. Heimþráin, einsemdin

  • Ein hlið á áherslu rómantíkurinnar á hinn sérstaka einstakling er tilfinningin fyrir því að eiga hvergi samastað, leita að samfélagi og heimili en finna hvorugt

    • Einstaklingurinn er dæmdur til einsemdar en þráir alltaf að komast heim

Hetjuímyndin

  • Hetjudýrkunin er einn hlutinn af einstaklingshyggju rómantíkurinnar

  • Hugmyndin um snillinginn verður meira áberandi en áður en nær ekki hámarki

  • Íslensk skáld ortu um hetjur þjóðveldisaldar sem eiga að vera okkur fyrirmyndir að flestu leyti

  • Á 19. öld jókst útgáfa tímarita, ársrita og ýmissa blaða

    • Fjölnir – eitt fyrsta íslenska tímaritið sem að stórum hluta er helgað fagurbókmenntum

    • Ný félagsrit – Jón Sigurðsson birti þar helstu greinar sínar um stjórnmál, framfarir og sjálfstæðisbaráttu

Fjölnir

  • Ársritið Fjölnir kom út níu sinnum á árunum 1835-1847

  • Útgefendurnir voru íslenskir stúdentar í Köben - Fjölnismenn

    • Tómas Sæmundsson

    • Jónas Hallgrímsson

    • Konráð Gíslason

    • Brynjólfur Pétursson

  • Brautryðjendur rómantísku stefnunnar á Íslandi

    • Voru einnig tengdir upplýsingarstefnu fyrri kynslóðar

  • Vildu efla þjóðernisvitund landsmanna og frelsishug

  • Vildu hreinsa tunguna og fegra og höfðu veruleg áhrif á íslenskt ritmál

  • Í Fjölni birtust fyrstu kvæði Jónasar, sögur hans, þýðingar og ritgerðir um náttúrufræði

  • Eftir Konráð birtust ritgerðir málfræðilegs efnis

  • Eftir Tómas og Brynjólf birtust ritgerðir um hagnýt landsmál og stjórnmál

  • Kjörorð Fjölnismanna – Nytsemi, fegurð, sannleikur og leit eftir því sem gott er og siðsamlegt

  • Jónas Hallgrímsson

    • Rannsakaði náttúru landsins

    • Höfuðskáld Fjölnis

    • Samdi fyrstu íslensku smásöguna í anda rómantíkur – Grasaferð

  • Tómas Sæmundsson

    • Prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð

    • Ferðabók

      • Vildi kynna Íslendingum andlega og verklega menningu helstu forystuþjóða Evrópu og hvetja þá með því til dáða og að hrista af sér slenið

  • Brynjólfur Pétursson

    • Lögfræðingur

    • Starfaði í danska fjármálaráðuneytinu

    • Skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Köben

    • Fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-1849

    • Í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti þess 1848-1851

    • Rúnk

  • Konráð Gíslason

    • Málfræðingur og brautryðjandi í íslenskri orðabókargerð

    • Samdi danska orðabók og aðstoðaði við gerð íslensk-ensk orðabók

    • Rannsakaði fornmálið

      • Gerði fyrstur grein fyrir muninum á íslensku fornmáli og nútímamáli

    • Gaf út fornrit – Njála

    • Vildi laga stafsetningu að framburði

  • Útgefendur Fjölnis voru róttækir í frelsismálum þjóðar sinnar

  • Hvöttu landa sína til að kynna sér sögu landsins og afrek forfeðranna

  • Eitt helsta pólitíska kappsmál Fjölnismanna var að endurreisa alþingi á Þingvöllum

  • Ásakaðir um menntahroka (það er bara einn skóli‘ í Danmörku)

Textagreining

  • Markmið textagreiningar er að dýpka skilning lesandans á textanum

  • Með því að greina texta nákvæmlega getur lesandi betur séð samhengi hans og áttað sig á atriðum sem blasa ekki við á yfirborðinu

  • Textagreining er nauðsynleg til að greina margs konar aðra texta sem við lesum og þurfum að taka afstöðu til í daglega lífinu

    • Auglýsingar og áróðurstextar

  • Höfundur – efni – form – tími – tilgangur/boðskapur – markhópur


  • Höfundur (hver?)

    • Upplýsingar um höfund

      • Hvenær var hann uppi?

      • Var hann viðurkenndur eða óþekktur?

      • Hvernig kemur hann fram í textanum? Hver eru hans viðhorf til efnisins?

      • Hver eru helstu höfundareinkenni hans?

      • Hvernig tengist hann tímabilinu sem textinn er saminn á? Kemur hann með nýjungar? Hverjar?

      • Hvaða bókmenntastefna var ríkjandi þegar textinn var saminn og hvernig kemur hún fram í textanum?

  • Efni (hvað?)

    • Lesið yfir textann til að átta sig á honum

      • Um hvað fjallar textinn?

      • Er augljóst hvað höfundur ætlar sér með textanum eða er boðskapurinn dulinn?

      • Hver eru tengsl titils og innihalds?

      • Hvaða tilfinningar eru ríkjandi í textanum? Geta verið margar

      • Hver talar í textanum? Er mælandinn persóna eða stendur hann utan við textann? (höfundur/sögumaður/mælandi)

      • Hvert er sjónarhornið í textanum?

      • Hvaða persónur koma fram í textanum?

      • Í hvaða umhverfi gerist textinn og hvernig er því lýst?

  • Form (hvernig?)

    • Hvernig er tungumálið notað

      • Er textinn í bundnu máli eða óbundnu?

      • Sé textinn í bundnu máli, er hann saminn undir þekktum bragarhætti? Hvaða áhrif hefur bragarhátturinn?

      • Um hvaða tegund texta er að ræða? Er textinn t.d. ljóð, ritgerð, skáldsaga, sönn frásaga, ævisaga, frétt, fræðsluefni eða annað?

      • Hvernig er tungumál textans? Hér þarf að skoða…

        • Er málnotkun hátíðleg, hversdagsleg, einföld eða flókin?

        • Hvaða stílbrögð notar höfundur í textanum? (vísanir, endurtekningar, andstæður, hliðstæður og minni)

        • Hvað einkennir myndmál textans? Eru notaðar beinar myndir? Hvað sýna þær? Eru notapar líkingar, myndhverfingar eða persónugervingar? Hvaða áhrif skapar myndmálið?

        • Hvernig málsgreinar eru notaðar i textanum? Eru þær einfaldar og aðallega aðalsetningar eða eru þær flóknar og samsettar af aðal- og aukasetningum? Er orðaröð sjálfgefin (FSA), grundvallarorðaröð, eða er brugðið út af henni – og þá í hvaða tilgangi?

        • Notar höfundur slettur eða má sjá önnur erlend áhrif í tungumáli textans?

        • Hver eru tengsl formsins við tímann sem textinn var saminn á?

  • Tími (hvenær?)

    • Tími textans skoðaður

      • Auðvitað skiptir máli hvenær textinn var saminn, var höfundur ungur, miðaldra eða gamall þegar textinn var saminn?

      • Hver er ytri tími textans? Þ.e.a.s. hvenær gerist hann? Hvaða máli skiptir ytri tíminn við skilning okkar á textanum?

      • Hver er innri tími textans? Hvað líður langur tími í textanum og eru tímaeyður í honum?

      • Hvernig tengjast ytri tími og ritunartími? Hvernig birtist tíðarandi ritunartímans í textanum? 

      • Hvaða áhrif frá ritunartíma má greina í textanum? Hvernig kemur ríkjandi bókmenntasmekkur fram í honum og hvaða áhrif frá samfélagi höfundar og önnur ytri áhrif má sjá?

  • Tilgangur/boðskapur (til hvers?)

    • Tilgangur höfundar með því að skrifa texta getur verið persónulegur og þarf ekki að skipta máli við skilning á textanum

    • Tilgangur getur einnig verið almennari og mikilvægur

      • Hverju vill höfundur koma á framfæri með textanum? Vill hann fræða okkur, skemmta eða reka áróður?

      • Af hvaða tilefni er textinn skrifaður? Stundum er tilefnið þekkt og það getur skipt máli til að skilja textann

      • Hver eru tengsl tilgangsins/boðskaparins við tímann/tímabilið?

  • Markhópur (fyrir hverja?)

    • Er hægt að sjá markhópinn á textanum

      • Er textinn skrifaður fyrir ákveðinn aldurshóp?

      • Er hann frekar skrifaður fyrir karla en konur?

      • Er textinn ætlaður ákveðnum hópi, svo sem trúarhópi, stétt eða þjóð?


Skáldskapur í óbundnu máli á rómantíska tímabilinu

  • Upphafsskeið íslenskrar skáldsagnagerðar er yfirleitt rakið til 19. aldar

    • Tengist bæði aukinni bóka- og blaðaútgáfu á þeim tíma og kynnum Íslendinga af erlendum sögum

    • Þó hafði Eiríkur Laxdal skrifað skáldsögur á upplýsingaröld

  • Jónas Hallgrímsson var frumkvöðull í frumsömdum smásögum

    • Grasaferð

    • Stúlkan í turninum

  • Um og eftir miðja 19 öld fóru fleiri að skrifa sögur og á tíma rómantíkur ber hæst þá Jón Thoroddsen og Benedikt Gröndal

  • Jón Thoroddsen

    • Orti töluvert og mörg ljóða hans eru enn sungin

    • Brautryðjandi í skáldsagnagerð

    • Piltur og stúlka

      • Fyrsta íslenska skáldsagan

    • Maður og kona

    • Rómantískar ástar- og sveitasögur en með runsæislegum frásagnarhætti

    • Ungum og saklausum elskendum er stíað í sundur af ættingjum en ná saman í lokin (frumlegt)

    • Innsýn í íslenskt þjóðlíf

  • Benedikt Gröndal

    • Rektor Lærða skólans 

    • Fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í norrænum fræðum

    • Þekktur fyrir teikningar sínar af blómum og fuglum

    • Heljarslóðaorrusta

      • Háðsádeila á ýmis stórmenni og stríðsbrölt

    • Dægradvöl

      • Sjálfsævisaga

      • Sjálfstæðisbaráttan kemur fram

Leikritun á 19. öld

  • Á Hólavelli var fyrst efnt til eiginlegra leiksýninga á Íslandi

    • Hrólfur og Narfi eftir Sigurð Pétursson frumsýnd þar

  • Í byrjun 19. aldar var leiklistariðkun í Reykjavík frekar dauf

  • Stakar leiksýningar á dönsku

  • Eftir að latínuskólinn far fluttur til Reykjavíkur 1846 færðist nýtt líf í leikstarfsemi bæjarins

  • Einn helsti forvígsmaður leiksýninga í Reykjavík um miðja 19. öld var Jón Guðmundsson

  • Jón þýddi leikverk, tók sjálfur að sér ýmis hlutverk í leiksýningum, lét smíða fast leiksvið og mála leiktjöld

    • Skrifaði einnig leikdóma í tímaritið Þjóðólf

  • Sigurður málari hvatti ung skáld til leikritunar og brýndi skáldin til að skrifa leikverk sprottin úr innlendri menningu og umhverfi

  • Hvatningarorð Sigurðar urðu m.a. til þess að Matthías Jochumsson (sem þá var í Lærða skólanum) skrifaði leikritið Útilegumennina

  • Indriði Einarsson samdi leikritið Nýársnóttin sem sett var upp í Lærða skólanum um jólin 1870

    • Fyrsta leikritið sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1950

Bjarni Thorarensen

  • Fyrstur íslenskra skálda il að birta ljóð sem ort er undir áhrifum rómantísku stefnunnar – Ísland (1818)

  • Amtmaður 1833 norðan lands og austan

    • Æðsti embættismaður á Íslandi

  • Kveðskap Bjarna má skipta í stórum dráttum skipta í ættjarðar- og náttúrukvæði

    • Veturinn

    • Íslands minni (Eldgamla Ísafold)

  • Einnig orti hann ástarljóð og minningar- og erfiljóð

Veturinn

  • Fornyrðislag

  • Norðrið er uppspretta hörku og hreystis og þar er ekki pláss fyrir neinn unað eða nautnalifnað

L j ó ð g r e i n i n g

Form

Mál

Túlkun

Hrynjandi: óregluleg, margar endurtekningar

Stuðlasetning: 1 eða 2 í fyrstu línu, 1 í seinni línu

Rím: nei

Línulengd: nei (4-6 atkvæði)

Erindaskipting: 8 línur nema í 4. erindi (6 línur)

Útlit: 4. erindi hefur 6 línur


Miðleitni-útleitni: miðleitið

Sjónarhorn: mælandinn er alvitur, fjarlægur sögumaður

Tónn: óhlýlegur, fjarlægur og goðsögulegur

Almenn einkenni: höfundur fyrnir málið, miðaldir


Myndmál

Beinar myndir: riddarinn sem ríður um himinhvolfin (yfirborðsmynd)

Líkingar: pers.gerv. – jörð-móðir, vetur-riddari

Myndhverfingar: vor fæðist (7), jörðin verður að demanti (5), veturinn svæfir blómin (6), vetur og jörð bomba (6-7)


Stílbrögð

Endurtekning: afl vex því öflga

Andstæður: vor og vetur

Þversögn: venjulega táknar veturinn dauðann en hér táknar hann líf

Ýkjur og úrdráttur: ¯\_(ツ)_/¯

Vísun: goðsagnir

Tákn: vetur táknar líf

Viðfangsefni: ¯\_(ツ)_/¯ kannski lífið sjálft eða eh

Afstaða: kannski að norðrið er fyrir alvöru hraust fólk, ekkert pláss fyrir aumingja ¯\_(ツ)_/¯





Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa

  • Rósa Guðmundsdóttir var nefnd Vatnsenda-Rósa vegna þess að hún bjó að Vatnsenda í einhvern tíma

  • Einnig kölluð Skáld-Rósa vegna góðs skáldskaps síns

  • Ástarvísur

  • Glæsileg kona

Hjálmar Jónsson, Bólu-Hjálmar

  • Kenndur við bæinn Bólstaðargerði í Skagafirði sem hann nefndi Bólu

  • Lífið var erfitt fyrir Hjálmar

    • Átti ekki heima lengi á sama stað

    • Sakaður um sauðaþjófnað

    • Konan hans dó

  • Hjálmar var orðhagur og listfengur

  • Afburðagóður skrifari

  • Bitur

  • Sálarskipið

    • Hjálmar lýsir sálarástandi sínu, en notar myndlíkingu með því að líkja sál sinni við skip á siglingu

    • Ferskeytla með víxlrími

    • Lýsir því hvernig mótbyrinn gerir siglinguna erfiða, rétt eins og mótbyrinn sem hann fékk í lífi sínu

    • Hann talar líka um að báturinn reyni að verjast öldunum, rétt eins og hann hafði sjálfur þurft að verjast gegn mótlæti og ásökunum. 

    • Í 3. erindi er báturinn að láta undan og öldurnar að sigra, svo í síðasta erindi er komið að endalokunum, þar segir: ,,Sýnist mér fyrir handan haf, hátignarskær og fagur, brotnuðum sorgar öldum af, upp renna vonar dagur“. 

      • Þá er hann að lýsa því þegar hann fer að sjá fyrir endann á þessu lífi, og hann sjái vonardaga framundan þegar hann muni deyja, og allar áhyggjur muni hverfa sem fylgdu lífinu.

Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum

  • Guðnýjarkver

  • Talið er að margt hafi glatast af skáldskapi Guðnýjar og sumt eyðilagt viljandi

  • Giftist séra Sveini Níelssyni

  • Eignuðust fjögur börn en misstu tvö

  • Yngsta dóttirin var tekin af henni og sett í fóstur

  • Sveinn skildi svo við Guðnýju og kom báðum börnunum í fóstur

    • What a fkn bids

  • Talið er að skilnaðurinn og barnamissirinn hafi orðið henni um megn og dregið hana til dauða

  • Endursinni í bréfi

    • Fyrsta veraldlega ljóðið sem prentað er eftir íslenska konu

  • Guðný orti sorgarljóð og saknaðarljóð



Jónas Hallgrímsson

  • 1807-1845

  • Dagur íslenskrar tungu

  • Fór út til DK eftir að ehv stelpa braut í honum hjartað </3

  • Lærði fyrst lögfræði en skipti svo í náttúrufræði

  • Fyrsta kvæði Jónasar sem birtist í prenti var Ísland

    • Elegískur háttur

      • Frongrískur bragarháttur

    • Birtist í fyrsta hefti Fjölnis

  • Orti einnig Gunnarshólma, Ferðalok og fyrstu íslensku sonnettuna, Ég bið að heilsa!

    • Gunnarshólmi er ortur undir fornum ítölskum bragarháttum, tersínu og oktövu

    • Ferðalok er ort undir ljóðahætti

  • Jónas samdi fyrsta íslenska ritdóminn en hann var um Rímur af Tristani og Indíönu eftir Sigurð Breiðfjörð

    • Birtist í Fjölni

    • Varð óvinsælt þar sem Sigurður var vinsælasta skáld þjóðarinnar

  • Jónas skrifaði um náttúru landsins, hélt dagbækur, skrifaði mörg bréf og skáldskap í óbundnu máli

  • Jónas smíðaði nýyrði sem enn eru í notkun í dag

    • Aðdráttarafl, sporbaugur, ljósvaki, miðflóttaafl, ljóshraði og tunglmyrkvi

  • Jónas orti ættjarðarljóð innblásin af þjóðerniskennd og þjóðfrelsisbaráttu

    • Einnig tækifæriskvæði, erfikvæði, innhverf ljóð og náttúruljóð

  • Mörg sín bestu ljóð samdi Jónas á síðustu mánuðum ævi sinnar, m.a. Ferðalok og Enginn grætur Íslending

  • Dó þannig að hann datt í stiga á leiðinni heim til sín í Skt. Pederstræde í miðborg Kaupmannahafnar seint um kvöld

    • Fór ekki á spítala fyrr en daginn eftir og þá kom í ljós að drep hafði komist í opið beinbrot og dó hann úr lungnabólgu á Friðriksspítala nokkrum dögum seinna

Orð fræðimanns um ljóð Jónasar Hallgrímssonar

  • Helga Kress skrifar

  • Það er stúlkan mín

    • Sonnetta

    • Jónas blandar saman aðstæðunum Ísland og útlönd með því að nota erlendan bragarhátt (form) og íslenskt efni

    • Ástarljóð og ættjarðarljóð

      • Sprottið af aðskilnaði frá landi og konu og þrá eftir þessu tvennu

    • Það sem vekur upp þrána eru vorvindarnir þegar náttúran lifnar og allt stefnir heim nema skáldið sjálft: „heim að fögru landi Ísa“

    • Ákallar vindana og  bárurnar sem hann gefur rödd skáldskaparins: „Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum“

    • Talar síðan við þröst og biður hann sérstaka kveðju (erindi 3-4)

    • Rómantísk írónía

      • Óvíst að fuglinn finni stúlku í íslenskum dal með þessa lýsingu

Ég bið að heilsa!

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,

á sjónum allar bárur smáar rísa

og flykkjast heim að fögru landi Ísa,

að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.


Ó! heilsið öllum heimar rómi blíðum

um hæð og sund í drottins ást og friði;

kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,

blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.


Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer

með fjaðrabliki háa vegleysu

í sumardal að kveða kvæðin þín!


Heilsaðu einkum ef að fyrir ber

engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;

þröstur minn góður! það er stúlkan mín.

  • Ljóðmælandi er staddur við sjóinn, hann ávarpar vinda, öldur og fugl

  • Tilfinningar sem ríkja eru heimþrá og sorg

  • Það sem hefur breyst í kvæðinu er…

    • Söngvarinn ljúfi – vorboðinn ljúfi

    • Í lágan dal – í sumardal

    • Grænan skúf – rauðan skúf

Úr Hulduljóðum

  • 30 erindi, ekki öll undir sama bragarhætti

  • Erindin eru ýmist 6 eða 8 ljóðlínur

  • Ást á náttúrunni og landinu

  • Horft til framtíðar

  • Eggert Ólafsson kemur fram, að hluta til minningarkvæði um hann

    • Eggert táknar einnig íslenska sjálfstæðisbaráttu og framfarir

Gunnarshólmi

  • Á milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar er mikið sléttlendi og þar, rétt hjá Þverá er Gunnarshólmi

  • Þar er talið að Gunnar frá Hlíðarenda hafi snúið aftur þegar þeir bræður riðu til skips

  • Smákvæði

  • Gunnarshólmi er skipt í þrjá efnisþætti

    • Lýsing staðhátta

    • Saga Gunnars

    • Túlkun Jónasar á því efni sem sett er fram í fyrri þáttum

Ferðalok

  • 1. – 3. erindi – inngangur um söknuð og þrá skáldsins. Ástarstjarnan sem nú er hulin skýjum er táknræn fyrir það.

  • 4. – 9. erindi – meginmál: endurminningar um liðnar samverustundir elskendanna. Beinar myndir ríkjandi

  • 10. – 11. erindi – niðurlag. Tilbrigði við innganginn, aftur vikið að ástarstjörnunni sem skín á bak við ský

  • Rómantísk einkenni

    • Forn bragarháttur – sóttur í eddukvæði; ljóðaháttur

    • Ástin – hugmyndin um alveldi ástarinnar, ekki hægt að aðskilja elskendur (sbr. lokaerindi)

    • Umhverfið – vettvangur elskendanna er hin frjálsa náttúra, langt frá mannlegu samfélagi – Ástin á stúlkunni fléttast saman við ást á náttúrunni

  • Myndmál

    • Persónugervingar – 1. og 6. erindi: hló hún á himni (ástarstjarnan) og himinn glaðnaði

    • Myndhverfingar – 2., 8. og 9. erindi

      • 2 – hlekki brýt ég hugar

      • 8 – blómknapp þann gæti ég borið…

      • 9 – brosa blómvarir, blika sjónstjörnur

    • Beinar myndir – 4. og 5. erindi

  • Stílbrögð – endurtekningar í upphafs- og lokaerindi

  • Ljóðmælandi talar í 1.p og lýsir reynslu sinni, hann er nálægur

  • Náttúruljóð – stúlkan og náttúran renna saman

  • Nútíð og þátíð skiptast á – þátíð er endurminning 

Ferðalok


Ástarstjörnu

yfir Hraundranga

skýla næturský;

hló hún á himni,

hryggur þráir

sveinn í djúpum dali.

 

Veit ég hvar von öll

og veröld mín

glædd er guðs loga.

Hlekki brýt ég hugar

og heilum mér

fleygi faðm þinn í.

 

Sökkvi eg mér og sé ég

í sálu þér

og lífi þínu lifi;

andartak sérhvert,

sem ann þér guð,

finn ég í heitu hjarta.

 

 

Tíndum við á fjalli,

tvö vorum saman,

blóm í hárri hlíð;

knýtti ég kerfi

og í kjöltu þér

lagði ljúfar gjafir.

 

Hlóðstu mér að höfði

hringum ilmandi

bjartra blágrasa,

einn af öðrum,

og að öllu dáðist,

og greipst þá aftur af.


Hlógum við á heiði,

himinn glaðnaði

fagur á fjallabrún;

alls yndi

þótti mér ekki vera

utan voru lífi lifa.

Grétu þá í lautu

góðir blómálfar,

skilnað okkarn skildu;

dögg það við hugðum

og dropa kalda

kysstum úr krossgrasi.

 

Hélt ég þér á hesti

í hörðum straumi,

og fann til fullnustu,

blómknapp þann gæti

ég borið og varið

öll yfir æviskeið.

 

Greiddi ég þér lokka

við Galtará

vel og vandlega;

brosa blómvarir,

blika sjónstjörnur,

roðnar heitur hlýr.

Fjær er nú fagri

fylgd þinni

sveinn í djúpum dali;

ástarstjarna

yfir Hraundranga

skín á bak við ský.


Háa skilur hnetti

himingeimur,

blað skilur bakka og egg;

en anda sem unnast

fær aldregi

eilífð að skilið.


Ísland

  • Bragarháttur er Elegía/tregalag

  • Fjallar um hvernig land og þjóð hafa breyst

    • Áður voru hetjur og landið fagurt, alþingi á fögrum Þingvöllum

    • Nú er landið ennþá fagurt en alþingi ekki á sínum stað, það vantar hetjur

  • Endurtekning

    • Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
      himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.

    • Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
      himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.

Páll Ólafsson

  • Páll orti bæði á tíma rómantíkur og raunsæis

    • Oftar í rómantískum anda

  • Persónulegt skáld

  • „alþýðuskáld“

  • Orti ljóðabréf, um ýmislegt úr daglegu lífi, um náttúruna og ástarkvæði

  • Ljóðmæli – bók með ljóðum Páls, kom út um 1900

  • Lóan er komin

  • Ó, blessuð vertu sumarsól

  • Þögul nóttin – ástarljóð

Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast,

þá er á svo margt að minnast,

mest er sælan þá að finnast.


Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur

og ýmist þungur, ýmist léttur 

ástarkoss á varir réttur.

Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjunum

vil ég heldur vafin þínum 

vera en hjá guði mínum.


Guð að sök mér gefur ei sem góðum manni

unan þó ég fremsta finni 

í faðminum á dóttir sinni.


Steingrímur Thorsteinsson

  • Stúdent úr Lærða skólanum

  • Fór svo í lögnám við Kaupmannahafnarháskóla

  • Tók þátt í sjálfstæðisbaráttunni

  • Sat í ritstjórn Nýrra félagsrita

  • Vorhvöt – hvatningarljóð

  • Steingrímur er í hópi yngri skálda rómantíska tímabilsins þó að hann hafi mótast af þjóðmálaskoðunum og frelsishugmyndum rómantíkur frá fyrri hluta 19. aldar

  • Orti náttúruljóð, ættjarðarkvæði, ástarljóð og eftirmæli

  • Eitt af síðustu þjóðskáldunum

  • Draumur hjarðsveinsins – náttúruljóð

Draumur hjarðsveinsins


Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á.

Þar bunaði smálækjar spræna.

Mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá

hjá smámey við kotbæinn græna.


Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá

í hnjám hinnar fríðustu vinu.

Og ástfanginn mændi ég í augun hin blá

sem yfir mér ljómandi skinu.


Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt.

Þær fléttur hún yfir mig lagði.

Þá barðist mér hjartað í brjóstinu glatt

en bundin var tungan og þagði.


Loks hneigir hún andlitið ofan að mér

svo ilmblæ af vörum ég kenni.

Ó, fagnaðar yndi hve farsæll ég er.

Nú fæ ég víst kossinn hjá henni.


En rétt þegar nálgaðist munnur við munn,

að meynni var faðmur minn snúinn,

þá flaug hjá mér þröstur svo þaut við í runn

og þar með var draumurinn búinn.


Matthías Jochumsson

  • Sögukaflar af sjálfum mér – sjálfsævisaga

    • Áhersla á mikilvægi þess að alast upp í nánum tengslum við náttúruna

  • Hóf nám í Lærða skólanum 24 ára

  • Varð prestur á Akureyri

  • Gagnrýninn á kirkjuna

  • Trúboði únítara

    • Kristin kirkjudeild sem hafnar þrenningarkenningunni

  • Skrifaði grein þar sem hann dró hugmyndina um eilífa útskúfun í efa og taldi efann óhjákvæmilegan

    • Biskup hótaði Matthíasi hempumissi bæðist hann ekki afsökunar

  • Afkastamikið skáld og þýðandi

  • Frumortur skáldskapur í bæði bundnu og lausu máli

  • Átti um tíma Þjóðólf

  • Skilningur Matthíasar á manninum og umhverfi hans er mjög í anda rómantíkurinnar, sem og hugmyndir hans um eðli og tilgang listarinnar

  • Matthías var á efri árum óumdeilt þjóðskáld

  • Höfundur þjóðsöngsins

  • „skáldjöfur Íslands“

Hafísinn

  • Eitt af þekktari ljóðum Matthíasar Jochumssonar

  • Þegar hann orti Hafísinn fyllti hafís Eyjafjörð

    • Blákaldur og ógnandi hafís raunveruleikans varð honum að yrkisefni

    • Matthías sér einnig möguleika í hafísnum, hann veitir skáldlegan inn blástur mitt í ömurleika sínum (3. erindi)

  • Rómantísk skáld líta bæði til gjöfullar og góðrar náttúru og svo ógnandi og eyðileggjandi náttúru

  • Matthías ávarpar ísinn og persónugerir hann

    • Ógn íssins verður persónulegri og beinist gegn manninum

  • Persónugerir einnig snjóinn sem fæðandi konu

  • Notar myndmál úr norrænni goðafræði

    • Hel og Miðgarðsormur

  • Hafísinn er bæði ókunnur og kunnulegur

    • Enginn veit hvaðan hann kemur né skilur hann en jafnframt er hann alls staðar og andi íssins leggur til hjarta ljóðmælandans og hefur þannig áhrif á hann

  • Lýkur þannig að hvorki maður né hafís ráði nokkru heldur er allt í Drottins hendi

Boðskapur Hafíssins

Þegar hafísinn tekur enn og aftur á land og á Íslandi er mikið harðæri, óvenju kalt er í 

veðri sem gerir ísinn aðeins verri. Ísinn kemur og hindrar aðgang skipa inn og út úr 

höfninni svo erfitt er að fá mat. Svo virðist sem að ísinn sé aðeins kominn til að kvelja 

íbúa fjarðarins og er Hel sú sem sér fyrir því. Það er Hel sem kemur siglandi á silfurflota 

íssins og hendir hungurdiskum. Sjórinn er horfinn, það sést ekki í bjarta og frjálsa sjóinn 

því hann er horfinn undir ís, líkt og hann sé fastur í dróma. Þá verða tímarnir erfiðir, 

brjóst er slitið úr munni barns og dýr keppast um mat. Góðærið er búið og þá er dauði. Í 

erfiðunum lítur Matthías á björtu hliðarnar, hann getur auðveldlega ort um 

raunveruleikann, kaldur og ógnandi hafísinn veitir honum skáldlegan innblástur. Hann 

persónugerir ísinn og talar við hann. Hann bölvar honum og öllu sem hann leiðir af sér. 

Rómantísk skáld yrkja oft um náttúru, einnig um hræðilega, harða og eyðileggjandi 

náttúru sem herðir manninn og styrkir hann. Matthías talar hinsvegar um hafísinn sem 

allt sem andann fælir, allt sem grimmd og hörku stælir, án þess að örva þrek og móð, 

heldur drekkur aðeins Íslands blóð. Matthías endar á því að segja frá því að upp úr 

harðindunum koma betri tímar og er það allt af drottins hendi.







Júlíana Jónsdóttir

Við stúlku

Þú hrundin gulls með hárið logagyllta!

það hugsa til þín ótal margir piltar;

þeir mæna mjóum augum

og með sér tala hljótt:

Ég er af henni hrifinn,

mitt hjarta er ekki rótt.

Fengi eg snót, farsæll yrði eg lengi;

fengi eg snót, fyndi eg yndis gengi,

fengi eg snót.


En hrundin gulls með hárið fagurgyllta!

þú hugsar ekki neitt um þessa pilta;

þú brýtur í þeim bakið

og biður þá lifa vel,

og aumingjarnir æja

með angrað hugarþel.

Augun þín oft þá urðu skrítin;

augun þín engin hafa lýtin,

augun þín.

  • Byrjaði ung að yrkja

  • Langaði að menntast og að verða skáld en var „flæmd af götu menntunar“

  • Stúlka

    • Fyrsta útgefna ljóðabók eftir konu

  • Fluttist til Ameríku 1880 og var þar til dauða

  • Ljóð Júlíönu byggjast á rímnahefð

  • Sækir kenningar til Snorra Sturlusonar

  • Í ljóðum hennar má finna gagnrýni á samtímann

    • Ekki sátt við stöðu sína í samfélagi þessa tíma

Um þjóðsögur

  • Þjóðsaga – frásögn sem lengi hefur gengið í munnmælum meðal alþýðu manna, sumar öldum saman

    • Nær yfir sögur sem menntamenn söfnuðu og skráðu niður í anda rómantískra hugmynda um listræna sköpun alþýðumanna

  • Grimms-bræður áttu frumkvæðið

  • Sumar þjóðsögur hafa sannsögulegan kjarna en aðrar eru hrein hugarsmíð

  • Oft eru þjóðsögur yfirnáttúruleg efni og margar geyma keimlíkan efnisþráð sem hefur lagað sig að ólíkum aðstæðum þjóða

  • Frásagnarháttur þjóðsaga er oftast beinn og laus við málalengingar

    • Atburðir eru settir í tímaröð

  • Persónur eru oftast fáar og mótaðar skýrum dráttum og djúpar sálarlífspælingar eru fátíðar

  • Nýjar og gamlar trúarhugmyndir blandast oft saman

  • Alþýðufróðleikur

  • Fyrsta safn íslenskra þjóðsagna kom út 1852 frá Magnúsi Gíslasyni og Jón Árnason – Ízlensk Æfintýri

    • Skáldskapur þjóðarinnar

  • Upphaflegar var ekki gerður sá greinamunur á ævintýrum og þjóðsögum sem nú tíðkast

    • Ævintýri: frásagnir sem gerast á óræðum stað og tíma fyrir austan sól og sunnan mána

    • Þjóðsögur: gerast í heimi sögumanns og lýsa raunverulegum atburðum eða eiga rætur að rekja til þjóðtrúar

  • Engin kona var nefnd í formálanum í Ízlenskum æfintýrum þrátt fyrir það að það sé mjöööög líklegt að sögurnar hafi varðveist í minni kvenna þar sem þær sögðu sögur fyrir svefninn eða eitthvað líkt

Axlar-Björn

  • Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssogunnar

  • Bjó á Snæfellsnesi

  • Djöfullegt eðli hans kom fyrst fram í móðurkviði en móðir hans kreivaði blóð

  • Þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið hjá bæ hans

  • Myrti 18 manns áður en það komst upp um hann

    • Var þá tekinn af lífi ásamt konu hans

    • Fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og svo brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á strengur

Lokaorð um rómantík

  • Á tímum rómantíkur fara bækur nálægt því að vera almenningseign

Upplýsing

Rómantík

Viðfangsefni bókmennta

Að uppfræða lesendur um allt sem hefur hagnýtt gildi, ekki síst um nýtingu lands til að auðvelda búsetu í erfiðu landi.

Að vekja lesendur til meðvitundar um mikilvægi þjóðernis, sögu og náttúru með því að tjá tilfinningalega upplifun, ekki síst um náttúruna og sögu þjóðarinnar.

Hlutverk skálda

Að koma hagnýtum fróðleik á framfæri á aðgengilegan hátt. T.d. fróðleik um hvernig nýta megi landið sem best.

Að miðla lesendum af sýn sinni, listamaðurinn býr yfir nánast yfirnáttúrulegri skynjun á náttúru, sögu og tilfinningum

Aðferð

Rithöfundar eiga að miðla fræðsluefni sínu á skýran og skilmerkilegan hátt á skiljanlegu máli. Fræðslurit voru skrifuð bæði í ljóðformi og sem samtöl.

Skáldlegt ímyndunarafl er mikilvægara en raunveruleikinn. Miðla á persónulegri og tilfinningalegri upplifun í skáldskap.

Persónur og vettvangur

Maðurinn fæðist saklaus. Hann mótast af umhverfi sínu og til að hann njóti sín sem best þarf hann að öðlast menntun til að nýta náttúruna sér til hagsbóta.

Gjarnan er ort um fornar hetjur í glæsilegri náttúru Íslands. Einnig er algengt að ort sé um einhvers konar algleymi í náttúru landsins.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að uppfræða almenning. Upplýstur maður getur best notið þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

Að bæta mannlífið með því að sýna okkur glæsilega fortíð eða birta okkur skáldlega sýn af fegurri og réttlátri veröld en veruleikinn er.


RÓMANTÍK

tómas sæmundsson - Fjölnismaður, ferðabók

brynjólfur pétursson - Fjölnismaður, lögfræðingur

konráð gíslason - Fjölnismaður, málfræðingur

sigurður pétursson - hrólfur og narfi

jón guðmundsson – leiksýningar

jón thoroddsen – piltur og stúlka, maður og kona

bjarni thorarensen - fyrsta rómantíska ljóðið (ísland), veturinn

indriði einarsson - nýársnóttin, leikrit

jónas hallgrímsson - þekktasta skáld, Fjölnismaður, frumsamdar smásögur, gunnarshólmi, ferðalok, hulduljóð

jón árnason - þjóðsagnasafnari

jón sigurðsson - ný félagsrit

hjálmar jónsson/bólu-hjálmar - sálarskipið

páll ólafsson - þögul nóttin, ó blessuð vertu sumarsól

steingrímur thorsteinsson - draumur hjarðsveinsins

matthías jochumsson - hafísinn, gagnrýninn prestur, 

axlar-björn - þjóðsaga, raðmorðingi á snæfellsnesi

rósa guðmundsdóttir/vatnsenda-rósa - ástarvísur

guðný jónsdóttir - guðnýjarkver, sorgar- og saknaðarljóð

júlíana jónsdóttir - stúlka, gagnrýnin á samtímann





Raunsæi 1880-1900

Aðalatriði:

  • Raunsæismenn líta á það sem skyldu rithöfunda að benda á misrétti í félagslegum veruleikamanna til að hægt sé að bæta samfélagið

  • Framfarir í raunvísindum og tækninýjungar í Evrópu kalla á hlutlægar frásagnir í bókmenntum

  • Raunsæið gerir kröfu um raunsæislega frásögn og skráningu 

    • á atburðum sem hefðu getað gerst

  • borgarastétt eflist í Evrópu og verkalýðsstétt stækkar mjög

  • sagnagerð blómstrar en minna er ort af ljóðum í anda raunsæis

  • eitt þekktasta skáld raunsæis er Gestur Pálsson


  • 1874 fékk Ísland stjórnarskrá

  • Síðustu áratugir 19. aldar voru erfiðir á Íslandi

    • Tíðarfar var slæmt, langir og kaldir vetrar

  • Vesturferðirnar voru bundnar við árin 1870 og fram yfir 1900

    • 1/5 þjóðarinnar fór

  • Það er við þessar aðstæður sem raunsæi í íslenskum bókmenntum er talið hefjast um 1880

  • Skilin á milli raunsæis og rómantískra einkenna fyrri bókmennta eru þó ekki skörp

  • Með raunsæi í bókmenntum er átt við að höfundar lýsi veruleika samtímans í verkum sínum

    • Lýsi lífi og aðstæðum manna á sem trúverðugastan hátt án þess að fegra eða ýkja

Framfarir í vísindum

  • Raunsæisstefnan var andsvar og uppreisn gegn hugmyndum rómantíkur

    • Raunhyggja kemur í stað hughyggju

  • Framfarir í raunvísindum og ýmsar tækninýjungar stuðluðu að raunsæi og raunsæiskröfu í Evrópu

    • Iðnbyltingin og þróunarkenning Darwins (1858) sem gaf nýja sýn á þróun mannsins í andstöðu við hugmyndir Biblíunnar 

    • Þessar kenningar leiddu til gagnrýni á kirkjuna

      • Margir raunsæismenn efuðust um tilvist og alveldi Guðs

  • Þjóðfundurinn 1851

    • Stjórnmálaleg hræring

  • Fólksflutningar úr dreifbýli í þéttbýli

  • Borgarastéttin efldist og verkalýðsstéttin stækkaði

  • Þjóðfélagskenningar sem Karl Marx sett fram upp úr miðri 19. öld um sósíalisma hvöttu til byltingar öreiganna gegn kúgun auðvaldsins á verkalýðnum

    • Raunsæisstefnan hefur átt rætur sínar í vaxandi trú á þekkingu og vísindum og auknum áhuga rithöfunda á þjóðfélagsmálum sem endurspeglast í skáldskap þeirra



Georg Brandes

  • Upphaf raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum má rekja til fyrirlestra Georgs Brandesar við Kaupmannahafnarháskóla 1871-1877

    • Hovedstrømninger i det nittende århundredes litteratur

    • Matthías Jochumsson hlustaði á einn fyrirlesturinn

  • Brandes taldi nauðsynlegt að rithöfundar fjölluðu um samtíma sinn og hann setti bókmenntir á Norðurlöndum í alþjóðlegt samhengi

  • Til þess að geta gætt skáldskapinn lífi verða skáld að vera virkir þátttakendur í þjóðfélagsumræðu samtímans

    • Sérstaklega í trúmálum, siðgæði, sambandi kynjanna, hjónabandið og eignarrétt

  • Brandes gerði kröfu um raunsæja lýsingu veruleikans og að skáld tækju félagsleg vandamál samtímans til umræðu

  • Brandes hafði mikil áhrif á samtímahöfunda

    • Norrænar bókmenntir tóku að einkennast af róttækri þjóðfélagsgagnrýni

  • Hvatti til þess að skáldin bentu á þjóðfélagsmeinin og legðu fram sinn skerf til að bæta úr

Læknar samfélagsins

  • Samtíminn var helsta viðfangsefni raunsæismanna

  • Áberandi félagshyggja kemur fram hjá raunsæishöfundum og samúð með litla manninum og þeim sem verst voru settir í þjóðfélaginu

  • Skáldin áttu að vera læknar samfélagsins

    • Áttu að benda á samfélagsmeinin og koma með úrlausnir í verkum sínum

    • Setja fram, í anda Brandesar, efasemdir um hluti sem áður voru teknir góðir og gildir

      • Hjónabandið, trúmál og eignarréttinn

    • Kröfðust frelsis undan úreltum boðorðum kirkju og presta

    • Héldu fram mannréttindum á tillits til stétta og ætternis

  • Upphaf raunsæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum er oftast miðað við útgáfu ritsins Verðandi 1882 þótt ýmsar hugmyndir stefnunnar hafi borist til landsins áður

    • Verðandi var gefið út í DK og barst til Íslands vorið 1882

    • Að því stóðu Bertel E.Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson (Kvaran), Gestur Pálsson og Hannes Hafstein

    • Ekki var birt eiginleg stefnuskrá í Verðandi en ljóst var að hugmyndafræði raunsæisstefnunnar var yfir

  • Ídealismi og realismi – rómantík og raunsæi

    • Hannes Hafstein og Gestur Pálsson fyrir realismann og Benedikt Gröndal fyrir ídealismann

  • Þegar tekist er á um rómantík og raunsæi má segja að tekist sé á um tilgang bókmennta; eiga bókmenntir fyrst og fremst að sýna okkur hið fagra og góða eða eiga þær að vera verkfæri til samfélagsúrbóta hér og nú?

  • Farvegur raunsæisstefnunnar er fyrst og fremst óbundið mál

    • Skáldsögur, smásögur og leikrit

  • Rómantíkin hélt áfram í ljóðagerð hjá eldri skáldum

  • Líklegast hefur almenningur haft meiri áhuga á rómantískum skáldskap en raunsæisljóðum og því má segja að í ljóðagerð þessa áratugar sé enn rómantískur blómatími en í smásögunum kveði við annan tón

Raunsæi í íslenskum smásögum

  • Þekktustu raunsæissögurnar frá árunum 1880-1900 eru Vonir eftir Einar Hjörleifsson Kvaran og Kærleiksheimilið, Tilhugalíf og Vordraumur eftir Gest Pálsson

  • Gerast allar í veruleika samtímans 

    • Oftast er sjónarmið hjá undirmálsmanninum, þeim sem minna má sín, aðalpersónur eru fætæk vinnukona eða vinnumaður og atvinnulaus iðnaðarmaður á mölinni

    • Vordraumur er undantekning, þar er yfirstéttarfólki lýst og fjallar sagan um hjónabandið, ástina og frelsi manna til að lifa lífinu samkvæmt eigin sannfæringu en ekki samkvæmt úreltum og óréttlátum siðvenjum þjóðfélagsins, allt í anda raunsæisstefnunnar

    • Vonir gerist að hluta til í íslenskri sveit og síðar í Kanada þar sem aðalpersónan, Ólafur, er í hópi íslenskra innflytjenda. Hann hafði látið stúlkuna sína fá aleiguna fyrir farmiða til Vesturheims tveimur árum áður og hafði sjálfur verið tvö ár í vinnumennsku að safna fyrir fari vestur

      • Raunsæið kemur fram í efninu að því leyti að sagan gerist í nútímanum, sjónarhornið er hjá fátækum pilti sem á ekki mikla möguleika í lífinu, hann þarf að vera í vinnumennsku alla tíð, reyna að fá eitthvert kot til ábúðar og strita þar eða fara til Vesturheims. – 

    • Stúlkan svíkur hann og hefur í raun aldrei ætlað sér neitt með hann en nýtti sér sakleysi hans til að koma sér áfram í lífinu.

      • Í stílnum kemur raunsæið fram í nákvæmum og myndrænum lýsingum á útliti og klæðnaði persóna og umhverfi Winnipeg 

    • Sagan einkennist af sálrænu raunsæi og félagslegu en persónur eru gagnrýndar fyrir að vera siðspilltar og miskunnarlausar og lýsingar eru nákvæmar og raunsæjar.

    • Kærleiksheimilið segir frá ungri stúlku, Önnu, sem er munaðarlaus og ættlaus vinnukona á stórbýlinu Borg, þar sem ekkjan Þuríður ræður ríkjum. Ástir takast með Önnu og Jóni, syni Þuríðar. Þau halda sambandinu leyndu en þegar Þuríður kemst að sambandinu og að Anna er ófrísk þá hótar hún að gera Jón arflausan, hún vill að hann kvænist prestsdótturinni

      • Þuríður og séra Eggert eru fulltrúar valdsins, Þuríður í krafti auðs og Eggert í krafti embættis

    • Anna er hrakin af heimilinu, barnið tekið frá henni og Þuríður ætlar að ala það upp sjálf. Á brúðkaupsdag Jóns og Guðrúnar prestsdóttur drekkir Anna sér, hún er hrakin og smáð og allt tekið af henni. Jón á í nokkru sálarstríði eftir þetta en prestinum tekst að sannfæra hann um að hann hafi ekki getað breytt með neinum öðrum hætti og beri enga ábyrgð á dauða Önnu.

    • Það sem þessar sögur eiga sameiginlegt eru svik í ástum þar sem einstaklingur nýtir sér tilfinningar annars til að koma sér áfram

    • Karlarnir beita sjálfslygi til að sannfæra sig um að þeir hafi ekki breytt ranglega en konur eru sýndar undirförular til að ná sínum markmiðum

  • Markmið Einars og Gests er að benda á ýmsar aðstæður í samfélaginu og flestum verka þeirra á þessum tíma er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um félagsleg vandamál, misrétti og kúgun

    • Lýsa stöðu fátæks fólks, vinnufólks og smælingja

    • Lýsa stéttskiptu þjóðfélagi, gagnrýna presta og betri bændur fyrir hræsni og skinhelgi

Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm

  • Fékk einkakennslu í tungumálum, hannyrðum og teikningu en á þeim tíma voru æðri menntastofnanir lokaðar konum

  • Fór svo til DK í frekara nám hjá einkakennurum

  • Bjó um nokkurn tíma í Winnipeg

  • Helgaði sig sagnagerð og varð fyrst íslenskra höfunda til að semja sögulegar skáldsögur

  • Brynjólfur Sveinsson biskup (1882) er fyrsta íslenska skáldsagan eftir konu og fyrsta sögulega skáldsagan á íslensku

  • Aðrar sögur hennar eru m.a. Kjartan og Guðrún, Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason

  • Skrifaði einnig smásögur og samdi barnaefni

  • Erfitt að flokka í annaðhvort raunsæjan eða rómantískan skáldskap

  • Frumkvöðull í ritun sögulegra skáldsagna

  • Í verkum sínum lagði Torfhildur áherslu á að fræðsla, uppeldi og skemmtun ættu að fara saman

  • Fyrirmynd skáldkvenna 

  • Týndu hringarnir

Gestur Pálsson

  • Lærði guðfræði í DK

    • Hætti í skóla

  • Gaf út Verðandi ásamt Einari H. Kvaran, Hannesi Hafstein og Bertel E.Ó. Þorvaldssyni

    • Þar birtu þeir eftir sig verk í anda raunsæisstefnunnar

  • Ritstýrði Þjóðólfi um tíma

  • Flutti til Winnipeg 1890 þar sem hann tók við ritstjórn Heimskringlu

    • Eins helsta blaðs Íslendinga í Vesturheimi

  • Dó úr lungnabólgu í Winnipeg 1891

  • Gestur var alla ævi einlægur fylgjandi raunsæisstefnunnar og atkvæðamesti boðberi hennar hérlendis í sögum sínum, greinum og fyrirlestrum

  • Þekktastur fyrir smásögur sínar

  • Ádeilufyrirlestrar hans vöktu athygli

    • Lífið í Reykjavík

    • Skáld vor og skáldskapur á þessari öld

    • Menntunarástandið á Íslandi

  • Í fyrirlestrunum dregur Gestur upp dökka mynd af bæjarbragnum í Reykjavík og menntunarástandi þjóðarinnar

  • Heldur því fram að enginn þori að lifa eins og honum sé eðlilegt vegna ótta við almenningsálitið

  • Smásögur hans eru einnig nokkuð svartsýnar

    • Sögupersónur sækjast eftir lífi og ást en eru sviknar, þær einangrast og deyja

  • Gestur deilir sögum sínum á misrétti og fátækt, tvöfalt siðgæði, sjálfslygi fordóma og skort á mannúð


Orð fræðimanns um Gest Pálsson

  • Það að mannleg og félagsleg vandamál voru tekin til nýs mats og skipuð æðri sess í bókmenntum en áður varð eitt af einkennum raunsæisstefnunnar

  • Sögur Gests báru allar þessi einkenni

    • Vandamál eru tekin til meðferðar

    • Skáldskapurinn hefur markmið utan söguefnisins

    • Persónur sagnanna og efnismeðferð hljóta oft að lúta lögum þeirrar ádeilu eða boðskapar sem höfundur flytur

  • Markmið Gests var að skapa listaverk í formi sögu

  • Boðskapur sagna Gests fólst í andstæðum þeirra eiginda sem á er deilt

  • Samband karla og kvenna var tekið til nýrrar íhugunar í raunsæinu með meiri hliðsjón af þjóðfélagslegri stöðu konunnar

Lífið í Reykjavík

  • Fjallað er um bæjarbraginn í Reykjavík

  • Rædd er stéttaskipting, slúður, bókmenntir og félagsskap

Nýi skáldskapurinn

  • Gestur fjallar um muninn á ídealisma og realisma

  • Fjallar einnig um mörg skáld 19. aldar með tilliti til þessara stefna

  • Það sem einkennir ídealismann er að setja fegurðarhugmyndina öllu ofar í skáldskap, að heimta það að öll yrkisefni séu fögur í sjálfu sér eða að yfir yrkisefnin sé dreginn fegurðarhjúpur að hið ljóta og hversdagslega hverfi fyrir annarri og betri veröld

  • Realisminn setur sannleikshugmyndina öllu ofar, heimtar að öll yrkisefni séu sönn til þess að mannlífið opnist fyrir lesandanum, svo að hann fái ljósari og réttari hugmynd um það.

Ídealistinn segir

Realistinn segir

Sameiginlegt

Mannlífið er svo gleðisnautt og moldu bundið að skáldskapurinn verður að lyfta huganum yfir stritið og mæðuna og búa til unaðsstundir á fegurðardrauma. Auk þess er svo margt ljótt og svo mikil spilling í mannlífinu að skáldskapurinn verður að sýna mönnum annan og betri heim til að kenna mönnum að vera góðir og dyggir.

Mannlífið þarf að betrast og fegrast á allar lundir og skáldskapurinn á. Takmarkið næst með því að draga hugi manna að þeirra eigin ytra og innra lífi, sýna þeim brestina og benda þeim á af hvaða rótum innst í sál mannsins slíkt er runnið.

Ídealistar og realistar vilja í raun það sama, þeir vilja hefja mannkynið til meiri fullkomnunar.

Öfgar eru í báðum stefnum, ídealistar geta misst samband við raunveruleikann og verður þá skáldskapur þeirra þýðingarlaus fyrir lífið og mannkynið. Realistar geta greint raunveruleikann of ítarlega og gleymt að nota listina.


Þorsteinn Erlingsson

  • Var komið til mennta til Reykjavíkur þegar hann var 18 ára

    • Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson sáu til þess

  • Fór til DK í Hafnarháskóla

    • Byrjaði í lögfræði, skipti svo í málfræði og tungumál, svo í norrænu en hætti síðan próflaus í skóla

  • Hjá Þorsteini koma stundum fram rómantísk einkenni

    • T.d. í ljóðum um náttúruna, fugla, vötn og skóga

    • Í Hlíðarendakoti

    • Heyrðu snöggvast snati minn

  • Mörg fremstu kvæða Þorsteins eru þó í raunsæisanda

    • Róttækur jafnaðarmaður

  • Ljóðabók Þorsteins hét Þyrnar

  • Venjulega talinn til raunsæisskálda

  • Ádeilukvæði

    • Þorsteinn var óvæginn í ádeilu sinni á kirkju, aðrán og harðstjórn

Örbirgð og auður

  • Írónía

  • Ferskeytla??????

  • Eftir Þorstein Erlingsson

  • Í kvæðinu blandar Þorsteinn saman jafnaðarmennsku og trúleysi og niðurstaðan og er sú að Guð hjálpar aðeins þeim ríku en ekki þeim fátæku

Örbirgð og auður

Þú manst að fátækt var af náð oss veitt

af vorum drottni. Það er gömul saga.

En Guð og menn og allt er orðið breytt

og ólíkt því sem var í fyrri daga.


Því fyrr var vissast vegi drottins á

að vera af hor og örbirgð nærri dauður.

Því hærra nú sem herrans þjónar ná

því hærri laun, því meiri völd og auður.


Í fátækt skortir bæði náð og brauð,

því bendir guð þér veg með þjónum sínum:

þú verður, vinur, fyrst að fá þér auð,

þá færðu líka náð hjá drottni þínum.


Því hafi þér ei heppnast „stöðu“ að ná

og heldur ekki lánast vel að búa,

þá mun þér veröld verða gæðafá

og vinir drottins að þér baki snúa.

Þó drottin sjálfan þekkir ekki þú,

þá þekkjast allir best af vinum sínum.

Og gáðu að hverjum hlotnast virðing sú

að hafa sæti næstir presti þínum.


Og eins er drottinn auði vorum hjá

og allar vorar syndaflækjur greiðir,

og börnin okkar verða voldug þá,

þó vitið skorti, náðin guðs þau leiðir.


Og eins er það að þá sem eiga gull,

frá þjófnað verndar náðarherrann blíði,

en þúsund svarthol á hér fjandinn full

af flökkuþjóð og öðrum sultarlýði.


Þú félaus maður mátt hér líða nauð

og munt í Víti síðar kenna á hörðu.

En takist þér að eiga nógan auð,

þig englar geyma bæði á himni og jörðu.


Stephan G. Stephansson

  • Flutti með foreldrum sínum til Vesturheims 1873

  • „Klettafjallaskáldið“ því hann bjó nálægt Klettafjöllum í Alberta, Kanada

  • Fór ekki í skóla vegna fátæktar – var sjálfmenntaður

  • Þekktasta skáld meðal Vestur-Íslendinga og er í hópi afkastamestu ljóðskálda þjóðarinnar

  • Skáldskapur Stephans ber sterk merki íslenskrar skáldskaparhefðar

    • Yrkir oft um Ísland og íslenska náttúru þótt nýju heimkynnin móti líka yrkisefni hans

  • Jafnaðarmaður og trúleysingi

  • Deilir á fyrri heimsstyrjöldina

    • Vígslóði

  • Samúð kemur fram hjá honum með þeim sem minna mega sín og þeim sem verða undir í lífsbaráttunni

    • Þeir eru hetjur hversdagsins

      • Jón hrak

Jón hrak – til umhugsunar

  • Í raunsæjum textum er sjónum oft beint að lítilmagna eða þeim sem beittur er rangindum

  • Skáldið í þessu kvæði skellir skuldinni á samfélagið vegna illrar framkomu við þann sem á erfitt

  • Sögukvæði

  • Óreglulegur bragarháttur

  • Ljóðstafasetning er víðast regluleg og rímið er víða eftirtektarvert

    • 14. erindi: vers um / þversum

  • Oft þarf að fletta upp orðum í orðabók

  • Stundum þarf að taka braglínur saman og raða í grundvallarorðaröð

    • 4. erindi

      • Rytjur af því rusli leifði
        rásin tíða en mörgu dreifði

      • Rásið tíða leifði rytjur af því rusli en dreifði mörgu

      • Tímans rás skildi eftir leifar af fánýtum kveðskap en týndi mörgu

    • 8. erindi

      • hún er aflsins heit að vinna
        hnekki inu kraftaminna

      • hún er heit aflsins að vinna inu kraftaminna hnekki

      • illspáin (kemur í 5. erindi) er ógn hins sterka að valda hinu veikara tjóni

  • Kvæðið er ádeilukvæði

  • Höfundur notar ólíkar aðferðir til að koma ádeilunni á framfæri

    • Beitir ýmsum stílbrögðum

    • Ádeilan beinist einkum gegn framkomu við einn af okkar minnstu bræðrum

      • 10. erindi

        • Jörðu á og í er snauðum
          ofaukið, jafnt lífs og dauðum

        • Fátækum er ekki aðeins ofaukið í lifanda lífi heldur líka þegar þeir eru dauðir

    • Deilt er á samfélag sem lætur slíkt viðgangast

    • Einnig er deilt á þröngsýni kirkjunnar

      • 2. erindi

        • Eiginleikum guðs hann gleymdi

          þá sem voru vissir tíu
          velta lét á fimm og níu.

        • Hér er vikið að barnalærdómskverum sem tíunduðu nákvæmlega eiginleika guðs sem Jón gat illa tileinkað sér

    • Deilt er á fordóma manna

      • 8. erindi

        • Falin er í illspá hverri
          ósk um hrakför sýnu verri

    • Deilt er á hræsnina

      • 11. erindi

        • Ei þarf lubbinn óvandaður
          eins að liggja og dánumaður

        • Ekki þarf ónytjungurinn að vera grafinn líkt og heiðursmaður

  • Stílbragðið háð er notað til að skerpa ádeiluna

    • Háð/írónía felst í misræmi annars vegar milli þeirrar merkingar sem mælandi leggur í orð sín og hins vegar þeirrar merkingar sem áheyrendur leggja í orðin eða í því hvernig þau rætast á annað máta en búist var við. Írónía getur einnig verið þegar beinlínis er átt við annað en það sem sagt er, gjarnan hið gagnstæða

    • Orðið „sök“ er notað í 1. erindi um að Jón hafi verið lausaleiksbarn og að þess vegna hafi hann glatað rétti til góðs uppeldis

    • Í 9. erindi segir: Alltaf hafði hann sama sinni, / svona að deyja í ótíðinni.

      • Jón gat ekki einu sinni drepist þegar vel viðraði fyrir menn að hola honum niður í jörðina

    • Háði er beitt í 15. erindi 

      • Já, sú ending er ekki að lofa / útafdauður fólki að sofa.

        • Eins og karlkvölin var ómögulegur gat hann ekki einu sinni hætt að angra fólk eftir að hann dó

  • Andstæður eru áberandi í kvæðinu

    • Undirmálsmaður – heiðursmaður

    • ‚réttur‘ andlegur átrúnaður – ‚rangur‘ veraldlegur átrúnaður

    • Sá sem þorir að segja satt – sá sem þegir

    • Draugur – lifendur

  • Boðskapur kvæðisins er sá að láta ekki framkomu eins og hér er lýst viðgangast gegn þeim sem minna mega sín

    • Nátengt meginhugsun raunsæis; benda á það sem miður fer til að hægt sé að læra eitthvað á því

Lokaorð um raunsæi

  • Raunsæistímabilið var stutt

  • Að vissu leyti má segja að „nútíminn“ hefjist

  • Bændasamfélagið líður undir lok

  • Eitt helsta einkenni raunsæis er að fjalla um samtímann á gagnrýninn hátt

  • Efasemdir um tilvist guðs

  • Skáld eiga að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og lækna samfélagsmeinin

  • Raunsæi var mest áberandi í sagnagerð en birtist einnig í ljóðum

  • Skáld litu bæði til síns nánasta umhverfis og til umheimsins og gagnrýndu stórveldin

    • Þorsteinn Erlingsson kom inn á nýlendustefnu stórþjóðanna og Stephan G. Stephansson varð gagnrýninn á stríðsbrölt stórþjóðanna

  • Nýrómantíkin tók svo við af raunsæinu

    • Skilin á milli þessara stefna eru ekki alltaf skörp






Rómantík

Raunsæi

Viðfangsefni bókmennta

Að vekja lesendur til meðvitundar um mikilvægi þjóðernis, sögu og náttúru með því að tjá tilfinningalega upplifun, ekki síst um náttúruna og sögu þjóðarinnar.

Að fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagslegt misrétti, t.d. misskiptingu auðs, kúgun kvenna, spillingu yfirstéttarinnar og hræsni presta.

Hlutverk skálda

Að miðla lesendum af sýn sinni, listamaðurinn býr yfir nánast yfirnáttúrulegri skynjun á náttúru, sögu og tilfinningum.

Að lýsa raunveruleikanum á sem trúverðugastan hátt án þess að fegra nokkuð.

Aðferð

Skáldlegt ímyndunarafl er mikilvægara en raunveruleikinn. Miðla á persónulegri og tilfinningalegri upplifun í skáldskap.

Rithöfundar litu á sig sem lækna samfélagsmeina. Það var hlutverk þeirra að benda á meinsemdirnar til að hægt væri að „lækna“ þær. Höfundurinn átti ekki að blanda tilfinningum sínum í textanum heldur vera nánast eins og skrásetjari.

Persónur og vettvangur

Gjarnan er ort um fornar hetjur í glæsilegri náttúru Íslands. Einnig er algengt að ort sé um einhvers konar algleymi í náttúru landsins.

Fjallað er um manninn í samfélagi samtímans. Maðurinn er afurð erfða og umhverfis. Lágstéttarfólk og þeir sem minna mega sín eru oft aðalpersónur og sýnt er hvernig samfélagið viðheldur ranglæti.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að sýna okkur glæsilega fortíð eða birta okkur skáldlega sýn af fegurri og réttlátri veröld en veruleikinn er.

Að bæta mannlífið með því að benda á meinsemdir samfélagsins til að hægt sé að ráða bót á þeim.


RAUNSÆI

gestur pálsson - helsta skáld, realismi, tilhugalíf, vordraumur, kærleiksheimilið, fyrirlestrarnir lífið í reykjavík, skáld vor og skáldskapur á þessari öld, menntunarástandið á íslandi

georg brandes - upphaf raunsæis á n-löndum

bertel e.ó. þorleifsson - verðandi

einar h. kvaran - verðandi, vonir

hannes hafstein - verðandi, realismi

þorsteinn erlingsson - ljóðabókin þyrnar, efnilegur námsmaður, stundum rómó, örbirgð og auður

stephan g. stephansson - klettafjallaskáldið, vígslóði, jón hrak 

torfhildur hólm - sögulegar skáldsögur, brynjólfur sveinn biskup


ÍSLE3DD05 - Lokapróf

Lærdómsöld 1550-1750

Aðalatriði:

  • Siðaskipti verða

  • Kaþólsk trú < lútherstrú 

  • Prentun hefst og innflutningur á pappír

  • Biblían prentuð á íslensku

  • Áhersla lögð á varðveislu og mikilvægi íslensks máls (húmanismi)

  • Söfnun miðaldahandrita hefst

  • Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir

  • Íslandslýsing var skrifuð á latínu af Oddi Einarssyni

    • Ein besta heimild sem til er um siðskiptatímann á Íslandi

Bókmenntir í lausu máli

  • Nánast ekkert nýtt verk í lausu máli var samið frá því síðasti forni annállinn var saminn um 1430 og þar til áhrif húmanismans komu fram á 16. öld

    • Ekkert samið í heila öld

  • Sögurnar sem lesnar voru til skemmtunar á heimilum voru aðallega fornsögur, t.d. Íslendingasögur, og kannski nutu riddara- og fornaldarsögur enn meiri vinsælda og voru afritaðar, lesnar og sagðar ( Afþreyingabókmenntir)

  • Á 17. öld bættust við erlendar skemmtisögur sem voru þýddar á íslensku – almúgabækur

Ljóðagerð

  • Rímur voru enn vinsælar frá miðöldum

    • Rímurnar lengdust, bragarháttum fjölgaði og urðu flóknari

  • Haldið var áfram að semja kristileg kvæði og siðskiptamenn sýndu áhuga á gömlu kaþólsku helgikvæðunum

  • Fjöldi lútherska sálma var þýddur og saminn

  • Elsta, þekkta heimsádeilukvæði íslenskra bókmennta kemur frá lærdómsöld – Heimsósómi eftir Skáld-Svein

    • Deilt er á ýmsa samfélagsbresti og lesti í fari manna

    • Aldarfarið er spillt græðgi eftir fé og völdum

    • Ádeilan beinist oftast gegn valdsmönnum og hroka sem alþýðufólki er sýndur

    • Ádeilan átti að vera siðbætandi og hvetja menn til dyggða, það átti að reyna að snúa við þróun hins öfugsnúna heims

    • Vondur samtíminn gjarnan borinn saman við liðna tíð sem var mikið betri

    • Heimsósómi er talinn ortur í upphafi 16. aldar

  • Bókmenntagreinin er gjarnan kölluð heimsósómar eftir kvæði Skáld-Sveins

  • Fá ástarkvæði eru varðveitt frá 16. öld en ástæða þess er talin vera sú að yfirmenn kirkjunnar voru á móti kveðskapnum og reyndu að koma í veg fyrir útbreiðslu hans

Flokkun bókmennta

  • Bókmenntum siðskiptatímans er skipt í trúarlegar og veraldlegar bókmenntir og bókmenntir í bundnu og lausu máli

  • Það voru synir heldri manna sem hlutu nægilega menntun til að verða opinber skáld

    • skáldskapurinn var í föstum skorðum og skáldskapariðkun krafðist talsverðar þekkingar í skáldskaparfræðum, mælskulist, fornum bókmenntum og latínu

Menningarbylting – siðaskipti

  • Miklar breytingar urðu á menningarlífi Íslendinga um miðja 16. öld

  • Þær breytingar voru hluti af alþjóðlegum hræringum í menningar- og trúmálum sem bárust hingað frá Evrópuþjóðum

  • Siðaskiptin eru mikilvægust þegar Íslendingar tóku upp lútherskan sið

  • Við siðaskiptin jukust völd konungs til muna því skv. stefnu Lúthers varð þjóðhöfðingi í hverju landi jafnframt yfirmaður kirkjunnar en áður hafði veraldlegt og kirkjulegt vald verið aðskilið

  • Siðaskiptamenn lögðu áherslu á að ver maður ætti að iðka trú í milliliðalausu sambandi við guð  sinn, bæði í kirkju og heima

  • Biblían þýdd og innflutningur á pappír

  • Jón Arason flutti inn fyrstu prentsmiðjuna og var hún í eign kirkjunnar fram á 18. öld

Guðsorð á íslensku

  • Nýja testamentið var fyrst þýtt í heild sinni um siðaskiptin af Oddi Gottskálksson

    • Elsta bók sem prentuð er á íslensku og er varðveitt í heilu lagi

Fyrstu lúthersku sálmarnir

  • Lúther lagði áherslu á að Guðsorð væri til á hverri þjóðtungu og að menn gætu lofsungið Guð, hver á sínu máli

  • Marteinn Einarsson gaf út fyrstu sálmana í íslenskri þýðingu 1555 – Marteinssálmar

    • 35 sálmar

    • Mikilvæg heimild um hugmyndir siðskiptamanna um kristna trú og hvernig þótti við hæfi að lofsyngja Guð

    • Mikilvæg heimild um framburð íslenskunnar

Guðbrandur Þorláksson og bókagerð hans

  • Biskup á Hólum

  • Frá Staðarbakka í Miðfirði

  • Fékk biskupsembætti á Hólum 1571 þar til hann dó

  • Afkastamikill bókaútgefandi

    • Eini útgefandinn og hafði því mikil áhrif

    • Guðbrandsbiblía 1584, Sálmabók 1589 og Vísnabók 1612

  • Auk þess prentaði hann húslestrarbækur, barnabækur, predikanir o.fl.

  • Reyndi hvað hann gat að koma í veg fyrir útbreiðslu afþreyingarkvæða

Guðbrandsbiblía

  • Guðbrandur gaf út alla Biblíuna og er hún kennd við hann

  • Hún er hins vegar eftir Odd Gottskálksson og fleiri skáld

  • Fyrsta myndskreytta bók sem var prentuð hér

  • 500 eintök


Sálmabókin

  • Guðbrandur var valdamesti maður í bókmenntalífi síns tíma á Íslandi

  • Í Sálmabókinni telur Guðbrandur upp kosti bundins máls fram yfir óbundið

    • Auðveldara að læra og muna vísur og kvæði

    • Vel ort kvæði hafa meiri áhrifamátt en sundurlaust mál

  • Svo útskýrir hann gallana á eldri sálmaþýðingum

    • Sálmar sem eru efnislega rétt þýddir en skortir stuðlun, viðeigandi íslenska skáldskaparmálsnilld og rétta bragahætti

    • Sálmar sem eru of skáldlegir og með svo djúpum kenningum og orðum að erfitt er að skilja merkinguna

    • Sálmar á annarlegu tungumáli og brákaðri norrænu

Kvæði af stallinum Kristí

Emmanúel heitir hann

herrann minn enn kæri.

Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.


Nóttin var sú ágæt ein,

í allri veröldu ljósið skein,

það er nú heimsins þrautar mein

að þekkja hann ei sem bæri.

Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

  • 350 eintök

Vísnabókin

  • Kennslubók í efni Biblíunnar og kristinni trú

  • Íslenskur kveðskapur eftir tíu skáld

  • Nóttin var sú ágæt ein/Kvæði af stallinum Kristí

    • Vikivakaháttur

  • Með Vísnabókinni reynir Guðbrandur að koma nokkuð til móts við bókmenntasmekk landa sinna

    • Vildi sjálfur að ástarkvæði og fornmannarímur legðust af

  • Svokallaðar biblíurímur taldar vera upphaf þess siðar að snúa sögum Biblíunnar í bundið mál

    • Undanfari Passíusálmanna

Íslenskan á siðskiptaöld

  • Ítalskir húmanistar á 14. öld vildu hreinsa latínu síns tíma af seinni tíma mengun og færa hana aftur til þess sem hún var í meðförum klassískra rithöfunda

    • Arngrímur lærði Jónsson fjallar um íslenskuna á svipaðan hátt

      • Frændi Guðbrands Þorlákssonar

  • Arngrímur skrifaði Crymogæa (þýðir Ísland) 1609

  • Vildi að Íslendingar varðeiti hreinleik tungunnar með því að nota hreint mál og glæsilegan stíl fornritanna sem fyrirmyndir (sbr. hugmyndum ítalskra húmanista)

    • Vildi einnig að Íslendingar hafi lítil samskipti við aðrar þjóðir til að menga ekki tunguna

Rímur

  • Rímur hafa lengi verið vinsæl afþreying og eru umfangsmesta íslenska bókmenntagreinin

  • Rímur: löng frásagnarkvæði, söguljóð, þar sem oftast er endursagt efni annarra bókmennta, helst sagna

    • Rímur eru oftast epískar

  • Rímur voru oft ortar eftir sögum og söguþræði var fylgt

    • Riddarasögur, fornaldarsögur Norðurlanda og ævintýri

  • Rímnaskáld velja sér sögu til að yrkja upp og breyta í rímu og varð hver saga að einum rímnaflokki

  • Rímnaflokkur: mismargar rímur (ein ríma=kafli)

  • 1. Hver ríma hefst á ljóðrænum inngangskafla, mansöng, þar sem skáldið talar beint til áheyrenda

    • Mansöngvar fjalla oft um aðstæður skáldsins, um ástir eða skáldskap

    • Mansöngur þýðir ástarljóð

  • 2. Svo tekur efni sögunnar við og er rakið í mörgum vísum

  • 3. Að lokum eru fáar vísur í lok hverrar rímu (1-2) þar sem skáldið kveður lesendur

  • Allar vísur sömu rímu eru ortar undir sama bragarhætti en það er gjarnan skipt á milli rímna (sér bragarháttur fyrir inngang, meginmál og lokaorð)

  • Fyrsta ríman oft ferskeytla

  • Skáldamál oft sótt til dróttkvæða, sérstaklega Snorra-Eddu

  • Myndmál einkennist af heitum og kenningum

  • Endarím, víxlrím og runurím er einkennandi

  • Eignarfallsumritun: sæmd – sæmdar klútur  //  viska – visku rætur

  • Rímnalög kallast stemmur

Ferkvæður háttur: Ferskeytla

Guð er vís að gefa mér

góða fiska fjóra,

hann mun sjálfur hugsa sér

að hafa þá nógu stóra.

Ferkvæður háttur: Skáhenda

Yngissveinar silkirein

sagðir margir unnu,

biðlamergð og manna ferð

meyjar af ástum brunnu

Þríkvæður háttur: Braghenda

Þegar ég tók í hrunda hönd með hægu glingri

fannst mér, þegar ég var yngri,

eldur loga á hverjum fingri.

Tvíkvæður háttur: Afhenda

Afhendingin er mér kærst af öllum brögum,

Þegar ég yrki óð af sögum.


Hallgrímur Pétursson

  • Markaði dýpst spor í andlegt líf Íslendinga með skáldskap sínum á 17. öld 

  • Trúareinlægni hans var einstök, sem og ást hans á móðurmálinu

  • Skyldur Guðbrandi Þorlákssyni

  • Hætti í skóla (wanker), óvenjuleg skólaganga

  • Doggaði Guðríði Símonardóttur – preggerz – formlegu námi Hallgríms lokið

  • Brynjólfur Sveinsson (þússarinn) lét vígja Hallgrím til prests

  • Hann fékk hann einnig til að sjá um endurenntun þeirra sem voru tekin í tyrkjaráninu og þar hitti hann tyrkja- Guddu

  • Orti mest ádeilukveðskap, rímur, heilræðakvæði, tækifæriskvæði og svo Passíusálmana

  • Þekktur fyrir “um dauðann óvissa tíma”

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

  • Passía – þjáning

  • Efni Passíusálmanna: pína, dauði, upprisa Jesú

  • Færist frá pínu Krists, og yfir á áyrgð mannanna

  • Barrokk tími: listastíll sem stóð í blóma á 17. öld og fram á þá 18.

    • Einkenndist af reglufestu, skrauti og íburði

    • Var að miðla andlegum kveðskap á listrænan hátt

    • Skáldin urðu að vera rökvís og vel máli farin

  • Lykilhugmynd í passíubókmenntum – íhugun um hvaða merkingu dauði Krists hefði haft fyrir mannkynið

    • Markmiðið var að tengja saman samtímann og tíma píslasögunnar til að lífga atburðina við

  • Passíusálmar Hallgríms voru fyrst prentaðir 1666

  • Hallgrímur leggur áherslu á útleggingu efnisins (hvernig má túlka það og hvernig má læra af því) og vandlega úthugsaða byggingu og vandaðan stíl (ávörp og endurtekningar)

  • Friðþægingarkenningin:

    • Samkvæmt kristinni trú fæðist maðurinn syndugur, hann ber erfðasyndina í blóðinu. Með dauða krists er búiða að aflétta erfðasyndinni, hann friðþægaði snydir okkar þannig að við getum aftur fengið eilíft líf í himnaríki sem við glötuðum upphaflega þegar Adam og Eva brutu af sér.

  • Fjórskipting hvers Passíusálms:

    • 1. Endursögn Biblíutexta: hluti píslasögu Krists endursagður í bundnu máli – historia 

    • 2. Trúarleg túlkun: hliðstæður milli tíma Krists og samtímans – allegóría 

    • 3. Áminning: dæmi um hinn siðferðislega lærdóm sem draga má af textanum – mórölsk merking

    • 4. Huggun/bæn: dregin er fram merking sem vísar til eilífrar sáluhjálpar – anagógísk merking

  • Tímaskipting:

    • Tími Krists

    • Tími Hallgríms

    • Framtíðarmynd

    • Tími Krists

  • Erindi 1-3: endursögn ritningartexta – útleiðsla Krists (niðurlæging)

  • Erindi 4-5: trúarleg túlkun – rangfærsla laganna

  • Erindi 6-11: áminning – inn-út, erfðasyndin, grundvallarhugmyndin kemur fram

  • Erindi 12-14: huggun/bæn: lofsöngur og sáluhjálp


Erfðasyndin: skuld sem menn bera í blóði sér frá því Adam og Eva brutu gegn banni drottins í Eden.


Grundvallarhugmynd Passíusálmanna: maðurinn er fordæmdur og ber erfðasyndina á herðum sér. Honum hefur mistekist að lifa samkvæmt vilja drottins. Á manninum hvílir blóðskuld, forsmán og útskúfun frá Guði en með dauða Krists er bölvunin tekin burt. Með kvaladauða sínum á krossinum hefur Kristur fjarlægt þessa byrði af manninum, friðþægt fyrir syndir hans


Annar sálmakveðskapur Hallgríms Péturssonar

  • Um dauðans óvissa tíma (um 1650)

    • Sálmurinn um blómið

    • Helsti útfararsálmur þjóðarinnar

    • Dróttkvæður háttur???????

    • Sálmurinn fjallar um dauðann og kristileg viðhorf til hans

    • Uppbygging: dauðinn – hugleiðing um dauðann – trúarlegt (friðþ.kenning) – dauðanum fagnað

    • Erindi 1-7: dregin upp mynd af stöðu mannanna gagnvart dauðanum – svartsýni 

      • Myndrænar vanitas-samlíkingar

    • Erindi 8-13: trúarleg viðhorf, skáldið yrkir sig í sátt við hinn óumflýjanlega dauða því allt vald er hjá Guði – bjartsýni

      • Retorísk tilþrif

    • Barrokk texti

      • Gildi blómsins tekið fram yfir útlit þess

    • Stílbrögð

      • Mótsögn: með sínum dauða hann deyddi / dauðann og sigur vann

      • Endurtekning: hann er mín hjálp og hreysti / hann er mitt rétta líf / honum af hjarta eg treysti / hann mýkir dauðans kíf

      • Persónugervingar: dauðinn persónugerður og ávarpaður (apostrofe)

        • Dauði, ég óttast eigi / afl þitt né valdið gilt / í Kristí krafti eg segi / kom þú sæll, þá þú vilt

      • Viðlíkingar: dauðinn – slátturmaður / líf manns – blóm 

  • Erfiljóð Hallgríms um dóttur sína Steinunni

    • Tilheyrir erfiljóðið tækifæriskvæðum Hallgríms

    • Steinunn dó á 4. ári 1649

    • Í ljóðinu takast á :

      • hugmyndin að dauðinn sé endanlegur og sorgin óbærileg

      • humyndin um huggun sé fólgin í einlægri trú og von

Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar

  • Helmingur kveðskapar Hallgríms er veraldlegur

    • Rímur, heilræðakvæði og ádeilukvæði

  • Flærðarsenna

    • Ádeilukvæði um svik

    • Sex erindi, hvert erindi með sjö braglínur

    • Heimurinn er fullur af ótryggð og falsi og þeir sem skilja það ekki munu reka sig hastarlega á

    • Hinn lymskufulli heimur er persónugerður

    • Rím: línur 1-4 hafa víxlrím en síðustu 3 hafa miðrím og runurím

Ljóðrænn skáldskapur á lærdómsöld

  • Skáldskapur hefur verið flokkaður í þrennt: epík, dramatík og lýrík

  • Lýrískur/ljóðrænn skáldskapur er sá sem fjallar um og höfðar til tilfinninga og hughrifa fyrst og fremst, frekar en röklegrar hugsunar

  • Ljóð og kvæði geta verið epísk ef þau fela í sér sögu/frásögn

  • Náttúran og ástin er helsta umfjöllunarefni

  • Þekktasta lýríska skáld 16. aldar er Páll Jónsson (Staðarhóls-Páll) og frá 17. öld er það Stefán Ólafsson

Sagnfræði á lærdómsöld

  • Einn þáttur húmanismans á 16. öld er endurvakinn áhugi á sögu og liðnum tímum

    • Sjáum það í ritun sagnfræðilegra verka og í handritasöfnun

Ritun sagnfræðilegra verka

  • Crymogæa Arngríms lærða

  • Björn Jónsson á Skarðsá (Gaurinn með enga menntun sem samdi ljóð að dissa ríka fólkið)

    • Afritaði handrit og samdi sjálfur

    • Skarðsannáll: yfirlit markverðustu viðburða á Íslandi frá 1400-1640

  • Jón lærði Guðmundsson

    • Skrifaði um náttúrufræði, lækningar og galdur

    • Orti sjálfsævisögulegt kvæði, Fjölmóð, 394 erindi undir fornyrðislagi

    • Spánverjavígin 1615

      • 30 baskneskir hvalveiðimenn, sem höfðu brotið skip sín, voru drepnir fyrir að ræna sér til matar þegar enginn vildi/þorði að hjálpa þeim

Handritasöfnun

  • Á 16. öld, í anda hugmynda húmanismans, jókst áhugi á handritum frá miðöldum í samræmi við endurvakinn áhuga á liðinni tíð

  • Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup safnaði handritum sem dýrgripum og honum getum við þakkað að Konungsbók eddukvæða varðveittist því árið 1662 sendi hann Friðriki 3. Danakonungi hana að gjöf

  • Árni Magnússon safnaði handritum um allt land

    • Árnastofnun

Ferðabækur

  • Reisubók Ólafs Egilssonar er elsta varðveitta íslenska ferðasagan

    • Séra Ólafi var rænt í Tyrkjaráninu en síðan sendur til DK að fá lausnargjald fyrir hópinn

  • Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara er þekktasta ferðasaga Íslendings frá 17. öld

    • Jón fór að heiman og hélt til DK þar sem hann fékkst við margvísleg störf uns hann réð sig á Indlandsfar, danskt herskip sem gert var út í verslunarleiðangur 1622

    • Bókin er dýrmæt heimild um borgarbrag Köben og verslun Dana og Indverja um 1620

    • Bókin er ómetanleg heimild um daglegt líf sjómanna og hermanna á sjó og landi á sama tíma

    • Í bókinni er kjarnmikið alþýðumál


Galdrafár

  • Líklegt að einhverjir hafi reynt að beita svartagaldri

    • Notaður til að valda tjóni/dauða og jafnframt til að tæla stúlkur

    • Notaðar voru sendingar, dýr sem mögnuð voru með galdri til að drepa búfénað eða valda öðrum usla

  • Fyrst var varla litið við galdri en á 17. öld var farið að líta hornauga á galdur af prestastéttinni 

    • Höfðu áhyggjur af því að þeir sem stunduðu galdur teldu sig geta farið gegn því sem Guð hefði ákveðið og sem líta mætti á sem réttláta refsingu fyrir óhlýðni manna

      • Verk djöfulsins 666

  • Frá  1500-1700 er talið að margar milljónir kvenna hafi verið fórnarlömb galdraofsókna í Evrópu

  • Hér snerust flest galdramál um meðferð stafa, tákna og rúnablaða sem áttu að hafa valdið fólki skaða

  • Konur voru í minnihluta þeirra sem voru líflátnir af sökum galdra

    • 130 konur ákærðar en 1 brennd

    • 20 karlar brenndir

  • Galdrafárið á Vestfjörðum tengist helst tveimur körlum; séra Jóni Magnússyni (þumlungur) og séra Páli Björnssyni

    • Jón lærði Guðmundsson var þekktastur ásakaðra galdramanna

  • Galdrafárið á Íslandi var sérkennilegt

    • Stóð yfir í stuttan tíma, flestar brennurnar voru 1669-1683

    • Konur voru í minnihluta

    • Galdrafárið aðeins bundið við einn stað; Vestfirði


LÆRDÓMSÖLD

hallgrímur pétursson - passíusálmarnir

jón arason - fyrsta prentsmiðjan

oddur gottskálksson - nýja testamentið

marteinn einarsson - fyrstu þýddu sálmarnir

guðbrandur þorláksson - biblían og sálmabók

arngrímur lærði jónsson - húmanisti, vernda ísl

brynjólfur sveinsson - 1k, safnaði handritum

árni magnússon - safnaði handritum

ólafur egilsson - elsta ferðabókin: reisubók

jón ólafsson - indíafari

jón lærði guðmundsson - ásakaður galdramaður





Hver voru mikilvægustu frumsamin verk lærdómsaldar?

Svar:___________________________________________________________________________

PASSÍUSÁLMARNIR


Upplýsing 1750-1830

Aðalatriði:

  • Í samanburði við önnur lönd í Evrópu byrjar upplýsingin hér seint

  • Blómatími upplýsingarinnar á Íslandi var u.þ.b. 1780-1810

  • Mikið af efni sem tengist upplýsingunni var samið erlendis

  • Á Íslandi urðu ekki róttækar samfélagslegar eða pólitískar breytingar í kjölfar upplýsingarinnar

    • Afstaða manna í trúmálum mildaðist

  • Eggert Ólafsson er þekktasta skáld tímabilsins


  • Hugtakið upplýsing merkir umfangsmikla mennta- og menningarstefnu víða um lönd á 18. og 19. öld

  • Stefnan birtist á mismunandi hátt í einstökum löndum en það sem tengdi hana saman voru grundvallarhugmyndir á sviði trúmála, stjórnmála, lista og heimspeki sem allar lutu að framfaramálum, þeirri trú að mönnum farnaðist því betur í lífinu sem fræðsla væri meiri

    • Vísindahyggja

  • Aukin áhersla á skynsemi mannsins

Maðurinn fæðist saklaus

  • Meginhugmynd frumkvöðla upplýsingar var að fyrirmyndir ætti að rekja til raunvísinda

    • Þessu fylgdi trú margra upplýsingarmanna á því að umhverfið mótar manninn og að menn fæddust óspilltir

      • Andstætt þeim trúarhugmyndum sem einkenndu siðskiptatímann þar sem kjarni í kenningu kirkjunnar var að menn fæddust syndum hlaðnir

      • Upplýsingarmenn vísuðu hugmynd kirkjunnar manna um erfðasynd á bug

Grýttur jarðvegur á Íslandi fyrir upplýsingu

  • Fyrstu 30 ár upplýsingar á Íslandi mótaðist hún mjög af aðgerðum danskra stjórnvalda

  • Áhrif upplýsingarinnar birtist hér mest í ritsmíðum einstakra manna og hugmyndum sem ýmis félagasamtök settu fram fremur en í framkvæmdum

  • Einn fyrsti vísirinn að nýjum hugsunarhætti í anda upplýsingar og framfara hér á landi var stofnun svokallaðra Innréttinga en svo var verksmiðjuþorp, sem reis í Reykjavík um miðja 18. öld, nefnt

    • Markmiðið var að efla verkkunnáttu Íslendinga, efla atvinnuvegi, iðnað og útgerð

    • Áhersla á ullarvinnslu og klæðagerð

    • Innréttingarnar lokuðu fyrir aldamótin 1800

    • Skúli Magnússon Fógeti stóð fyrir þeim

Eggert Ólafsson

  • Einn helsti boðberi upplýsingar á Íslandi

  • Hann leit svo á að hlutverk vísindanna fælist einkum í því að lýsa hlutum og fyrirbærum eins nákvæmlega og hægt er til að sýna fram á kerfi og reglufestu í náttúrunni

  • Vildi einnig útrýma ýmiss konar landlægri hjátrú og náttúruótta og skýra dularfulla hluti á vísindalegan hátt

  • Ferðabók Eggerts og Bjarna

    • Skrifuð á ferðalagi Eggerts og Bjarna Pálssyni þar sem þeir vildu bæta nýtingu í landinu

    • Ferðabókin auðveldaði dönskum stjórnvöldum að standa fyrir ýmsum úrbótum á Íslandi

  • Einnig skrifaði Eggert rit um náttúru Íslands og íslenskt mál

  • Áleit að íslensk tunga væri í hættu

  • 1768 drukknaði Eggert á Breiðafirði ( Ha ha )

  • Eggert var í fararbroddi íslenskra skálda á upplýsingaröld

  • Skáldskapur hans fólst í að miðla upplýsingum sem voru nátengdar nytsemi og sannleika

  • „Meginviðfangsefni skáldskapar á að vera einstaklingurinn í samfélagi við aðra menn“

  • Búnaðarbálk er þekktasta kvæði Eggerts

    • Skipt í þrjá flokka

      • Eymdaróð – Náttúrulyst – Munaðardæla

Úr Búnaðarbálki, Munaðar-dælu eður bóndalífi og landselsku

  • Fjallað um ung hjón sem aðhyllast svipaðar hugmyndir og Eggert

  • Þau lifa í sátt við aðra bændur og nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða

  • Bóndinn fer út að vinna og konan tekur svo á móti honum með gleði í hjarta <3

  • gay skrifað út frá manninum

Fyrsta erindi (25)

Ég fer í bæ og hressist heldur;

hún dregur af mér vosklæðin;

svo kuldinn flýi, kveikist eldur,

kræsast þarf einhver rétturinn:

borðið er sett með besta mat,

í búrinu sem hún fengið gat.

  • Skv. kvæðinu á konan að taka vel á móti bónda sínum, maturinn tilbúinn á borðinu. Hún býr um rúmið og sér til þess að það fari vel um bóndann. Konan er algjört gæskublóð, hún kennir þeim sem vilja læra, siðar börnin og sinnir húsverkum. Sefur aðeins hjá bónda sínum og er „skírlíf í hjarta“. Konan er það besta sem bóndinn á.

  • Í Um samlíking sólarinnar koma fram svipaðar hugmyndir um konuna

    • „Samkvæmt kvæðinu á konan að vera verklagin og vinnusöm, kærleiksrík, hugsa vel um eiginmanninn, fæða börn og hugga þá sem eiga bágt“

    • Það sem er mismunandi er það að í eldra kvæðinu hefur konan þetta hlutverk en í seinna kvæðinu eru þetta eiginleikar ákveðinnar konu??????

  • Jurtakvæði bls. 112

Hrappseyjarprent

  • 1773 fékkst leyfi frá Danakonungi til að stofna nýja prentsmiðju á Íslandi

  • Í nýju prentsmiðjunni mátti aðeins prenta efni af veraldlegum toga en ekki guðsorðabækur eins og var aðeins gert í Hólaprenti

  • Prentuð voru allskonar rit; upplýsingarit, Alþingisbækur, íslenskur skáldskapur, þýðingar og svo fyrsta íslenska tímaritið, Islandske Maanedstidender

  • Rekja má upphaf íslenskrar upplýsingar til stofnunnar Hrappseyjarprents

  • Prentsmiðjan lokaði 1794 en þá var hún seld og flutt suður á Leirársgarða í Borgarfirði

  • Búnaðarbálkur var prentað í Hrappseyjarprenti

  • Atli eftir Björn Halldórsson var prentað í Hrappseyjarprenti

    • Dæmigert upplýsingarit

    • Atli fær ráð hjá bónda sínum um hjónaband og uppeldi barna

Fræðslufélög og tímarit

  • Einn þráðurinn í því sem varð að vef upplýsingarinnar hér á landi lá hjá íslenskum námsmönnum í Köben fyrir miðja 18. öld

    • Félagsskapurinn Sakir/Secta

    • Byggðist á þjóðernisvitund og áhuga á íslenskri tungu

  • Lærdómslistafélagið var svipaður klúbbur og var stofnaður 1779 í Köben

    • Markmiðið var að breiða út hagnýta fræðslu, varðveita tunguna og upplýsa Íslendinga um vísidóma náttúrunnar, heimspeki og guðfræði

    • Jón Eiríksson

  • Lærdómslistafélagið gaf út tímaritið Rit þess íslenska lærdómslistafélags eða Félagsritin

    • Fyrsta tímaritið sem gefið var út á íslensku

    • Fjallað var um búskap, veiðar, heilbrigðismál o.fl.

Magnús Stephensen

  • Undrabarn, fór 17 ára til Köben í nám

  • 1794 stofnaði Magnús nýtt framfarafélag á Íslandi sem nefnt var Landsuppfræðingarfélagið

    • Tilgangur félagsins var að ná til almennings með góðu og gagnlegu efni til upplýsingar og skemmtunar

    • Félagið leigði og flutti Hrappseyjarprentsmiðju í Borgarfjörð

    • Enduðu á því að kaupa prentsmiðjuna ásamt Hólaprentsmiðju sem varð til þess að Magnús varð einráður í bókaútgáfu á Íslandi næstu 30 árin

  • Magnús, ásamt Landsuppfræðingarfélaginu, prentaði ýmislegt

    • KlausturpósturinnSumargjöf handa börnumEinfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjurSálmabókEftirmæli átjándu aldar

    • Flest ritin voru í anda upplýsingarinnar og þeim var ætlað að auðga mannsandann og kveða niður hjátrú og kreddur

  • Magnús var umdeildur

    • Talið var að hann reyndi í krafti menntunar sinnar og embætta að berja niður aðrar skoðanir en þær sem honum voru þóknanlegar

    • Einnig var talið að Magnús sinnti ekki íslenskri tungu í ritum sínum

  • Þegar Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 1816 dró úr áhrifum Magnúsar

    • Rasmus Christian Rask var einn af frumkvöðlum stofnunar félagsins

      • Mikill áhugamaður um íslensku og vildi vernda málið

    • Félagið hefur gefið út menningar- og fræðiritið Skírni  frá 1827

    • Rask er helsti útlendingurinn sem hefur haft áhrif á íslenskuna

Íslenskan á upplýsingaröld

  • Á siðskiptaöld hafði Arngrímur lærði áhyggjur af erlendum áhrifum á íslenskt mál og vildi loka á samskipti Íslendinga við útlendinga og láta dönskuna ekki hafa áhrif á íslenskt mál

  • Svo í Ferðabók sinni segir Eggert Ólafsson að málið sé hreint í sveitinni en við sjávarsíðuna, sérstaklega við verslunarhafnir, sé íslenskan blönduð erlendum málum

  • Varðveisla og efling tungunnar varð eitt af mikilvægustu verkefnum 19. aldar í tengslum við framfarasókn og sjálfstæðisbaráttu

Skáldkonur

  • Ekki fer mikið fyrir nafngreindum konum í hópi höfunda á upplýsingaöld

    • hvaR ER JAFNR´´ÉTTIÐ

  • Konur gengu ekki menntaveginn

  • Skáldskapur var fyrir karla og þótti körlum þeim ógnað af skáldskapi kvenna

Bjrög Einarsdóttir, Látra-Björg

  • Vinnukona á Látraströnd

  • Lausavísur

  • Dróttkvæður háttur, ýmsir rímnahættir og vikivakaháttur

  • Ákvæðaskáld: skáld getur haft áhrif á náttúrulögmál í krafti skáldskapar síns

Látrum hlíft við bruna:


Aldrei Látra- brennur bær,

bleytan slíku veldur,

þangað til að Kristur kær

kemur og dóminn heldur.

Veður- og náttúrulýsing:


Orgar brim á björgum,

bresta öldu hesta,

stapar standa tæpir,

steinar margir veina.

Þoka úr þessu rýkur,

þjóð ei spáir góðu.

Halda sumir höldar

hríð á eftir ríði.

Rímnaskáld

  • Rímur lifðu enn á upplýsingaröld þó svo að leiðtogar upplýsingarinnar væru á móti þeim

  • Þekktustu rímnaskáld tímans voru:

    • Árni Böðvarsson

    • Snorri Björnsson

Lausamálsbókmenntir

  •  Á síðari hluta lærdómsaldar hófust fyrstu tilraunir Íslendinga með ritun verka þar sem höfundurinn sjálfur var í brennipunkti

    • Ferðasögur, einstöku menn (Jón Ólafs Indíafari)

    • Ekki mikið um sálarlífslýsingar

  • Ritun sjálfsævisagna hófst hér á 18. öld

    • Séra Jón Steingrímsson eldklerkur

  • Upphaf íslenskrar skáldsagnaritunar er oft rakið til sagna Jóns Thoroddsens (rómantíska stefnan)

    • Piltur og stúlka 1850

    • Maður og kona 1876

  • Ólafs saga Þórhallasonar

    • Eftir Eirík Laxdar

    • 14 ára strákur uppgötvar álfaheim og ferðast á milli heima

    • „Álfasagan mikla“

    • Í sögunni birtist fyrirmyndarþjóðfélag sem marga upplýsingarmenn dreymdi um

Leikritun

  • Upphaf íslenskrar leikritunar má rekja til tíma upplýsingarstefnunnar en upplýsingin var lyftistöng fyrir leikritun um alla Evrópu

  • Sperðill

    • Elsta varðveitta íslenska leikritið

    • Eftir séra Snorra Björnsson

    • Hroki og sýndarmennska afhjúpuð á gamansaman hátt

  • Slaður og trúgirni (Hrólfur) og Narfi

    • Eftir Sigurð Pétursson sýslumann

    • Samið fyrir Herranótt

    • Hrólfur: Hrólfur blekkir fólk með glæsileik og orðkynngi, alla nema unga stelpu sem sér í gegnum hann 3<

    • Narfi: lögréttumaðurinn Narfi reynir að vera meira en hann er í raun

      • Sýndarmennska og oflátungsháttur Narfa afhjúpuð, hann er hafður að fífli fyrir að tala dönsku í stað íslensku

      • Ádeilan í Narfa beinist að undirlægjuhætti fyrir því sem erlent er og einhverjum þótti fínna en hið íslenska


  • Lok upplýsingar á Íslandi má miða við  dauða Magnúsar Stephensens 1833 og upphaf skrifa Fjölnismanna sem settu svip á rómantíkina


Siðskiptaöld/lærdómsöld

Upplýsingaröld 

Viðfangsefni bókmennta

Að lofsyngja Guð á þjóðtungunni og semja kristileg rit. Að sýna mikilfengleik Guðs og smæð mannsins andspænis guðdóminum.

Að uppfræða lesendur um allt sem hefur hagnýtt gildi, ekki síst um nýtingu lands til að auðvelda búsetu í erfiðu landi.

Hlutverk skálda

Að yrkja um samband mannsins við Guð sinn í samræmi við ríkjandi hugmyndir kirkjunnar.

Að koma hagnýtum fróðleik á framfæri á aðgengilegan hátt. T.d. fróðleik um hvernig nýta megi landið sem best.

Aðferð

Guðbrandur Þorláksson fer fram á að skáldin noti gömul íslensk kvæði (t.d. eddukvæði) sem fyrirmyndir um skáldskapargildi, myndmál og málnotkun.

Rithöfundar eiga að miðla fræðsluefni sínu á skýran og skilmerkilegan hátt á skiljanlegu máli. Fræðslurit voru skrifuð bæði í ljóðformi og sem samtöl.

Persónur og vettvangur

Aumur og syndum spilltur maðurinn sem bíður af sér vonda jarðvist í vissunni um eilíft líf í sæluríki Guðs, eftir dauðann.

Maðurinn fæðist saklaus. Hann mótast af umhverfi sínu og til að hann njóti sín sem best þarf hann að öðlast menntun til að nýta náttúruna sér til hagsbóta.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að yrkja um dýrð Guðs í samhengi við smæð og sekt mannsins. Samband manns við Guð er forsenda góðs lífs.

Að bæta mannlífið með því að uppfræða almenning. Upplýstur maður getur best notið þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

UPPLÝSINGARÖLD

eggert ólafsson - þekktasta skáld, boðberi uppl., ferðabók, búnaðarbálkur

árni böðvars & snorri björns - rímur

snorri björns - sperðill

séra jón steingrímsson - sjálfsævisaga

sigurður pétursson - hrólfur og narfi

björg einarsdóttir/látra-björg - ákvæðaskáld








 Rómantík 1830-1880

Aðalatriði:

  • Áhersla á einstaklinginn, upplifun hans og skynjun verður aðalatriði

  • Öll list (þ.m.t. skáldskapur) hjálpar manninum að skilja guðdómlegt eðli heimsins

  • Þjóðerniskennd og hugmyndir um hið þjóðlega verða miðlægar

    • Sjálfstæðisbarátta 19. aldar

  • Rómantíska stefnan dregur heiti sitt af hugtakinu romanz

    • Upphaflega notað um gömul skrif á þjóðtungum, ekki á latínu

  • Náttúrudýrkun, fegurð náttúrunnar lofuð

  • Lögð er rækt við fortíð þjóða, hér á landi hina fornu frægð

  • Þekktasta skáld er Jónas Hallgrímsson


  • Rómantíska stefnan er mikilvægasta hugmyndastefna 19. aldarinnar

    • Hugmyndir okkar eru enn undir miklum áhrifum af rómantísku stefnunni

      • Náttúrufegurð og samband manns og náttúru

  • Rómantíska stefnan er andstæða upplýsingarstefnunnar

    • Skáld yrkja um náttúrufegurð (ekki landnýtingu), eigið sálarlíf, tilfinningar og skáldlegt ímyndunarafl

  • Með rómantísku stefnunni er einstaklingurinn, skynjun hans og reynsla, aðalatriðið

    • Einstaklingurinn og upplifun hans

  • „Hvernig er heimurinn?“ verður að „Hvernig upplifi ég heiminn?“

  • Henrik Steffen

    • Danskur náttúrufræðingur og heimspekingur

    • Boðaði hugmyndir eins og þá að líkt og birtan kemur frá sólinni kæmi maðurinn frá Guði

    • Hið jarðneska er eftirmynd hins heilaga og himneska sem einstaklingurinn gæti komist í kynni við í heimspeki og list

    • Þannig er það ekki skynsemi upplýsingarinnar sem færir manni sannleika heldur er það upplifun í gegnum heimspeki og listir

  • Fyrsta íslenska ljóðið sem er ort undir áhrifum rómantísku stefnunnar er Ísland eftir Bjarna Thorarensen

    • Ísland er lofsungið fyrir harðbýli þess og erfiði, skilyrðin á Íslandi herði þjóðina og styrki

  • Samfélagslegar forsendur fyrir rómantíkinni voru minni hér en annars staðar í Evrópu

  • Íslenskir stúdentar í Köben voru í forsvari fyrir rómantísku stefnuna á Íslandi

    • Hreinræktaðastir rómantíkerar

  • Rómantíkin hér á landi tengdist sjálfstæðisbaráttu 19. aldar 

    • Megnið af okkar náttúrukveðskap eru ættarljóð

Hugmyndir rómantíkurinnar um skáldskap og hlutverk skáldsins

  • Hugmyndir rómantíkurinnar um skáldskap eru að vissu leyti trúarlegs eðlis og eru tengdar hughyggju (ídealismi)

  • Í rómantíkinni er litið svo á að skáld og aðrir listamenn séu nokkurs konar miðlar sem geti snúið sér við og litið inn í þessa fullkomnu veröld handan við yfirborðsveruleikann (Platon og hellislíkingin)

  • Hlutverk listamanna er að miðla almúganum þeirra sýn

  • Mikilvægi „sjálfsins“ kemur fram í ljóðum

    • Ljóðmælandinn er nálægur og miðlar lesandanum af tilfinningalegri upplifun sinni

  • Í rómantískri þjóðernishyggju er lögð áhersla á hið þjóðlega

  • Rómantíkin er uppreisn gegn skynsemis-, nytsemis- og rökhyggju upplýsingarinnar

Náttúruskynjun – samband manns og náttúru

  • Rómantísku skáldin litu fyrst og fremst til andlegs áhrifamáttar náttúrunnar og upplifunar af náttúrunni

  • Ortu um algleymi í náttúrunni og um andlegt samband manns við náttúruna

  • Ort var um óbyggðaferðir þar sem fegurðin ríkir ofar öllu og þar sem maðurinn kemst í sælukennt ástand

    • Ástarsamband manns og náttúru

Fortíðarsýn – horft til innlendra miðalda

  • Rómantísk skáld sóttu ekki aðeins efni heldur líka form í þjóðsögur og þjóðkvæði

    • Hér í miðaldabókmenntir

  • Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson sóttu mikið í Eddukvæði

  • Fornsögur

    • Glæstar miðaldir bornar saman við auma samtíð til að hvetja þjóðina til dáða

  • Bókmenntir urðu vopn í sjálfstæðisbaráttu

  • Á Íslandi var farið að safna þjóðfræðilegu efni á 19. öld

    • Jón Árnason frægastur þjóðsagnasafnara

Þjóðernishyggja

  • Rómantísk þjóðernishyggja og áhersla á hið þjóðlega varð hluti sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 29. öld 

    • Ættjarðarljóð notuð sem vopn til að efla jákvæða sjálfsmynd þjóðarinnar

    • Vísað í fortíð til að minna á fornt, glatað sjálfstæði og hvetja menn til að endurheimta það

  • Tungumálið og viðleitni manna til að halda því hreinu og ómenguðu tengist einnig þjóðernishyggju

  • Á upplýsingaröld lýsti Rasmus Christian Rask yfir áhyggjum sínum varðandi tungumálið

    • Málhreinsunarmenn 19. aldar (t.d. Fjölnismenn) miðuðu ekki við fornmál heldur var fyrirmynd þeirra kjarngott alþýðumál samtímans

Hugmyndir um ástina

  • Mikill ástarkveðskapur

    • Aðeins ein hliðin, hlið karlsins

  • Á þessum tíma var ástin tvískipt

    • Andleg ást: göfug

    • Holdleg ást: óæðri

    • Skiptinguna má rekja til þess að konur áttu að vera óspjallaðar fyrir giftingu en karlar máttu fá útrás fyrir hvatir sínar

      • Andlegu ástina geymdu karlar fyrir eiginkonu sína en fengu útrás hjá vinnukonum eða vændiskonum (uuuuuu ok)

Leitin að samastað. Heimþráin, einsemdin

  • Ein hlið á áherslu rómantíkurinnar á hinn sérstaka einstakling er tilfinningin fyrir því að eiga hvergi samastað, leita að samfélagi og heimili en finna hvorugt

    • Einstaklingurinn er dæmdur til einsemdar en þráir alltaf að komast heim

Hetjuímyndin

  • Hetjudýrkunin er einn hlutinn af einstaklingshyggju rómantíkurinnar

  • Hugmyndin um snillinginn verður meira áberandi en áður en nær ekki hámarki

  • Íslensk skáld ortu um hetjur þjóðveldisaldar sem eiga að vera okkur fyrirmyndir að flestu leyti

  • Á 19. öld jókst útgáfa tímarita, ársrita og ýmissa blaða

    • Fjölnir – eitt fyrsta íslenska tímaritið sem að stórum hluta er helgað fagurbókmenntum

    • Ný félagsrit – Jón Sigurðsson birti þar helstu greinar sínar um stjórnmál, framfarir og sjálfstæðisbaráttu

Fjölnir

  • Ársritið Fjölnir kom út níu sinnum á árunum 1835-1847

  • Útgefendurnir voru íslenskir stúdentar í Köben - Fjölnismenn

    • Tómas Sæmundsson

    • Jónas Hallgrímsson

    • Konráð Gíslason

    • Brynjólfur Pétursson

  • Brautryðjendur rómantísku stefnunnar á Íslandi

    • Voru einnig tengdir upplýsingarstefnu fyrri kynslóðar

  • Vildu efla þjóðernisvitund landsmanna og frelsishug

  • Vildu hreinsa tunguna og fegra og höfðu veruleg áhrif á íslenskt ritmál

  • Í Fjölni birtust fyrstu kvæði Jónasar, sögur hans, þýðingar og ritgerðir um náttúrufræði

  • Eftir Konráð birtust ritgerðir málfræðilegs efnis

  • Eftir Tómas og Brynjólf birtust ritgerðir um hagnýt landsmál og stjórnmál

  • Kjörorð Fjölnismanna – Nytsemi, fegurð, sannleikur og leit eftir því sem gott er og siðsamlegt

  • Jónas Hallgrímsson

    • Rannsakaði náttúru landsins

    • Höfuðskáld Fjölnis

    • Samdi fyrstu íslensku smásöguna í anda rómantíkur – Grasaferð

  • Tómas Sæmundsson

    • Prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð

    • Ferðabók

      • Vildi kynna Íslendingum andlega og verklega menningu helstu forystuþjóða Evrópu og hvetja þá með því til dáða og að hrista af sér slenið

  • Brynjólfur Pétursson

    • Lögfræðingur

    • Starfaði í danska fjármálaráðuneytinu

    • Skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Köben

    • Fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-1849

    • Í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti þess 1848-1851

    • Rúnk

  • Konráð Gíslason

    • Málfræðingur og brautryðjandi í íslenskri orðabókargerð

    • Samdi danska orðabók og aðstoðaði við gerð íslensk-ensk orðabók

    • Rannsakaði fornmálið

      • Gerði fyrstur grein fyrir muninum á íslensku fornmáli og nútímamáli

    • Gaf út fornrit – Njála

    • Vildi laga stafsetningu að framburði

  • Útgefendur Fjölnis voru róttækir í frelsismálum þjóðar sinnar

  • Hvöttu landa sína til að kynna sér sögu landsins og afrek forfeðranna

  • Eitt helsta pólitíska kappsmál Fjölnismanna var að endurreisa alþingi á Þingvöllum

  • Ásakaðir um menntahroka (það er bara einn skóli‘ í Danmörku)

Textagreining

  • Markmið textagreiningar er að dýpka skilning lesandans á textanum

  • Með því að greina texta nákvæmlega getur lesandi betur séð samhengi hans og áttað sig á atriðum sem blasa ekki við á yfirborðinu

  • Textagreining er nauðsynleg til að greina margs konar aðra texta sem við lesum og þurfum að taka afstöðu til í daglega lífinu

    • Auglýsingar og áróðurstextar

  • Höfundur – efni – form – tími – tilgangur/boðskapur – markhópur


  • Höfundur (hver?)

    • Upplýsingar um höfund

      • Hvenær var hann uppi?

      • Var hann viðurkenndur eða óþekktur?

      • Hvernig kemur hann fram í textanum? Hver eru hans viðhorf til efnisins?

      • Hver eru helstu höfundareinkenni hans?

      • Hvernig tengist hann tímabilinu sem textinn er saminn á? Kemur hann með nýjungar? Hverjar?

      • Hvaða bókmenntastefna var ríkjandi þegar textinn var saminn og hvernig kemur hún fram í textanum?

  • Efni (hvað?)

    • Lesið yfir textann til að átta sig á honum

      • Um hvað fjallar textinn?

      • Er augljóst hvað höfundur ætlar sér með textanum eða er boðskapurinn dulinn?

      • Hver eru tengsl titils og innihalds?

      • Hvaða tilfinningar eru ríkjandi í textanum? Geta verið margar

      • Hver talar í textanum? Er mælandinn persóna eða stendur hann utan við textann? (höfundur/sögumaður/mælandi)

      • Hvert er sjónarhornið í textanum?

      • Hvaða persónur koma fram í textanum?

      • Í hvaða umhverfi gerist textinn og hvernig er því lýst?

  • Form (hvernig?)

    • Hvernig er tungumálið notað

      • Er textinn í bundnu máli eða óbundnu?

      • Sé textinn í bundnu máli, er hann saminn undir þekktum bragarhætti? Hvaða áhrif hefur bragarhátturinn?

      • Um hvaða tegund texta er að ræða? Er textinn t.d. ljóð, ritgerð, skáldsaga, sönn frásaga, ævisaga, frétt, fræðsluefni eða annað?

      • Hvernig er tungumál textans? Hér þarf að skoða…

        • Er málnotkun hátíðleg, hversdagsleg, einföld eða flókin?

        • Hvaða stílbrögð notar höfundur í textanum? (vísanir, endurtekningar, andstæður, hliðstæður og minni)

        • Hvað einkennir myndmál textans? Eru notaðar beinar myndir? Hvað sýna þær? Eru notapar líkingar, myndhverfingar eða persónugervingar? Hvaða áhrif skapar myndmálið?

        • Hvernig málsgreinar eru notaðar i textanum? Eru þær einfaldar og aðallega aðalsetningar eða eru þær flóknar og samsettar af aðal- og aukasetningum? Er orðaröð sjálfgefin (FSA), grundvallarorðaröð, eða er brugðið út af henni – og þá í hvaða tilgangi?

        • Notar höfundur slettur eða má sjá önnur erlend áhrif í tungumáli textans?

        • Hver eru tengsl formsins við tímann sem textinn var saminn á?

  • Tími (hvenær?)

    • Tími textans skoðaður

      • Auðvitað skiptir máli hvenær textinn var saminn, var höfundur ungur, miðaldra eða gamall þegar textinn var saminn?

      • Hver er ytri tími textans? Þ.e.a.s. hvenær gerist hann? Hvaða máli skiptir ytri tíminn við skilning okkar á textanum?

      • Hver er innri tími textans? Hvað líður langur tími í textanum og eru tímaeyður í honum?

      • Hvernig tengjast ytri tími og ritunartími? Hvernig birtist tíðarandi ritunartímans í textanum? 

      • Hvaða áhrif frá ritunartíma má greina í textanum? Hvernig kemur ríkjandi bókmenntasmekkur fram í honum og hvaða áhrif frá samfélagi höfundar og önnur ytri áhrif má sjá?

  • Tilgangur/boðskapur (til hvers?)

    • Tilgangur höfundar með því að skrifa texta getur verið persónulegur og þarf ekki að skipta máli við skilning á textanum

    • Tilgangur getur einnig verið almennari og mikilvægur

      • Hverju vill höfundur koma á framfæri með textanum? Vill hann fræða okkur, skemmta eða reka áróður?

      • Af hvaða tilefni er textinn skrifaður? Stundum er tilefnið þekkt og það getur skipt máli til að skilja textann

      • Hver eru tengsl tilgangsins/boðskaparins við tímann/tímabilið?

  • Markhópur (fyrir hverja?)

    • Er hægt að sjá markhópinn á textanum

      • Er textinn skrifaður fyrir ákveðinn aldurshóp?

      • Er hann frekar skrifaður fyrir karla en konur?

      • Er textinn ætlaður ákveðnum hópi, svo sem trúarhópi, stétt eða þjóð?


Skáldskapur í óbundnu máli á rómantíska tímabilinu

  • Upphafsskeið íslenskrar skáldsagnagerðar er yfirleitt rakið til 19. aldar

    • Tengist bæði aukinni bóka- og blaðaútgáfu á þeim tíma og kynnum Íslendinga af erlendum sögum

    • Þó hafði Eiríkur Laxdal skrifað skáldsögur á upplýsingaröld

  • Jónas Hallgrímsson var frumkvöðull í frumsömdum smásögum

    • Grasaferð

    • Stúlkan í turninum

  • Um og eftir miðja 19 öld fóru fleiri að skrifa sögur og á tíma rómantíkur ber hæst þá Jón Thoroddsen og Benedikt Gröndal

  • Jón Thoroddsen

    • Orti töluvert og mörg ljóða hans eru enn sungin

    • Brautryðjandi í skáldsagnagerð

    • Piltur og stúlka

      • Fyrsta íslenska skáldsagan

    • Maður og kona

    • Rómantískar ástar- og sveitasögur en með runsæislegum frásagnarhætti

    • Ungum og saklausum elskendum er stíað í sundur af ættingjum en ná saman í lokin (frumlegt)

    • Innsýn í íslenskt þjóðlíf

  • Benedikt Gröndal

    • Rektor Lærða skólans 

    • Fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í norrænum fræðum

    • Þekktur fyrir teikningar sínar af blómum og fuglum

    • Heljarslóðaorrusta

      • Háðsádeila á ýmis stórmenni og stríðsbrölt

    • Dægradvöl

      • Sjálfsævisaga

      • Sjálfstæðisbaráttan kemur fram

Leikritun á 19. öld

  • Á Hólavelli var fyrst efnt til eiginlegra leiksýninga á Íslandi

    • Hrólfur og Narfi eftir Sigurð Pétursson frumsýnd þar

  • Í byrjun 19. aldar var leiklistariðkun í Reykjavík frekar dauf

  • Stakar leiksýningar á dönsku

  • Eftir að latínuskólinn far fluttur til Reykjavíkur 1846 færðist nýtt líf í leikstarfsemi bæjarins

  • Einn helsti forvígsmaður leiksýninga í Reykjavík um miðja 19. öld var Jón Guðmundsson

  • Jón þýddi leikverk, tók sjálfur að sér ýmis hlutverk í leiksýningum, lét smíða fast leiksvið og mála leiktjöld

    • Skrifaði einnig leikdóma í tímaritið Þjóðólf

  • Sigurður málari hvatti ung skáld til leikritunar og brýndi skáldin til að skrifa leikverk sprottin úr innlendri menningu og umhverfi

  • Hvatningarorð Sigurðar urðu m.a. til þess að Matthías Jochumsson (sem þá var í Lærða skólanum) skrifaði leikritið Útilegumennina

  • Indriði Einarsson samdi leikritið Nýársnóttin sem sett var upp í Lærða skólanum um jólin 1870

    • Fyrsta leikritið sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1950

Bjarni Thorarensen

  • Fyrstur íslenskra skálda il að birta ljóð sem ort er undir áhrifum rómantísku stefnunnar – Ísland (1818)

  • Amtmaður 1833 norðan lands og austan

    • Æðsti embættismaður á Íslandi

  • Kveðskap Bjarna má skipta í stórum dráttum skipta í ættjarðar- og náttúrukvæði

    • Veturinn

    • Íslands minni (Eldgamla Ísafold)

  • Einnig orti hann ástarljóð og minningar- og erfiljóð

Veturinn

  • Fornyrðislag

  • Norðrið er uppspretta hörku og hreystis og þar er ekki pláss fyrir neinn unað eða nautnalifnað

L j ó ð g r e i n i n g

Form

Mál

Túlkun

Hrynjandi: óregluleg, margar endurtekningar

Stuðlasetning: 1 eða 2 í fyrstu línu, 1 í seinni línu

Rím: nei

Línulengd: nei (4-6 atkvæði)

Erindaskipting: 8 línur nema í 4. erindi (6 línur)

Útlit: 4. erindi hefur 6 línur


Miðleitni-útleitni: miðleitið

Sjónarhorn: mælandinn er alvitur, fjarlægur sögumaður

Tónn: óhlýlegur, fjarlægur og goðsögulegur

Almenn einkenni: höfundur fyrnir málið, miðaldir


Myndmál

Beinar myndir: riddarinn sem ríður um himinhvolfin (yfirborðsmynd)

Líkingar: pers.gerv. – jörð-móðir, vetur-riddari

Myndhverfingar: vor fæðist (7), jörðin verður að demanti (5), veturinn svæfir blómin (6), vetur og jörð bomba (6-7)


Stílbrögð

Endurtekning: afl vex því öflga

Andstæður: vor og vetur

Þversögn: venjulega táknar veturinn dauðann en hér táknar hann líf

Ýkjur og úrdráttur: ¯\_(ツ)_/¯

Vísun: goðsagnir

Tákn: vetur táknar líf

Viðfangsefni: ¯\_(ツ)_/¯ kannski lífið sjálft eða eh

Afstaða: kannski að norðrið er fyrir alvöru hraust fólk, ekkert pláss fyrir aumingja ¯\_(ツ)_/¯





Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa

  • Rósa Guðmundsdóttir var nefnd Vatnsenda-Rósa vegna þess að hún bjó að Vatnsenda í einhvern tíma

  • Einnig kölluð Skáld-Rósa vegna góðs skáldskaps síns

  • Ástarvísur

  • Glæsileg kona

Hjálmar Jónsson, Bólu-Hjálmar

  • Kenndur við bæinn Bólstaðargerði í Skagafirði sem hann nefndi Bólu

  • Lífið var erfitt fyrir Hjálmar

    • Átti ekki heima lengi á sama stað

    • Sakaður um sauðaþjófnað

    • Konan hans dó

  • Hjálmar var orðhagur og listfengur

  • Afburðagóður skrifari

  • Bitur

  • Sálarskipið

    • Hjálmar lýsir sálarástandi sínu, en notar myndlíkingu með því að líkja sál sinni við skip á siglingu

    • Ferskeytla með víxlrími

    • Lýsir því hvernig mótbyrinn gerir siglinguna erfiða, rétt eins og mótbyrinn sem hann fékk í lífi sínu

    • Hann talar líka um að báturinn reyni að verjast öldunum, rétt eins og hann hafði sjálfur þurft að verjast gegn mótlæti og ásökunum. 

    • Í 3. erindi er báturinn að láta undan og öldurnar að sigra, svo í síðasta erindi er komið að endalokunum, þar segir: ,,Sýnist mér fyrir handan haf, hátignarskær og fagur, brotnuðum sorgar öldum af, upp renna vonar dagur“. 

      • Þá er hann að lýsa því þegar hann fer að sjá fyrir endann á þessu lífi, og hann sjái vonardaga framundan þegar hann muni deyja, og allar áhyggjur muni hverfa sem fylgdu lífinu.

Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum

  • Guðnýjarkver

  • Talið er að margt hafi glatast af skáldskapi Guðnýjar og sumt eyðilagt viljandi

  • Giftist séra Sveini Níelssyni

  • Eignuðust fjögur börn en misstu tvö

  • Yngsta dóttirin var tekin af henni og sett í fóstur

  • Sveinn skildi svo við Guðnýju og kom báðum börnunum í fóstur

    • What a fkn bids

  • Talið er að skilnaðurinn og barnamissirinn hafi orðið henni um megn og dregið hana til dauða

  • Endursinni í bréfi

    • Fyrsta veraldlega ljóðið sem prentað er eftir íslenska konu

  • Guðný orti sorgarljóð og saknaðarljóð



Jónas Hallgrímsson

  • 1807-1845

  • Dagur íslenskrar tungu

  • Fór út til DK eftir að ehv stelpa braut í honum hjartað </3

  • Lærði fyrst lögfræði en skipti svo í náttúrufræði

  • Fyrsta kvæði Jónasar sem birtist í prenti var Ísland

    • Elegískur háttur

      • Frongrískur bragarháttur

    • Birtist í fyrsta hefti Fjölnis

  • Orti einnig Gunnarshólma, Ferðalok og fyrstu íslensku sonnettuna, Ég bið að heilsa!

    • Gunnarshólmi er ortur undir fornum ítölskum bragarháttum, tersínu og oktövu

    • Ferðalok er ort undir ljóðahætti

  • Jónas samdi fyrsta íslenska ritdóminn en hann var um Rímur af Tristani og Indíönu eftir Sigurð Breiðfjörð

    • Birtist í Fjölni

    • Varð óvinsælt þar sem Sigurður var vinsælasta skáld þjóðarinnar

  • Jónas skrifaði um náttúru landsins, hélt dagbækur, skrifaði mörg bréf og skáldskap í óbundnu máli

  • Jónas smíðaði nýyrði sem enn eru í notkun í dag

    • Aðdráttarafl, sporbaugur, ljósvaki, miðflóttaafl, ljóshraði og tunglmyrkvi

  • Jónas orti ættjarðarljóð innblásin af þjóðerniskennd og þjóðfrelsisbaráttu

    • Einnig tækifæriskvæði, erfikvæði, innhverf ljóð og náttúruljóð

  • Mörg sín bestu ljóð samdi Jónas á síðustu mánuðum ævi sinnar, m.a. Ferðalok og Enginn grætur Íslending

  • Dó þannig að hann datt í stiga á leiðinni heim til sín í Skt. Pederstræde í miðborg Kaupmannahafnar seint um kvöld

    • Fór ekki á spítala fyrr en daginn eftir og þá kom í ljós að drep hafði komist í opið beinbrot og dó hann úr lungnabólgu á Friðriksspítala nokkrum dögum seinna

Orð fræðimanns um ljóð Jónasar Hallgrímssonar

  • Helga Kress skrifar

  • Það er stúlkan mín

    • Sonnetta

    • Jónas blandar saman aðstæðunum Ísland og útlönd með því að nota erlendan bragarhátt (form) og íslenskt efni

    • Ástarljóð og ættjarðarljóð

      • Sprottið af aðskilnaði frá landi og konu og þrá eftir þessu tvennu

    • Það sem vekur upp þrána eru vorvindarnir þegar náttúran lifnar og allt stefnir heim nema skáldið sjálft: „heim að fögru landi Ísa“

    • Ákallar vindana og  bárurnar sem hann gefur rödd skáldskaparins: „Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum“

    • Talar síðan við þröst og biður hann sérstaka kveðju (erindi 3-4)

    • Rómantísk írónía

      • Óvíst að fuglinn finni stúlku í íslenskum dal með þessa lýsingu

Ég bið að heilsa!

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,

á sjónum allar bárur smáar rísa

og flykkjast heim að fögru landi Ísa,

að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.


Ó! heilsið öllum heimar rómi blíðum

um hæð og sund í drottins ást og friði;

kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,

blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.


Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer

með fjaðrabliki háa vegleysu

í sumardal að kveða kvæðin þín!


Heilsaðu einkum ef að fyrir ber

engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;

þröstur minn góður! það er stúlkan mín.

  • Ljóðmælandi er staddur við sjóinn, hann ávarpar vinda, öldur og fugl

  • Tilfinningar sem ríkja eru heimþrá og sorg

  • Það sem hefur breyst í kvæðinu er…

    • Söngvarinn ljúfi – vorboðinn ljúfi

    • Í lágan dal – í sumardal

    • Grænan skúf – rauðan skúf

Úr Hulduljóðum

  • 30 erindi, ekki öll undir sama bragarhætti

  • Erindin eru ýmist 6 eða 8 ljóðlínur

  • Ást á náttúrunni og landinu

  • Horft til framtíðar

  • Eggert Ólafsson kemur fram, að hluta til minningarkvæði um hann

    • Eggert táknar einnig íslenska sjálfstæðisbaráttu og framfarir

Gunnarshólmi

  • Á milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar er mikið sléttlendi og þar, rétt hjá Þverá er Gunnarshólmi

  • Þar er talið að Gunnar frá Hlíðarenda hafi snúið aftur þegar þeir bræður riðu til skips

  • Smákvæði

  • Gunnarshólmi er skipt í þrjá efnisþætti

    • Lýsing staðhátta

    • Saga Gunnars

    • Túlkun Jónasar á því efni sem sett er fram í fyrri þáttum

Ferðalok

  • 1. – 3. erindi – inngangur um söknuð og þrá skáldsins. Ástarstjarnan sem nú er hulin skýjum er táknræn fyrir það.

  • 4. – 9. erindi – meginmál: endurminningar um liðnar samverustundir elskendanna. Beinar myndir ríkjandi

  • 10. – 11. erindi – niðurlag. Tilbrigði við innganginn, aftur vikið að ástarstjörnunni sem skín á bak við ský

  • Rómantísk einkenni

    • Forn bragarháttur – sóttur í eddukvæði; ljóðaháttur

    • Ástin – hugmyndin um alveldi ástarinnar, ekki hægt að aðskilja elskendur (sbr. lokaerindi)

    • Umhverfið – vettvangur elskendanna er hin frjálsa náttúra, langt frá mannlegu samfélagi – Ástin á stúlkunni fléttast saman við ást á náttúrunni

  • Myndmál

    • Persónugervingar – 1. og 6. erindi: hló hún á himni (ástarstjarnan) og himinn glaðnaði

    • Myndhverfingar – 2., 8. og 9. erindi

      • 2 – hlekki brýt ég hugar

      • 8 – blómknapp þann gæti ég borið…

      • 9 – brosa blómvarir, blika sjónstjörnur

    • Beinar myndir – 4. og 5. erindi

  • Stílbrögð – endurtekningar í upphafs- og lokaerindi

  • Ljóðmælandi talar í 1.p og lýsir reynslu sinni, hann er nálægur

  • Náttúruljóð – stúlkan og náttúran renna saman

  • Nútíð og þátíð skiptast á – þátíð er endurminning 

Ferðalok


Ástarstjörnu

yfir Hraundranga

skýla næturský;

hló hún á himni,

hryggur þráir

sveinn í djúpum dali.

 

Veit ég hvar von öll

og veröld mín

glædd er guðs loga.

Hlekki brýt ég hugar

og heilum mér

fleygi faðm þinn í.

 

Sökkvi eg mér og sé ég

í sálu þér

og lífi þínu lifi;

andartak sérhvert,

sem ann þér guð,

finn ég í heitu hjarta.

 

 

Tíndum við á fjalli,

tvö vorum saman,

blóm í hárri hlíð;

knýtti ég kerfi

og í kjöltu þér

lagði ljúfar gjafir.

 

Hlóðstu mér að höfði

hringum ilmandi

bjartra blágrasa,

einn af öðrum,

og að öllu dáðist,

og greipst þá aftur af.


Hlógum við á heiði,

himinn glaðnaði

fagur á fjallabrún;

alls yndi

þótti mér ekki vera

utan voru lífi lifa.

Grétu þá í lautu

góðir blómálfar,

skilnað okkarn skildu;

dögg það við hugðum

og dropa kalda

kysstum úr krossgrasi.

 

Hélt ég þér á hesti

í hörðum straumi,

og fann til fullnustu,

blómknapp þann gæti

ég borið og varið

öll yfir æviskeið.

 

Greiddi ég þér lokka

við Galtará

vel og vandlega;

brosa blómvarir,

blika sjónstjörnur,

roðnar heitur hlýr.

Fjær er nú fagri

fylgd þinni

sveinn í djúpum dali;

ástarstjarna

yfir Hraundranga

skín á bak við ský.


Háa skilur hnetti

himingeimur,

blað skilur bakka og egg;

en anda sem unnast

fær aldregi

eilífð að skilið.


Ísland

  • Bragarháttur er Elegía/tregalag

  • Fjallar um hvernig land og þjóð hafa breyst

    • Áður voru hetjur og landið fagurt, alþingi á fögrum Þingvöllum

    • Nú er landið ennþá fagurt en alþingi ekki á sínum stað, það vantar hetjur

  • Endurtekning

    • Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
      himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.

    • Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
      himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.

Páll Ólafsson

  • Páll orti bæði á tíma rómantíkur og raunsæis

    • Oftar í rómantískum anda

  • Persónulegt skáld

  • „alþýðuskáld“

  • Orti ljóðabréf, um ýmislegt úr daglegu lífi, um náttúruna og ástarkvæði

  • Ljóðmæli – bók með ljóðum Páls, kom út um 1900

  • Lóan er komin

  • Ó, blessuð vertu sumarsól

  • Þögul nóttin – ástarljóð

Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast,

þá er á svo margt að minnast,

mest er sælan þá að finnast.


Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur

og ýmist þungur, ýmist léttur 

ástarkoss á varir réttur.

Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjunum

vil ég heldur vafin þínum 

vera en hjá guði mínum.


Guð að sök mér gefur ei sem góðum manni

unan þó ég fremsta finni 

í faðminum á dóttir sinni.


Steingrímur Thorsteinsson

  • Stúdent úr Lærða skólanum

  • Fór svo í lögnám við Kaupmannahafnarháskóla

  • Tók þátt í sjálfstæðisbaráttunni

  • Sat í ritstjórn Nýrra félagsrita

  • Vorhvöt – hvatningarljóð

  • Steingrímur er í hópi yngri skálda rómantíska tímabilsins þó að hann hafi mótast af þjóðmálaskoðunum og frelsishugmyndum rómantíkur frá fyrri hluta 19. aldar

  • Orti náttúruljóð, ættjarðarkvæði, ástarljóð og eftirmæli

  • Eitt af síðustu þjóðskáldunum

  • Draumur hjarðsveinsins – náttúruljóð

Draumur hjarðsveinsins


Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á.

Þar bunaði smálækjar spræna.

Mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá

hjá smámey við kotbæinn græna.


Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá

í hnjám hinnar fríðustu vinu.

Og ástfanginn mændi ég í augun hin blá

sem yfir mér ljómandi skinu.


Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt.

Þær fléttur hún yfir mig lagði.

Þá barðist mér hjartað í brjóstinu glatt

en bundin var tungan og þagði.


Loks hneigir hún andlitið ofan að mér

svo ilmblæ af vörum ég kenni.

Ó, fagnaðar yndi hve farsæll ég er.

Nú fæ ég víst kossinn hjá henni.


En rétt þegar nálgaðist munnur við munn,

að meynni var faðmur minn snúinn,

þá flaug hjá mér þröstur svo þaut við í runn

og þar með var draumurinn búinn.


Matthías Jochumsson

  • Sögukaflar af sjálfum mér – sjálfsævisaga

    • Áhersla á mikilvægi þess að alast upp í nánum tengslum við náttúruna

  • Hóf nám í Lærða skólanum 24 ára

  • Varð prestur á Akureyri

  • Gagnrýninn á kirkjuna

  • Trúboði únítara

    • Kristin kirkjudeild sem hafnar þrenningarkenningunni

  • Skrifaði grein þar sem hann dró hugmyndina um eilífa útskúfun í efa og taldi efann óhjákvæmilegan

    • Biskup hótaði Matthíasi hempumissi bæðist hann ekki afsökunar

  • Afkastamikið skáld og þýðandi

  • Frumortur skáldskapur í bæði bundnu og lausu máli

  • Átti um tíma Þjóðólf

  • Skilningur Matthíasar á manninum og umhverfi hans er mjög í anda rómantíkurinnar, sem og hugmyndir hans um eðli og tilgang listarinnar

  • Matthías var á efri árum óumdeilt þjóðskáld

  • Höfundur þjóðsöngsins

  • „skáldjöfur Íslands“

Hafísinn

  • Eitt af þekktari ljóðum Matthíasar Jochumssonar

  • Þegar hann orti Hafísinn fyllti hafís Eyjafjörð

    • Blákaldur og ógnandi hafís raunveruleikans varð honum að yrkisefni

    • Matthías sér einnig möguleika í hafísnum, hann veitir skáldlegan inn blástur mitt í ömurleika sínum (3. erindi)

  • Rómantísk skáld líta bæði til gjöfullar og góðrar náttúru og svo ógnandi og eyðileggjandi náttúru

  • Matthías ávarpar ísinn og persónugerir hann

    • Ógn íssins verður persónulegri og beinist gegn manninum

  • Persónugerir einnig snjóinn sem fæðandi konu

  • Notar myndmál úr norrænni goðafræði

    • Hel og Miðgarðsormur

  • Hafísinn er bæði ókunnur og kunnulegur

    • Enginn veit hvaðan hann kemur né skilur hann en jafnframt er hann alls staðar og andi íssins leggur til hjarta ljóðmælandans og hefur þannig áhrif á hann

  • Lýkur þannig að hvorki maður né hafís ráði nokkru heldur er allt í Drottins hendi

Boðskapur Hafíssins

Þegar hafísinn tekur enn og aftur á land og á Íslandi er mikið harðæri, óvenju kalt er í 

veðri sem gerir ísinn aðeins verri. Ísinn kemur og hindrar aðgang skipa inn og út úr 

höfninni svo erfitt er að fá mat. Svo virðist sem að ísinn sé aðeins kominn til að kvelja 

íbúa fjarðarins og er Hel sú sem sér fyrir því. Það er Hel sem kemur siglandi á silfurflota 

íssins og hendir hungurdiskum. Sjórinn er horfinn, það sést ekki í bjarta og frjálsa sjóinn 

því hann er horfinn undir ís, líkt og hann sé fastur í dróma. Þá verða tímarnir erfiðir, 

brjóst er slitið úr munni barns og dýr keppast um mat. Góðærið er búið og þá er dauði. Í 

erfiðunum lítur Matthías á björtu hliðarnar, hann getur auðveldlega ort um 

raunveruleikann, kaldur og ógnandi hafísinn veitir honum skáldlegan innblástur. Hann 

persónugerir ísinn og talar við hann. Hann bölvar honum og öllu sem hann leiðir af sér. 

Rómantísk skáld yrkja oft um náttúru, einnig um hræðilega, harða og eyðileggjandi 

náttúru sem herðir manninn og styrkir hann. Matthías talar hinsvegar um hafísinn sem 

allt sem andann fælir, allt sem grimmd og hörku stælir, án þess að örva þrek og móð, 

heldur drekkur aðeins Íslands blóð. Matthías endar á því að segja frá því að upp úr 

harðindunum koma betri tímar og er það allt af drottins hendi.







Júlíana Jónsdóttir

Við stúlku

Þú hrundin gulls með hárið logagyllta!

það hugsa til þín ótal margir piltar;

þeir mæna mjóum augum

og með sér tala hljótt:

Ég er af henni hrifinn,

mitt hjarta er ekki rótt.

Fengi eg snót, farsæll yrði eg lengi;

fengi eg snót, fyndi eg yndis gengi,

fengi eg snót.


En hrundin gulls með hárið fagurgyllta!

þú hugsar ekki neitt um þessa pilta;

þú brýtur í þeim bakið

og biður þá lifa vel,

og aumingjarnir æja

með angrað hugarþel.

Augun þín oft þá urðu skrítin;

augun þín engin hafa lýtin,

augun þín.

  • Byrjaði ung að yrkja

  • Langaði að menntast og að verða skáld en var „flæmd af götu menntunar“

  • Stúlka

    • Fyrsta útgefna ljóðabók eftir konu

  • Fluttist til Ameríku 1880 og var þar til dauða

  • Ljóð Júlíönu byggjast á rímnahefð

  • Sækir kenningar til Snorra Sturlusonar

  • Í ljóðum hennar má finna gagnrýni á samtímann

    • Ekki sátt við stöðu sína í samfélagi þessa tíma

Um þjóðsögur

  • Þjóðsaga – frásögn sem lengi hefur gengið í munnmælum meðal alþýðu manna, sumar öldum saman

    • Nær yfir sögur sem menntamenn söfnuðu og skráðu niður í anda rómantískra hugmynda um listræna sköpun alþýðumanna

  • Grimms-bræður áttu frumkvæðið

  • Sumar þjóðsögur hafa sannsögulegan kjarna en aðrar eru hrein hugarsmíð

  • Oft eru þjóðsögur yfirnáttúruleg efni og margar geyma keimlíkan efnisþráð sem hefur lagað sig að ólíkum aðstæðum þjóða

  • Frásagnarháttur þjóðsaga er oftast beinn og laus við málalengingar

    • Atburðir eru settir í tímaröð

  • Persónur eru oftast fáar og mótaðar skýrum dráttum og djúpar sálarlífspælingar eru fátíðar

  • Nýjar og gamlar trúarhugmyndir blandast oft saman

  • Alþýðufróðleikur

  • Fyrsta safn íslenskra þjóðsagna kom út 1852 frá Magnúsi Gíslasyni og Jón Árnason – Ízlensk Æfintýri

    • Skáldskapur þjóðarinnar

  • Upphaflegar var ekki gerður sá greinamunur á ævintýrum og þjóðsögum sem nú tíðkast

    • Ævintýri: frásagnir sem gerast á óræðum stað og tíma fyrir austan sól og sunnan mána

    • Þjóðsögur: gerast í heimi sögumanns og lýsa raunverulegum atburðum eða eiga rætur að rekja til þjóðtrúar

  • Engin kona var nefnd í formálanum í Ízlenskum æfintýrum þrátt fyrir það að það sé mjöööög líklegt að sögurnar hafi varðveist í minni kvenna þar sem þær sögðu sögur fyrir svefninn eða eitthvað líkt

Axlar-Björn

  • Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssogunnar

  • Bjó á Snæfellsnesi

  • Djöfullegt eðli hans kom fyrst fram í móðurkviði en móðir hans kreivaði blóð

  • Þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið hjá bæ hans

  • Myrti 18 manns áður en það komst upp um hann

    • Var þá tekinn af lífi ásamt konu hans

    • Fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og svo brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á strengur

Lokaorð um rómantík

  • Á tímum rómantíkur fara bækur nálægt því að vera almenningseign

Upplýsing

Rómantík

Viðfangsefni bókmennta

Að uppfræða lesendur um allt sem hefur hagnýtt gildi, ekki síst um nýtingu lands til að auðvelda búsetu í erfiðu landi.

Að vekja lesendur til meðvitundar um mikilvægi þjóðernis, sögu og náttúru með því að tjá tilfinningalega upplifun, ekki síst um náttúruna og sögu þjóðarinnar.

Hlutverk skálda

Að koma hagnýtum fróðleik á framfæri á aðgengilegan hátt. T.d. fróðleik um hvernig nýta megi landið sem best.

Að miðla lesendum af sýn sinni, listamaðurinn býr yfir nánast yfirnáttúrulegri skynjun á náttúru, sögu og tilfinningum

Aðferð

Rithöfundar eiga að miðla fræðsluefni sínu á skýran og skilmerkilegan hátt á skiljanlegu máli. Fræðslurit voru skrifuð bæði í ljóðformi og sem samtöl.

Skáldlegt ímyndunarafl er mikilvægara en raunveruleikinn. Miðla á persónulegri og tilfinningalegri upplifun í skáldskap.

Persónur og vettvangur

Maðurinn fæðist saklaus. Hann mótast af umhverfi sínu og til að hann njóti sín sem best þarf hann að öðlast menntun til að nýta náttúruna sér til hagsbóta.

Gjarnan er ort um fornar hetjur í glæsilegri náttúru Íslands. Einnig er algengt að ort sé um einhvers konar algleymi í náttúru landsins.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að uppfræða almenning. Upplýstur maður getur best notið þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

Að bæta mannlífið með því að sýna okkur glæsilega fortíð eða birta okkur skáldlega sýn af fegurri og réttlátri veröld en veruleikinn er.


RÓMANTÍK

tómas sæmundsson - Fjölnismaður, ferðabók

brynjólfur pétursson - Fjölnismaður, lögfræðingur

konráð gíslason - Fjölnismaður, málfræðingur

sigurður pétursson - hrólfur og narfi

jón guðmundsson – leiksýningar

jón thoroddsen – piltur og stúlka, maður og kona

bjarni thorarensen - fyrsta rómantíska ljóðið (ísland), veturinn

indriði einarsson - nýársnóttin, leikrit

jónas hallgrímsson - þekktasta skáld, Fjölnismaður, frumsamdar smásögur, gunnarshólmi, ferðalok, hulduljóð

jón árnason - þjóðsagnasafnari

jón sigurðsson - ný félagsrit

hjálmar jónsson/bólu-hjálmar - sálarskipið

páll ólafsson - þögul nóttin, ó blessuð vertu sumarsól

steingrímur thorsteinsson - draumur hjarðsveinsins

matthías jochumsson - hafísinn, gagnrýninn prestur, 

axlar-björn - þjóðsaga, raðmorðingi á snæfellsnesi

rósa guðmundsdóttir/vatnsenda-rósa - ástarvísur

guðný jónsdóttir - guðnýjarkver, sorgar- og saknaðarljóð

júlíana jónsdóttir - stúlka, gagnrýnin á samtímann





Raunsæi 1880-1900

Aðalatriði:

  • Raunsæismenn líta á það sem skyldu rithöfunda að benda á misrétti í félagslegum veruleikamanna til að hægt sé að bæta samfélagið

  • Framfarir í raunvísindum og tækninýjungar í Evrópu kalla á hlutlægar frásagnir í bókmenntum

  • Raunsæið gerir kröfu um raunsæislega frásögn og skráningu 

    • á atburðum sem hefðu getað gerst

  • borgarastétt eflist í Evrópu og verkalýðsstétt stækkar mjög

  • sagnagerð blómstrar en minna er ort af ljóðum í anda raunsæis

  • eitt þekktasta skáld raunsæis er Gestur Pálsson


  • 1874 fékk Ísland stjórnarskrá

  • Síðustu áratugir 19. aldar voru erfiðir á Íslandi

    • Tíðarfar var slæmt, langir og kaldir vetrar

  • Vesturferðirnar voru bundnar við árin 1870 og fram yfir 1900

    • 1/5 þjóðarinnar fór

  • Það er við þessar aðstæður sem raunsæi í íslenskum bókmenntum er talið hefjast um 1880

  • Skilin á milli raunsæis og rómantískra einkenna fyrri bókmennta eru þó ekki skörp

  • Með raunsæi í bókmenntum er átt við að höfundar lýsi veruleika samtímans í verkum sínum

    • Lýsi lífi og aðstæðum manna á sem trúverðugastan hátt án þess að fegra eða ýkja

Framfarir í vísindum

  • Raunsæisstefnan var andsvar og uppreisn gegn hugmyndum rómantíkur

    • Raunhyggja kemur í stað hughyggju

  • Framfarir í raunvísindum og ýmsar tækninýjungar stuðluðu að raunsæi og raunsæiskröfu í Evrópu

    • Iðnbyltingin og þróunarkenning Darwins (1858) sem gaf nýja sýn á þróun mannsins í andstöðu við hugmyndir Biblíunnar 

    • Þessar kenningar leiddu til gagnrýni á kirkjuna

      • Margir raunsæismenn efuðust um tilvist og alveldi Guðs

  • Þjóðfundurinn 1851

    • Stjórnmálaleg hræring

  • Fólksflutningar úr dreifbýli í þéttbýli

  • Borgarastéttin efldist og verkalýðsstéttin stækkaði

  • Þjóðfélagskenningar sem Karl Marx sett fram upp úr miðri 19. öld um sósíalisma hvöttu til byltingar öreiganna gegn kúgun auðvaldsins á verkalýðnum

    • Raunsæisstefnan hefur átt rætur sínar í vaxandi trú á þekkingu og vísindum og auknum áhuga rithöfunda á þjóðfélagsmálum sem endurspeglast í skáldskap þeirra



Georg Brandes

  • Upphaf raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum má rekja til fyrirlestra Georgs Brandesar við Kaupmannahafnarháskóla 1871-1877

    • Hovedstrømninger i det nittende århundredes litteratur

    • Matthías Jochumsson hlustaði á einn fyrirlesturinn

  • Brandes taldi nauðsynlegt að rithöfundar fjölluðu um samtíma sinn og hann setti bókmenntir á Norðurlöndum í alþjóðlegt samhengi

  • Til þess að geta gætt skáldskapinn lífi verða skáld að vera virkir þátttakendur í þjóðfélagsumræðu samtímans

    • Sérstaklega í trúmálum, siðgæði, sambandi kynjanna, hjónabandið og eignarrétt

  • Brandes gerði kröfu um raunsæja lýsingu veruleikans og að skáld tækju félagsleg vandamál samtímans til umræðu

  • Brandes hafði mikil áhrif á samtímahöfunda

    • Norrænar bókmenntir tóku að einkennast af róttækri þjóðfélagsgagnrýni

  • Hvatti til þess að skáldin bentu á þjóðfélagsmeinin og legðu fram sinn skerf til að bæta úr

Læknar samfélagsins

  • Samtíminn var helsta viðfangsefni raunsæismanna

  • Áberandi félagshyggja kemur fram hjá raunsæishöfundum og samúð með litla manninum og þeim sem verst voru settir í þjóðfélaginu

  • Skáldin áttu að vera læknar samfélagsins

    • Áttu að benda á samfélagsmeinin og koma með úrlausnir í verkum sínum

    • Setja fram, í anda Brandesar, efasemdir um hluti sem áður voru teknir góðir og gildir

      • Hjónabandið, trúmál og eignarréttinn

    • Kröfðust frelsis undan úreltum boðorðum kirkju og presta

    • Héldu fram mannréttindum á tillits til stétta og ætternis

  • Upphaf raunsæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum er oftast miðað við útgáfu ritsins Verðandi 1882 þótt ýmsar hugmyndir stefnunnar hafi borist til landsins áður

    • Verðandi var gefið út í DK og barst til Íslands vorið 1882

    • Að því stóðu Bertel E.Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson (Kvaran), Gestur Pálsson og Hannes Hafstein

    • Ekki var birt eiginleg stefnuskrá í Verðandi en ljóst var að hugmyndafræði raunsæisstefnunnar var yfir

  • Ídealismi og realismi – rómantík og raunsæi

    • Hannes Hafstein og Gestur Pálsson fyrir realismann og Benedikt Gröndal fyrir ídealismann

  • Þegar tekist er á um rómantík og raunsæi má segja að tekist sé á um tilgang bókmennta; eiga bókmenntir fyrst og fremst að sýna okkur hið fagra og góða eða eiga þær að vera verkfæri til samfélagsúrbóta hér og nú?

  • Farvegur raunsæisstefnunnar er fyrst og fremst óbundið mál

    • Skáldsögur, smásögur og leikrit

  • Rómantíkin hélt áfram í ljóðagerð hjá eldri skáldum

  • Líklegast hefur almenningur haft meiri áhuga á rómantískum skáldskap en raunsæisljóðum og því má segja að í ljóðagerð þessa áratugar sé enn rómantískur blómatími en í smásögunum kveði við annan tón

Raunsæi í íslenskum smásögum

  • Þekktustu raunsæissögurnar frá árunum 1880-1900 eru Vonir eftir Einar Hjörleifsson Kvaran og Kærleiksheimilið, Tilhugalíf og Vordraumur eftir Gest Pálsson

  • Gerast allar í veruleika samtímans 

    • Oftast er sjónarmið hjá undirmálsmanninum, þeim sem minna má sín, aðalpersónur eru fætæk vinnukona eða vinnumaður og atvinnulaus iðnaðarmaður á mölinni

    • Vordraumur er undantekning, þar er yfirstéttarfólki lýst og fjallar sagan um hjónabandið, ástina og frelsi manna til að lifa lífinu samkvæmt eigin sannfæringu en ekki samkvæmt úreltum og óréttlátum siðvenjum þjóðfélagsins, allt í anda raunsæisstefnunnar

    • Vonir gerist að hluta til í íslenskri sveit og síðar í Kanada þar sem aðalpersónan, Ólafur, er í hópi íslenskra innflytjenda. Hann hafði látið stúlkuna sína fá aleiguna fyrir farmiða til Vesturheims tveimur árum áður og hafði sjálfur verið tvö ár í vinnumennsku að safna fyrir fari vestur

      • Raunsæið kemur fram í efninu að því leyti að sagan gerist í nútímanum, sjónarhornið er hjá fátækum pilti sem á ekki mikla möguleika í lífinu, hann þarf að vera í vinnumennsku alla tíð, reyna að fá eitthvert kot til ábúðar og strita þar eða fara til Vesturheims. – 

    • Stúlkan svíkur hann og hefur í raun aldrei ætlað sér neitt með hann en nýtti sér sakleysi hans til að koma sér áfram í lífinu.

      • Í stílnum kemur raunsæið fram í nákvæmum og myndrænum lýsingum á útliti og klæðnaði persóna og umhverfi Winnipeg 

    • Sagan einkennist af sálrænu raunsæi og félagslegu en persónur eru gagnrýndar fyrir að vera siðspilltar og miskunnarlausar og lýsingar eru nákvæmar og raunsæjar.

    • Kærleiksheimilið segir frá ungri stúlku, Önnu, sem er munaðarlaus og ættlaus vinnukona á stórbýlinu Borg, þar sem ekkjan Þuríður ræður ríkjum. Ástir takast með Önnu og Jóni, syni Þuríðar. Þau halda sambandinu leyndu en þegar Þuríður kemst að sambandinu og að Anna er ófrísk þá hótar hún að gera Jón arflausan, hún vill að hann kvænist prestsdótturinni

      • Þuríður og séra Eggert eru fulltrúar valdsins, Þuríður í krafti auðs og Eggert í krafti embættis

    • Anna er hrakin af heimilinu, barnið tekið frá henni og Þuríður ætlar að ala það upp sjálf. Á brúðkaupsdag Jóns og Guðrúnar prestsdóttur drekkir Anna sér, hún er hrakin og smáð og allt tekið af henni. Jón á í nokkru sálarstríði eftir þetta en prestinum tekst að sannfæra hann um að hann hafi ekki getað breytt með neinum öðrum hætti og beri enga ábyrgð á dauða Önnu.

    • Það sem þessar sögur eiga sameiginlegt eru svik í ástum þar sem einstaklingur nýtir sér tilfinningar annars til að koma sér áfram

    • Karlarnir beita sjálfslygi til að sannfæra sig um að þeir hafi ekki breytt ranglega en konur eru sýndar undirförular til að ná sínum markmiðum

  • Markmið Einars og Gests er að benda á ýmsar aðstæður í samfélaginu og flestum verka þeirra á þessum tíma er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um félagsleg vandamál, misrétti og kúgun

    • Lýsa stöðu fátæks fólks, vinnufólks og smælingja

    • Lýsa stéttskiptu þjóðfélagi, gagnrýna presta og betri bændur fyrir hræsni og skinhelgi

Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm

  • Fékk einkakennslu í tungumálum, hannyrðum og teikningu en á þeim tíma voru æðri menntastofnanir lokaðar konum

  • Fór svo til DK í frekara nám hjá einkakennurum

  • Bjó um nokkurn tíma í Winnipeg

  • Helgaði sig sagnagerð og varð fyrst íslenskra höfunda til að semja sögulegar skáldsögur

  • Brynjólfur Sveinsson biskup (1882) er fyrsta íslenska skáldsagan eftir konu og fyrsta sögulega skáldsagan á íslensku

  • Aðrar sögur hennar eru m.a. Kjartan og Guðrún, Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason

  • Skrifaði einnig smásögur og samdi barnaefni

  • Erfitt að flokka í annaðhvort raunsæjan eða rómantískan skáldskap

  • Frumkvöðull í ritun sögulegra skáldsagna

  • Í verkum sínum lagði Torfhildur áherslu á að fræðsla, uppeldi og skemmtun ættu að fara saman

  • Fyrirmynd skáldkvenna 

  • Týndu hringarnir

Gestur Pálsson

  • Lærði guðfræði í DK

    • Hætti í skóla

  • Gaf út Verðandi ásamt Einari H. Kvaran, Hannesi Hafstein og Bertel E.Ó. Þorvaldssyni

    • Þar birtu þeir eftir sig verk í anda raunsæisstefnunnar

  • Ritstýrði Þjóðólfi um tíma

  • Flutti til Winnipeg 1890 þar sem hann tók við ritstjórn Heimskringlu

    • Eins helsta blaðs Íslendinga í Vesturheimi

  • Dó úr lungnabólgu í Winnipeg 1891

  • Gestur var alla ævi einlægur fylgjandi raunsæisstefnunnar og atkvæðamesti boðberi hennar hérlendis í sögum sínum, greinum og fyrirlestrum

  • Þekktastur fyrir smásögur sínar

  • Ádeilufyrirlestrar hans vöktu athygli

    • Lífið í Reykjavík

    • Skáld vor og skáldskapur á þessari öld

    • Menntunarástandið á Íslandi

  • Í fyrirlestrunum dregur Gestur upp dökka mynd af bæjarbragnum í Reykjavík og menntunarástandi þjóðarinnar

  • Heldur því fram að enginn þori að lifa eins og honum sé eðlilegt vegna ótta við almenningsálitið

  • Smásögur hans eru einnig nokkuð svartsýnar

    • Sögupersónur sækjast eftir lífi og ást en eru sviknar, þær einangrast og deyja

  • Gestur deilir sögum sínum á misrétti og fátækt, tvöfalt siðgæði, sjálfslygi fordóma og skort á mannúð


Orð fræðimanns um Gest Pálsson

  • Það að mannleg og félagsleg vandamál voru tekin til nýs mats og skipuð æðri sess í bókmenntum en áður varð eitt af einkennum raunsæisstefnunnar

  • Sögur Gests báru allar þessi einkenni

    • Vandamál eru tekin til meðferðar

    • Skáldskapurinn hefur markmið utan söguefnisins

    • Persónur sagnanna og efnismeðferð hljóta oft að lúta lögum þeirrar ádeilu eða boðskapar sem höfundur flytur

  • Markmið Gests var að skapa listaverk í formi sögu

  • Boðskapur sagna Gests fólst í andstæðum þeirra eiginda sem á er deilt

  • Samband karla og kvenna var tekið til nýrrar íhugunar í raunsæinu með meiri hliðsjón af þjóðfélagslegri stöðu konunnar

Lífið í Reykjavík

  • Fjallað er um bæjarbraginn í Reykjavík

  • Rædd er stéttaskipting, slúður, bókmenntir og félagsskap

Nýi skáldskapurinn

  • Gestur fjallar um muninn á ídealisma og realisma

  • Fjallar einnig um mörg skáld 19. aldar með tilliti til þessara stefna

  • Það sem einkennir ídealismann er að setja fegurðarhugmyndina öllu ofar í skáldskap, að heimta það að öll yrkisefni séu fögur í sjálfu sér eða að yfir yrkisefnin sé dreginn fegurðarhjúpur að hið ljóta og hversdagslega hverfi fyrir annarri og betri veröld

  • Realisminn setur sannleikshugmyndina öllu ofar, heimtar að öll yrkisefni séu sönn til þess að mannlífið opnist fyrir lesandanum, svo að hann fái ljósari og réttari hugmynd um það.

Ídealistinn segir

Realistinn segir

Sameiginlegt

Mannlífið er svo gleðisnautt og moldu bundið að skáldskapurinn verður að lyfta huganum yfir stritið og mæðuna og búa til unaðsstundir á fegurðardrauma. Auk þess er svo margt ljótt og svo mikil spilling í mannlífinu að skáldskapurinn verður að sýna mönnum annan og betri heim til að kenna mönnum að vera góðir og dyggir.

Mannlífið þarf að betrast og fegrast á allar lundir og skáldskapurinn á. Takmarkið næst með því að draga hugi manna að þeirra eigin ytra og innra lífi, sýna þeim brestina og benda þeim á af hvaða rótum innst í sál mannsins slíkt er runnið.

Ídealistar og realistar vilja í raun það sama, þeir vilja hefja mannkynið til meiri fullkomnunar.

Öfgar eru í báðum stefnum, ídealistar geta misst samband við raunveruleikann og verður þá skáldskapur þeirra þýðingarlaus fyrir lífið og mannkynið. Realistar geta greint raunveruleikann of ítarlega og gleymt að nota listina.


Þorsteinn Erlingsson

  • Var komið til mennta til Reykjavíkur þegar hann var 18 ára

    • Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson sáu til þess

  • Fór til DK í Hafnarháskóla

    • Byrjaði í lögfræði, skipti svo í málfræði og tungumál, svo í norrænu en hætti síðan próflaus í skóla

  • Hjá Þorsteini koma stundum fram rómantísk einkenni

    • T.d. í ljóðum um náttúruna, fugla, vötn og skóga

    • Í Hlíðarendakoti

    • Heyrðu snöggvast snati minn

  • Mörg fremstu kvæða Þorsteins eru þó í raunsæisanda

    • Róttækur jafnaðarmaður

  • Ljóðabók Þorsteins hét Þyrnar

  • Venjulega talinn til raunsæisskálda

  • Ádeilukvæði

    • Þorsteinn var óvæginn í ádeilu sinni á kirkju, aðrán og harðstjórn

Örbirgð og auður

  • Írónía

  • Ferskeytla??????

  • Eftir Þorstein Erlingsson

  • Í kvæðinu blandar Þorsteinn saman jafnaðarmennsku og trúleysi og niðurstaðan og er sú að Guð hjálpar aðeins þeim ríku en ekki þeim fátæku

Örbirgð og auður

Þú manst að fátækt var af náð oss veitt

af vorum drottni. Það er gömul saga.

En Guð og menn og allt er orðið breytt

og ólíkt því sem var í fyrri daga.


Því fyrr var vissast vegi drottins á

að vera af hor og örbirgð nærri dauður.

Því hærra nú sem herrans þjónar ná

því hærri laun, því meiri völd og auður.


Í fátækt skortir bæði náð og brauð,

því bendir guð þér veg með þjónum sínum:

þú verður, vinur, fyrst að fá þér auð,

þá færðu líka náð hjá drottni þínum.


Því hafi þér ei heppnast „stöðu“ að ná

og heldur ekki lánast vel að búa,

þá mun þér veröld verða gæðafá

og vinir drottins að þér baki snúa.

Þó drottin sjálfan þekkir ekki þú,

þá þekkjast allir best af vinum sínum.

Og gáðu að hverjum hlotnast virðing sú

að hafa sæti næstir presti þínum.


Og eins er drottinn auði vorum hjá

og allar vorar syndaflækjur greiðir,

og börnin okkar verða voldug þá,

þó vitið skorti, náðin guðs þau leiðir.


Og eins er það að þá sem eiga gull,

frá þjófnað verndar náðarherrann blíði,

en þúsund svarthol á hér fjandinn full

af flökkuþjóð og öðrum sultarlýði.


Þú félaus maður mátt hér líða nauð

og munt í Víti síðar kenna á hörðu.

En takist þér að eiga nógan auð,

þig englar geyma bæði á himni og jörðu.


Stephan G. Stephansson

  • Flutti með foreldrum sínum til Vesturheims 1873

  • „Klettafjallaskáldið“ því hann bjó nálægt Klettafjöllum í Alberta, Kanada

  • Fór ekki í skóla vegna fátæktar – var sjálfmenntaður

  • Þekktasta skáld meðal Vestur-Íslendinga og er í hópi afkastamestu ljóðskálda þjóðarinnar

  • Skáldskapur Stephans ber sterk merki íslenskrar skáldskaparhefðar

    • Yrkir oft um Ísland og íslenska náttúru þótt nýju heimkynnin móti líka yrkisefni hans

  • Jafnaðarmaður og trúleysingi

  • Deilir á fyrri heimsstyrjöldina

    • Vígslóði

  • Samúð kemur fram hjá honum með þeim sem minna mega sín og þeim sem verða undir í lífsbaráttunni

    • Þeir eru hetjur hversdagsins

      • Jón hrak

Jón hrak – til umhugsunar

  • Í raunsæjum textum er sjónum oft beint að lítilmagna eða þeim sem beittur er rangindum

  • Skáldið í þessu kvæði skellir skuldinni á samfélagið vegna illrar framkomu við þann sem á erfitt

  • Sögukvæði

  • Óreglulegur bragarháttur

  • Ljóðstafasetning er víðast regluleg og rímið er víða eftirtektarvert

    • 14. erindi: vers um / þversum

  • Oft þarf að fletta upp orðum í orðabók

  • Stundum þarf að taka braglínur saman og raða í grundvallarorðaröð

    • 4. erindi

      • Rytjur af því rusli leifði
        rásin tíða en mörgu dreifði

      • Rásið tíða leifði rytjur af því rusli en dreifði mörgu

      • Tímans rás skildi eftir leifar af fánýtum kveðskap en týndi mörgu

    • 8. erindi

      • hún er aflsins heit að vinna
        hnekki inu kraftaminna

      • hún er heit aflsins að vinna inu kraftaminna hnekki

      • illspáin (kemur í 5. erindi) er ógn hins sterka að valda hinu veikara tjóni

  • Kvæðið er ádeilukvæði

  • Höfundur notar ólíkar aðferðir til að koma ádeilunni á framfæri

    • Beitir ýmsum stílbrögðum

    • Ádeilan beinist einkum gegn framkomu við einn af okkar minnstu bræðrum

      • 10. erindi

        • Jörðu á og í er snauðum
          ofaukið, jafnt lífs og dauðum

        • Fátækum er ekki aðeins ofaukið í lifanda lífi heldur líka þegar þeir eru dauðir

    • Deilt er á samfélag sem lætur slíkt viðgangast

    • Einnig er deilt á þröngsýni kirkjunnar

      • 2. erindi

        • Eiginleikum guðs hann gleymdi

          þá sem voru vissir tíu
          velta lét á fimm og níu.

        • Hér er vikið að barnalærdómskverum sem tíunduðu nákvæmlega eiginleika guðs sem Jón gat illa tileinkað sér

    • Deilt er á fordóma manna

      • 8. erindi

        • Falin er í illspá hverri
          ósk um hrakför sýnu verri

    • Deilt er á hræsnina

      • 11. erindi

        • Ei þarf lubbinn óvandaður
          eins að liggja og dánumaður

        • Ekki þarf ónytjungurinn að vera grafinn líkt og heiðursmaður

  • Stílbragðið háð er notað til að skerpa ádeiluna

    • Háð/írónía felst í misræmi annars vegar milli þeirrar merkingar sem mælandi leggur í orð sín og hins vegar þeirrar merkingar sem áheyrendur leggja í orðin eða í því hvernig þau rætast á annað máta en búist var við. Írónía getur einnig verið þegar beinlínis er átt við annað en það sem sagt er, gjarnan hið gagnstæða

    • Orðið „sök“ er notað í 1. erindi um að Jón hafi verið lausaleiksbarn og að þess vegna hafi hann glatað rétti til góðs uppeldis

    • Í 9. erindi segir: Alltaf hafði hann sama sinni, / svona að deyja í ótíðinni.

      • Jón gat ekki einu sinni drepist þegar vel viðraði fyrir menn að hola honum niður í jörðina

    • Háði er beitt í 15. erindi 

      • Já, sú ending er ekki að lofa / útafdauður fólki að sofa.

        • Eins og karlkvölin var ómögulegur gat hann ekki einu sinni hætt að angra fólk eftir að hann dó

  • Andstæður eru áberandi í kvæðinu

    • Undirmálsmaður – heiðursmaður

    • ‚réttur‘ andlegur átrúnaður – ‚rangur‘ veraldlegur átrúnaður

    • Sá sem þorir að segja satt – sá sem þegir

    • Draugur – lifendur

  • Boðskapur kvæðisins er sá að láta ekki framkomu eins og hér er lýst viðgangast gegn þeim sem minna mega sín

    • Nátengt meginhugsun raunsæis; benda á það sem miður fer til að hægt sé að læra eitthvað á því

Lokaorð um raunsæi

  • Raunsæistímabilið var stutt

  • Að vissu leyti má segja að „nútíminn“ hefjist

  • Bændasamfélagið líður undir lok

  • Eitt helsta einkenni raunsæis er að fjalla um samtímann á gagnrýninn hátt

  • Efasemdir um tilvist guðs

  • Skáld eiga að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og lækna samfélagsmeinin

  • Raunsæi var mest áberandi í sagnagerð en birtist einnig í ljóðum

  • Skáld litu bæði til síns nánasta umhverfis og til umheimsins og gagnrýndu stórveldin

    • Þorsteinn Erlingsson kom inn á nýlendustefnu stórþjóðanna og Stephan G. Stephansson varð gagnrýninn á stríðsbrölt stórþjóðanna

  • Nýrómantíkin tók svo við af raunsæinu

    • Skilin á milli þessara stefna eru ekki alltaf skörp






Rómantík

Raunsæi

Viðfangsefni bókmennta

Að vekja lesendur til meðvitundar um mikilvægi þjóðernis, sögu og náttúru með því að tjá tilfinningalega upplifun, ekki síst um náttúruna og sögu þjóðarinnar.

Að fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagslegt misrétti, t.d. misskiptingu auðs, kúgun kvenna, spillingu yfirstéttarinnar og hræsni presta.

Hlutverk skálda

Að miðla lesendum af sýn sinni, listamaðurinn býr yfir nánast yfirnáttúrulegri skynjun á náttúru, sögu og tilfinningum.

Að lýsa raunveruleikanum á sem trúverðugastan hátt án þess að fegra nokkuð.

Aðferð

Skáldlegt ímyndunarafl er mikilvægara en raunveruleikinn. Miðla á persónulegri og tilfinningalegri upplifun í skáldskap.

Rithöfundar litu á sig sem lækna samfélagsmeina. Það var hlutverk þeirra að benda á meinsemdirnar til að hægt væri að „lækna“ þær. Höfundurinn átti ekki að blanda tilfinningum sínum í textanum heldur vera nánast eins og skrásetjari.

Persónur og vettvangur

Gjarnan er ort um fornar hetjur í glæsilegri náttúru Íslands. Einnig er algengt að ort sé um einhvers konar algleymi í náttúru landsins.

Fjallað er um manninn í samfélagi samtímans. Maðurinn er afurð erfða og umhverfis. Lágstéttarfólk og þeir sem minna mega sín eru oft aðalpersónur og sýnt er hvernig samfélagið viðheldur ranglæti.

Tilgangur bókmennta

Að bæta mannlífið með því að sýna okkur glæsilega fortíð eða birta okkur skáldlega sýn af fegurri og réttlátri veröld en veruleikinn er.

Að bæta mannlífið með því að benda á meinsemdir samfélagsins til að hægt sé að ráða bót á þeim.


RAUNSÆI

gestur pálsson - helsta skáld, realismi, tilhugalíf, vordraumur, kærleiksheimilið, fyrirlestrarnir lífið í reykjavík, skáld vor og skáldskapur á þessari öld, menntunarástandið á íslandi

georg brandes - upphaf raunsæis á n-löndum

bertel e.ó. þorleifsson - verðandi

einar h. kvaran - verðandi, vonir

hannes hafstein - verðandi, realismi

þorsteinn erlingsson - ljóðabókin þyrnar, efnilegur námsmaður, stundum rómó, örbirgð og auður

stephan g. stephansson - klettafjallaskáldið, vígslóði, jón hrak 

torfhildur hólm - sögulegar skáldsögur, brynjólfur sveinn biskup


robot