Sjónhimna - Sjóntaug - Sjónkross - LGN - Sjónbörkur (v1)
Taugaþræðir ganglion frumna mynda sjóntaugina sem liggur frá sjónhimnu til heilans. Við heiladingul er sjónkross, þar fara sumir þræðir yfir miðlínu (s.s boð frá sjónhimnu berast til hægra og vinstra heilahvels). Það er hægt að skipta sjónhimnunni í tvennt, neflægur hluti (innri) og gagnlægur hluti (ytri). Þræðir frá innri nethimnu ferðast til gagnliggjandi heilasvæðis.
Fyrsti móttökustaðurinn er LGN kjarninn í stúkunni, tekur við upplýsingum frá fleiri skynkerfum - það skiptir máli upp á samræmi. Hann hefur 6 lög ( Parvocellular hefur 4 ytri lög og Magnocellur hefur 2 innri lög). Í LGN er ákveðið skipulag, aðliggjandi frumur á sjónhimnu senda boð á aðliggjandi frumur í LGN kjarna. Vinstra augað sendir boð á ákveðin lög og hægra á ákveðin lög, þau senda ekki upplýsingar á sama lag í V1.
Næst fara upplýsingar til sjónbarkar, þaer eru önnur viðtakasvæði, sem eru ólík þeim í LGN. Frumur í sjónberki virkjast af línum, brúnum og hreyfingu. Í sjónberki eru bæði einfaldar og flóknar barkafrumur. Einföldu eru með viðtakasvæði sem bregðast við línum, halla, þykkt og stærð. Flóknu frumurnar bregðast við áreiti sem hreyfist frá vinstri til hægri en ekki þegar það hreyfist frá hægri til vinstri. Sjónbörkurinn (v1) er fyrsta svæðið sem fær upplýsingar frá báðum augum.